Tíminn - 23.06.1953, Blaðsíða 1

Tíminn - 23.06.1953, Blaðsíða 1
r—J—---------------------- Skrifstofur f Edduhúsl Préttaslmar: 81302 og 81303 Afgreiðslusími 2323 Auglýsingasími 81300 Prentsmiðjan Edda 37. árgangur. Reykjavík, þriðjudaginu 23. jání 1953. 137. blaS. | / Þannig fylktu Reykvíkingar liði um E-listann á Baugard.kvöldið Gefið ykkur fram til vinnu á kjördegi I»eir, sem vilja vinna fyrir B-listann á kjördegi, eða lána bíla, eru beðnir að gefa sig fram í kosningaskrif- stofunni í Edduhúsfnu sem fyrst. Framboðsfundir í Keflavik og Hlégarði Þórður Björnsson, fram- bjcðandi Framsóknarflokks- ins í Gullbringu- ©g Kjósar- sýslu, boðar til tveggja opin berra framboðsfunda í sýsl- unni í þessari viku. Fyrri fundurinn verður í Keflavík fimmtudaginn 25. júní kl. 8,30 síðd. Fundurinn verður í Ungmennafélags- húsinu. Síðari fundurinn verður fyrir Kjósarsýslu í Hlégarði föstudaginn 26. júní kl. 8,30 síðd. Aðrir frambjóðendur eru sérstaklega boðnir á fundina til þátttöku í um- ræðum og einnig eru umræð ur frjálsar öllum innanhér- aðsmönnum. Einhuga og fjölmennur fund- nr B-listans í Stjörnubíó Áheyrendur, eins margir ! og húsið rúmaði, tóku máii ! ræðumanna með ágætum Hinn aimenni kjósendafundur Framsóknarmanna og annarra stuðningsmanna B-listans á laugardagskvötdið var, varð glæsilegt vitni um scknarhug og sigurvilja fólksins, sem skipar sér um B-listann í Reykjavík. Hvert sæti í húsinu var skipað frá fundarbyrjun til fundarloka og f jölmargir urðu að hiusta standandi á ræðurnar í anddyri hússins. Ekkert sýndi betur en þessi fundur, hve einhuga og öruggt fylgis- rnenn B-listans skipa sér íil sóknar fyrir sigri listans á sunnudaginn kemur. Fundur hófst, þegar klukk an var nokkrar mínútur yf- ir níu, osr var þá þe^ar hvert sæti skipað, en fjölmargir bættu«t við næsta hálftím- ann. Iílnn sami mannfjöldi hélzt allt til fundarloka um kl. hálf-tólf. B-Iistinn hafði þó engin skemmtiatriði upp á að bjóða eins og hinir flokkarn ir, heldur eingöngu rólegan og rökfastan málflutning ræðumanna sinna. Þetta sýnir betur en allt annað þá aivöru og festn, sem fylgis- rnenn B-listans beita í sókn sinni að markinn — glæsileg um sk°ri iistans á sunnudag inn kemur. Máli ræðumanna var tek- ið afbragðsvel. Fyrst taiaði Rannveig Þorsteinsdótt'r, og var ræða hennar snjöll og rökföst í senn, enda fögn- uðu fundarmenn Rannveigu mjög. Fr útdráttur úr ræðu henr ar á öðrum stað hér i blaðinu. Þá mun hin ágæta ræða Valborgar Bentsdóttur hala vakið hlnar mörgu kon ur, sem fundinn sátu, betur en áður til umhugsunar um það, hve þýðingarmikið það er, að kc.nur skipi sér fast um Rannveigu Þorsteinsdútt ur og B-listann, þar sem I Rannveig er eini kvenfram- bjóðandinn á öllu landimi. sem möguleika hefir til að verða kjorin, og ef hún félli, væru konur hraktar með öllu frá áhrifum á þingi, vegna sviksemi hinna flokkanna um að hafa komir í örugg- um sætum á listum sínum. Aðrir ræðumenn voru Svelnn Skorri, Þórður Björnsson, Kristján Fr'ðriks sor, síra Sveinn Víktngur, Þórrr'nn Þcrarinsson og Ey- fteinn Jónsson, sem flutti sr.jöll hvatn’nsrarorð að fund ar’okum um ötula baráítu .Fran.;-.'ld á 2. síöui Revíu-fundir Komma ogSjálf stæðisfl. vekja alm. hneyksli Konojmistar með 1 ræðu og 32 skemmti- aíriði á ,,ftmdi“ í Tívólí. Sjálfstæðisfl. tók Biýjn strætisvagnana í kosningaþarfir og sendi smalabíla geltandi nm bæinn Atferli annarra flokka en Framsóknarflokksins, einkum Sjálfstæðismánna og kommúnista, er þeir byggja upp kosn- inrafundi sína nær eingöngu með skemmtiatriðum, söng, grinsöngvum og revíuleikjum í stað þess að bjóða til alvar- legra stjórnmálaumræðna að siðaðra manna hætti, hefir vakið furffu og almenna fyrirlitningu hugsandi manna. ITndanfarnsr vikur hafa þessir flokkar háð „kosningabar- áttuna“ með þvílíkum gleðimótum um landið þvert og endi- langt, og um síðustu helgi keyrði um þverbak hér í Reykjavík. A laugardaginn efndu kommúnistar til „kosninga- fundar i Tívólí með einni ræíu en 32 skemmtiatriðum A sama tíma fylltu alvarlega hugsandi kjósendur eitt stærsta samkomuhús bæjar- (Framhald á 2. síðu). Morgunblaðsrógurinn um olíu flutninga S.Í.S. orðinn fótastuttur Morgunblaðsmenn viriíast, svo íurðulegt srm það er, enn ekki telja sig hafa orð- ið sér nógu rækilega tii skammar með skrifum sin- um um olíuflutn ngasamn- tnga S. L S. Á sunnudaginn siær blaðiö því föstu, að Panamafélagið Uniun Gulf fúne Inc„ sem leigði Olíufé- laginu h. f. skfpið Perryville, hljóti að vera leppfyrirtæki S. í. S. og hirða ágóða fjrrir þess hönd, vegna þess að: einn af fyrirsvarsmönnum þessa félags sé jafnframt starfsmaður félagsins Ame- ricaíi HawaiSan, sem S. I. S. hafi nýlega gert að umboðs- aðila fyrir öll skip skipa- deildar S. í. S. vestra, og jafnframt sé vitað, að náið samband sé millt forstjóra S. í. S. og þeirra manna, sem veita Union Gulf Line, Inc. forstöðu. CPromhald á 2. sWu).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.