Tíminn - 11.06.1953, Blaðsíða 8
87. árgangur.
Reykjavík,
11. júní 1953.
128. blað.
Miðflokkar Ítalíu
náðu ekki 50%
>atkvæða
Endanlegar atkvæðatölur
úr itölsku þingkosningunum
voru ekki enn fyrir hendi í
gærkvöldi, en þó virtist auð-
séð, að flokkasamsteypa nú-
verandi stjórnarflokka hefði
ekki náð 50% atkvæða og þar
afleiðandi ekki meirihluta í
fulltrúadeildinni. Hins vegarl
hefir hún nauman meiri-j
(Framhald á 7. síðu).
Kosningaskrifstofui
Framsóknarmanna
í Reykjavík og
Leikför þjóðleikhúss-
ins 1853 að hefjasi
Leikför þjóöleikhússins 1953, er nú að hefjast og verður
farið víða um landið. Það er leikritið Tópaz, sem þjóð!e>k-
húsið sýnir landsmönnum að þessu sinni, en þetta er þriðja
leikförin, sem þjóðle*khúsið efnir til úti á landi.
nágrenni
★ Kosningaskrifst. í Reykja-
vík er í Edduhúsinu, sími
5564. Hafið samband við
skrifstofuna.
★ Gagnvart atkvæðagreiðslu
fyrir kjördag eru allar upp
lýsingar gefnar í skrif-
stofu flokksins í Edduhús-
inu. Sími: 6066.
KEFLAVIK.
★ Franisóknarmenn í Kefla-
vík hafa opnað kosninga-
skrifstofu að Suðurgötu
46. Aðkomumenn í Kefla-
vík athugið, að skrifstof-
an veitir allar upplýsing-
ar varðandi utankjör-
staðaatkv.greiðslu. Fram-
sóknarmenn, hafið sam-
w band við skrifstofuna.
Upplýsingasímar 49 og 94.
ÁRNESSÝSLA.
★ Kosningaskrifstofan er i
húsi Kaupfél. Árnesinga,
Selfossi, efstu hæð. Þor-
steinn Eiríksson, skólastj.,
veitir henni forstöðu.
RANGÁRVALLASÝSLA.
★ Ólafur Ólafsson á Hvols-
velli er kosningastjóri
Framsóknarfélaganna 1
Rangárvallasýslu og veitir
allar upplýsingar varð-
andi kosningarnar.
í Vestmannaeyjum hafa
Framsóknarmenn opnað
kosningaskrifstofu að Skóla
veg' 13. Sími skrifstofunnar
cr 422. Þeir, sem veita skrif-
stofunni forstöðu, eru Ólaf-
ur Björnsson húsgagna-
smíðameistari, heimasími
130 og Ásmundur Guðjóns-
son verzlunarstjóri, heima-
sími 58.
HAFNARFJÖBÐUR
★ í Hafnarfirði hafa Fram-
sóknarmenn opnað kosn-
ingaskrifstofu í skáta-
skálanum við Strandgötu.
Kosningaskrifstofan er op
in kl. 6—10 virka daga og
3—6 á sunnudögum. Sími
9870. —
Erna Sigurleifsdóttir
í hlutverki í Topaz
Kappræðnf undur
ungra manna á
Fyrra þriðjudag var hald-
ínn skemmtilegur kappræðu
fundur á Blönduósi. Voru
það stjórnmálaumræður
ungra manna, sem Félag
ungra FramsóknarmaiTna og
Félag ungra Sj-álfstæðis-
marína efndu til.
Af hálfu Framsóknarmanna
komu fram Guðmundur Hall
dórsson, Kristófer Kristjáns-
son, Þorsteinn Sigurjónsson
og Kristján Finnbogason, en
af hálfu Sjálfstæðismanna
Jón ísberg, Pálmi Jónsson og
Stefán Jónsson.
Fundarhúsið var troðfullt
og fóru ungir Framsóknar-
menn meö glæsilegan sigur
af þessum fundi fyrir ske-
leggan málflutning og djarfa
sókn fyrir góðan málstað.
Fararstjóri verður Harald-
ur Björnsson leikari, en leik-
stjóri er Indriöi Waage. Tveir
leiksviðsmenn verða með í
förinni, auk eins ljósameist-
ara, en alls verða fimmtán
manns í flokknum. Topaz
hefir verið sýndur þi’játíu og
fimm sinnum í þjóðleikhús-
inu og fengið góðar undir-
tektir, enda er þetta ágætur
gamanleikur.
Sýnir fyrst á Sauöárkróki.
Flokkurinn leggur af stað
héðan í dag, og hefir
meðferðis allan útbúnað sem
þarf, til að setja leikinn á
svið i samkomuhúsum úti á
landi. Leikflokkurinn mun
fyrst leggja léið sína til
Sauðárkróks, en fara síðan
til Siglufjarðar og sýna þar
þrisvar, á Akureyri sjö sýn-
ingar, Húsavík þrjár, ísafirði
þrjár, Bolungarvík, Flateyri,
Þingeyri, Patreksfirði, Stykk
ishólmi, Bíldudal og Blöndu-
ósi eina sýningu.
Knnnur fyrirlesari
á vegnm Guð-
spekifélagsins
Hingað til lands er kpminn
brezki fyrirlesarinn Edwin
Bolt á vegum Guðspekifélags
fslands til bess að flytja hér
fyrirlestra og starfrækja sumi
arskóla guðspekinema. Hann
er kunnur hér af fyrri kom-
um sínum hingað og fyrir-
lestrum. Fv’rsta erindi hans
að bessu sinni er í kvöld kl.
3,30 í Guðspekifélagshusinu.
Hann verður hér í mánuð, og
hefst sumarskóli guðspeki- (
nema i skólahúsinu að Hlíðar
dal í Ölfusi 20. þ.m. Eril allir
guðspekinemar og aðrir, er
áhuga hafa á þessum efnum,
velkomnir á hann. Upplýsing
ar um skólann eru gefnar í
símum 4800 og 3793.
Páll Arason efnir
til tveggja ferða
umhverfis land
Páll Arason bílstjóri, sem
margar öræfaferðir hefir far
ið undanfarin ’ár, hefir nú
ákveðið helztu sumarferðir
sínar- Hann mun fara tvær
ferðir umhverfis landið á bil
í sumar. Hefst fyrri ferðin 4.
júlí og verður faið á Hvera-
velli, í Skagafjörð, um Akur-
eyri, Mývatnssveit, Grafar-
lönd og Herðubreiöarlindir og
Öskju, þaðan til Grímsstaða
og í Hallormsstaðaskóg. Síð-
an um Djúpavog, Hornafjörð
og í Öræfi, en þaðan fljúga
farþegar til Reykjavíkur. Með
sömu flugvélum frá Reykja-
vík koma svo farþegar í seinni
hringferðina og fer Páll með
þá svipaða leið til baka, nema
frá Grimsstöðum verður far-
ið suður yfir Öræfi ofan i
Biskupstungur og þá verið
níu daga í óbyggðum.
Þá fer Páll níu daga ferð
um Fjallabaksveg og hefst
hún 8. ágúst. Núna á föstudag
inn fer Páll í Landmannalaug
ar og Landmannahelli. Ferða
skrifstofa ríkisins hefir alla
afgreiðslu fyrir Pál, og má fá
þar upplýsingar um* ferðir
hans-
Er V ísisritst jórinn
eitthvað smá-
skrítinn?
Það er hreint ekki efni-
legt með Vísis-ritstjórann.
Hann stendur í þeirri mein-
ingu, að hann sé „fyrrver-
andi bóndi“ og sltrifar gre*n
í blað sitt undir því nafni í
gær. Segist hann nú alveg
hafa sagt skílið við Fram-
sóknarflokkinn og ætli nú
að breyta til um þessar kosn
ingar og kjósa „að þessu
sinni alla aðra flokka en
Framsókn.“ Það verður at-
kvæðaseðill, sem segir sex.
Það er ástæða til að
spyrja: Er Vísis-ritstjórinn
eitthvað smáskritinn?
En það eru fleiri, sem
breyta t>l, og Sjálfstæðis-
flokkurinn mun finna það
þessa dagana. Vísis-ritstjór-
anum til gamans má geta
þess, að um það leyti, sem
hann ákvað að „kjósa alla
aðra flokka“ en Framsókn-
arflokkinn, sendi allkunnur
Sjálfstæðismaður Sjálfstæð-
isflokknum úrsögn sína.
Það var Kári Guðmundsson,
mjólkureftirlUsniaður. —
Hann hefir verið í Sjálfstæð
isflokknum nokkuð á ann-
an tug ára, setið í fulltrúa-
ráði flokksins um árabil og
átt sæti á síöustu landsfund
um flokksins. — Já, Sjálf-
stæðismenn „breyta t>l“ og
svo er Vísis-ritstjóranum vel
komið að „kjósa alla aðra
fiokka en Framsókn.“
Rússneskur sepdt
herra í Austurríki
~ * 2** t í 1*
Rússar hafa^’skipa'S sendi-
herra í Austurríki, og er það
stjórnarfulltrúi sá,. sem þar
var skipaður fyrir skömmu.
Virðast Rússar nú hafa hug
á að gera mikla stefnuþreyt-
ingu í sambúðinni við Austur
ríki, sem verið hefir allt ann-
að en frjálsleg af þeirra hálfu
að undanförnu. Hafa þeir af-
numið ferðabann og eftirlit
með ferðum manna til rúss-
neska hernámshlutans, og
þurfa Austurríkismenn þvi
ekki að sýna Rússum vega-
bréf lengur í sínu eigin landi.
Er hér um að ræða eitt at-
riði þeirrar stefnubreytingar,
sem orðið hefir í rússneskum
utanríkismálum eftir ein-
valdaskiptin.
700 vinningar
dregnir út i happ-
drætti háskólans
í gær var dregið í Happ-
drætti Háskóla íslands um
700 vinninga. að upphæð 317.
500 krónur. Hæsti vinning-
urinn, 25 búsund krónur, kom
upp á hálfmiða nr. 20907. —
Var annar miðinn seldur á
Þingeyri en hinn í umboði
:Pálínu Ármann í Reykjavík.
10 bús. kr. vinningur kom
á fjórðungsmiða nr. 8624. sem
seldir voru hjá Maren Péturs
dóttir i Rvík, Bækur og rit-
föng, Laugavegi 39 og Stykk-
ishólmi. 5000 kr. vinningur
kom einnig á fjórðungsmiða
|nr. 14670, sem seldir voru á
ÍHúsavík og á Fáskrúðsfirði.
Knattleikanám-
skeið að Núpsskóla
Hinn góðkunni sendikenn-
ari Í.S.Í., Axel Ancjrésson, hef
ir nýlokið knattleikanám-
skeiði að Núpsskóla. Þátttak-
endur voru 102, 43 stúlkur og
59 piltar. Er þetta fjölmenn-
asta námskeið, sem hér hefir
verið haldið, og tóku þátt 1
því allir nemendúr héraðs-
skólans, starfsfólk, barna-
skólanemendur svo og börn á
aldrinum 3—7 ára.
. Axel og kerfin hans eru þeg
ar orðin þekkt um allt land,
(Framhald á 7. -síðu>.
Frábær árangur í
frjálsíþróttum
Nýtt heimsmet í
kúluvarpi
Að undanförnu hefir náðst
frábær árangur í frjálsíþrótt
um víðs vegar í heiminum.
Ber bar hæst heimsmet Pat
O’Brien, USA, en hann hefir
varpað kúlu 18,04 m. Eldra
heimsmet hans var 18,00. —
Landi hans, Wee Santee,
hljóp á sama móti míluna á
4:02,4 mín. Annar í hlaupinu
var Finninn Dennis Johans-
son á 4:04,0. Reiknað er með
að Santee hlaupi innan við
4 mín. í sumar. Frá Rússlandi
berast fréttir um bað, að
Anoufriev hafi hlaupið 5000
m. á 13:58,8 mín. pg 10 km.
á 29:23,2 mín., hyort tveggja
rússneskt met. Tíminn í 5000
m. er annar bezti tími, sem
náðst hefir í heiminum.
Rússinn Kouznetsov hefir
kastað spjóti 76,20 m. og Finn.
inn Hyytáinen 74,52 m.
rmenn! Kosningaskrifstofan er í Edduhúsinu
Opin virka daga ki. 10-10, sunnud. 2-7. Símar 5564 og 82716
’ • . Itafið samband við skrifstofuna. — Vinnnin ötulleffa að sigri Fratnsóhnarflokhsins.
Listi Framsóknarflokksins menniskjördæmunum B-listinn