Tíminn - 15.11.1953, Side 12
37. árgangur.
Reyk.iavík,
15. nóvember 1953.
260. blaff.
Rasit við stjórnunda Flensb.hvartettsins
Telur vera hér mj'ög
skapandi tónlistarlif
Sig'= SkagfieM simg ketjntenór í ..Hollond-
iiigmiisi f2]úgandi4‘ uiidsa* hans síjérn
Um þessar mundir er kunnnr þýzkur tónlistarmaSur
stadtlur hér á landi. Er það Heinrich Steiner hljánasveitar-
stjóri. Kom hann hingaS á veguin Germanlu og þýzka
sendiráðsins, ásamt íjóium öðrum tónlistarmönnum þýzk-
um: en það er Flensborgar-kvartettmn.
922 kvartanir verkafólksáhendur
erl. verktökum á Keflavíkurvelli
í gær átti blaðið stutt við-
tal við Steiner hljómsveitar-
stjóra. Leikur kvartettinn í
dag í Austurbæjarbíói, en síð
ar mun hann leika í Hafnar-
firði. Þessir góðu gestir fara
utan í kringum 18. nóvember.
Lifanði tónlistarlíf.
Steiner sagði, að honum
---------,--1------------
Ágæt kvöldvaka
Norræna félagsins
Margir ganga í fél.
Norræna félagið gekkst fyr
ir kynningarkveldi í þjóðleik-
húskj allaranum á föstudags-
kvöldið og var þangað boðið
öllum frá hinum Norðurlönd-
unum, sem hér dvelja nú við
nám eða störf. Var kvöldvaka
þessi hin ánægjulegasta. Guð
laugur Rósinkranz formaður
félagsins setti samkomuna
með stuttri ræðu og ræddi um
norræna samvinnu og árang-
ur hennar í starfi. Frú Org-
land las forljóð, pi ívar Org-
land. lelctor hafði samið. Ole
Vidding sagði frá Kaupmanna
höfn. Ungfrú Larsen lektor
las smásögu eftir Söderberg.
Finnskir þj óðdansar voru
sýndir undir stjórn ungfrú
Virtanen. Að lokum var dans-
að.
í félagið gengu 52 menn á
samkomunni og margir fleiri
hafa gengið í það þessa dag-
ana.
Sæmdir saMiskntii
lict?Iursmcrkjiim
Sænski sendiherrann af-
henti í sendiráðinu í gær (14.
nóv.) fyrir hönd konungs Sví-
þjóðar. herra forseta hæsta-
réttar Árna Tryggvasyni og
herra hæstaréttardómara dr.
jur. Þórði Eyjólfssyni komm-
andörskross 1. gráðu hinnar
konunglegu norðstjörnuorðu.
fynndist vera mjög skapandi
tónilstarlíf hér, . og sagði
hann að tónverk eftir Jón
Leif's, dr. Pál ísólfsson og Jón
Þórarinsson væru prýðileg.
Stjórnaði hann flutningi tón
verka eftir Jón Leifs í Berlín
í og sagði hann, að tónverk
Ihans væru sérstaklega góð. ,
i
1 »
Réði Sigurð Skagfield til sín.
í sambandi við tónlistar-
líf hefir Steiner haft töluverð
kynni af íslendingum. Sagði
Steiner að hann þekkti Sig-
urð Skagfield vel, rin Sigurð
hefði hann ráðið til ríkis-
óperunnar í Oldenburg árið
11939. Söng Siguröur undir,
■ stjórn hans í Hollendingnum1
Ifljúgandi. Sagði Steiner, aðj
Sigurður hefði vakið mikla!
I !
hrifningu sem hetjutenór í
hlutverki Eriks, en þaö hlut- j
verk söng Siguröur fjórtán
sinnum í Oldenburg. |
|
I
Ætla að kynna
íslenzk tónskáld.
Steiner sagði, að strax og
hann væri kominn aftur til j
Þýzkalands, myndi hann upp ’
færa áðurnefnd íslenzk tón-1
skáld og kynna þau. Sagði
hann að íslendingar væru á
sama stigi hvað tónlistar-
mennt snerti og aðrar þjóðir.
Að vísu ættu þeif ekki mörg
tónskáld, en góð. Benti Stein
er á það, að miklar tengdir
væri á miili íslenzkrar og
þýzkrar tónmenntar, þar
sem íslenzk tónskáld ög söngv
arar hefðu sumir lært í
Þýzkalandi. Steiner stofnsetti
Flensborgar-kvartettinn og á
stuttum tíma hefir hann
komizt í fremstu raðir og
unnið sér nafn í Norðvestur-
Þýzkalandi sem bezti kvart-
ettinn. ,
Kvartettinn er þannig skip
aður: Rudolf Prirk I. fiðla,!
Arthur V. Freymann II. fiðla,1
Otto Grass, viola og Klaús
Háussler, cello.
íslcnzkir iiíciua skijiaðir li9 að panasaka
árckstra þcssa og flýta fyrir úrlansn
Eins og kunnugt er hafa um alllangan tima o’ðið nokkrir
árekstrar milii íslenzks starfsfólks og erlendra verktq^ca á
Keflavíkurflugyelii, einkum við Iiamiiían-félagið. Nú hefir
utanríkísráðuneytið skipað sérstaka menn til að fjalia um
þessar kvartanir, rannsaka réttmæíi þeirra og viiina að lausn
ágreiningsatriða. í gær barst blaðinu eííirfarandi ííikynning
frá ráðuneytinu um málið.
Undanfarið hefir gætt mik
illar óánægju meða! verka-
fólks, sem vinnur lijá
amerískum verktökum á
Keflavíkurflugvelli út af
kaupgreiðsium. Samkvæmt
upplýsingum verkfræðinga-
deildar hersins hafa alls 922
kvartanir verið gerða.r. Af
þeim hefir náðst samkomu-
lag um 637, en 141 verið vís-
að frá. 114' kvartanir bíða
afgreiðslu meðan verið er að
afla nauðsynlegra gagna og
30 eru í athugun af ýmsum
ástæðum.
Til þess að ráða bót á
þessu ástandi og til þess að
flýta fyrir afgreiðslu þessara
mála, svo og til þess að reyna
aö koma í veg fyrir að
Heldnr lítil síldveiði
á Aknreyrarpolli
í gær
•Blaðið átti í gærkveldi tal
við Valtý Þorsteinsson útgerð
armann á Akureyri. Sagði
hann, að síldveiðin hefði ver
ið lítil á Pollinum og í Oddeyr
arál í gær. Níu bátar eru nú
komnir á þessar veiöar. Um
helmingur þeirra báta mun
ekki hafa fengið neitt, en hin
ir um 100 mál og minna hver. j
Voru þeir við veiðarnar bæði
inni á Pollinum og úti í áln-
um.
Svo virðist sem síldarmagn
ið sé heldur lítið þarna og
varla von um mikla veiði hér
eftir. Veður er nú gott á Akur
eyri, milt og kyrrt. I
árekstrar af þessu tagi eigi
sér stað liefir ráðuneytið íil-
nefnt til bráðabirgða ís-
lenzka menn til þess að rann
saka allar kvartanir, sem
ekki fást afgreiddar þegar í
stað, og vinna að lausn
þeirra.
Verkfræðingadeild hersins
hefir brugðizt vel við og gert
það mögulegt, að menn þess
ir geti þegar tekið til starfa.
Einnig hafa aðrir aðiiar lof-
að allri aðstoð.
Vilja láta höfnina í
Triesie undir
alþjóðaeftirlit
Belgrad, 13. nóv. — Júgóslav-
neska stjórnin birti í dag til-
lögur þær, sem hún hefir
lagt fram til lausnar Trieste-
tíeiiunnar. Tillögur þessar
hafa verið sendar Vesturveld
unum og eru þær nú til at-
hugunar. Meginatriðin í til-
lögum þessum eru þau, að
haínarhverfi Trieste-borgar
verði sett undir alþjóðaeft-
irlit og alþjóðlega stjórn. —
Hins vegar verði atkvæða-
greiðsla látin skera úr um
það hvorum aðila, Júgóslöv-
um eða ítölum, hinn hluti
borgarinnar skuli lúta.
Krupp-verksmiðjurnar
að eflast mjög á ný
Stóriðjuhöldar Vestur-Þýzkalands virðast nú vera að
koma fótunum fyrir sig á nýjan leik. T. d. er talið víst, að
hlutafé Krupp-verksmiðjanna sé nú aö talsverðu leyti kom-
ið í eigu hinna fyrri eigenda sinna, en fyrirtækið var leyst
upp eftir stríðið.
Stóriðjuhöidarnir inn um
bakdyrnar.
Meoan þjóðir Vestur-Ev-
rópu hafa lagt á sig geypifórn Eftir styrjöldina voru stór_
rtilaðbygga upp varmr sín iSjufyrirtæki Vestur-Þvzka-
ar’ .ff, Vestur-Þyzkaland lands eins til dæmis
unmð osleitilega aó viðreisnj ö
landsins og þá ekki hvað sízt
að uppbyggingu iðnaðarins.
Stofnfyndur foreldrafélags í
Laygarnesskólahverfi í dag
Ákveðið hefir verið að stofna foreldrafélag I Laugames-
skólahverfi klukkan fjögur síðdegis í dag. Er sú stofnun í
beinu framhaldi af störfum nefndar þeirra, sem Kvenrétt-
indafélag íslands skipaði á síðastliðnum vetri.
Skipaði þá félagio þriggja
kvenna nefndir við barnaskól
ana í Reykjavík og var verk-
efni þeirra að reyna að koma
á raunhæfu samstarfi á milli
heimila og skóla. Nefnd sú,
er var skipuð við Laugarnes-
skólann, tókst í samstarfi við
skólastjóra og kennara vað
koma á vel sóttum foreldra-
fundi, þar sem sérstaklega var
rætt um sumarvinnu barna.
Hin skipaða nefnd leitaði
nú til kemiarafélags skólans
og bað það að tilnefna tvo
menn í nefndina, sem þaö
geröi. auk þess voru fimm
kjörnir í nefndina til viðbótar
á áðurnefndum foreldrafundi.
Og þessi tíu manna nefnd
stendur fyrir fundarboðinu í
dag. Foreldrafélög eru algeng
erlendis og er höfuðtilgangur
félagsins fyrirhugaður sá, að
koma á skipulegra samstarfi
mílli skóla og heimila. <
Verk ungra lista-
manna til sölu í ‘
Listvinasalnum
. Klukkan-tvö í dag verður
opnuð sýning á málverkum
nokkurra ungra málara í List
vinasalnum við Freyjugötu.
Aðgangur cr ókeypis en mynd
irnar til sölu. Eru þarna bæði
litlar vatnslitamyndir og stór
málverk. í dag verður Listvina
salurinn opinn til kl. 10 í
kvöld en aöra daga frá kl.
2—7 síðdegis.
Þeir listamenn, sem eiga
þarna myndir, eru Hörður
Ágústsson, Bjarni Jónsson,
Kjartan Guðjónsson, Örlygur
Sigurðsson, Hrólfur Sigurðs-
son, Pétur Friðrik Sigurðsson,
Karl Kvaran, Sigurður Sig-
urðsson, Valtýr Pétursson,
Hafsteinn Austmann og Sverr j
ir Haraldsson. I
Þeim hefir orðið svo vel
ágengt i þessari viöleitni, að
þeir eru nú betur stæðir fjár-
hagslega en nokkur cnnur
þjóð á meginlandi Evrópu.
Veita stórlán.
í síðustu viku veittu Þjóð-
verjar Grikkjum vörulán að
upphæð 200 milljónir marka.
Verða vörurnar afhentar á
næstu 5—8 árum, en vestur-
þýzka stj órnin sér um greiðslu
varanna til þýzkra framleið-
enda. Sams konar lán var
Júgóslövum veitt fyrir
skömmu og verið er að semja
um lán af sama tagi til Brazi
líu.
Braathen synjað um
flugleyfi til Asíu
Osló, 13. nóv. — Norska stór-
þingiö synjaði endánlega í
dag beiöni Braathens um
framiengingu á sérleyfi því,
: er hann lieíir haft á flug-
j ferðum frá Noregi tii Austur-
jAsíu. Starísmenn Braathens,
j en hann hefir aðalbækistoð
: sína á Sóla-flugvellinum, fóru
i á fund forsætisráðherra, þeg
ar er kunnugt varð um þessi
málalok, og tjáðu honum
vandræði 'íin, þar eð þeir
væru nú atvinnulausir. For-
sætisráðherra kvaðst mundi
gera allt sem unnt væri til
að lijálpa þeim.
Kruppsfyrirtækið bútuð niður
í smáfyrirtæki og mikið af
verksmiðjuvélum flutt brott.
Þó mun nú svo komið, að því
er virðist með þegjandi sam-
þykki vesturveldanna, að iðju
höldarnir munu nú margir
búnir að ná undir sig fjár-
hagslegum yfirráðum í sínum
fyrri fyrirtækjum. Er talið, að
Alfred Krupp núverandi höf-
uð Kruppsfjölskyldumiar hafi
tekizt að ná undir sig um 10
milljörðum króna af hlutafé
síns fyrra fyrirtækis og ráði
því nú að verulegu leyti á bak
við tjöldin.
Erlendar fréttir
í fáum orðum
□ Álitiö er, að eitt þeirra mála.
sem rædd verði á Bermudaráð
stefnunni, verði aukin sam-
vinna Breta og Bandaríkja-
manna um kjarnorkumál.
□ Finnski þjóðflokkurinn hefir
j neitað að taka þátt í stjórnar-
j myndun ’ undir forsæti Tuomi-
cja. þar sem flokkurinn sé and
vígur stefnu þeirri í fjármálum,
' er hin ní ja stjórn muni fylgja.
□ Rússneska útvarpið hefir end-
; urtekið fyrri ásakanir sinar á
hendur Bandaríkjamönnum
; um ag þeir hafi beitt síklahern
! aði í Kóreu.
□ Hernámsstjórar vesturveldanna
gáfu út sameiginlega tilkynn-
ingu í dag, þar sem segir, aS
ekki þurfi framar vegabréf til
ferðalaga milli Austur- og Vest
ur-Þýzkalands, né þurfi held-
ur að fá séi-stakt dvalarleyfi í
þessu skyni.