Tíminn - 29.04.1953, Side 1

Tíminn - 29.04.1953, Side 1
Ritstjórl: Þórarlnn Þórarlnsson Préttaritstjórl: Jón Helgason Útgeíanái: Pramsókn arílokkurinn Skrifstofur i Edduhúsi Préttasímar: 81302 og 81303 Afgreiðslusími 2323 Auglýsingasími 81300 Prentsmiðjan Edda 87. árgangur. Reykjavík, miðvikudaginn 29. apríl 1953. 95. blað. Hægt að láta kýr stálma og gefa nyt, án burðar Á-fundi Atlanzhafsráðsins Dýralæknirinn á Hellu notar hormónaefni, við kýr, er ekki eru með fangi og alveg geldar Bændur í Rangái'vallasýslu hafa orð'ið vitni að þeim undrum, að kýr geta stálmað og farð að mynda mjiólk, án þess að fá fang og bera. Ekki gerist þetta þó að sjálfu sér, lieldur er notað í þessu skyni hormónaefni, sem hefir svip- uð áhrif á kýrnar og fósturmyndun og burður. Á Hellu starfar þýzkur dýra læknir, Helmuth Bruckner, og það er hann, sem komið hefir með þessa nýjung, sem mun veravera þýzk að uppruna. Hormónaefnið, sem hann not ar, er fast í sér, og er því stung ið undir skinnið á hálsi kúnna. Hver skammtur er sem ’næst eins og hálf eldspýta að stærð. Þessa aðferð má nota við allar tegundir dýra. Mjólkandi eftir þrjár vikur. Þegar hormónarnir eru komnir í kúna, byrja þær þeg ar að stálma, og eftir svo sem þrjár vikur er komin í hana mjólk. Þetta er þó ekki hægt, nema kýrin sé orðin alveg geld, er .efnið er sett í hana. Síðan mjólkar hún í sjö til níu mánuði. Gjald það, sem bændur í Rangárvallasýslu hafa greitt fyrir þetta, er 150 krónur á kúna. Reynt við þrjár kýr. Þetta hefir verið reynt við að minnsta kosti þrjár kýr í Rangárþingi og gefizt vel. Fyrst mun þetta hafa verið gert í Álfhólshjáleigu í Vestur Landeyjum, en síðan á tveim stöðum í Þykkvabæ, hjá Agli Friðrikssyni í Skarði og Jóni Jónssyni á Skinnum. Þetta var reynt á kúm, sem ekki héldu, annarri fyrir tveim mánuðum, en hinni fyr ir þrem mánuðum. Kýr Egils var roskin, og mjólkar hún nú 11—12 merkur í mál, en kýr Jóns, sem er kvíga, er aldrei hefir borið, er í 6—7 mörkum í mál. Feitari en venjuleg mjólk. Það er og athyglisvert, að mjólkin, sem fæst úr kúm, er örvaðar eru til mjólkurmynd unar með þessum hætti, er mun feitari en venjuleg mjólk. Mun sú og hafa orðið raunin á í Þykkvaþænum. Hins vegar halda kýrnar ekki alveg eins vel á sér og þegar þær hafa gengið með kálf með eðlilegum hætti. Mjög umrætt mál. Þetta nýrræli er mjög um- rætt manna á meðal eystra og þykir hið merkilegasta, enda talsvert hagsmunamál, að hægt sé að örva kýr, sem ekki fá fang, til þess að mjólka og gefa arð, svo að ekki þurfi að ala þær geldar um langan tíma. Geðvernd á vinnustöðum Á funtíi Geöverndarfélags- ins, sem haldinn var í sjöttu kennslustofu háskólans í gær kvöldi, flutti dr. Helgi Tóm- asson yfirlæknir, erindi um geðvernd á vinnustöðum, en um slík mál hefir harla lítið verið rætt og ritað hér á landi, enda þótt þau séu í eðli sínu mikilvæg. Jón Kjartansson í kjöri í Siglufirði Framsóknarmenn í Siglu- firði hafa skorað á Jón Kjart ansson bæjarstjóra, að verða þar í kjöri við kosningarnar í sumar af hálfu Framsókn- arflokksins. Jón hefir ákveð- ið að verða við þessari áskor- un. — ur norðlenzku kaup- stöðunum Sífellt fleira fólk úr kaup- stöðum og sjávarþorpum' norðan lands hverfur nú suð-' ur á land í atvinnuleit, eink- j um á Suðurnes. Fólk þetta erj frá Húsavík, Akureyri og.yf- irleitt úr flestum norðlenzk-' um kaupstöðunum. Mest er þetta ungt fólk, sem freistar þess að afla sér meiri tekna í fjarlægð við átthaga sína. | Allmargir af þeim, sem fóru suður í atvinnuleit þeg- ar í haust, hafa komið aftur norður til þess að sækja fjöl-' Skyldur sínar og flytja þær einnig suður. Þykir viðbúið, að ekki muni nema sumt af þessu fólki flytja aftur heim, þótt atvinna á Suðurnesjum kunni að dvína snögglega. 1 Glæsilegur stjórnmála- fundur Framsóknarm. 300 manns í sóknarhug í Breiðfirðingahúð f fyrrakvöld hélt Framsóknarfélag Reykjavíkur félags- fund í Breiðfirðingabúð í tilefni af næstu alþingiskosning- um. Fundarstjóri var Hannes Pálsson frá Undirfelli, en fundarritari Kristján Benediktsson, kennari. Mynd þessi var tekin af fulltrúum íslands á fundi Atlants- hafsráðsins í París. í gær gerði Bjarni Benediktsson utan- ríltisráðherra grein fyrir umræðum og ályktunum á fund- inum í útvarpserindi, sem hann flutti. Sagði hann, að ráðið hefði verið sammála um, að halda uppi sameiginlegum vörnum, en öll þátttökuríkin myndu fagna einlægum tilraun um til þess að draga úr því hættuástandi, sem nú ríkir. Námsmeyjar greiddu at kvæði um háttvísi pilta Alþýðuskólaimm á Eiðum slitið um helgfna Alþýðuskólanum á Eiðum var slitið síðastliðinn sunnu- dag, og luku þá sextán nemendur alþýðuskólaprófi og 26 ársprófi fyrsta bekkjar. Alis voru nemendur í skólanum um níutíu, þar af um helmingur í þriðja bekk, sem skiptist í verknámsdeiid og landsprófsdeild, en þær tvær deildir halda áfram og lýkur prófum í þeim í maí. Skólaslitin hófust með því,. að gengið var til kirkju og' ! hlýtt messu hjá sóknarprest jinum, séra Sigurjóni Jónssyni í Kirkjubæ. Önnuðust nem-1 J endur þriðja bekkjar söng við ' guðsþjónustuna. Sjálf skóla- j ( slitin fóru fram í leikfimisal j skólans. I fundarbyrjun voru sam- þykktar 20 inngöngubeiðnir frá mönnum, er gengu i fé- lagið. Ræðumenn. Eysteinn Jónsson flutti ít- arlega og skörulega fram- söguræöu, er var fagnað mjög eindregiö af fundar- mönnum. Næst á eftir flutti Rannveig Þorsteinsdóttir snjalla ræðu, sem einnig var ágætlega fagnað. Ennfremur tóku til máls Hannes Páls- son, Daníel Ágústínusson og Hannes Jónsson og var að því búnu fundartíminn á enda. Fundarsalurinn var troð- fullur áheyrenda eða um 300 manns. Sóknarhugur og eindrægni. Kom þarna fram ákveð- inn sóknarhugur og ein- drægni að vinna að áfram- haldandi sigri Framsóknar- flokksins i Reykjavik, eins og kom svo greinilega einnig fram á dögunum á fundi jngra Framsóknarmanna, er þeir héldu á sama stað. Á öllu kjörtímabilinu und- CPramn. á 2. s£Su>. Kvillasamt framan af. Skólastjórinn, Þórarinn Þór . arinsson, greindi frá störfum í skólanum í vetur. Allkvilla- samt var fyrri hluta vetrar, en þá bárust í skólann misl- ingar, hlaupabóla og fleiri kvillar, en ofanverðan vetur var heilsufar hins vegar mjög ; gott. | Meðalþyngdarauki var 5,7 kg. og fæðiskostnaður pilta | reyndist 18,95 á dag, en stúlkna 16,75, og er það að- eins sextíu aurum dýrara en j árið áður. j ^ Beztu einkunnir. j Bezta einkunn í bóklegum' greinum á alþýðuskólaprófi , fékk Pétur Stefánsson frá! Flúðum í Hróarstungu, 9,41,1 en í verklegum greinum Geir, laug Þorgrímsdóttir frá Breið dalsvík, 8,53. Við árspróf fyrsta bekkjar Impressjönistar í Listvinasalnum Sýning stendur nú yfir í Listvinasalnum á verkum eft ír helztu impressjónistana litprentuðum. Eru þarna Ut- prentaðar myndir eftir Gaug- in, van Gogh og fleiri meist- ara þessara stefnu. Litprent- unin virðist vera mjög góð, en hún er hollenzk, og er það hollenzkur maður, sem er með þessar myndir hér. Sýningin er opin daglega frá kl. 2—0 fram á sunnudag. Myndirnar eru til sölu og kosta frá 65 til 100 krónur. fékk hæsta einkunn í bókleg- (Pramh. á 2. síðu). Akureyrarrevýa í uppsiglingu Innan skamms verður byrj að að sýna á Akureyri Akur- eyrarrevýu, og er það Skjald borgarbíó, sem gengst fyrir þessu. Revýan fjallar um. menn og málefni á Akureyri.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.