Tíminn - 10.09.1953, Blaðsíða 6

Tíminn - 10.09.1953, Blaðsíða 6
6 TÍMINN, fimmtudaginn 10. september 1S53. 203. blað. *> AUSTURBÆJARBÍÓ Bæjarbragur Skyndibrullaup Bráðfyndin og fjörug, ný, ame-! 'risk gamanmynd. Óvenju skemti'? legt ástarævintýr með hinum[ Ivinsælu lekurum Larry Farks, Barbara Hale. Sýnd kl. 7 og 9. Síðasta sinn. Harlem Globetrotters Hið fræga blökkumanna körfu- knattleikslið. — Sýnd vegna á- skorana kl. 5. Síðasta sinn. NÝJA BÍÓ Leiðin til jötunnar (Come to the Stable) Tilkomumkil, fögur og skemmti leg amerísk mynd, er hlotið hefir „Oscar“-verðlaun, og sem ströng ustu kvikmyndagagnrýnendur hafa lofað mjög og kallað heill andi afburðamynd. Aðalhlutverk: Loretta Young, Celeste Holm, Hugh Marlowe, Elsa Lanchester. Sýnd kl. 9. Bágt á ég með börain tólf Hin bráðskemmtilega gaman- mynd með: Clifton Webb Myrna Loy Jeanne Crain o. fl. Sýnd kl. 5 og 7. TJARNARBÍÓ 1 þjóniistn góðs málefnis (Something to Iive for) Afar vel leikin og athyglisverð ný amerísk mynd um baráttuna gegn ofdrykkju og afleiðingum hennar. Mynd, sem allir ættu að sjá. Ray Milland Joan Fontaine Sýnd kl. 5, 7 og 9. BÆJARBÍÓ — HAFNARFIRDI — Maðuriiin með stálbnefanna Feykilega spennandi ný amerísk kvikmynd um hraustan hnefa- leikamann, er enginn stóðst. Evelyn Keyes Stew MacNelly Bönnuð börnum. ... Sýnd kl. 7 og 9. Sími 9184. Trulofunarhringar og gullsnúrur VIB hvers manng smekh —j Póstsendl. Kjartan Ásmundssen gullsmlður ABalstr. 8. — Reykjavlk OBEITE Afar spennandi og áhrfamikil, ný, ensk stórmynd byggð á sönn um atburðum. Saga þessarar hugrökku konu hefir verið fram haldssaga „Vikunnar" síðustu mánuði og hefir verið óvenju mikið lesin og umtöluð. Aðalhlutverk: Anna Neagle, Trewor Howard. Bönnuð börnum. Sýnd kl. 5, 7 og 9. GAMLA BIO Réttlætið sigrar (Stars in my Crown) Spennandi ný amerisk kvik- mynd. Aðalhlutverk: Joel McCrea Ellen Drew Alan Hale Sýnd kl. 5 og 9. TRIPOLI-BÍÓ Græni bauzkinn (The Green Glove) Afar spennandi og sérkennileg amerísk kvikmynd gerð eftir sögu eftir Charles Bennett. Glenn Ford Geraldine Brocks Sir Cedric Hardwice Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð innan 12 ára. HAFNARBÍÓ Misheppnuð bráðkaupsnótt (No room for the Groom) Afbragðs fjörug og skemmtilegl ný, amerísk gamanmynd um j brúðguma, sem gekk heldur illaj að komast í hjónasængina. Tony Curtis, Piper Laurie, Don De Fore. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Þúsnalfr vita a8 s»fan fylfflr hrlngunum frá SIGCRÞÓR, Hafnarstr. C.J Margar gerBlr fyrirllggjandi. Bendum gegn póCfcr^'u. Bergur Jónsson Hæstaréttarlögmaður... . Skrlístofa Laugavegl 00. Blmar: 6835 og 1333. Blikksmiðjan GLÖFAXI Hraunteig 14. Sími 7236. fftbreiðið Tímaiui (Framh. af 4. siðu). ast saman hjá langferðabíl- unum í Hafnarstræti. Þaðan þurfa menn að leggja af stað um kl. sex til að ná í vinnustað á réttum tíma. Þá eru margir lítt sofnir, svo að fjaðurmagn og léttleiki laug ardagskvöldsins lætur lítið á sér bera. Þessi ferðalög verkamanna brott af vinnu- stað á hvíldardögum móta afstöðu þeirra til staðarins á margan hátt, og það gerir verktökum talsvert hægara fyrir með það, að þurfa ekki að sjá fólkinu farborða á helgidögum, þótt hins vegar megi gera ráð fyrir því, að mánudagsafköst sumra okk- ar verði rírari en ella. Slepp- um því. Þá eru það erlendu starfs- mennirnir. Ætla mætti að þeir gerðu sitt til að móta bæjarbrag hér. En 'ég hygg að það sé minna en búast mætti við, vegna þess að þeir virðast í mörgu ekki ólíkir okkur. Þegar litið er á starfs hóp að vinnu, verður oft ekki auðið að greina sundur hverju þjóðerni hver tilheyrir. Ame rísku starfsmennirnir eru auðsjáanlega eldri. Þetta eru að sjá þrekmenn. Margir þeirra eru talsvert rosknir, komnir um sextugt eða meir. Þetta virðast margir hverjir vera karlar í krapinu. Vanir svona vinnu. Þeir telja sig ekki til verkamanna, þeir, sem ég hefi spurnir af, en eru sérhæfðir í einhverri grein, eða iðn. í daglegri við kynningu e'ru þessir menn blátt áfram og umbrotalitl- ir. Mér finnst margir þeirra líkir íslenzkum bændum eða verkamönnum, sem sóttir hefðu verið í verkamanna- skýlið í Reykjavík. Klæða- burður sumra að vísu annar. Vænta má þess að þeir kunni eitthvað og geti í starfi sínu því að ekki er gróðavænlegt íyrir atvinnurekendur að flytja veifiskata heimsálfa á milli til vinnu. Þessir menn virðast sætta sig nokkuð vel viö hag sinn á vellinum. Ýms ir þeirra bera staðnum all- vel söguna. Ég rakst í vor á gildan ýtustjóra, sem hafði verið á Grænlandi s. 1. vet- ur. Mikið lofaði hann Mið- nesheiðina. — Það virðist auðvelt að umgangast þessa menn, og í önn dagsins verð- ur ekki hægt að sjá annað en fullkomið jafnrétti gildi hér. Undantekning er þó sú, eins og allir vita, að hinir erlendu hafa nokkurs konar fríhafnarhétt hér á vellin- um. Það gerir það að verk- um að silar nauðsynjar þeirra, sem þeir kaupa þar, verða margfalt ódýrari en tíðkast hér á landi. Þess vegna eru nokkrir staðir á vellipum, sem íslendingar mega ekki stíga fæti á, t. d. inn í verzlanir hinna. Þá mega hinir drekka áfengan bjór og hafa sínar bjórstof- ur. Þar mega íslendingar helzt ekki láta sjá sig og ekk ert kaupa. Margir þeirra eru óánægðir með þetta og telja það hina æðstu sælu, ef þeir fengju þar inngöngu. Þeir minnast þess ekki, að við höfum aldrei sótt fé né frama á bjórstofur. Það er augljóst, að bann þetta er til mikils þrifnaðar fyrir okk ur. Öðru máli er að gegna með verzlunarbannið. Ýmsir starfsmenn hér hafa haft orð á því, að með því að hvert viövik okkar á vellinum gef- ur af. sér erlendan gjaldeyri til ‘ héílöarinnar, að þá væri BflARGARET WIDDEiVIER: UNOIR Eyja skelfinganna 59. „Það verður ágætt.“ Hún mátti ekki vera stolt. Og þess var heldur ekki krafist að hún hegðaði sér eins og trúboði. Hið unga frændfólk hennar á Hawaií hafði hispurslaust tekið þátt í dansi og gleðileikjum. Hana hafði einnig langað til að vera með þá, en hún hafði engar áhyggjur af því nú. Hún vissi að það var henni fyrir beztu að fara í einu og öllu eftir því sem Chest- er sagði. Og það gerðu allar konur, ef þær vildu vera góðar eiginkonur. Hún var að velta því fyrir sér hvað hún ætti að taka sér fyrir hendur, þegar hann dró fram viskýflösku. „Það eru undur að flaskan skuli enn vera á sínum staö,“ sagði hann. „Það er betri stjórn á vikapiltum mínum en hjá nokkrum öðrum verzlunarmönnum hér um slóðir. Það tók að vísu langan tíma að venja þá við, en það hefir tekizt bærilega og sá tími sem í það fór hefir borgað sig vel. Hérna, drekktu þetta, þú ert enn þá skjálfandi.“ Áður en hún gat ákveðið sig, hafði hann lagt arminn ut- an um hana og drykkurinn lék um varir hennar. Það brenndi hana í munninn og hún hataði bragðið. En eftir andartak fór hún aö finna áhrifin af drykknum og þau á- hrif höfðu góðar verkanir á hana. Hún varð nú rólegri og hún vissi að áhrif vínsins myndu hjálpa henni til að mæta nýrri nótt í návist Chesters. En samt sem áður vissi hún, að hún mátti ekki halda áfram að drekka vínið, hversu hart sem hann legði að henni um að gera það. „Gættu þín að venja þig ekki á þetta,“ sagði Chester og kom henni sú ráðlegging hans mjög á óvart. „Hér lenda konur auðveldlega í drykkj uslarki og eru síðan sídrekk- andi. Mundu það, að við ætlum að fara heim að ári ef heppnin er með.“ „Ég skal aldrei drekka of mikið, það getur þú reitt þig á. Ég skal þola lífið hér án nokkurra deyfilyfja.“ Hann leit á hana andartak, næstum því eins og hann væri hræddur, eins og eitthvað í svip hennar gerði hann óttasleginn, eitthvað torrætt og óskiljanlegt. „Hvað hefi ég flutt heim með mér?“ sagði hann. „Ég hélt þú værir hlý fangfylli, sem ég gæti kennt ýmislegt í ástum, en sem guð er yfir mér, þá er eitthvaö hart og ó- sveigjanlegt við þig.“ „Ég þarfnast þess hér, er það ekki?“ sagði hún brosandi. Hún leit hægt umhverfis sig í herberginu. „Fjandinn hirði þennan hávaða,“ sagði Chester, eins og villimennirnir hans lifðu ekki eftir þeim nótum, sem hæfðu brúði hans. „Lopaka.“ Laní borðaði ettirmat sinn á meðan Chester skipaði Lo- paka að fara út og þagga niður í dansendunum. En nokkr- um mínútum eftir að Lopaka fór út, urðu veinin enn hærri. Chester, sem nú var korninn út að einum glugganum, gat ekki gert að því að hlæja. „Hann hoppar og argar eins og þeir verstu,“ sagði hann. „Jæja, þegar allt kemur til alls, þá eru mannætur ekki annað en mannætur.“ Hann hætti að gefa mannætunum gætur og gekk að borðinu. Svo gekk hann yfir að píanóinu. „Hérna, nú er ég virðulegur og giftur maður. Ég á konu, sem getur spilað og sungið á kvöldin. Þekkir þú ekki vel inn á þetta?“ I Hún kom og virti fyrir sér háan stafla af bókum sem hann benti henni á. „Móðir mín var vön að svæfa mig með þessum lögum,“ sagði hann. Hún settist við píanóið. Söngurinn gæti máske hjálpað henni til að gleyma hávaðanum í villimönnunum og rauð- um bjarmanum, sem flökti um í stofunni, þegar naktir villimennirnir skutust á milli bálsins og hússins. Hún hóf sönginn og beygði höfuð sitt yfir gular og stirðar nóturnar. Hún lék nokkur lög og söng og í hvert sinn, sem hún ætlaði að hætta, bað Chester hana að halda áfram. Hún vissi ekki hve lengi hún gat haldið þetta út, máske allt til enda heims. „Hættu ekki“, sagði hann. „Ég man eftir þessu lagi. Þú átt eftir að syngja það yfir börnum okkar þegar tímar líða. Þetta var sungið yfir mér. Ég gat aldrei haldið með vakandi á meðan tók að syngja það allt.“ sanngjarnt að við nytum svipaðra réttinda og sjó- menn okkar hafa í erlend- um höfnum í þessu efni, og fengjum að kaupa hér það, er við sæjum okkur hag í, með sama rétti og þeir. Góð umferðaregla. Sú regla gildir hér á vell- inum, að því er erlend öku- tæki snertir, að bannað er að aka fram hjá strætisvagni á meðan hann er að taka á móti fólki eða að hleypa því út. Nú vildi ég benda á það. Er ekki hægt að taka þessa reglu upp á götum Reykja- vikur? Færri dauðaslys hefðu orðið þar undanfarin ár, ef slíx regla hefði þá gilt þar. Þetta er orðið lengra en ætlað var í fyrstu. Verður því hér látið staðar numið, þótt margt mætti telja fleira. En að lokum vil ég taka það fram. að það er misskilning- ur, að lífið á vellinum sé í einhverri háspennu eða æs- ingi. Nei. Hér- gerist ekkert, nema svipað því og tíðkast í öðru þéttbýli hér á landi. Kf.velli, 4.9. 1953,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.