Tíminn - 15.11.1953, Blaðsíða 4
TÍMINN, sunmidaginn 15. nóvember 1953.
260. blaff.
R.agnar Ásgeirsson, ráðimautur:
Borðið meiri kartöflur
Þaö er ýmist of eða van hjá
okkur íslendingum.
Lengi hefir þaö veriö á-
hyggjuefni hugsandi manna
aö landsmenn hafa ekki fram
leitt nógu mikið af kartöflum,
sem þrífast þó venjulega
mæta vel í íslenzkri mold,
og hefir þá oröiö aö flytja inn
mikið magn kartaflna og
verja til þess dýrmætum er-
lendum gjaldeyri.
Nú hefir verið 'góðæri til
sjávar og lands og nú sýnist
manni dæminu nærri því snú
ið við, samkvæmt fregnum í
blöðum og útvarpi virðist kart
öfluuppskeran vera svo mik-
il að menn óttast að hún verði
ekki nýtt til fullnustu, sé
meiri en við ísl. getum hag-
nýtt með góðu móti. Ekki er
vitað fyllilega hve mikil kart-
öfluuppskeran muni reynast,
en ýmsar ágizkanir hafa
heyrzt um það og sumar gerð-
ar áður en upp var tekið.
Menn, sem hafa bezta að-
stöðu til að fylgjast með þessu
teija að ekki sé óvarlegt að
áætla uppskeruna í heild um
180 þúsund tunnur — og væru
það gleðitíðindi, ef rétt reynd
ist. Væru það þó ekki nema
núm tunna af kartöflum á
hvert mannsbarn í landinu,
sem munu nú vera um 150
þúsund, og ætti að vera hægð
arleikur að koma því í lóg.
Hverjum einasta manni
ætti að vera það ljóst að kart
aflan er einhver hollasta og
'ödýrasta tegund fæðu, sem
við eigum völ á. Um þaö
inunu allir heilsufræðingar
vera sammála. Að líkindum
stendur hún nýmjólkinni
næst sem alhliða næring —
þegar um góðar og vel mat-
reiddar kartöflur er að ræða.
Kartaflan er auðmelt. rlk að
næringarefnum. Að vísu er
tiltölulega minnst af eggja-
hvítuefnum í þeim, en þó nóg
til þess að fullorðið fólk get-
ur lifað mánuðum saman á
iartöflum einum og smjöri og
þó haldið fullkomnu vinnu-
þreki. Ekki þarf sú móðir að
óttast um heilsu barna sinna
sem getur gefið þeim nægju
sína af kartöflum og ný-
mjólk.
á þeim árum þegar búnað-
arnámsskeið voru að heita
jmátti fastur liður í starfi okk
ar búnaðarráðunautanna, fór
ég víða um landið og ræddi
um kartöflurækt og kartöflu
afbrigði við bæirdur. Ég varði
þá oft einum fyrirlestri til að
fræða um gildi kartöflúnnar
sem fæðu fyrir. mannfólkið,
og skýrði frá , tUmiaúm
danska læknisins Mikkel
Hinahede, um notagildi kart
aflna,. sem hann framkvæmdi
á aðstoðarmönnum sínum.
Varð ég, greinilega var við að
ýmsum áheyrendum þóttu
þær lýgilegar.
Mér finnst viðeigandi að
rifja upp eina af sögunum,
þegar Hindhede lét aðstoöar-
mann sinn, er Madsen hét,
lifa á kartöflum og smjörlíki
einu saman í 9 mánuði og
stunda erfiðisvinnu allan tím
ann. Að öllu leyti hélt Mad-
sen heilsu sinni og þyngdist
um eitt kíló, þrátt fyrir allt
erfiði. Aðrir vísindamenn énd
urtóku tilraun þessa og kom-
ust þeir að sömu niðurstöðu
og hinn danski læknir. Og
það hefir verið leikið að lifa
miklu lengur en þetta á kart-
öflum eingöngu.
Nú má að visu ekki ganga
6t frá að þessi reynsla sé í
jafn fullu gildi hér eins og
þar sem tilraunin var gerö,
því þar sem kartöflur verða
fullþroska verður þurrefni
þeirra mun meira en á ís-
landi, oft allt að 25—26%, en
hér sjaldan meira en 15—
17%. En þessar niðurstöður
færa okkur heim sanninn um
það„ að okkur er óhætt að
nota miklu meira af kartöfl-
um til manneldis en við ger-
um. Auk þess að vera einhver
hollasta fæðutegundin, er
kartaflan ein hin hollasta og
bezta og að líkindum sú allra
ódýrasta sem völ er á. Það
væri því aumt til afspurnar,
ef viö íslendingar gætum ekki
nýtt hina góðu uppskeru að
fullu til manneldis — sem
mun þó ekki vera mikið meira
en ein tunna, 100 kg., á mann
yfir árið. Einn mikilsmetinn
landbúnaðarfrömuður, norsk
ur, segir: „Við myndum
standa okkur við að nota allt
að einu kílói af kartöflum á
dag, handa hverjum einasta
fullorðnum manni.“ — Það
er 31/2 tunna á mann á ári.
Finnlendingar éta kartöflur
tvisvar á dag og hafa sannar-
lega sýnt að þeir eru þrótt-
miklir, bæði líkamlega og and
lega.
Ég er nýlega kominn heim
úr ferðalagi, úr einu mesta
kartöfluræktarhéraði lands-
ins, Eyjafirði, og hitti bar
marga bændur að máli.Ég fór
þar um og sá kartöfluakrana
um uppskerutímann. Var
björgulegt að sjá þar poka við
poka, fulla af ágætum kart-
öflum. Nokkurs kvíða gætti
hjá bændum um að þeir
myndu ekki losna við uppsker
una með góðu móti. Mér varð
á að segja við einn þeirra:
Þið eigið að borða meiri kart
öflur en þið gerið. „Þetta þarf
nú ekki að segja okkur‘ svar-
aði bóndi, ,,‘því að.á mínum
bæ borðum við kartöflur með
kartöflum!“ Væri vel ef fleiri
gætu sagt það með sanni og
ekki þyrfti þá að óttast um of
mikla kartöfluuppskeru ef
svo væri. Það er fyrirtak, aö
borða kartöflur með kartöfl-
um — ef meiri tilbreytni er
í meöferð þeirra í eldhúsi en
nú er almenn. Almennt þekkj
um við hér aöeins soðnar kart
öflur, eða brúnaðar í sykri
þegar mest er viðhaft, og enn-
fremur kartöflumauk. Allt er
þetta ágætt þegar það er vel
til búið. En fyrir framan mig
á skrifborðinu liggur dönsk
matreiðslubók: 100 réttir mat
ar búnir til úr kartöflum. Eru
kartöflur aðalefni allra
þeirra. Þar er á fyrstu blað-
síðu: Soðnar kartöflur, þar-
næst 11 uppskriftir að kart.
súpum og 10 kart.„salöt“. Þá
er kart.búðingur, bakaðar
kart., rjómakart., karrykart.,
kart.bollur, kart.„klattar“, 3
kart. pöniiukökur, kart. í
formi og með graslauk, kúm-
enkart., og enskar, franskar,
amerískar, spánskar og
skánskar kartöflur. Þarna er
mikil tilbreytni — sem þó
væri meira gaman að sjá á
borði en í bókinni.
Við verðum að læra að gera
matreiðslu kartaflna fjöl-
breyttari en hún er nú hjá
okkur og þá þyrfti ekki að
óttast að meira eða minna af
hinni ágætu uppskeru síðast-
liðins sumars yrði ónýt.
Við fáum meira ao segja
allt of oft illa soðnar kartöfl-
ur, því þær verða að vera
mátulega soðnar ef gæði
þeirra eiga að njóta sín til
fulls. Það er talið til bóta að
láta kartöflur sem á að sjóða
liggja í nokkra tíma í köldu
vatni áður. Síðan eru þær sett
ar í kalt vatn, dálítið salt og
látnar standa yfir við hæga
suðu í 20—30 mínútur. Skal
þá hella soðinu frá og setja
pottinn yfir hitann á ný og
hrista gætilega, þar til gufan
er aö mestu horfin. Kartöfl-
urnar eiga að vera jafnstórar.
Þegar kartöflur eru soðnar
fer allmikið af söltum og bæti
efnum þeirra í soðið. ,Þess
vegna nota margar húsmæð-
(Framh. á 8.. slðu).
, !
I
Ný hrakför Bergs
B,ergur Sigurbjörnsson bar
fram á Alþingí fyrir nokkru
siðan fyrirspurnir út af bréfa
skiptum Félags íslenzkra iðn
rekenda við fjármálaráðu-
neytið, Fyrsta fyrirspurnin
var þannig: „Hinn, 17. növ.
1952 barst fjáfmálaráðuneýt
inu bréfleg ákæra'frá Félági
ísl. iðnrékenda (samanber
málgagn félagsins. i ágúsþ s.
1.) um það, að í verzlunúm
hér á laiidi væru vörur, sem
þangað væru komnar eftir ó-
löglegum léiðum og ekki
hefði verið greiddur af toll-
ur. Lét fjármálaráðuneytið þá
þegar fram fara rannsókn
vegna þessarar ákæru? Ef
svo var ekki, hvei-jar orsakfr
lágu þá til þess aö þaö var
ekki gert?“
Eins og allir sjá, felst í
þessari fyrirspurn aðdróttun,
og bætti fyrirspyrjandí drjúg
um við þær aðdróttanir, þeg-
ar liánn tálaði fyrir rnálihu.
Fjármálaráðherra upplýsti
í svörum sínum á Alþingi, að
Félag ísl. iðnrekenda hefði
að vísu sent ráðuneytinu 17.
nóv. 1952 3 bréf, en ekkert
þeirra hefði haft að geyma
ákæru þá, sem um væri spurt.
Spurni'ngin væri því alveg út
í hött og sömuleiðis aðdrótt-
anir fyrirspyrjanda. Jafn-
frámt gerði ráðherra grein
fyrir því, sem gert heföi ver-
ið út af bréfum Félags ísl.
iðnrekenda, sem komu '9. áp-
ríri953 og 7. sept. 1953.
Út af þessu svari fjármála
ráöherra var Frjáls þjóð lát-
in halda þvi fram, að fjár-
málaráðherra hefði farið \
með rangt mál og voru ekki
spöruð illyrði fremur en va-nt
er í því blaði.
Var það ráð tekið að sýna
forráöamönnum Fr j álsrar
þjóðar bréfið, sem Bergur
Sigurbjörnsson hafði kallaö
ákæru um ólöglegan innflutn !
ing. Eftir að Frjáls þjóð hafði!
séð bréfið var blaðið látið |
lýsa því yfir, að það gæti:
„með ánægju fallið frá að
kalla þetta ákæru!“
Þetta er nú gott og blessað.
Það hefði þó verið betra fyrir
Þjóövarnarkappana, að at-
huga svolítið betur hvað þeir
voru að gera, áður en þeir
óðu með dylgjur og aðdrótt-
unum að fjármálaráðherra
bæði á Alþingi og í blaði
sínu.
t
tímarit uin listir, bókmenntir og menningarmál,
er nú aftur byrjað að.koma r.eglulega út. Koma á þessu
ári á .heíti. Fyrsta og annað hefti kom út í vor, þriöja
liefti er nú komið í allar bókaverzlanir og siðasta hefti
ársins kemur 1. desember.
Þetta heftir er mjög fjölbreytt að efni. Auk ritgerða
um Pál ísólfsson eftir Jón Þórárinsson, Jónas Þor-
bergsson og Alexander Jóhannesson og ritgerða um
Stephan G. Stepansson, eftir dr. Þorkel Jóhannesson
og Kristján Albertsson, eru í ritinu eftirfarandi greinar,
bréf og kvæði:
Að liía, Ijóð eftir Andrés Björnsson, Úr vísnabók
Stíganda, lausavísur. Bæjarleikhús eftir Lárus Sigur-
björnsson. Hefir þetta ekki allt gerzt? eftir Helga
Sæmundsson. Þá er löng og ítarleg ritgerð um bóka-
útgáfu og menningarsarf samvinnufélaganna alla
leið frá Benedikt á Auðnum og „Ófeigi í Skörðum“
til Bennaútgáfu Norðra. Séra Eiríkur J. Eiríksson á
langa ritgerð, hvatningarorð til æskunnar er hann
nefnir: „Einn er vígljóst, sveinar“. Tópas í 75. sinn,
Hvað um Skálholt, eftir Björn Th. Björnsson, Bréf
írá Andbanningi, er hann nefnir „Fótglaðir hug-
sjónamenn“ og Beinakerlingin á Arnarstapa eftir
B. T.
í þáttunum á förnum vegi gru eftirtaldar greinar:
Kvartett B.Ó., Heimsókn erlendra listámanna, „La-
Traviata“, Bach-kynning í útvarpinu, Víðfrægt Ball-
ettfólk í Þjóðleikhúsin, Stjörnur í austri, Pallazzo-
Medice eignast afkvæmi í Flóanum, Hljómleikar í
september, Sovétlistamenn á vegum MÍR,. Gúmmí-
málning flæöir^yfir landið, Listavet'kabók Gerðar,
Óþrifnaöur á opinberum stöðum, Bókmenntakynning
hjá „bókmenntaþjóö", „Eg einn“, Fold og sjórinn tóku
dans, Saga góðtemplarareglunnar.
í ritinu eru 20 teikningar, aðallega karikatúrar,
allir gerðir sérstaklega fyrir ritið og birtir með éinka-
rétti.
Helgafell er rit sem öll menningarheimili veröa að
lesa og eiga.
Fastir áskrifendur fá ritin afhent á áskriftarverði
á eftirtöldum stöðum, sem einnig geta útvegað nokkra
eldri árganga frá byrjun.
Helgafell, Laugavegi 100, Njálsg. 64, Bækur og rit-
föng, Austurstræti 1 og Laugavegi 39, BÖkaverzl.
Sigfúsar Eymundssonar, Braga Brynjólfssonar' Lárusar
Blöndal, ísafoldarprentsmiðju, Máls og menhingar ög
KRON.
V A K I
Tímarit um menningarmál.
VAKI er tímarit unga fólksins. Ritstjórar eru fjórir
ungir iistamenh 03 menntamenn og eru þrir þeirra nú
búsettir í París.
Rit þetta kom fyrst út í fyrra og vakti^mikla at'nygli,
séistaklega unga íclksins. Eíni þessa heftis er:
Reiner Maria P.ilke:. Fyrsta Dúínó-elegia; Wolíang
Edelstein; Samtal við Svavar Guðnason; Sigfús Daoa-
som: Útlendingar í borginni; - Henri Focillon: Form-
heimur; Úr dagbók Eugene Delacroix; Jón Óskar:
Hermenn í landi mínu; Alexander M. Cain: Leitar-
stefnið í fornnorrænum sögum; Hörður Ágústssón:
Listsýnir.gar veturinn 1952—53; Paul Eluard: Kvæði;
Jón Óskar: Paul Eluard — Post mortem; Frank
Jaeger: Kvæði. — Að lokum eru Krossgötur: Sveinn
Bergsveinsson og nútíma ljóðlist. Spurningar og svör
um Hallgrímskirkju, svör frá arkitektunum Gúnn-
laugi Halldórssyni, Hannesi Davíðssyni, Sigvalda
Thordarson, Skarphéðni Jóhannssyni. Loks eru fréttir
úr myndlistarheiminum, íslenzk tónlistaræska, Rit-
dómar.
Athugið að hvort þessara rita kostar eins og ein
lítilfjörleg máltið á veitingahúsi eða einn leikhúsmiði.
— Hafið þér ráð á að láta þau vanta á heimilið?
Tímaritin Helgafell og Vaki eru gefin út af Helgafelli.
— Afgreiffsla Veghúsastíg 7 (Sími 6837) og fást hjá
öllum bóksölum og afgreidd frá þeim um allt land, eða
beint frá forlaginu.