Tíminn - 22.07.1953, Blaðsíða 5

Tíminn - 22.07.1953, Blaðsíða 5
162. bfcað. TÍMINN, miðvikudaginn 22. júlí 1953. 5 ERLENT YFIRLIT, fVliðvÉíkud. 22. júlí Virkjun Þjórsár Á öðrum stað í blaðinu í dag er birt ræða eftir Einar Magnússon menntaskóla- kennara, þar sem hann ræð- ir einkum um fyrirhugaða virkjun Þjórsár. í ræðu þess- ari bendir Einar á ýmsar hættur, sem þvi gætu fylgt, ef hafist væri handa um virkjun Þjórsár, án þess að gæta þess fyrirfram, að slík stórfrámkvæmd reisi ekki þjóðinni hurðarás um öxl eða geri hana háðari erlendu fjármagni en góðu hófi gegnir. Þótt blaðið sé Einari ekki að öllu leyti sammála, hefir það talið rétt og nauðsynlegt, að ræöa hans kæmi fyrir al- menningssjónir, svo að menn gætu hugsað þessi mál og rætt meira en hingað til hef ir verið gert, en virkjun Þjórsár hlýtur að vera eitt af helztu stórmálum íslendinga í náinni framtíð. Eins og nú standa sakir, eru ekki neinar teljandi lík- ur fyrir því að hafnar verði stórframkvæmdir í sambandi við virkjun Þjórsár næstu ár in og jafnvel ekki næstu ára- tugi. Enn- er svo margt ó- rannsakað og óathugað í sam bandi við virkjun Þjórsár, að það mun taka nokkur ár að ganga frá rannsóknum og á- ætiunum, sem hægt væri að byggja meiriháttar fram- kvæmdir á. Þetta rannsókn- arstarf er hinsvegar nauð- synlegt að hefja sem fyrst, því að þjóðinni verður miklu auðveldara að gera sér grein fyrir því, hvernig bezt verður að taka á þessu máli, þegar niðurstaða slíkra rannsókna liggur fyrir. Þessvegna var nú tillagan samþykkt á flokksþingi Fram sóknarmanna í vetur, að strax yrði hafist handa um rannsóknir á virkjunarmögu leikum Þjórsár og annara stórfljóta landsins með til- liti til aukins iðnaðar í land- inu. Það eitt er vitað á þessu stigi, að virkjun Þjórsár lcrefst mikils mannafla og mikils fjármagns, þótt um hvorugt verði hinsvegar full- yrt til hlítar, án fullnægj- andi rannsóknar. Mannafl- ann eigum við og verðum við að leggja til sjálfir og því þarf þetta verk að vera unn- ið á hæfilega löngum tíma. Fjármagnið skortir okkur b.nsvegar og því eru engar líkur til þess, að Þjórsá verði virkjuð á næstu áratugum, nema okkur takist að fá er- lent fjármagn til fram- kvæmdanna., í því sambandi koma tvær leiöir til greina. Önnur er sú að við tökum lán, ef það £r fáanlegt og gerum allar framkvæmdir í sarnbandi við virkjunina á eigin spýtur. Hér yrði um svo mikið fjár- magn að ræða, að örðugt getur reynst smáþjóð, sem ekki byggir á traustari fjár- hagsgrunni en íslendingar gera, að afla þess með góö- um kostum. Hin leiðin er sú, að í sambandi við virkjunina yrði erlendum aðilum veitt sérleyfi til viss iðnreksturs um ákveöinn tíma, líkt og t. d. Norðmenn hafa gert með góðum árangri. cOarthy verður íyr Áhrif hans fara nú minnkandi. þóft hann sé ekki af haki dcttínn Ymsir atburðir, sem gerst þafa seinustu vikurnar, benda til þess j að stjarna. McCarthy fari nú j lækkandi. Hann hefir orðið fyrir hverju áfallinu eftir annað og er talið, að'ékki geti hjá því far- I ið, að þettá verði mjög til þess ! að draga úr viðgangi hans. I Áföll þau, sem McCarthy hefir ' oröið fyrir, stafa að nokkru leyti ' af því, að andstæðingar hans . hafa hafið meiri áróður en áður , gegn steínu hans og starfsað- ' ferðum. í þann hóp hafa svo i bætzt ýms frjálsíynd samtök, er ! ekki láta sig stjórnmál neinu ! skipta, en vinna hins vegar gegn I sérhverri viðleitni, er þau telja jlíkleg til að skaða hina frjálsu 1 stjórnarhætti Bandaríkjanna. — M. a. hafa ýms kii-kjufélögin lát- ið þetta mál til sín taka. Að öðru leyti stafa svo áföll þau, sem McCarthy þefir orðið fyrir, af því, að Eisenhower og stjórn hans haía, þeitt sér meira gegn McCarthy en áður, Þaö var allt af þúist við því, að til árekstra1 myndi koma milli þeirra Mc Carthy og Eisenhower, en Eisen- ! hower myndi hins vegar draga1 það þangað til hann teldi sig hafa hentugt tækifæri til þess. j Eisenhower virðist nú álíta, að, thni og tækifæri sé fyrir hendi, til að hamla meira en áður gegn starfsaðferðum McCarthys. hvort hafa bætandi áhrif á Mc Carthy eða afhjúpa svo vinnu- aðierðir hans, að hann myndi gera sjálfum sér mestan skaða. McCaríhy heldur áfram fyrri iðju. Það kom fljótt í ljós, að hin aukna ábyrgð haiði ekki bætadi áhrif á McCarthy. í stað þess að leita eftir upplýsingum, er gátu reynst stjórn Trumans hættu- legar, t. d. varðar.di fjármál, hélt hann sig fyrst og fremst við bá fyrri iðju sína að reyna að koma kommúni’stastimpli á ýmsa and- stæðinga sína. Aðallega hefir þessi starfsemi beinst að upplýs- ingaþjónustu Bandaríkjanna. — Sérstaklega hafa þær deildir hennar, sem sjá um útvarp til útlanda og amerísk bókasöfn er- lendis, oróið fyrir barðinu á Mc Carthy. Afleiðingarnar af þess- ari iðju hans urðu m. a. þær, aö í nokkrum amerískum bókasöfn- um erlendis voru fjarlægðar bækur eftir kommúnistíska höf- unda, þótt þær fjölluðu um ópóli tísk efni. Eftir að amerísk blöð með New York Times í farar- broddi tóku að gagnrýna þetta háttalag, var þessu hætt. Eisen- hower hafði líka í ræðu, sem hann hélt, óbeint fordæmt þetta háttalag. Matthews-deilan. Framferði McCarthy í þessum efnum vakti ekki aðeins gremju ’ andstæðinga hans, heldur einh- ig í flokki hans, er taldi hann nota vald sitt ilia til að afla upp- ! lýsinga um misjafna starfshætti t Trumansstjórnarinnar. McCar- , thy lét sér þó ekki segjast. Þann 22. júní síðastl. réði hann sem framkvæmdastjóra nefndarinn- j ar J. B. Matthev/s, er hafði verið framkvæmdastjóri óamerísku \ nefndarinnar á árinu 1938—45 j og var kunnur sem mikill fylgi- [ fiskur McCarthys. Tveimur vik- um áður hafði Matthews birt grein í ,,The American Mercury“ 1 um kommúnista og kirkjuna, en þar hélt hann því m. a. fram, að prestar mótmælakirkjunnar ! væru fjölmennasta stéttin í j Bandaríkjunum, er styddu kommúnismann. Vegna þessara Formennska McCarthys í eftirlitsnefndinni. j Eins og kunnugt er, var Mc Carthy gerður í vetur formaður þingnefndar þeirrar, sem á að hafa eftirlit með rekstri ríkis- stofnana. Nefnd þessi hefir vald til að afla hvers konar upplýs- inga. Oft hefir hlotist ágætur árangur af störfum hennar og hún skapað embættismönnum nauðsynlegt aðhald. Stundum hefir starf hennar líka snúist um smámuni og aukaatriði. I Það vakti nokkra undrun ut- an Bandaríkjanna, þegar Mc Carthy var gerður formaður þessarar néfndar. Til þess lágu hins vegar þær ástæður, að republikanir vildu láta þessa nefnd afla upplýsinga, er gætu verið óþægilegar fyrir fráfar- andi stjórn. Afturhaldsmenn í flokknum töldu McCarthy fær- astan til þess starfs. Eisenhower taldi ekki rétt að hefja deilur út af þessu, þar sem meirihluti republikana er mjög veikur í öld ungadeildinni og hann hefir lagt kapp á að halda flokknum j til, að formaður nefndarinnar j saman. Auk þess töldu ýmsir ! hefði rétt til að ráða starfsmenn stuðningsmenn hans, að hin ' hennar. Þannig stóðu málin, unz ‘ aukna ábyrgð myndi annað Eisenhower skarst- í leikinn og ummæla Matthews heimtaði meirihluti þingnefndarinnar — þrír demokratar og einn repu- blikani, — að ráðning Matthews sem framkvæmdastjóra hennar yrði ógilt. McCarthy svaraði því Ef slíkt sérleyfi yrði veitt, yrði það aö sjálfsögðu frum- skilyrðið af hálfu íslendinga, að sérleyfishafinn útvegaði lán til virkjunarinnar, sem ! yrði strax íslenzk eign og ' gerð af íslendingum, en lán- j ið yrði svo greitt með þeim j hluta raforkunnar, er færi til fyrirtækis sérlyfishafans. Verulegur hluti orkunnar færi þó strax til að raflýsa ná læg byggðarlög og koma þar fótum undir ýmiskonar iðn- ! rekstur. Hvort heldur sem lántöku leiðin eða sérleyfisleiðin verður farin, verður það að vera ófrávíkjanleg stefna, að orkuverið sjálft verði ís- lenzk eign og að öllu leyti undir stjórn íslendinga. Er- lendir aðilar mega aldrei fá rétt til vaínsvirkjana í land inu, þótt þeir kunni að fá tímabundið sérleyfi til viss atvinnureksturs í sambandi við þær. I A þessu stigi liggur ekkert {fyrir um, hvort hægt er að fá fjánnagn til virkjunar Þjórsár í náinni framtíð. Slíkt hefir heldur ekki verið athugað, því að þetta mál er enn fullkomlega á frumstigi, þar sem nauðsynlegar undir búningsrannsóknir vantar. Ef íslendingum fjölgar jafn ört og seinustu árin, munu núverandi atvinnuveg ir ekki til frambúðar geta séð fyrir atvinnuþörfinni, . enda þarf að hleypa fleiri stoðum undir afkomuöryggi þj óðar- innar. Virkjun Þjórsár gæti vissulega orðið ein slík stoð. Þessvegna er þar um að ræða eitt af meiriháttar framtíð- j armálum þ j óðarinnar. | Happasæl lausn þess gæti stórum styrkt hag þjóðarinn ! ar og afkomu. . Þessvegna I þarf að fara aö vinna að und irbúningi og framgangi þess j máls með festu og fram- * sýni. IVJcCARTHY lýsti andúð sinni á ummælum Matthews. Þá fyrst tók McCar- thy lausnarbeiðni Matthews til greina. Jafnhliða fékk hann samflokksmenn sína í nefndinni til að samþykkja það, að hann hefði einn rétt til að ráða starfs- menn hennar. f mótmælaskyni neituðu hinir þrír fulltrúar demokrata í nefndinni að starfa áfram í henni, nema þessari á- kvörðun yrði breytt. Þingflokk- ur demokrata í öidungadeildinni hefir lýst sig fylgjandi þeirri á- kvörðun þeirra. Meðal þeirra, sem einna ákveðnast hafa for- dæmt umrædd skrif Matthews er einn afturhaldssamasti leið- togi demokrata, Byrd öldunga- deildarmaður, en hann neitaði að styðja Stevenson í forseta- kosningunum síðastl. haust. Bundy-málið. McCarthy hugðist að hefna þessara ófara með því að snúa sér mest að einni deild leyniþjón ustunnar, sem nefnd er Central Inteiligence Agency, en einn af starfsmönnum hennar, William P. Bundy, hafði verið hækkaður í tign. í tilefni af því kvaðst MeCarthy ætla að kalla hann til yfirheyrslu. Ástæðan var sú, að Bundy er tengdasonur Dean Achesons, fyrrv. utanríkisráð- herra, og hafði jafnframt verið góðkunningi Alger Hiss, er hafði orðið uppvís að njósnum. M. a. hafði Bundy tekið þátt í sam- skotum til þess að tryggja Hiss, aö hann gæti látið verja máí sitt. McCarthy taldi sig hér fá tækifæri til að ná til þess manns, er hann hefir rægt meira en nokkurn annan, en það er Dean Acheson. Þessar fyrirætlanir McCarthys náðu þó ekki fram að ganga. Yfirmaður CIA, Allen Dulles, sem er bróðir Dulles utanríkis- ráðherra, gaf undirmönnum sín um þau fyrirmæli, að enginn þeirra mætti láta þingnefnd Mc Carthy yfirheyra sig. Þessi fyrir- mæli voru síðan staðfest af Eis- enhower sjálfum. Nixon vara- forseti var jafnframt látinnjiafa tal af republikönum þeim, sem eru í þingnefndinni með Mc Carthy, og féllust þeir á þá ósk hans, að nefndin gerði ekki til- raun til þess að fá starfsmenn CIA til yfirheyrslu. McCarthy stóð þannig einn uppi og varð að láta málið gegn Bundy niður íalla. McCarthy ekki af baki dottinn. Bæði Matthewrsmálið og Bundymálið eru talin rnikill ó- sigur fyrir McCarthy. Þó þykir (Framh. á 6. slðu). Há ritlaun Ameríska vikublaðið „Sat- urdy Evening Post“ hefir boði hertogafrúnni af Wind- sor 150 þús. dollara fyrir end- urminningar sínar. Til sam- anburðar má geta þess, að „Life“ borgaði Truman ný- ega 600 þús. dollara fyrir end urminningar hans, en á sín- um tíma borgaði það Chur- chill eina milj. dollara fyrir stríðssögu hans. . ! Á víðavangi Hvað' er að gerast í Sovétríkjunum? Enskt blað kemst nýlega svo að orði, að það sé svip- uð þraut að glöggva sig á rússneskum síjórnmálum og það sé fyrir fornleyfa- fræðinga að skýra sögu ýmissa fornminja. Sumt vita þeir með vissu, en ann- að verði þeir að gizka á. Rússnesk stjórnmál séu hjúpuð svipaðri hulu. Þess- vegna sé erfitt að átta sig á því, hvað sé að gerast raunverulega í Rússaveldi um þessar mundir og hvað muni verða þar ofan á í ná- inni framtíð. Það má óhætt segja, að ekki sé nú beðið eftir öðru með meiri eftirvæntingu en því, sem gerast kann i mál um Sovétríkjanna næstu nánuðina. Tvímælalaust hefir ýmislegt gerst þar, sem spáir góðu. Fyrst og fremst ber þó að nefna það, að framleiðsla neysluvara virðist hafa verið aukin og hafist hefir verið handa um aukin skipti við aðrar þjóð- ir. Ef framhald verður á þessu, gefur það vísbendingu um, að hinir nýju valdamenn Sovétríkjanna kjósi friðsam legri vinnubrögð en fylgt hefir verið um skeið. Af hálfu vestrænna þjóða er ekki annað að gera en bíða átekta og sjá hverju vindur fram austur þar. Það kemur til með að ráða mestu um það, hvort frið- vænlegra verður í heimin- um. Meðan óvissan helzt, geta vestrænu þjóðirnar vitanlega ekki dregið úr vörnum sínum, en þær eiga hinsvegar að sýna fullan vilja til samstarfs og sam- komulags og reyna þannig að glæða friðarviljan aust- ur frá, ef hann skyldi vera fyrir hendi eftir fráfall Stalins. Samstarf þjóðanna. Þeiin áróðri hefir verið haldið upp af kommúnist- um, að ákjósanlegasta leið- in til friðar sé sú, að fimm stórveldi (Bandaríkin, Bret land, Frakkland, Sovétrík- in og Kína) haldi með sér fund og komi sér saman um skipan heimsmálanna. Þessi stórveldi hafa þó ekki umboð til samninga nema fyrir rúman þriðjung mann kynsins. Réttlæti getur það ekki talist, að þau taki sér vald til að segja tveimur þriðju hlutum mannkyns- ins fyrir verkum. Framtíð- arstefnan í alþjóðamálum hlýtur að verða sú, að reynt sé að sporna sem mest gegn ofmiklu valdi einstakra stór velda, en málin leyst á grund velli alþjóðlegra samtaka, eins og t. d. S. Þ. Til þess aö svo geti orðið þurfa vitan- lega allar þjóðir að geta fengið inngöngu þar. Því er það rangt að meina Kínverj um að hafa fulltrúa þar. Það er líka á sama hátt rangt að meina Japönum, t tölum, Þjóðverjum og Spán verjum að taka þátt í starfi S. Þ. Áhugann vantaði. Þjóðviljinn þykist nú full- ur áhuga á byggingarmálum kaupstaðanna. Þennan á- huga skorti kommúnista (Framh. á 6. 6Íðu).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.