Tíminn - 21.08.1953, Blaðsíða 3

Tíminn - 21.08.1953, Blaðsíða 3
187. blað. TÍMINN, fðstudaginn 21. ágúst 1953. r— 3 / slendingaþættir Dánarminning: Guðmundur Jónsson í dag er til moldar borinn einn af elztu og mætustu borgurum þessa bæjar, Guð- mundur Jónsson, skipstjóri frá Tungu, sem lézt að heim- ili sinu, Vesturgötu 52B, að- faranótt 15. þ. m., tæplega 72 ára að aldri. Hafði hann þá um 60 ára skeið, nær óslit- ið, stundað sjósókn með dugnaöi og festu, enda var hann einn af áræðnustu, fengsælustu og heppnustu skipstjórum íslenzka fiski- skipaflotans, þótt hann að jafnaði yrði aö etja við úlf- gráar öldur hafsins á einna jninnstu fiskiskipunum. Var hann svo fengsæll um tíma við síldveiðar, meöan síld var að fá, að orðlagt var um all-. an fiskiflotann, þegar hans litla skip var ávallt með afla-; hæstu skipunum, og miðað við stærð skipsins fleytti það langsamlega mestu magni í land af auðæfum hafsins, enda sóttu sjómenn mjög eft- . ir sTciþrúmi hj á Guðmundi, j ekki eingöngu vegna þess hve aflasæll hann var, held- ur og hins, að þeim líkaði vel við hann sem stj órnanda og húsbónda. Skapplyndi Guðmundar var þannig, aö öllum, sem með honum áttu að starfa, féll vel í návist hans, og því betur sem sam- Verustundirnar urðu lengri og kynningin nánari. heiðursskj ali, sem viðurkenn ingu fyrir hina frábæru og velheppnuðu björgun. Bæði fyrr og síðar átti Guðmund- ur því láni að fagna að bjarga mönnum úr sjávarháska, þótt aldrei væri það í jafn stórum stíl sem í þetta sinn. Guðmundur var sæmdur riddarakrossi Fálkaoröunnar 1. janúar 1949. Guðmundur var fæddur í, Dufansdal við Arnarfjörði 25. nóv. 1881, sonur hjón-! anna þar, Jóns Ólafssonar ogj Sigríöar Halldórsdóttur. Þau' fluttust þaðan til Bolungar-! víkur og litlu síðar að Tungu' við Skutulsfjörð. Guðmund-j ur var þá enn barn að aldri. Ellefu ára gamall fór Guð-[ mundr að stunda sj ó á kútter j Bolla og síðar á ýmsum skip- um um nokkurra ára skeið, m'. á: á Gunnu, sem hlaut viðurnefnið Hákarla-Gunna. Kemur hún síðar við sögu Guðmundar á eftirminni- legan hátt. Þekktastur varð Guömundur sem sjósóknari og skipstjóri eftir að hann tók við skipstjórn á gömlu Freyju 17. nóv. 1913 og var með hana í nærfellt 13 ár. Árið 1932 keypti Guðmundur í félagi við fleiri menn, línu- veiðarann Haförninn, 67 smál. að stærð, sem breytt var nafni á og nefndur Freyja. Með hana var hann' til ársins 1948. Árið 1941 var' henni breytt í mótorskip og varð við þá breytingu um 72 smál. Þau ár, sem Guðmund- ur hafði skipstjórn á yngri Freyju voru fengsælustu og eftirminnilegustu aflaár í ævi Guðmundar. Þó skaraði árið 1944 langsamlega fram úr, því að það ár fleytti hann að landi hvorki meira né minna en 26 þús. síldarmál- um, og varö Freyja annaö aflahæsta skipið það ár. 18. febrúar 1911 kvæntist Guðmundur Kristínu Hans- dóttur úr Reykjavík, hinni gagnmerkustu og ágætustu konu, enda hefir hjónaband þeirra verið með afbrigöum farsælt. Rösku ári síðar flutt ust þau til ísafjarðar og þar dvöldu þau til ársins 1924, er þau fluttu aftur til Reykja víkur og hafa síðan átt heima á Vesturgötu 52B. Þeim hjónum varð sex barna auðið, þar af eru þrjú á lífi: Vilberg rafvirkjameist ari í Segli, og kvæntur er Ingibjörgu Guömundsdóttur, Soffía, gift Ásgeiri Ásgeirs- syni fyrrum skipstjóra, nú kaupmanni í Reykjavík, Da- víð vélvirki í Héöni, kvæntur Ingibj örgu Friðfinnsdóttur. Tvær dætur þeirra eru dán- ar, önnur dó kornung en hin 22 ára, og einn sona þeirra dó 19 ára gamall. 24. marz 1916 fórst skipið Hákarla-Gmma undir Krísu- víkurbjargi. Guðmundi skip- stjóra tókst þá aö bjarga allri áhöfninni, 10 mönnum, yfir í sitt skip. Fyrir þetta afrek sæmdi Fiskifélagið hann Vönduðum sjónauka, ásamt Guðmundur var ávallt ár- vakur um allar nýjungar, ekki eingöngu þær, er snertu atvinnugrein hans, sjávarút- veg, heldur og fjölmargar aðrar, og þá ekki hvað sízt þróun fluglistarinnar. Hér er hvorki staður né stund til að ræða ítarlega um ýmiss æfintýri Guðmund ar á sjónum. Þó vil ég aðeins segja frá því hvernig hann drýgðjl oft síldveið'itimann með því að fara inn á Stein grímsfjörð ;o;g takú heitt hveravatn á ketil skipsins. Sparaði hann með því marga tíma til síldveiðanna, auk langrar siglingar og biöar á Siglufirði. Ég hafði nokkur kynni af Guðmundi tvo síöustu ára- tugi ævi hans, og líkaði mér því betur við hann sem ég kynntist honum nánar. Færi ég honum hér með beztu þakkir frá fjölskyldu minni fyrir prýðilega við- kynningu, svo og kveðju og þökk frá bróður mínum, sem verið hefir háseti hjá hon- um um tvo tugi ára. Jón Þórðarson. Gangnaforingi sextugur Frá fréítaritara Tímans í Svartárdal. Þann 10. þ. m. átti Guö- mundur Guðmundsson óðals bóndi á Fossum, Bólstaðar- hlíðarhreppi, 60 ára afmæli. í tilefni þess heimsóttu sveitungar og vinir afmælis- barniö og árnuðu honum heilla. Var Svartárdalur fjöl- farinn af ríðandi fólki og bilum þennan aag. Á Foss- um sátu svo gestirnir í góð- um fagnaði við rausnarleg veizluföng fram á kvöld. Þar voru afmælisbarninu íluttar ræður og þar hljóm- aði söngur í hinum þrönga en vinhlýja Fossabæ. Guð- mundi barzt m. a. vandaður sjónauki að gjöf. Guömundur er gangnafor- ingi Eyvindarstaðarheiðar, - hefir hann gegnt því starfi með alkunnum dugnaði og trúmennsku í 24 ár, tók hann þá við af föður sínum, Guð- I mundi heitnum Sigurðssyni. Guðmundur á Fossum varð jfyrstur sveitarbúa til að raf- lýsa húsakynni sin. Hann var giftur Guðrúnu Þorvalds dóttur, ættaðri af Akureyri, en missti hana fyrir fáum árum. j Ilann býr nú með þremur uppkomnum sonum sínum, þeim Sigurði, Guðmundi og Sigurjóni. Þrátt fyrir það, að Guð- mundur hefir alltaf átt erf- iðan og langan starfsdag, gengur hann ótrauðari að verki en allur þorri ungra manna ,sem enn standa í blóma lífsins. Styrkveitisigar Nýlega er lokið úthlutun styrkja fyrir yfirstandandi ár úr Menningar- og minningat sjóöi kvenna. Til úthlutunar komu að þessu sinni kr. 34 þús. Umsækjendur voru 37, en aöeins 21 urðu aðnjótandi styrks og eru það þessar. Adda Bára £(igfúsdóttir, Rvík, veðurfræði kr. 2000,00, Anna E. Þ. Viggósdóttir, R- vík, tannsmííf*. kr. 1500,00, Auöbjörg G. Steinbach, Rvík tungumál kr. 1500,00, Ásdís Jakobsdóttir, Rvík, kirkjuleg ir listmunir kr. 1000,00, Ásdís E. Ríkarösdóttir, Rvík söng- ur kr. 1500,00, Ásta Hannes- dóttir, Rvík, heilsugæzla kr. 500,00, Guðrún Friðgeirsdótt- ir, Akureyri, uppeldisfræðl, kr. 2000,00, Guðrún Kristins- dóttir, Rvík, húsmæðra- kennsla kr. 1000,00, Hrönn Aðalsteinsdóttir, Rvík, sálar- fræði kr. 1000,00, Iðunn Ja- kobsdóttir, Rvík, kirkjulegur listsaumur kr. 1000,00, Ingi- björg Staingrhnsdóttir, Ak- ureyri, söngur kr. 1500,00, Ingigerður Högnadóttir, Ár- nessýslu, listmálun 1500,00, Ingveldur H. Sigurðardóttir Patreksfirði, hannyröir kr. 1000,00, Kristin Þorsteinsdótt ir, Rvík, heilsugæzla kr. 500, 00, María Sigurðardóttir, R- vík, viðskiptafræði kr. 3000,00 Ólafía Einarsdöttir, Rvik, fornleifafræði kr. 3000,00, Ólöf pálsdóttir, Rvík, höggmynda- gerð kr. 2000,00, Ólöf Pálsdótt ir, Árnessýslu, heimilishag- fræði kr. 2000,00, Sigrún Gunn laugsdóttir, Akureyri, mynd- list kr. 2000,00, Vigdís Krist- jánsdóttir, Rvík, myndvefn- aöur kr. 1500,00, Þórey Kol- beins, Rvík, tungumál kr. 2000,00. (Frá Menningar og minn- ingarsjóði kvenna). Landar í heimsókn Enn er að því unniö fyrir ____ íorgöngu Þorfinns Kristjáns- : sonar, að létta undir með heimsóknum „landa“, sem lengi hafa dvaliö í Danmörk, að þeir geti átt kost á að sjá „gamla landið“ sitt. — Hefir þrjá slíka gesti borið hér að landi í sumar. Hinn fyrsti var Ásgeir Jacobsen, borinn og barn- fæddur Reykvikingur, fær- eyskur að ætt, svo sem frá var greint hér í blaðinu á sínum tíma. Annar var Aðal- steinn Þorsteinsson og loks frú Anna Sögaard. En frá henni verður sagt síðar. Seint í júlí bar að garði Aðalstein Þorsteinsson klæð- skera. Er hann Norðmýling- ur að ætt, ólst upp á Val- þjófsstað til 10 ára aldurs, en síðan í Vopnafirði hjá Sig- tryggi föðurbróður sínum. Sumarið eftir fermingu vann Aðalsteinn að vegavinnu, og með kauppgjaldiö í vasanum lagði hann „út í lífið“ til Reykjavikur, fyrir þá tilvilj- un að hafa orðiö samnátta kunnum Reykvíkingi á gisti- stað á Seyðisfirði. Var það Ásgrímur Magnússon skóla- stjóri, sem hét að halda í hönd með þessum unga pilti, og efndi það dyggilega. Fyrir milligöngu Ásgríms lærði Aðalsteinn klæðskera- iðn hjá Andersen klæðskera. En til Danmerkur fór Aöal- steinn þegar árið 1910, og hefir dvalið þar síðan, eða full 43 ár, við þá iðn, nema þrjú síðustu árin, sem hann hefir eigi getað unnið af heilsufarsástæðum. „Þessi heimsókn hefir orðið mér til meiri ánægju en ég hefði getað látið mig dreyma um fyrirfram,“ segir Aðal- steinn. „Sjálft ævintýrið, „að lesa upp“ sitt gamla land hefði verið ærið erindi“, bætir hann viö. „En að mæta hér slíkum viðtökum og þeim, er ég hefi átt að mæta, tekur þó út yfir.“ „Það er ánægjulegt að heyra.“ „í fyrsta lagi hefi ég verið borinn á höndum af Ander- sensfjölskyldunni, enda ald- rei slitið sambandi við það fólk, með því að margt af því hefir lagt leið sína til Hafn- ar. En auk þess hefi ég hitt ýmsa af mínum æskufélög- um, sem sumir hverjir eru komnir til æðstu metorða, og auösýnt hafa mér vinsemd, gestrisni og fyrirgreiöslu. Ég er búinn að ferðast til Hafn- arfjarðar, Þingvalla, Gull- Aðalsteinn Þorsteinsson foss, Geysis og einn vina minna fór síðan með mig inn í Hvalfjörð.“ ! „Loks hefi ég komist í sam band við nákomna ættingja, sem hafa frætt mig um frændlið mitt. Bræður föður , míns voru átta og ein syst- irin. Og þetta hafði ég ekki . hugmynd um“ mælti Aðal- steinn og eins og hló við, tók , upp vasabók sína og las: Þor- steinn, Guömundur, Þorgrím- ur, Bóas, Arnbjörn, Erlend- ur, Sigmundur, Guðni, Árni 'Björn. og systirin Elínbjörg! ! Og svo eru öll systkinabörn- in og þeirra börn“. Þetta sagöi honum frú Guðný dótt ir Elínbjargar, ekkja í Hafn- arfirði. „Þetta er að eiga erindi til íslands,“ segjum vér. , „Og síðan eru allar fram- farirnar, vöxtur og viðgang- ur Reykjavíkur, skipastóll- inn, iðju- og orkuverin, og svo ræktunarframfarirnar. Maöur eins og yngist upp við að kynnast þessu öllu.“ „Sanneikurinn er, að allir þessir „Þorfinnsgestir“, eins og við köllum þá, hafa gert hingað góða ferð, en vísast eruð þér þar framarlega i röð“? „Mér er ómögulegt að í- mynda mér annað,“ segir Aðalsteinn. „Svo bið ég yð- ur að skila alúðarþökk til allra þeirra, sem stutt hafa að því, að ég og aðrir íslend- ingar, sem lengi höfum dval- ið í hinni ágætu Danmörk, skulum hafa átt kost á þvi að sjá gamla landið — áður en það varð um seinan!“ Aðalsteinn hefir dvalið á heimili Vilhelms Stefáns- sonar yfirprentara og notið þar hinnar mestu gestrisni. Hann fer utan með Gull- fossi 29. þ. m. G. M. Ódýrar kápur Seljum í dag og næstu daga Kven- og' imgliiig'akáinir 3M«,- Lf Bankastræti 7 Vitmið ötulleya að útbrei&slu TÍMAKS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.