Tíminn - 30.09.1953, Blaðsíða 5

Tíminn - 30.09.1953, Blaðsíða 5
220. blað. TÍMINN, miðvikudaginn 30. september 1053. S Midvikml. 30. sept. Hefir hver til síns ágætis nokkuð Þar kom aS því, sem vænta mátti. Frjáls þjóð, blað hinna einu sönnu ættjarðar vina — hefir valið sér hið guilna forclæmi úr hetjuliði sögualdar. Það gerðist í vik- unni, sem leið. Fyrir valinu hefir orðið glóhærða sonar- dcttir Dala-Kolls, sem að bana varð öllum þeim, er hún skyldi unna. „Það hefir margt breyst síðan á dögum Hallgerðar langbrókar“ seg- ir blaðiö' með tilhlýðilegum trega. Og er þá ekki að sök- um að spyrja. Öllu gamni fylgir nokkur alvara. Og því ekki að rifja upp viðburði hinnar sögu- frægu nætur á Hliðarenda, er vitnuö kvenhetja Frjálsr- ar þjóðar átti þar húsum að ráða? Svo er sagt í Njálu, að óvinir Gunnars bónda fóru að honum einum með flokk manna, og fékk hann nauðu leg náð klæðum sínum og boganum góða, en með hon- um varðist hann fjölmenni því, er að skálanum sótti. Er bogastrengurinn brast, mælti hann til konu sinnar: „Fá mér leppa tvo úr hári þínu og snúið þið móðir mín sam- an til bogastrengs mér... — „Liggur þér nokkuð við“ seg- ir hún. — „Líf mitt liggur viö“ segir hann. — „Hirði ek aldrei“ mælti Hallgerður „hvort þú ver þig lengur eða skemur“. Þá kveður Njála Gunnari hafa orðið þetta að orði; „Hefir hver til síns á- gætis nokkuð. — — Og skal þig þessa eigi lengi biðja “ — „Nú getur hver einn skyggnst um sína sveit“. — Svo kvað Þorsteinn Erlings- son fyrrum af öðru tilefni. Menn segja, að sagan end urtaki sig, smásagan um ein staklinginn, hin stóra saga þjóðanna. Þá var stríð í Fljótshlíðinni. Á vörum dög- um milli þjóða — og viðsjár milli stríða. Gæti það ekki skeð nú, að manni fyndist einhver hafa beöið um lokk úr hári, og að líf hafi legið við, að lokkurinn væri af hendi látinn. Og það hafi af einhverjum verið talinn drengskapur og þjóðarsómi að neita um lokkinn? Lítil- mennska að láta hann af hendi og hjálpa til að bjarga lífi þess, sem átti ofureflið yfir höfði sér? Njála kann frá mörgu að segja um bóndann á Hofi á Rangárvöllum. Eitt var það, er nágrannar hans börðust skammt frá bæ hans. Kona kom heim og sagði Merði. Ekki taldi bóndi það sig það neinu varða. „Þeir einir mun vera“ sagði hann „að ég hirði aldrei, þó að drep- ist“. Lá hann inni meöan þeir börðust, segir Njála. Höfundur Njálu kunni eklci að meta bóndann á Hofi. Þannig hefir fleirum farið. En hann vissi sínu viti, bónd inn sá. Hlutlaus var hann í hjarta sínu og gerði ekki mun málastaðar, varð öðrum ekki að liði ótilneyddur. Ekki gekk hann fram í bardögum utan einu sinni, er hann ERLENT YFIRLIT: Styrjöldin i Indó-Kina Hefst MrsliíabríStsi í siæsía sisásiasði, þegar rcgníÍMannm lýkar? Athygli þeirra, sem fylgjast með alþjóöamálum beinist nú í vax- andi mæli að Indó-Kína. Margt bendir til þess, að þar muni í ná- inni framtíð gerast atburðir, sem meira en nokkrir aðrir geta ráðið úrslitunum um það, hvort friðvæn- legra vérður 1 heiminum í náinni framtíð en verið hefir um skeið. SíðarihTuta næsta mánaðar lýk- ur rigningatímabilinu í Indo-Kina en það heíst venjulega í maí og stendur fram í október. Meðan það stendur yfir, eru allar meiriháttar styrjaldai;aðgerðir útilokaðar í Indó-Kína. Flestar fregnir benda nú til þess, að kommúnistar í Indo-Kína hafi í undirbSningi mikla sókn, er eigi að hefjast strax og rigningatíma- bilinu lýkur. Sumar fregnir benda einnig til þess ,að þeir muni nú njóta meiri liðveizlu Kínverja en ella og jafnvel svo mikillar, að það geti ráðið úrslitum. Slík afskipti Kínverja. yrði hins vegar að lík- indum ekki látin íhlutunarlaus af Bandaríkj'unum, er telja það megin máli skipta fyrir jafnvægið í Aust- ur-AÚiu, að kommúnistar verði ekki látiyr hertaka Indó-Kína. Þannig getur Indó-Kína á næst- unni orðið sú púðurtunna, er kveik ir eld stórstyrjaldar í Austur- Asíu. Af hálfu ýmsra forustumanna Bandaríkjanna í seinni tíð, m. a. John Foster Dulles, hefir óspart verið látið í það skína, að Kínverj- ar geti ekki vænzt þess, að styrjöld in verðí einskorðuð við Indo-Kína, ef þeir veita kommúnistum bein- an.stuðning, líkt og í Kóreu. Styrjöldín er orðin Frökkum dýr. í desember næstkomandi eru lið- in 7 ái' síðan kommúnistar hófu styrjöldina í Indo-Kína og rufu með því samninga, sem sjálfstæðis hreyfingin hafði gert við Frakka uín aukið sjálfstæði ríkjanna í Indo-Kína. Styrjöldin í Indo-Kína hefir síðan staðið nær látlaust og verið oft hin mannskæðasta. Her Frakka í Índo-Kína hefir t. d. orð- lð fyrir mun meira manntjóni en Bandaríkin urðu fyrir í Kóreu- styrjöldinni. Manntjón franska hersins í Indo-Kína er nú orðið um 140 þús„ þar af fallnar um 60 þús. Segja má þó, að manntjón Frakka sjálfra sé stórum minna, þar sem meirihluti hers þeirra þar, er skip- aöur mönnum úr nýlendum Frakka. Kostnaðurinn við styrjaldarrekst urinn hvílir mjög þungt á Frökk- um, en hann var á síðastl. ári um 1.300 milljónir dollara. Þar af greiddu Bandaríkin 400 millj. doll- ara. í Frakklandi fer áhugi nú mjög vaxandi fyrir því, að Frakk- ar hætti. styrjöldinni, annað hvcrt með samningum við kommúnista eða hreinni uppgjöf. Sú skoðun verður ailtaf almennari, að Frakk- ar geti hvort eð er ekki haldið Indo-Kiria til lengdar, þótt komm- únistar væru sigraðir. Stefna; ráðandi manna í Frakk- landi er þó enn sú, að ekki skuli gefizt upp, heldur reynt að binda endi á styrjöldina sem fyrst, án þess að það verði til vanheiðurs fyrir Frakka. Bæði af hálfu forsætisráðherra Frakka og' aðalfulltrúa Frakka á þingi S. Þ. hefir því verið lýst yfir nýlega, að Frakkar séu reiðubúnir til samninga um lausn deilunnar í Indo-Kína og telji það meira að segja æskilegt, að það mál verði rætt á ráðstefnunni, sem fjalla á um Kóreu, ef samkomulag verður um að ræða þar fleiri mál en Kóreu j málið. Afstaða Bandaríkjanna. Eins og áður segir, hafa Banda- ríkin greitt á síðastl. ári verulegan hluta af útgjöldum Frakka í Indo- t Kína. Frakkar hafa þó farið bess 1 á leit, að Bandaríkin hækkuðu framlag sitt og hafa þau nú lofað að hækka það í 800 millj. dollara úr 400 millj. dollara á yfirstand- andi fjárhagsári. Áður en Bandarikjastjórn hækk aði þessa fjárveitingu, urðu Frakk | ar að lofa því að veíta ríkjunum í . Indo-Kína stóraukið sjálfsforræði , og fullkomið sjálfstæði í framtíð- ^ inni. Standa nú yfir samningar j milli ríkjanna og Frakka um þessi mál. Skoðun Bandaríkjamanna er : nú, að ekki verði unnin sigur í i Indo-Kína, nema íbúarnir sjálfir , fáist til að hefja viðnám gegn kommúnistum, en það geri þeir ekki, nema þeim sé ljóst, að þeir berjist í eigin þágu, en ekki þágu ! Frakka. Eigi þeir að velja á milli erlendrar yfirdrottnunar eða komm únismans, kjósi þeir jafnvel heldur hið síðarnefnda. I Þá hafar Bandaríkin lagt til, að Frakkar ynnu að því að efla lier innfæddra manna, líkt og Banda- ríkjamenn hafa gert í Kóreu. Slík- um her yrði hins vegar ekki komið upp, nema ljóst væri að takmark hans væri að tryggja innlent sjálf- stæði, en ekki frönsk eða önnur erlend yfirráð. i Herstjórn Navarres. [ Á siðastl. vori skipuðu Frakk- ar nýjan yfirhershöfðingja í Indo- Kína. Henri Navarre. Hann er 53 ára gamall og þykir nú í röð ' fremstu herforingja Frakka. Sú reynsla, sem þegar er fengin af herstjórn hans þykir spá góðu. Hann hefir unnið kappsamlega að endurskipulagningu herja Frakka og orðið vel ágengt. Jafnframt hef ir hann haldið uppi stöðugum smá 1 árásum á ýmsar stöðvar kommún- , ista og ruglað þá þannig í ríminu ' og vaidið þeim oft verulegu tjóni. Kommúnistar eru þessu óvanir, þvi að venjulega hafa öll vopna- I viðskipti legið niðri á þessum tíma árs. | | Navarre hefir nýlega lokiö áætl- un, sem f jallar um, að unninn verði fullur sigur í Indo-Kína. Hann leggur mikla áherzlu á stöðuga sókn. Til þess að fullnægja áætl- uninni segist hann þurfa að ráða yfir um 500 þús. manna liði. Her hans telur nú um 430 þús. manns, en þar af er í her heimamanna um 180 þús. Þjálfun heimahersins er enn mjög ábótavant og útbúnaði sömuleiðis. Allt kapp verður nú lagt á þaö að efla hann og auka, sn verulegs árangurs af því er þó ekki að vænta á þessum vetri. Þess vegna vill Navarre nú fá aukið lið frá Frakklandi, því að ella geti orð- ið örðugt að hindra fyrirsjáanlega sókn kommúnista, ef Kínverjar veita þeim verulegan stuðning. Þá leggur Navarre mikla áherzlu veitti söx deyjandi manni, og var því sári ekki lýst. Vér nútíma íslendingar gætum margt lært af bónd- ! anum á Hofi. Vér gætum lært, að láta okkur engu skipta, hvort friður er eða ó- friður í löndum annara þjóða. Ekki myndi hann ráða okkur til að bregða blundi, þótt skuggi yfirvofandi styrjaldar færist yfir fram- andi lýði. Hvað kom það okk ur við, að hans dómi, þótt Norðmenn, Frakkar eða Hol- lendingar þyrftu að heyja aftur sitt frelsistríð? Þar eig ast útlendir einir við, og hví skyldum vér um það hirða? Sjálfir gætum vér ef til vill keypt oss sæmd og vináttu í lokin með því að segja sigr aði þjóð stríð á hendur. Þannig er hið fullkomna hlutleysi, að hirða aldrei hverjir „drepast". Ýmsii’ segja, að í þessu viðhorfi fel- ist líka hið fullkomna ör- yggi. Aðrir segja, að hið full- komna öryggi sé ekki til og að þeir, sem inni liggja, geti jafnvel orðið harðast úti. HENRI NAVARRE á það í áætlun sinnl, að pjoðum Indo-Kína verði veitt sjáifstæði, því að eila fáist þær ekki til að berjast gegn kommúnistum. Væntanleg sókn kommúnista. Margar ástæður valda því, að kommúnistar munu leggja áherzlu á að sókn þeirra í vetur verði sig- ursæl. í fyrsta lagi vænta þeir þess, að Frakkar gefist alveg upp, ef þeir verða fyrir miklum áföllum í vet- ur. í öðru lagi sjá þeir fram á vax- andi hjálp Bandaríkjanna til Frakka, ef styrjöldin heldur áfram með líkum hætti og nú. í þriðja lagi óttast þeir, að þjóð- ir þessara landa snúist gegn þeim, ef Frakkar veita þeim sjálfstæði, og þær sjá því fram á, að þær hafa á milli eigin frelsis og kommún- ismans að velja, en ekki á milli Frakka og kommúnismans. Sennilega er það þetta, sem kommúnistar óttast mest, því að óvinsældir frönsku nýlendustjórn- arinnar valda því fyrst og fremst, hve miklu fylgi kommúnistar hafa náð í Indo-Kína. Þá kunna og forsprakkar komm- únista í Indo-Kína að óttast það, að húsbændur þeirra í Moskvu og Peking muni síður veita þeim hjálp framvegis, ef þeim verður ekki vel ágengt í vetur. Talið er, að lcommúnistar í Indo- Kína hafi nú allt að 400 þús. manna undir vopnum og sé þar um allvel þjálfaðan her að ræða er notið hefir kennslu Kínverja, en Rússar og Kinverjar hafa séð fyrir nægum vopnum. Engin víglína. Það gerir þeim aðilanum, sem byrjar sókn í Indo-Kína, öllu auð- veldara, að ekki er þar um neina fasta víglínu að ræða. Hingað til hefir aðallega verið barizt í Viet- Nam-ríkinu, en nær ekkert í Laos- ríki og alls ekkert í Cambodiaríki, en þessi þrjú ríki mynda Indo- Kína. f Viet-Nam er nú vígstaöan þannig, að Frakkar halda öllum stærstu borgunum og svæðum um- hverfis þær, en kommúnistar mest (Framhald á 7. síðu.) Norræna tónlisíar- hátíðin 1954 Að gefnu tilefni leyfir stjórn Tónskáldafélags ís- lands sér að Vekja eftirtekt á því, að reglur Noræna tón- skáldaráðsins mæla svo fyrir að á hátíðum þess verði að- eins flutt verk, er ekki hafa áður heyrzt á hátíðarstaðn- um. Ennfremur yill stjórn Tón- skáldafélagsins, að gefnu til efni, vekja eftirtekt á því, að ef svo kynni aö vilja til að eithvert íslenzkt tónskáld eigi verk í smíðum, sem ekki geta verið fullsamin fyrir 1. des. n. k. þá geri þau stjórn félagsins grein fyrir því, og mun þá í hverju einstöku til- felli tekið til athugunar hvort hægt er að framlengja frestinn. (Frá Tónskáldafélaginu) Á víðavangi Kaupgreiðsíur til utan- bæjarþingmanna. Alþýðublaðið gagnrýndi það fyrir nokkru, að þing- menn stjórnarflokkanna, sem búsettir eru utanbæjar, hafi fengið greitt kaup með an þeir sátu á fundum hér í bænum í sambandi við stjórnarmyndunina. Frjáls þjóð hefir tekið upp þessa gagnrýni Alþýðublaðsins og reynt að gera úr henni „rosafrétt“ á forsíðu. Telur blaöið, að þetta sýni dæma- laust óhóf og sukk í ríltis- rekstrinum. Það, sem hér gerðist, var í stuttu máli þetta: Þegar viðræður flokkanna um stjórnarmyndun hófust, var óhjákvæmilegt, að þing- menn væru viðstaddir. Um það var að velja, að kalla þingið saman eða þingmenn stjórnarflokkanna ein- göngu. Horfið var að seinna ráðinu meðan viðræðurnar voru aðeins bundnar við stjórnarflokkana. Ákveðið var samkvæmt venju að greiða utanbæjarþingmönn um ferðakostnað og þingfar arkaup meðan þeir dveldu í bænum. Þingmönnum bú- settum í bænum, var ekk- ert kaup greitt. Með því að hverfa að þessu ráði, spöruðust stór- felld útgjöld samanborið við það, ef þingið hefði verið kallað saman, og ekki að- eins hefði þurft að greiða öllum þingmönnum kaup, heldur fjölmennu starfsliði að auki. Rétt er að geta þess, að hér var ekki sköpuð nein ný venja, heldur hefir sú regla gilt um tugi ára, að utanbæjarþingmenn fengju slíka greiðslu, ef þeir væru kvaddir til bæjarins utan þingtíma vegna starfa, sem fylgja þingmennskunni. Slíkt er líka fullkomlega réttmætt til þess að jafna aðstöðumun þingmanna, sem eru búsetir í bænum, og þeirra, sem búa utanbæjar. Sækir vissulega nógu mikið í það horf, að þingmenn séu búsettir í bænum, þótt að- staða utanbæjarþingmanna sé ekki gerð örðugri og kcstnaðarsamari á þennan hátt. Hin örðuga aðstaða utan- bæjarþingmanna veldur því, að efnalitlum mönnum utan Reykjavíkur er það líít mögulegt að gegna þing mennsku og sinna jafnhliða atvinnurekstri eða starfi heima í héraði sínu. Kemur það því mjög til greina að hækka kaup þingmanna, sem nú er furðulega lágt, til þess að sporna gegn þeirri öfugþróun, sem af þessu get ur leitt. Þess vegna mættu Alþbl. og Frjáls þjóð frekar beina gagnrýni sinni að ýmsu öðru en þeim greiðsl- um, sem hér hafa átt sér, stað. Þórður Björnsson og íhaldið. Mánudagsblaðið birti þá’ fregn fyrir nokkru, að ver- ið væri að semja um það milli forráðamanna Fram- sóknarflokksins og Sjálf- stæðisflokksins, að Þórður Björnsson yrði ekki efstur á lista Framsóknarflokksins við bæjarstjórnarkosning- (Framh. á 6. síðu.) j

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.