Tíminn - 02.09.1953, Side 5

Tíminn - 02.09.1953, Side 5
197. blaff. TÍMINN, miðvikudaginn 2. september 1953. Mi&vikud. 2. sept. Rekstrarformin Flokkaskipun nútímans er aö verulegu leyti byggS á bví, hvaða rekstrarform menn telja henta atvinnuvegunum bezt. Sósíalistar og kommún- istar hallast að opinberum rekstri, íhaldsmenn að einka rekstri og samvinnumenn að samvinnurekstri, en þessara þriggja rekstrarforma gætir nú mest í heiminum. í bókinni „Framsóknar- flokkurinn, störf hans og stefna“, sem kom út á síðast- liðnu vori, er afstaða hans til þessara mála skýrð á eftir- farandi hátt: „Tilvera þjóðarinnar og velmegun byggist á því, að henni takist að afla sér lífs- nauðsynja með vinnu sinni. Ef of margir hverfa frá starfi eða vinna að öðru en öflun lífsnauðsynjanna, er hætt við að framfærsla þeirra verði til þess að rýra hin almennu lífskjör fólks i landinu, jafnvel þótt talið sé, að þeir hafi peningatekjur sér til framfæris. Framsókn- arflokkurinn mun vinna að því, að flestir landsmanna séu beinir þátttakendur í framleiðslustarfsemi höfuð- atvinnuveganna þriggja, landbúnaðar, sjávarútvegs og iðnaðar. Og hann vill koma því í kring, að hver einstak- lingur, líka þeir, sem ekki eru beinir þátttakendur, eigi af- komu sína undir því, hvernig framleiðslunni vegnar. Á þann hátt skilst mönnum bezt nauðsyn framleiðslunn- ar og geta þjóðarbúsins á hverjum tíma. Úr afleiðing- um tímabundinna fram- leiðsluáfalla telur flokkurinn þó rétt að draga með jöfnun- arsjóðum, sem fé er greitt til, þegar afkoman er í meðallagi eða betri. Flokkurinn vill vinna að því, að rekstrarform atvinnu veganna séu við þetta miðuð. En við ákvörðun rekstrar- formanna kemur það jafn- framt til greina, að sem flest ir starfandi menn hafi sem ríkasta hvöt til að leggja íram krafta sína, án þving- unar og að raunverulegur ár- angur framleiðslunnar verði sem mestur. Með tilliti til framantaldra þriggja undir- stöðuatriða ættu rekstrar- formin, samkvæmt stefnu flokksins, yfirleitt að vera sem hér segir: Atvinnufyrirtæki, sem geta notið sín í smáum stíl og þurfa ekki á mörgu starfs- fólki að halda, t. d. búskapur eins og hér gerist, smáútgerð og smáiðnaður eru bezt fallin til einstaklingsreksturs. í slíkum fyrirtækjum getur dugnaður, áhugi og útsjón einstaklingsins notið sín að fullu, og lítil hætta á, að „framtakið“ gangi á hlut ann ara, en æskilegt er, að sem flestir geti haft sjálfstæða at vinnu og verið öðrum óháðir í starfi. Þurfi fyrirtækin að vera stór, með miklu fjármagni og fjölmennu starfsliði, er æski- legt, að þau séu rekin af sam vinnufélögum, sem stofnuð eru af frjálsum vilja, án laga boða og félögunum veittur nauðsynlegur stuðningur af hálfu hins opinbera, t. d. með því að auðvelda þeim aðgang ERLENT YFIRLIT: FAZOLLAH ZAHEDI Mann var fangi Breta í þrjú ár, en er m'c fnrsætisráðherra Irans Seinustu þrjú árin hafa ýmsir menn, sem áður voru lítt þekktir, komið fram á sjónarsviðið í Austur löndum og beint að sér athygli alls heimsins. Þekktastur af þess- um mönnum eru þeir Mossadeq hinn íranski og Naguib hinn egyzki. Nú nýlega hefir nýr mað- ur bætzt í þennan hóp og benda flestar líkur til þess, að hann geti ekki orðið síður frægur en hinir tveir fyrstnefndu. Það er nýi for- sætisráðherrann í Iran, Pazollah Zahedi. Sterkar líkur benda til þess, að bylting sú, sem Zahedi fram- kvæmdi á dögunum, eigi eftir að reynast mjög örlagarík. Og senni- lega hefir engin bylting í seinni tíð komið meira á óvænt. Allt benti til þess, að byltingartilraun sú, sem Zahedi og keisarinn höfðu stofn- að til, væri runnin út í sandinn og Mossadeq væri fastari í sessi en nokkru sinni fyrr. Fregnin um fall Mossadeq og sigur Zahedis kom því flestum á óvart. Það virðist einkum hafa gert gæfumuninn, að Zahedi átti fylgi hinna óbreyttu hermanna. Þeir gerðu skyndilega og samstillta uppreisn gegn herfor- ingjum þeim, sem Mossadeq hafði sett yfir þá, og tóku völdin í sínar héndur. Sennilega hefir það ráðið mestu um afstöðu þeirra, að þeir héldu tryggð við gömlu herfor- ingjana, sem Mossdeq hafði vikið frá, og keisarastólinn. Einkum virð ist þeim hafa ofboðið, þegar Mossa deq lét rífa niður styttur af íöður núv. keisara og stofnanda núv. keisarastóls. Hann hefir öðrum fremur verið átrúnaðargoð og fyrir mynd iranskra hermanna í seinni tíð. Zahedi á ekki fylgi sitt sízt því að þakka, að hann hefir verið talinn einn dyggasti lærisveinn hans. Mikill fylgismaður Reza Pahlevi. Pasollah Zahedi hershöfðingi er 56 ára gamall. Hann gekk ungur í herinn og varð fljótlega einn af nánustu samverkamönnum Reza Pahlevi, föður núv. keisara, er þá var einn af leiðtogum hersins. Hann hjálpaði honum til að gera byltinguna og hlaut að launum hershöfðingjatitil, þegar hann var 25 ára gamall. Þegar Reza Pahlevi tók sér keisaratitil, gerði hann Zahedi að landstjóra sínum í fylki því, þar sem helztu olíulindirnar eru og hefir jafnan síðan verið grunnt á því góða milli Zahedis og Breta. Síðar gegndi hann ýms- um öðrum mikilvægum trúnaðar- stöðum, t. d. var hann tvívegis lög reglustjóri í Teheran, en það er ein mesta tignar- og valdastaða ríkisins. Þegar uppreisnartilraun- ir voru gerðar í ýmsum afskekkt- um fylkjum, var Zahedi oft falið að bæla þær niður. Yfirleitt virt- ist Reza Pahlevi ekki treysta öðr- um manni betur en Zahedi, enda reyndist Zahedid honum hinn trú- verðugasti. Fangi Breta. j Arið 1941 komu Rússar og vestur veldin sér saman um að hernema Iran og skiptu því til helminga á milli sín meðan á hergæzlunni stóð. Reza Pahlevi vildi ekki fallast á þetta og var því neyddur til þess aö leggja niður völd og fara úr landi. Sonur hans varð þá keis- ari. Zahedi var í hópi þeirra, sem undu þessu illa, og töldu Bretar að hann ætti í makki viö Þjóðverja. ! Þetta varð þess valdandi, að þeir létu handtaka hann 1942 og höfðu hann í haldi til striösloka. Var hann lengstum hafður í haldi í Palestínu. j Eftiir stylrjöldina sneri Zahedi heim aftur og kom keisarinn því til leiðar, að hann fékk stöðu í hernum. Það kom þá þegar í ljós, að Zahedi var ekki síður hollur nýja keisaranum en hann hafði verið hollur föður hans. Voriö 1949 hætti Zahedi herþjónustu og varð nokkru síðar lögreglustjóri í Te- heran um fárra mánaða skeið. Vor- ið 1950 var hann skipaður öldunga deildarmaður af keisaranum, en sagði því starfi af sér, er hann varð innanríkisráðherra í fyrstu stjórn Mossadeq í april 1951. Hann stóð með Mossadeq að setningu laganna um þjóðnýtingu olíulindanna, n fljótlega eftir það slitnaði upp úr samstarfi þeirra og tók Zahedi þá aftur sæti í öldungadeildinni. Hann gerðist síðan einn af þeim, sem gagnrýndu Mossadeq óvægilegast. Pylgismenn Mossadeq beittu líka áróðri sínum ekki sízt gegn honum og leitaði hann því hælis í þing- 1 húsinu um nokkurra vikan skeið á síðastl. vori. Hann fór síðan frá Te- | heran, án þess að fylgismenn Mossadeq fengju fréttir af því, og kom ekki þangað aftur fyrr en eft- ir að byltingin var afstaðin. ! Stefna Zahedis. i Zahedi hefir lengi haft það orð á sér, að hann væri einn mikil- | hæfasti hershöfðingi íranska hers- [ (ins. Innan hersins hefir hann jafn an notið vinsælda og álits. Hann I hefir ekki fyrr en nú haft veru- leg afskipti af stjórnmálum og ! ; ganga því ýmsar sögusagnir um j stjórnmálaskoðanir hans. Sjálfur : hefir hann lýst stefnu stjórnar j sinnar á þessa leið: i j Koma á aftur lögum og reglum, svo að persónulegt frelsi sé tryggt. Bæta lífskjör almennings með því að draga úr dýrtið. i Efla hvers konar framfarir í land I búnaðinum, sem er helzti atvinnu- I vegur Irans, og byggja þeir sem FAZOLLAH ZAHEDl mest á samvinnufélagsskap oænda um vélanotkun, afurðasölu o.s.frv. Hækka kaup verkamanna. Koma á víötækum sjúkratrygg- ingum og tryggja þeim fátæku ó- keypis læknishjálp. Þá hefir Zahedi lýst yfir því tak marki sínu að endurreisa þingræði í landinu sem fyrst. Líklegt þykir, að hin róttæku stéfnuatriði Zahediis séu runnin undan rifjum keisarans, sem talinn er róttækur í skoðunum. M.a. á- kvað hann fyrir nokkru að skipta öllum jarðeignum keisarastólsins milli leiguliðanna og gera þá að sjálfseignarbændum. Mossadeq, sem var einn hinna stóru jarð- eigenda, stöðvaði þessa fyrirætlun keisarans. Keisarinn hefir nú til- kynnt, að hún verði framkvæmd og gefist hún vel, verði hafizt handa um skiptingu annarra stórjarða. Erfið aðstaða. Aðstaða Zahedis mun reynast mjög erfið, a.m.k. í fyrstu. Fjár- hagur landsins er í kalda koli. Samtök kommúnista eru enn öflug og vofir st-öðugt yfir, aö þeir geri gagnbyltingartilraun. Litlar líkur eru til þess, að sættir náist í olíu- deilunni við Breta fyrst um sinn, enda erfitt fyrir hina nýju stjórn að slaka nokkuð til við Breta. Olíu deilan virðist lítt leysanleg, nema Bretar falli frá ýmsum skilyrðum sínum. Ein helzta von stjórnarinnar er nú sú, að hún fái óafturkræfan styrk frá Bandarikjkunum meðan hún er að komast^yfir mestu fjár hagsvandræðin. Samningar eru þegar hafnir um slíka styrkveit- ingu og þykir líklegt, að þeir muni takast, því að Bandaríkin telji það ávJnning, aö stjórn Za- hedis styrkist í sessi, þótt enn sé ekki fuilráðið hver afstaða henn- ni'ramnaid ó I- slðu). Á viðavangi Óþörf nefnd. Það hefir heyrst, að menntamálaráðherra hafi ákveðið að skipa sérstaka tónlistarnefnd við Þjóðleik húsið. Engin rökstuðningur er færður fyrir nauðsyn þessarar nefndarskipunar. Þvert á móti virðist reynsl an sýna, að hún sé full- komlega óþörf. Afskipti þjóðleikhússtjóra og þjóð- leikhúsráðs af þessum mál um hafa verið með þeim hætti, að þau réttlæta ekki slíka nefndarskipun. Þann stutta tíma, sem Þjóðleik- húsið hefir starfað, hefir það unnið merkilegt starf á þessu sviði og unnið sér jafnt traust listamanna og söngunnenda. Miklar líkur benda til þess, að nefndar- skipun ráðherrans verði fremur til að trufla þessa ánægjulegu þróun en til þess að bæta fyrir henni. I Tónlistarfélagsklíkan að verki. Allsterkar Iíkur benda til þess, að umrædd nefndar- skipun sé ekki af neinum góðum toga spunnin og sé ráðherranum þvert um geð. Orsök nefndarskipun- arinnar mun fyrst og fremst hin misheppnaða tilraun Tónlistarfélags- klíkunnar á síðastliðnu vori til þess að ná þjóðleik húsinu undir yfirráð sín. Sú tilraun mistókst, sem betur fór, og deilan leystisfc á þann veg, að sómi Þjóð- leikhússins jókst. Þessu hefir Tónlistarfélagsklíkan ekki unað og því reynt aff nota sambönd sín í Sjálf- stæðisflokknum til þess að klófesta yfirráðin yfir Þjóðleikhúsinu á annan hátt. Niðurstaðan er nefnd arskipun sú, sem mennta- málaráðherra hefir nú á prjónunum. Sagt er aff starfsmenn frá Tónlistar- deild útvarpsins eigi aff vera í nefndinni, þótt dag- skrá útvarpsins beri þess merki, að þeir komist naumlega yfir störf sín i þar. Vill menntamála- ráðherra nýjan ófrið? að fjármagni með viðhlít- andi kjörum. Með samvinnu rekstri verður í stórum fyrir- tækjum bezt tryggt sann- virði vinnunnar. Slík félög sem þegar eru starfandi hér á landi, eru nær eingöngu mynduð af bændum eða út- vegsmönnum til að vinna markaðshæfa vöru úr búsaf- urðum eða sjávarafla og hafa gefið mjög góða raun (slátur- félög, mjólkurfélög, lifrar- samlög, einstaka fiskvinnslu stðvar o. s. frv.). Þetta er í rauninni iðnaðarfyrirtæki, þar sem eigendur hráefnis- ins eru meðlimir samvinnu- félagsins, sem rekur fyrirtæk ið, en hér er um að ræða þá tegund samvinnuframleiðslu, sem auðveldast er og sjálf- sagðast að reka.“ í framhaldi af þessu, er svo bent á kosti þess, að útgerðar menn og fiskimenn færi út- gerðina á samvinnu- og hluta skiptagrundvöll, ásamt því, að öll vinnsla sjávarafurða og önnur þjónusta í þágu ut- vegsins sé í höndum sam- vinnufélaga. Þá segir svo um iðnaðinn: „Samvinnufélagsskapur til iðnrekstrar getur á komandi árum orðið með þrennu móti: Það getur verið félagsskapur neytenda, sem rekur fram- leiðsluna til að fá ódýrar iðn- aðarvörur. Það getur verið fé lagsskapur eigenda hráefnis- ins eins og lýst er hér að fram an. Og það getur verið félags- skapur þeirra, sem að iðnað- inum vinna. Reka þeir þá framleiðsluna í því skyni að fá sjálfir allan ágóðann, ef einhver er, og hækka tekjur sínar. Slíkur félagsskapur er mjög hliðstæður útgerðar- samvinnufélögum." Loks segir: „Þótt samvinna sé æskileg- ust, telur flokkurinn, að vel geti á því farið, að nokkuð af stóratvinnurekstri sé í einka- eign, svo sem algengast hefir verið að þessu. Loks geta verkefnin verið þannig vax- in, að þau snerti allan al- menning á stóru svæði eða nálega alla þjóðarheildina og jafnframt þannig, að miklir örðugleikar séu á aó koma við frjálsri samvinnu. Þar sem svo stendur á, getur bæjar- eða ríkisrekstur komið til greina (rafmagnsframleiðsla, útgerð stærstu fiskiskipa o. s. frv.), eða „blandaður“ rekstur, þar sem hið opin- bera er rekstraraðili ásamt almannasamtökum og (eða) einstaklingum. Auðvitað get- ur oft orkað tvímælis hvert rekstrarform skuli upp taka við einstök verkefni. Þar hljóta að koma upp mörg landamerkjamál, og verður þá að haga sér eftir aðstöð- unni í hvert sinn.“ Þetta er í stuttu máli af- staða Framsóknarflokksins til rekstarforma atvinnuveg- anna. Því betur, sem menn íhuga þessi mál, munu þeir komast að raun um, að hér er fylgt þeirri millileið, sem mun tryggja farsælastan ár- angur. Svo virðist eftir deiluna, sem reis milli Þjóðleikhúss ins og Tónlistarfélagsins í vor, að friður hefði komist á í þessum málum, en um- rædd nefndarskipun ber þess merki, að svo er ekki. Deilan hlýtur nú að blossa upp að nýju, ef hefja á Tónlistarfélagsklíkuna til drottinsvalds yfir söngmál- um Þjóðleikhússins í skjóli pólitísks valds. Er vissulega illt til þess að vita, aff menntamálaráðherra lands- ins skuli láta nota sig til þess að hefja að nýju deil- ur við Þjóðleikhúsið eftir að friður var komin á. Fyrir ráðherrann væri það áreiðanlega langsam lega hyggilegast að hætta við þessa óþörfu nefndar- skipun, sem ekki getur haft annað en nýjar deilur og ófögnuð í för með sér, en slíkt mun óneitanlega fylgja því, ef skapa á Tón- listarfélagsklíkunni einS konar drottinsvald við þjóff- leikhúsið, J

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.