Tíminn - 11.06.1953, Blaðsíða 1

Tíminn - 11.06.1953, Blaðsíða 1
 Rltstjóri: Mnrimi Þórarinsaon rréttaritítjórt: Jón Helgason Útgeíandl: rrartaókn&rllotoirinn Skriístoíur i Edduhúii Fréttasimar: 81302 og 81303 AígreiSslusíml 2323 Auglýsingasíml 81300 Prentsmlðjan Edda 57. árgangur. Reykjavík, fimmtudaginn 11. júní 1953. 128. blað. „iU.— — Flokkarnir leiða saman hesta í útvarpinu 23. og 24. júní Sii nýiireyínl tokhs ispp, að framsöguræður verða flutlar af segullsaiuli og dreg'ið um röð flokkaima að upptöku lokinni. Nú er fullráðið hvernig almennum útvarpsumræðum stjórn málaflokkanna fyrlr þessar kosningar verður hagað. Hafa umræður og samningar staðið um þetta milli fulltrúa flokk- anna að undanförnu og lögðu þeir síðan tillögur sínar fyrir útvarpsráð, sem samþykkti þær nær óbreyttar. Þora þeir að gera samanburð? Sjálfstæðismenn reyna nú að halda því fram, að Rannveig Þorsteinsdóttir hafi staðið illa við kosninga- loforð sín. Hér í blaðinu hefir það verið rakið, hvernig kosningaloforð Rannveigar hafa verið eínd. Svarta markaðinum, vöruskortinum og baktjaldaveraluninni, sem hún sagði stríð á hendur, hefir vissulega verið út- rýmt. Framlög til íbúðarbygginga í kaupstöðum hafa verið stóraukin. Mörgum málum öðrum, sem hún lof- aði að beita sér fyrir, hefir verið komið fram eða vel áleiðis. Rannveig getur því vissulega borið höfuðið hátt. En hvernig er það'með þingfulltrúa kommúnista í Reykjavík? Hvernig hefir t. d. Einar Olgeirsson efnt loforð sín? Hverju hefir hann komið fram? Þora kommúnistar að gera samanburð á þingstörfum hans í þágu Reykvíkinga og liliðstæðum störfpm Rannveig- ar Þorsteinsdóttur? Fámennur og dauf- ur fundur Þjóðvarnt arflokksins Menn þeir, sem kalla sig Þjóðvarnarflokk, ætluðu að sýna veldi sitt í Breiðfirð- ingabúð í fyrrakvöld. Boð- uðu þeir til fundar og þótt- ust vissir um, að þröngt mundi verða í Búðinni En þar reyndist gestum olnboga rýmí nóg. Þegar fundur skyldi hefjast, var aðeins slæðingur kominn í sæti, og var tekið það ráð að bíða meira liðs. Að lokum hófst þó fundur, en fundarmenn náðu aldrei 200. Rann víga- móður mjög aí herforingj- um og varð fundurinn allur daufur og sviplaus. Var lítill sigurbragur á söfnuðinum, þegar gengið var af fundi. Norskiir démari í laudsleiJkmim Það hefir veriö tilkynnt í Noregi, að norski dómarinn Josef Larsen frá félaginu Frigg í Osló, muni dæma landsleikinn í knattspyrnu milli íslands og Austurríkis, sem verður háður hér í Reykjavík 29. þessa mánaðar. Ungkommar og Heimdellingar gátu ekki fyllt Hol- steii saman Ungkommar og Heimdell- ingar fóru í kosningaleik að fyrri sið í Holstein í fvrra- kvöld og var barizt með tré- sverðum eins og góðum og gömlum bandamönnura sæmdi. Á slikum leikum að undanförnu hefir það verið hið mesta kappsmál hvcrra um sig að fylla húsið með klappliði, svo að ekki væri hlustað nema á annan aðila, en hinn klappaður niður, og hafa ýmsir haít sigur í þeirri smölutí. En nú brá svo við, að þótt báðir leggðu; saman, tókst þeim ekki að fylla húsið, og vantaði tugi ef ekki hundruð til. Hafði því hvorugur klappsigur að þessu sinni, og vissi hvorug- ur, hvort hann var undir eða ofan á, eins og sjá má af frásögnum Þjóðviljans og Morgunblaðsins af fundin- um í gær, því að í þessum herbúðum er enginn annar mælikvarði til á sigrur í um- ræðum en háreysii smalaðra klappenda. Umræðukvöldin verða tvö, þriðjudaginn og miðvikudag- inn 23. og 24. júní, og verður umræðutíminn, sem nú skipt ist milli sex aðila, fjórar klukkustundir hvort kvöld eða 4U mínútur til handa hverj- um flokki. Umræðurnar hefj ast klukkan átta bæði kvöld in. Þeirri beiðni stjórnmála- flokkanna, að þær hæfust klukkan hálf-átta, var synjað af útvarpsráði. Ræður fluttar af segulbandi- Sú nýbreytni verður upp tekin í þessum umræðum, að Vitabygging á Hrollaugseyjum Frá fréítaritara Timans í Hornafiröí Að undanförnu hefir verið hér mjög gott veður, en þó hefir þurrkur háð mjög gras sprettu, og einnig óttast menn um garða sína, ef hvass viðri gerir, þar sem moldin er mjög þurr. Á sjómannadag inn gerði dálitla rigningu, scm ekki stóð þó nema hálf- an daginn. Verið er að byggja vita á Hrollaugseyjum, og er nú langt komið að steypa upp skrokkinn. Vitaskipið Hermóð ur flutti allt steypuefni til vitans, en svo er einnig stöð- ugt bátur við eyjarnar til að- stoðar, og flytur hann kost og aðrar nauðsynjar til verka fólksins. Viðskiptasamnkg- ur við Frakka Undirritað hefir verið í París samkomulag um við- skipti íslands og Frakklands er gildir fyrir tímabilið 1. apríl 1953 til 30. september 1953. Samkvæmt samkomu- lagi þessu munu Frakkar leyfa innflutning á fiski frá íslandi, nýjum og frystum fyrir tæpar 8,9 milljónir kr. og á ýmsum öðrum vörum, svo sem fiskniðursuðu, lýsi, hrognum, laxi og silungi fyr ir um 1,6 milljónir króna. Fyrir íslands hönd annað- ist Pétur Benediktsson sendi- herra samningsgerðina. fi amsöguræðurnar fyrra kvöldið verða fluttar af segul bandi, og verða teknar á það nokkru áður, en að upptök- unni lokinni verður dregið um röð flokkanna í umræðunum. Samþykktu fulltrúar flokk- anna að hafa þennan hátt á , til þess að flokkarnir gætu j ekki notað tíma sinn fyrra kvöldið til andsvara, þar sem aðeins ein umferð verður það kvöld. Jafnar þetta aðstöð- una. Þrjár umferðir síðara kvöldið. Siðara umræðukvöldið verða umferöirnar þrjár, 15, 15, og 10 mínútur, eða samtals 40 mínútur hver flokkur. Um ræðunum ætti því að ljúka um miðnætti þæði kvöldin, en tíminn mun þó drýgjast eitt- hvað, einkum seinna kvöldið með skiptingu og kynningu ræðumanna. Byrjað að ráða stúlkur í síldina Frá fréttaritara Tímans í Siglufirði. Síldarundirbúningur er með minnsta móti i Siglu- firði. Gleðilegur vottur þess, að menn hugsa vel til síld- arinnar þótt hún hafi snúið bakinu við landsmönnum er það að byrjað er að ráða stúlk ur til sildarsöltunar í Siglu- firði. Eigandi einnar söltunar- stöðvarinnar er búinn að ráða um 20 stúlkur gegn kaup tryggingu í tvo mánuði. Þyk- ir Siglfirðingum þetta spá góðu um sumarið, því að þessi síldarsaltandi hafði engar fastráðnar stúlkur í fyrra- sumar. Uppboð á listaverk- um á laugardag Á laugardaginn verða boð- in upp fimmtíu málverk, nokkuð af bókum og fleiri munir í Listamannaskálan- um klukkan 1,30 e. h. Lista- verkin eru til sýnis í dag og á morgun & milli kl. tvö og sex. Margt merkra verka verð ur selt á uppboðinu, m.a. ein fegursta mynd Ásgríms Jóns sonar, Frá Þórsmörk. Það er Sigurður Benediktsson, sem stendur fyrir þessu listaverka uppboði. Verzlunarjöfnuður- inn hagstæðari en í fyrra Vöruskiptajöfnuðurinn er dálítið hagstæðari það sem aí er þessu ári en á sama tima í fyrra. Samkvæmt upp lýsingum, sem blaðinu bár- ust frá Hagstofu íslands í gær er vöruskiptajöfnuður- inn í maí óhagstæður um 37.751 millj. kr., en var í fyrra óhagstæður um 56.429 millj. kr. Það sem af var árinu í maílok, var búið að flytja inn vörur fyrir 359 millj. kr. en út fyrir 209, er jöfnuðurinn þannig óhagstæður um 150 (Framhald á 2. síðu). Gylfi í hringekjunni, Haraldur í Parísar- Okkur dugar ekki minna en Tívóli, sögðu Kratar og boðuðu til útbreiðslufundar þar í gærkveldi. Fengu þeir úrvalssöngvara og góðar leik konur til að skemmta „þús undunumí' auk Gylfa og Har aldar. Dreif nú að „múgur og margmenni" og varð hátt í 300 manns, að meðtöldum þingmönnum kommúnista, börnufú og unglingum. Hófst nú skemmtun góð. Gylfi fór í hringekjuna, og Hannibal stjórnaði henni- Náði Gylfi snúningshraðameti í ekj- unni við ágætan orðstýr. Haraldur brá sér í Parísar- hjólið og rólaði sér af mikilli list. Alfreð Gíslason, ágæt- ur taugalæknir, gaf góða skammta, en fólki fannst samt, að þarna hefði átt að vera annar Alfreð. Eftir þetta fóru allir krataforingj ar í speglasalinn, stilltu sér upp framan við spéspegilinn, sem gerir menn margfalda að allri fyrirferð og sögðu: „Stórir erum vér nú, en stærri verðum við eftir kosn ingar“. Fólkið í garðinum gaf sig ekki að skemmtun- um krataforingjanna en hlustaði ánægt á söngvar- ana Einar og Guðmund, og leikkonurnar Áróru og Eme líu. En á heimleiðinni er sagt að aðstoð taugalæknis- ins hafi komið sér vel. Einn Alþýðuflokksmaður sagði um leið og hann gekk út úr garöinum: „Já, þetta var glæsilegur fundur, en jafn- ast þó varla á við fund Stefáns Juhanns á Arnar- hóli“.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.