Tíminn - 08.08.1953, Síða 4
4
TÍMINN, laugardaginn 8. ágúst 1953.
176. blað.
...... s
Séra Emil Björnsson
Frá Finnum og höfuðbor;
i.
Komir þú, lesandi góöur,
inn í listasafnið í Ateneum í
Helsingfors, höfuðborg Finn-
lands, blasir þar við fyrir
miðjum vegg gegnt aðalinn-
göngudyrum mynd af móður
með barn á brjósti, og er
myndin skorin í tré. Auðnist
manni að hafa nánari kynni
af lííi þjóðarinnar, eins og
mér gafst kostur á um mán-
aðarskeið í sumar, verður
það ljóst af mörgu, að mynd-
in, sem blasir við sjónum
allra, sem ganga í listasafmð
gœti eins vel verið skjaldar-
merki FiJinlands, svo tákn-
rœn c-r hún fyrir þjóðlífio,
því að Finnum hefir lærzt
það fiestum þjóðum betur að
barnið í fangi móðurinnar er
márkið, sem miða á við eitt
og allt í þjóðíélaginu. Barn-
ið er fyrirheitna landið, þjóð
félagið aðeins skipið, sem
hagar stefnu sinni eftir bví.
Og það er ekki heldur nein
tiiviljun, að mynd mðöur-
skautsins gjafmilda og barns
ins, sem lífsbjargarinnar leit
ar er skorin i tré í Finnlandi
því að tréð er undii-staða lífs
afkomu landsmanna. skóg-
arnir hafa verið nefndir hið
græna gull Finnlands, þc-ir
eru það sem sjórinn er íslend
ingum.
II.
Það hafa löngum legið ein-
hverjar taugar milli Finna
og íslendinga sem hafa leitt
hiýleilcsanda milli þessara
þjóða yfir höf og lönd. —
Fljótt á litið, virðist það all-
undarlegt jafn langt og er í
milli landanna og jafn fjar-
skyldir og Finnar og íslend-
ingar eru að uppruna og
tungu. En þegar betur er að
gáð, eru Finnar og íslend-
ingar skyldir að örlögum og
andlcga skyldir þótt af ólílr-
um uppruna séu. Finnar og
ísíendingar eru skyldir að
öriögum að því leyti, að báð-
ar þjóðirnar urðu að lúta öðr
um þjóðum í mörg hundruð
ár; Finnar Svíum og Rúss-j
um, og fengu sjálfstæði svo
til samtímis okkur, eða 1917. ■
Að því leyti urðu örlögin þó:
cnnur, að sjálfstæðisbarátta
Finna _var blóðug, þar eð þeir!
voru svo ólánsamir, eins og i
fléstar þjóðir, að bera vopn.
Já, öldum saman hafa þeir
átt í bióðugum styrjölclum*
cöru hvoru, við Svia og
Rússa, og þó oftar við Rússa. I
Fyrir finnsku skáldin sem
rituðú á sænsku og kunn
hafa orðið í þýðingum hér á
lar.di, _svo sem Runeberg,
urðu íslendingar andlegir
þáfcttakendur í blóðugri ör-
lagasögu Finna, hjarta
þeirra sló heitt með þeim,
þeirra frelsisþrá var vor,
þeirra tilfinningar vorar,
þeirra dæmalausa þraut-
seigja, djörfung og þrek og
andlegt atgervi var oss fs-
lendingum ómetanleg hvatn-
ing í vorri eigin lífsbaráttu
og sjáJfstæðisbaráttu, sem
var hin sama og þeirra, vopn
vor aðeins önnur. Fyrir munn
finnskra skálda, sem túlkuðu
baráttu þjóðar sinnar og síð-
an íslenzkra skálda, sem
þýddu ljóð þeirra og líf á ís-
íenzka tungu og gerðu mál-
stað þeirra að sínum, fyrir
munn þessara skálda tengd-
ust þjóðirnar traustum bönd
um, a. m. k. íslendingar
Finnum. Og sum skálda
Mannerheim-gatan í Helsingfors.
vorra, svo sem Stefán G. Ste-
fánsson. yrkja ljóð frá eigin
brjósti, til þess að tjá aödá-
un sina á baráttu Finna Y-6
ofurefli fyrir tilveru siríni og
freJsi. Kvæðið neínir hann
Finis Finnlandiæ og heíir
þennan formála að því: „Þeg
ar Rússastjórn hafði innlim-
að Finnland forðum hrópaði
einn af ræðismönnum Rúss-
lands: Finis Finnlandiæ. þaö
er: Farið er Finnland. Kvæð-
ið Viefst þannig:
Vonzkan boðar Finnland
farið,
fólkið, sig er hefir varið,
livakið út á yztu tanga,
örðugs lífs um götu langa,
hefir eitt og öndvert staðiö
uppi kringum hinzta vaðið.
Undir fótum flag og klaki,
feigð í dyrum auðn aö baki.
Haldið ei að hofmennskunni
heimskri ratist satt að
munni.
Hún, sem aðeins hrakspár
fóla
hyskin nam í lífsins skcta.
Finnar röktu í æði og eiði
Óðins dæmi á hangameiði,
hafa á eigin orku leyfi
eldinn sótt með Prómeþeifi.
Stefán G. mæiir hér fyrir
munn íslendinga yfirleitt,
þeir hafa skilið vel heitar
tilfinningar Finna, er bjuggu
við mikla undirokun um lang
an aldur, lík er öriagasaga
beggja þjóðanna. Og það er
áreiðanlegt að Finnar hafa
með fordæmi sínu sótt eld í
sjálfstæðisbaráttu íslend-
inga og enn mættu þeir og
ættu að vera oss fyrirmynd,
þar sem þeir standa vörð á
austurvígstöðvum norræns
anda, en vér á vesturvígstöðv
um hins sama anda. Vér get-
um áreiðanlega lært af vin-
um vorum, Finnum, hverriig
frjáls smáþjóð á að skipta
við stórveldi af tiginborinni
sjálfsvirðingu,- án óvildar cða
þjóðarígs.
á seinustu áratugum, og þó
einkum allra seinustu árin,
hafa Finriar og íslendingar
með bættum samgcngum
fengið færi á að kynnast aug
liti til auglits margir hverjir
og íslendingar getað reynt,
hvort Finnar voru þeir sömu
og vér höfðum spurnir aí' fyr
ir löngu og kynntumst fyrir
munn skáldanna. Er það
skemmst frá að segja, að þau
perscmdegu kynni hafa staö
fest, svo að ekki verður fram
ar um það efast, að rikur and
legur skyldleiki er með þess-
um þjóöum. Þao er rétt eins
og gamlir vinir hittist, þar
sem Finnar og íslendingar
koma saman, þótt þeir hafi
aldrei sézt áður, og það er
eins og Finnar séu heirna hjá
sér á íslandi og íslendingar í
Finnlandi. Til gamans get ég
þess hér, að félagsmaður úr
Finnlandsvir.afélaginu sagði
við mig, rétt áður en ég fór
til Finnlands, að það væri
helzt að likja Finnlandi við
himnariki efns og við prest-
arnir lýstum því, og í FJrn-
landi létu allir, sem hiirgað
hafa komið svipao af íslandi.
Ein ko' ia, sem hér hafði ver-
ið, var g\o hrífin af landinu,
: að hún kvaosfc hafa gengið'
bcrfætí upp á Esju til þess aö
tja íslandi ást sína.
! m.
Þótt I'innar teljist tíl smá-
þjóða, þeir eru röskar 4 milj.
að tölu, er Finnland meðal
stærstu landa áifannar. 337,
þúsand férkílómætrat. eðn1
meira en þrisvar sinnu.nl
sta.rra en ísiand. Það eru að- j
eins fimm iond í áifunni scm <
cru stæ1 ri en Fmnlanu og!
þau r.'i'u RússFn.-d, Frakk-
land, Bpðnn. Þýzkaland cg
öviþjóð. i að má teljast ör-
lagaríkt itð Finnland herir
legið sð sjó. bæði að Ey-ura-
salti og gerir enn, og að NorÖ
ur-ísliafinu, en hinir vold-
ugu nágrannar þeirra í
I (Framh. á 6. siðu).
Sveinn Sveinsson frá Fossi hefir
kvatt sér hljóðs og ræðir um á-
lyktanir prestastefnunnar í júní
1953:
„Synodus, sem haldin er • á
hverju sumri af biskupi og presta-
stétt, eru með meiri háttar stétt-
arsanikomum þessa lands. Á þess-
ari prestastefnu var fyrst tekið fyr-
ir endurreisn Skálholts, og á það
vel við að einmitt prestastéttin
vinni að viðreisn Skálholtsstað'ar,
með ráðum og dáð, því til þess að
það verk verði þjóðinni til sæmd-
ar, duga engin vetlingatö'.:. Þar
þurfa að koma vandaðar húsa-
byggingar, svo sem: Kirkja, bisk-
upssetur og fleiri heimabyggingar;
menntaskólasetur, því að Laugar-
vatnsmenntaskólad.eildin ætti aö
ílytjast að Skálholti, því að nóg
er af skólafólki á Laugarvatni, en
vantar einmitt að Skálholti. Og
auðvitað ætti búnaðarskóli Suður-
lands að standa þar, og hafa með
höndum aðaljarðræktarstarf Skál-
holtsjarðar, fénaðar og gripafram-
leiðslu, svipað þvi, sem er á Hvann
eyri og Hólum i Hialtadal, eftir því
sem bezt þykir henta við staðhætti
þar, með afurðasölu og gæði jarð-
arinnar.
Skálholt getur aldrei orðið stað-
arlegt, nema að þar séu miklar
byggingar og margt fólk, eins og
fylgir meiri háttar skólalífi.
Eins og sjálfsagt var, tók presta-
stefnan kirkjubyggingar og viðreisn
kirkna til meöferðar, og þakkar
stuðning Alþingis, og skorar á það
að leggja meira fé fram í því skyni.
Víst er það eðlileg krafa til Alþir.g-
is, að ríkið styrki kirkjubyggingar
í Iandinu, hverjir sem að þeim
standa, hvort heldur það eru þjóö-
kirkjusöfnuðir eða frikirkjusöínuð-
ir, o. s. frv. Enda styrkir ríkið nú
orðið flestar byggingar í landinu
með hagkvæmum lánum eða. styrkj
um og öðrum fyrirgreiðslum.
Eins og vcra ber með mennta-
menn, vill prestastéttin standa vörð
um tunguna og skólamálin — eins
og hið ágæta erindi séra Áreliusar
Níelssonar bar með sér, er hann
flutti á þessari prestastefnu, enda
ættu uppeldismálin að vera eitt
höfuðmál prestanna. Margir prest-
ar hafa frá fyrstu tíð stutt það mái
af alúð og veriö ágætis kennarar.
Hins vegar liafa sumir prestar ekki
verið upplagðir fyrir þann starfa,
eins og gerist og gengur með suma
menn, sem hafa tekiö að sér etöð-
ur, sem þeir hafa ekki haft hæfi-
leika til að gegna eins og æski-
legt væri og vera ber.
Svo ætla ég aðeins að koma inn
á mál málanna, sem virðist vera
hjá forustu prestastéttarinnar,
nefnilega jarðabraskið með prests-
setrin. Þaö, er undarlegt með þess-
ar kröfur hvað eftir annað tii Al-
þingis um lög og lagabreytingar í
! því máli. Það eru byggð eftir því,
! sem ástæður leyfa, vönduð íbúöar-
| hús yfir prestana, og það lasta ég
ekki, þvi það er nauðsynlegt. En
að hálaunaöir menn eins og ;;rest-
arnir eru nú, skuli í íilbót srefj-
ast þess, að ríkið geri eiginlega allt
I á prestssetrunum, fyrir ekki neitt,
1 svo sem meö gripahús og jarðrækt,
I en ber þó engin skylda til að nota
j húsin eöa jörðina, ef þá vantar
' manndóm til þess, eða sjá sér ekki
i hag í því. Enda hafa þeir sín laun-
til að lifa af með sínar fjölskyld-
, ur.
Þeir prestar, sem eru góðir bú-
rnenn, sjá sjálfir um gripahúsa-
j byggingar og jarðrækt á jörðum
sínum, eins og þeim sjálfum bezt
! hentar og borgar sig, eins og góðir
i bændur gera, og fá svo sinn bygg-
ingar- og jaröræktarstyrk, eins og
lög mæla fyrir, og svo á það að
. vera. En þeir prestar, sem ekkert
■ vilja sjálfir af mörkum ieggjn jörð
! um sínum til bóta, eiga ekki að
hafa jai'ðir undir höndum eða til
umráða, eins og allir ættu aö geta
séð.
Ef þessum kröfum verður haldið
áfram, mætti segja rnanni, að það
gæti endað með því, að Alþing sam-
þykkti skilnað ríkis og kirkju með
lögum, og léti fólkið í landinu sjálft
ráða því, hvað það vill gera og
gefa mikið fyrir presta sína, líkt og
frikirkjusöfnuðir gjöi'a.- Maöur hef-
ir ekki heyrt annað en að það fólk
fari vel með presta síira, og geti
valið úr prestum. Þá yrði þetta allt
frjálst, fólkið réði sjálft, hvað
mai'ga presta það hefði, og hvað
háar kröfur það gerði til þeirra,
með gæði óg hæfileika.
Ég var áður búinn að skrifa í
Tímann um álit mitt um lagaheim-
ild, sem síðasta Alþing samþylckti
um prestssetursjarðir, og íer ég
ekki að endurtaka það hér, :.iema
aðeins þetta atriði: Að mínu áliti
eru þessi umtöluðu lög bæöi sann-
gjörn og sjálfsögð, eins og nú hag-
ar til með ræktunarskilyrði og á-
huga fyrir þeim málum. Það á því
ekki að koma til mála að láta jarð
ir, sem ríki'ð hefir til umráða á góð-
j um stöðum, vera ónotaðar eoa hálf
! notaðar í samanburði viö bænda-
j býli þar í nágrenni á hverjum
stað, hvar sem er á landinu."
Sveinn hefir lokið máli sínu.
Starkaóur.
\ Frá Sundhðílinni
A
Syndið daglega og notið mánaöarkort Sund-
hallarinnar — Fyrir þau greiðið þér aðeins
hálft gjald. —
| Saiiidliöll Ileykjavíkur.
SVINAKJOT
í steik og kótelettur.
Kjötverzl. SSúríell,
Sími: 82750.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og
jarð’arför
EINARS FRIÐRIKSSONAR
frá Hafranesi.
Guðrún Hálfdánsdóttir og fjölskylda.