Tíminn - 10.09.1953, Blaðsíða 4

Tíminn - 10.09.1953, Blaðsíða 4
4 TÍMINN, fimmtudaginn 10. september 1953. 203. blaff. Jón Kristgeirsson, kennari: Orðið er frjálsf Bæjarbragur á Keflavíkurflugvelli Niðurlag. Vinnan. Starfsdagur byrjar kl. 7 og 7,30 að morgni. Þá eru mikil umsvif og skarkali. Starfsfólkið streymir að í fiokkum og strætisvagnarnir spúa út úr sér hverjum fólks farmi af öörum. Meirihlut- inn er að koma í vinnuna. En þó eru margir að ljúka næturvakt. Hér er unnið all- an sólarhringinn í sumum starfsgreinum. Því næst taka aðrir bílar við þeim, sem þurfa að fara lengri leið til vinnu sinnar, og skila þeim á vinnustaðina, en þeir eru dreifðir víðs vegar. Hér er gengið allhart eftir að menn mæti stundvíslega og ef mis brestur verður á því, þá er dregið af vinnudeginum ná- kvæmlega. Þykir mörgum þetta nokkuð harkalegt, en við því er ekkert að segja — rétt er rétt. Svona strang- leika erum við ekki vanir í mörgum störfum í höfuð- staðnum. En hann er engum til tjóns, því stundvísina eig um við aö hafa í heiöri. Vinnu dagur er 10 stundir að lág- marki. Er tekið matarhlé einu sinni i 45 mín. eða eina klukkustund. Vinnutæki eru mörg og góð af ýmsum gerð- um. Þau lyfta þunga erfiðis- ins af verkamönnunum og gera alla aðstöðu til vinnu þægilega. Allt skrifstofufólk byrjar dagsverkið á sama tíma og menn í öðrum störf- um. Þetta þætti sjálfsagt dá- lítið einkennilegt, ef það gerð ist í Reykjavík, en enginn efi er á því, að það er mikið hag ræði fyrir hinar margvíslegu starfsgreinar, að skrifstofur séu opnar allan venjulegan vinnudag verkamanna. Allir starfsmenn eru ráðn- ir til óákveðins tíma fyrir stundakaup. Reglan mun samt sú, að menn hafa verið í starfinu á meðan þeir vilja og þörf er fyrir menn í því, nema að þeir hafi brotið eitt hvað af sér. En það eru, að ég hygg, frekar fá tilfelli sem komið hafa fyrir, aö mönn- um hafi verið vikið úr starfi. en burtrekstur er eina refs- ingin, sem almennt er talaö um hér á„ vellinum. Ráðningarskrifstofa. Allir þeir, sem hugsa til að komast í starf á vellinum, verða að leggja leið sína á ráðningarskrifstofu, sem fé- lagsmálaráðuneytið hefir sett á stofn þar. Fulltrúi í ráðuneytinu veitir henni for stöðu. Er það ágætur maður, sem veitir fólkinu, sem til hans leitar, margs konar fyr irgreiðslu. Er mjög mikið hag ræði að þessari stofnun. Sér- staklega, ef litið er á hvern- ig ástandið var síðastliðið sumar í þessu efni, þegar menn sendu skriflegar um- sóknir um störf þarna, og fengu svo aldrei svar, og vissu ekki hvert þeir áttu að snúa sér. Þegar erlenda aðila vant ar starfsmenn þarna, þá leita þeir til ráðningarskrifstof- unnar og hún annast um að finna hina réttu menn til starfans. Aldrei hefi ég heyrt neinn mann hnýta í þessa stofnun. Vinnusamningar og kaupgreiðslur. 1 upphafi gerðu íslenzk stjórnarvöld vinnusamning mikinn um laun og kjör allra starfsmanna, sem hinir er- lendu verktakar kynnu að ráða til sín. Er þetta feyki-1 mikið plagg, heil bók. Ég' hefi aðeins séð hana tilsýnd- | ar, en lesiö lítið í henni. Það má nú nærri geta að í svona 1 langri samningsgerð séu ýms 1 atriði, sem skilja mætti á' fleiri en einn veg. Eða rétt- ( ara sagt, að menn gætu haft tilhneigingu til þess, eink-1 um, þegar annar aðilinn er alls ókunnugur íslenzkum I starfsvenjum og kjörum. Það er þvi engin goðgá að hugsa' sér að reynslan þurfi tíma-! korn nokkurt til að kenna mönnum rétta framkvæmd hinna margbrotnu samnings atriða. Sú hefir líka oröiö raunin á. Talsverð brögð hafa verið að því, að starfs- menn hafa talið, að þeir væru mjög hlunnfarnir í viðskipt- um við vinnuveitendur. Voru oft svo mikil brögð að því, ' að eftir hverja vikuútborg- un gaf sig fram allstór hóp- ur manna, sem taldi sig hafa 'yfir ýmsu að kvarta. Margir þeirra höfðu rétt fyrir sér, en aðrir ekki, eins og gerist. At- vinnurekendur tóku sig svo ' til og lögðu stund á að kippa ‘ þessu í rétt horf. Nú er svo komið, að það er hrein und- antekning að menn komi með kvartanir, sem væru á rökurn reistar. Þekki ég þetta ' af eigin raun, því að ég vinn ' í þeirri skrifstofu, sem fyrst tekur á móti kvörtunum; manna yfir röngum kaup- ’ greiðslum. Meginið af eldri skekkjum er nú leiðrétt. Fé- lagið hefir í þjónustu sinni íslenzkan lögfræðing, sem á j að vinna í þágu réttlætisins, 1 og gæta þess að rétturinn fái að njóta sín í hvívetna, og enginn beri skarðan hlut frá borði. Samt eru nokkur atriði enn, sem menn telja 1 að þeir þurfi að fá fyllri samninga um. Reynslan af öllu þessu hef ir orðið sú, að nú er sagt að gerður hafi verið nýr samn-1 ingur, rituð ný bók, um kaup' og kjör starfsmanna á vell-1 inum. Er sagt, að hún feli í sér margs konar kjarabæturj verkamanna. — Bíða menn : hennar með eftirvæntingu1 og telja stundirnar þangað til að hún tekur gildi en þó mun hún vart enn vera full-; gerð. Hvað er kaup manna á vellinum? munu menn1 spyrja. Því er ekki hægt aö svara í fáum orðum. Það er| margvíslegt, eftir því hver, starfsgreinin e)r, og vei'ður ekki farið nákvæmlega út í þá sálma. En vikukaup venju' legra verkamanna er ekki undir 1000,00 kr. fyrir hinn ákveðna lágmarks vinnu- tíma. Eftirvinna eða helgi- dagavinna kemur til greina, þá hækkar kaupið að sama skapi. Aðrir fá hærri laun, ailt upp í helmingi hærra eða meir, ef þeir vinna mikla eftirvinnu. Föstudagur er mesti hátíöisdagur vikunnar. Þá fá menn greidd vikulaun- in. Það er ætíð eftirvænting að fá að sjá „tékkann“ sinn, einkum ef menn eiga að baki næturvinnu. Greiðsla fer æ- tíð fram með ávísun. Síðustu vikurnar hefir komið margt hljóðið úr horni. Vonbrigðin eru greinileg. Hvað hefir nú gerzt? Eru svik í tafli? Hvað; hefir orðið af þriðja parti' vikukaupsins? Spurningun- um rignir yfir úr öllum átt- um. Svariö er ofureinfalt og nærtækt. Skattayfirvöldin hafa smeygt litla fingrinum inn í vasa launþegans. Það dugar ekki að deila við dóm- arann. — Þá skilja menn, að verulegur hluti launanna er aðeins lán, sem standa verð- ur skil á til yfirvaldanna. Þar með er málið afgreitt. Þeir, sem búa utan vallar- ins, fá ofurlítið hærra kaup en hinir. Nemur sá mismun- ur 5—6 hundruð krónum á mánuði eftir því hver vinnu- starfinn er. Þarna kemur dá- lítið upp í húsaleiguna, og gerir það mönnum auðveld- ara að fást við hana. Þann- ig er það t. d. með þá, sem búa í hinu alræmda Lands- hafnarhúsi í Njarðvik. Þeir greiða 180,00 kr. í leigu á mánuði, — svo að þeir fá eiginlega sem svarar 10.00 kr. í kaup fyrir hverja nótt, sem þeir sofa þar. Landshafnar- húsið er annars bezta hús, sem hefir veitt fjöida manns aðstöðu til að vinna fyrir háu 1 kaupi. Eigandi þess hefir líka ! reist annaö hús, nokkru stærra viö endann á því. Þaö hefir að geyma 44 herbergi. í einu þeirra bý ég, og þykir þar gott að vera og ódýrt eftir atvikum, og þriðja hús- ið er nú í smíðum á sama stað af sömu gerð'. Fólkiff. Starfsliðið á vellinum er ó-' sköp hversdagslegt fólk. Al-; veg eins og gerist og gengur. j Það er úr öllum stéttum þjóð' félagsins og allir stjórnmálai ílokkar landsins eiga þar ein hver ítök. Það er áberandi hversu íslendingarnir eru yfirleitt margir úr yngri kyn' slóðinni. Er það skiljanlegt, því að þeir rosknari eru meir j bundnir heima við. Margir eru nemendur úr skólunum, eöa nýútskrifaðir kandídatar og aðrir lokaprófsmenn. Hafa sumir þeirra hlotið hér mannaforráð og ábyrgðar- stöður. Yfirleitt eru slíkar stöður, sem íslendingar' gegna á annað borð, hér, skip aðar ungum mönnum, og sumum kornungum, — virð- 'ist fara vel á því. Við fáum hógværa og ákveðna af- greiðslu hjá þeim. Gildir það ekki hvað sízt um þá, sem' hafa forstöðu mannaráðn-1 inga hjá fyrirtækinu. Það mæðir líka mest á þeim, en til þeirra leita menn með alls konar kvabb og kvein og kröfur. Framkoma fólksins er létt og frjálsmannleg og ber þess vott að ekki er farið í manngreinarálit í því til-; MaS'ur, scm segist haía mik’a ánsegju að harmoníkuleik hefir sent fcaðstofunni eftirfarandi grein: „Nerski harmoníkusnillingurinn Toralf Toilefsen hefir nú dvalið hér á landi í næstuni tvo mánuði og mun hafa haldið um fimmtíu hljómleika víðs vegar um landið. Yfirleitt hafa þó hljómleikarnir verið halönir í hinum otærri bæj- um, en þó hefir hann einnig leik- ið, eítir því, sem frétzt hefir, á nokkrum stöðum í þéttbýlustu sveitunum, sem hafa stærst sam- komulrús. Þessi norski harmoníkuleikari hefir verið öllum unnendum léttr- ar tcnUstar hinn mesti aufúsugest ur, en hann er á margan hátt frá- bær snillingur, og kann þá list að koma skemmtilega fram á sviðinu, en það heíir ekki svo l'til áhrif á áheyrendur. En þrátt fyrir, að Tor alf Tollefsen hafi nú leikið opin- berlera fyrir fleiri íslenzka áheyr- endur, en áennilega nokkur annar útlendingur, eru þó mjög margir, sem ekki haía átt þess kost, að heyra í honum að þessu sinni. Nú langar mig að beina því til útvai’pshis, hvort ekki sé mcgu- legt, að taka upp á stálþráð þá eínisskrá, sem Tollefsen hefir leik- ið á hljómleikum sínum hér, og útvarpa því síðan á einhverjum góðum tíma, er sem flestir hafa gott tækifæri til að hlusta á út- varpi'ö. Er víst, aö það yrði vel þegið af mörgum, sem ekki hafa heyrt í Tollefsen nú, að fá að heyra alla efnisskrá hans í útvarp. Að vísu eru oft leiknar plöt- ur, sem TcTefsen heíir leikið inn á, í úívarpinu, cn nú er vitað, aö á siðustu árum liefir hann breytt nckkuð lagavali ,sínu, og yrði því nokkuð nýnæmi í Iögum þeim, er hann leikur nú. Vona ég ao út- varpið taki þessa íiilögu mína til greina. Þá lamgar itmg að, lokum að þaklca Ingibjörgu Þoiber s fyrir þátt hennar, „óskalög sjúklinga". Er það einn bezti þáttur útvarps- ins. £érstakle;a vil ég þakka henni fyrir þá nýjung, sem hún kom rneð s'ðastliðinn laugardag, er hún lék tvö lög, sem tveir af hinum nýju dægurla; asöngvurum, sem komu íram á hljónileikum nýlega, sungu inn á. Margan mun áreiðanlega fýsa að heyra moira frá þeim.“ Hcr cru þá að lokum þrjár stök- ur eftir Brynjólf Björnsson frá Norðíirði, sem hann nefnir Sláttu- vísur: Falla strá af fægðum ljá íyrir knáum armi. j Blómin smáu bana fá, brjóst mitt þjáist harmi. #■ Fríð i skyndi falla blóm; ier um stryntíi skárinn. | Rósum myndar dauðadóm, | í dularyndi Ijárinn. Reíla í slcrúði rjóð á kinn, rifjaði trúður heyflekkinn. Krííu lúði hýr og svinn, handar prúða ungfrúin. Lýkur svo baðstofuhjalinu í dag. Starkaður. ARKAÐURINN Bankastræti 4, Hafnarstræti 11. Y.W.V.VnVr'.WAV ;.W.V.,/.,.‘.'.V.W.W.V.V.VAV.V \ . 5 Eg þakka hjartanlega öllum-þeim, sem vottuðu mér j, ? vináttu og heiðruðu mig á fimmtugsaímæli mínu. jjj \ Með vinarkveðju í ;• Jens Gucbjörnsson. í ’wV.VAVAW.VAV.VVV/rtSWVAVW-WVrt'A/ AWVI liti. Um helgar eru hér mikl- ir þjóðflutningar að og frá staðnum. Um sexleytið á laug ardagskvöldum eru mættir margir stóru bílarnir hans Steindórs. Þeir bíða eftir farmi. Og þegar einn hefir fengið fylli sína fer hann af stað, en sá næsti opnar sína hurð. Auk þess flytja stræt- isvagnar Hamiltons fólkið til Revkjavíkur, eins og þeir fá annað. Sama sagan endurtek ur sig á sunnudagskvöldum og á mánudagsmorgnum kl. um 5,30 fara menn að safn- (Framh. á 6. slðu). Jarffarför mannsins míns JÓNS JÓNSSONAR, Nesi, RangárvöIIum, er andaSist 5. sept. s. I., fer fram aff Odda laugardag- inn 12. september og hefst meff húskveðju að heimili hans kl. 2 e. h. — Samkvæmt ósk hins látna, evu blóm og kransar afbeffiff, en þeir, sem vildu minnast hans, beðnir aff láta Oddakirkju njóta þess. Anna Guðmundsdóttir. •iimiiiiiiuiimiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiMiiiiiiiiiitiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiimiiiiiiiHiiiiiiiii.tiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiik Vinnið ötullefia að útbreiðslu TÍMANS iimiimimiiiimimmmmimmmmmmmmmmmiiiumKmimiimimmiimiimiiaiiiimuiimiiimmiitáumia

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.