Tíminn - 21.11.1953, Síða 4

Tíminn - 21.11.1953, Síða 4
4 TÍMINN, laugardaghm 21. ncvember 1S53. 265. blað. Landvarnir eru ðhjákvæmilegar, eins og ástatt er, en framkvæmd þeirra þarfnast mikilia endurbóta Herra forseti! Við umræður um þingsálykt unartillögu Alþýðuflokksins um endurskoðun varnarsamn- ingsins frá 5. maí 1951 hefi ég gert háttvirtu Alþingi grein fyrir afstöðu minni til hans og skal nú gera það hér nánar. Er ísland gekk í Norður-At- lantshafsbandalagið skuldbatt það sig til að vera þátttakandi í varnarbandalagi vestrænna lýðræðisþjóða. ísland yfirgaf þar með hina yfirlýstu hlut- leysisstefnu frá 1918. sem reynzt hafði óframkvæman- leg;> þvi að í síðustu styrjöld gat'ísland alls ekki verið hlut- laust, þrátt fyrir viðleitni ís- lenzkra stjórnarvalda og yfir- gaf hlutleysisstefnuna meö samningunum við Bandaríkin 1941. Lega landsins, lífsaf- koma þjóðarinnar og stjóríi- skipulag hefir valdið því, að vér höfum fylgt að málum þeim, er ráðið hafa yfir sigl- ingaleiðum umhverfis ísland. Reynsla tveggja heimsstyrj- alda sýnir og sannar, að hlut- leysisyfirlýsing smáþjóða er einskis virði. Þessi reynsla hef ir valdið því, að ísland yfirgaf hlutleysisstefnuna, ekki til þess að gerast þátttakandi 1 bandalagi, sem hefði land- vinninga á stefnuskrá sinni, heldur sem þátttakandi í.varn arbandalagi. Merkustu stjórn- málamenn hins vestræna heims hafa trú á því, að ár- vekni, samheldni og viðbún- aður vestrænna lýðræðis- landa sé líklegust til þess að varðveita friðinn. Meirihluti íslenzku þjóðai’innar aðhyllist þessa skoðun. Það er því ein- göngu af því, að vér teljum þjóðinni affarasælla að vera í varnarbandalagi heldur en að standa algerlega einöngr- uð, að vér höfum gert varn- arsamning. TSIIögur Þjóðvai’nar- manna og kommúnista. Þegar hervarnarsamningur- inn var gerður 1951. voru all- ir íslenzku alþingismennirnir, nema kommúnistar, sammála um, að ástandið væri þannig, að ekki væri fæi’t að hafa landið varnarlaust. Allt var þá svo uggvænlegt, að engin þjóð vissi hvar og hvenær kynni að kvikna í púðurtunn- unni. Enginn þingmaður stjórnarflokkanna og enginn þingmaður Alþýðuflokksins vill heldur nú skera upp úr um það, að landið skuli vera varnarlaust og því ekki segja upp hervarnarsamningnum. Það hafa farið fram kosning- ar í landinu síðan að samn- ingurinn var gerður og þjóðar viljinn stendur á bak við þing mennina. Þjóðin hefir þvl samþykkt ákvörðun Alþingis í þess máli frá 1951. Þingsálykt unartillaga sú, sem flutt er hér af háttvirtum þingrnönn- um Þjóðvarnarflokksins inni- heldur í raun og veru eitt at- riði, sem máli skiptir, en það er, að samningurinn verði end urskoðaður í þeim tilgangi að segja honum upp. Hin atriði þingsályktunartillögunnar eru aðeins aukaatriði, því að til- lögur þær, sem þar eru gerð- ar verða óþarfar, ef varnar- samningurinn félli úr gildi. Fyrir Alþingi liggur enn- fremur frumvarp til laga um uppsögn varnarsamningsins milli íslands og Bandaríkj- Ræða Kristins Guðmundssonar utanríkismála- SíjórnarráðsdeiId ráðherra í útvarpsumræðunym í fyrrakvöld anna og afnám laga um laga- gildi hans. Frumvarp þetta er lagt fram af sósialistum. Bæði i ‘ þingsályktunai’tillaga Þjóð- varnarmanna og frumvarp sósíalista krefjast því hins1 sama, sem sé afnám varnar- samnmgsins og myndi þvi ís- | land væntanlega eiga að hverfa aftur til síns svokall- | aða hlutleysis. | Ófriðarhættan. j Eins og áður er sagt, taldi ! yfirgnæfandi meirihluti al- þingismanna 1951 óráðlegt að ( hafa landið varnarlaust sök- um þess að útlitið í alþjóða- ! málum væri svo ótryggilegt. Andstæðingar varnarsarnn- ! ingsins feyna að telj a sér trú j um, að engin sérstök ófriðar- ! hætta sé í heiminum. Ef vér Jteljum þörf á hervörnum nú, þá þurfi að hafa þær um ald- ur og ævi. Það þarf annað hvort mikla trú eöa þá að vera sérstaklega blindur á alþjóða mál til þess að sjá eKki þá staðreynd, að ekki er ennþá friður í heiminum. Verulegur hluti af meginlandi Evrópu er enn hersetið land og sigurveg ararnir úr síðustu heimsstyrj öld hafa enn ekki samið írio við hinar sigruðu þjóöir. — Landamæri sumra landa hafa verið dregin þannig, aö ó- sennilegt er, að allir aðilar sætti sig við þau til frambúö- ar, en mannkynssagan sýnir hversu oft landamæradeilur hafa verið orsök ófriðar. Það virðist því miður ekki hægt að tala um friðvænlegt útlit, þótt vonandi sé, að þjóðirnar beri gæfu til að semja um þau mál á friðsamlegan og sann- gjarnan hátt. Af þessum á- stæðum tel ég óráðlegt að varnarsamningnum verði sagt upp að svo stöddu. Enda mun það mála sannast, að ekki er unnt að íxefna nokkurn þekkt, an stjórnmálamann í veröld- inni, hvar í lýðræðisflokki, sem hann stendur, er telur útlitið hafa breytzt svo til batnaðar, að ráðlegt se að slaka á vörnum. Hvers vegna skyldi það þá vera ráðlegt að gera það á íslandi? Eoa halda Þjóðvarnarmenn, að þeir einir séu öllum öðrum færari til að dæma um frið- arhorfur í heiminum? Reynslan af framkvæmd hervarnaþsamningsins. Þegar ísland gerði hervarn arsamning _ við Bandaríkin mun öllum íslendingum hafa verið það ljóst, að ýms vand- kvæði mundu fylgja þvi. Vegna fámennis íslenzku þjóðarinnar gat íslenzku þjóðerni og menning íslend- inga stafað hætta af dvöl er lends fjölmennis í landinu í sambandi við herverndina. Ennfremur gat hætta verið á því, að eigi héldist jafn- vægi 1 íslenzku atvinhulífi, ef stórframkvæmdir yrðu gerðar á vegum varnarliðs- ins. Og einnig gat þ'áð koiu- ið fyrir, að ýms öfl í þjóðíé- laginu, auk kommúnistanna, notuðu sér þá andúð, sem með öllum þjóðum er til staðar, eða auðvelt að vekja, gegn þeirri illu nauðsyn að Dr. Kristinn Guðmundsson erlendur her dvelji í lanct- inu. Þegar hervarnarsamning- urinn var gerður var bæöi íslendingum og Bandarikja- mönnum það Ijóst, að ýmsir j erfiðleikar kynnu að skap- ast í sambúðinni milli þjóð- anna í sambandi við fram- kvæmd samningsins. Varn- arsamxxingurinn sjálfur ber þess glöggan vott, að báðir aðilar hafa haft þessi sjcix- armið í huga. Hervarnarsamningurinn thefir nú verið í gildi í 2V2 ár. Reynslan hefir sýnt, að fram kvæmd samningsins hefir ekki verið þannig, að við ís- lendingar getum unað við hana. Þrátt fyrir það er ekki hægt að efast um, að meiri- hluti islenzku þjóðarinnar vilji, að ísland verði þátttak andi í æskilegum öryggisráð stöfunum. Þaö er í raun og veru ekki óeðlilegt, að ýms- ir gallar hafi komið í Ijcs, þar sem alla reynslu skorti um flest atriði í framkvæmd samningsins en nú hafa báð ir aðilar þegar 2% árs reynslu og á þeirri reynslu verðum við að byggja í framtíðinni til þess að reyna að útiloka ýms mistök. sem oröið hafa. TiIIögur Framsóknar- flokksins. Ekki alls fyrir löngu hafa verið birtar tiilögur þær, sem miðstjórn Framsóknarflokks ins hefir samþykkt um fram kvæmd vai'narsamningsins. Er þar mörkuð ,sú megin- stefna, er fylgt verðmr af minni hendi, eftir því sem unnt er við framkvæmd varnarsamningsins í fram- tíðinni. Tillcgurnar eru þess ar: 1. Að stjórn varnarmála verði endurskipulögð og þau falin sérstakN rtjórnardeild. 2. Að framkvæmdum varn arliðsins sé þannig hagað, að ekki þurfi að flytja inn erlent verkafólk vegna beirra, enda sé jafnframt höfð hlið- sjcn af vinnuaflsþörf ís- jlenzkra atvinnuvega á hveri um tíma. Jafnframt sé lögð áherzia á aó haga fram- kvæmdunum þannig, að bær geti komið þjóðinni aö gagni til annars en landvarna. — Brottflutningur erlends verka fólks, sem nú starfar að framkvæmdum fyrir varn- arliðið, verði hafinn sem íyrst. 3. Að islenzka ríkið annist gerð og viohald mannvirkja fyrir varnarliðið, svo sem nú á sér stað um vegagerð' vegna fyrirhugaðra radarstöðva. 4. Að varnarsvæðin verði skipulögð þannig, að dval- arsvæði varnarliðsins og út- lendra rnanna í þjónustu þess verði svo glöggt aðgreind frá dvalarsvæðum íslenzkra starfsmanncv að auðveldara verði um eftirlit á mörkum þessara svæða. 5. Ao settar verði reglur um leyfisferðir varnarliðs- manna utan samningssvæð- anna, erida gildi þær reglur einnig um erlenda verka- menn, sem dveljast á vegum varnarliðsins. Reglur þessar miði að bví að hindra óþörf samskipti lantísmanna og varnarliðsins og takmarki dvöl þess við þá staði, sem það hefir til afnota. 6. Ao athugaöir verði rnögu leikar á, að íslendingar ann- ist fj'rir varnarliðið starf- rækslu fyrirhugaðra radar- stöðva, — svo og önnur til tekin . störf í sambandi við varnirnar — enda verði haf- inn ufldirbúningur a'ð r,ér- menntun íslenzkra manna í því skyni, eftir því sem með barf. fyrir varnarmálin. Til nánari skýringar hinna einstöku liða vil ég taka eft- irfarandi fram: í stjórnar- samningnum var gert ráð fyrir því, að sérstök deild í utanríkisi’áðuneytinu værl stofnuð til þess að sjá um framkvæmd varnarsamnings ins eingöngu. Deild þessa er nú verið áð stofna og mun hún eingöngu fást við þau mál, sem af varnarsamn- ingnum leiða og áður hafa ver ið framkvæmd í ýmsum ráðu neytum. Ennfrémur hefir vei’ið stofnað til skrifstofu á Keflavíkui’flugvelli, sem raunar er aðeins vísir að fullkomnari skrifstofu, sem þar á að starfa og taka aö sér að greiða úr hinum ýmsu vandamálum, sem rísa kunna á flugvellinum. Erf- iðleikar hafa verið miklir við að koma slíkri skrifstofu á fót, vegna húsnæðisskorts. Strax eftir stjórnarskiptin fannst fyrrverandi varnar- málanefnd það nauðsynlegt, jað segja af sér störfum, þrátt : fyrir það, að ég óskaði ein- 1 dregið eftir því, að hún starf aði áfram. Þetta hefir vald- ið miklum erfiðleikum og seinkað til muna endurskipu lagningu varnarmálanna. Það er sjálfsagt flestum auð skilið mál, að það tekur ekki lítinn tíma fyrir nýja menn að setja sig inn í svo vanda- söm og flókin mál sem varn- armálin eru orðin. Skipulagning varnar- framkvæmdanna. Um 2. liðinn i tillögunum vil ég taka eftirfarandi fram: Framkvæmdir á vegum varnarliðsins hafa ekki ver- ið skipulagðar á þann hátt, sem æskilegt er frá íslenzku sjónarmiði. Er hér átt við það, hve mikið er unnið á hverjum tíma. Fyrstu 20 mánuðina, sem varnarliðið dvaldi hér var mjög lítið um fi’amkvæmdir af þess hálfu. ;En snemma á ári 1953 færð- i’ ust þessar framkvæmdir snögglega í aukana, og hafa síðan vei’ið svo miklar, að ’ eftirspurn eftir íslenzku í vinnuafli hefir orðið óeöli- lega mikil og þar að auki ver ið flutt inn margt verka- . manna frá Bandaríkjunum. Ái’ið 1952 hefðu íslendingar hins vegar getað lagt til mun meira vinnuafl til þessai’a framkvæmda en með þurfti. Ég tel því, að það hafi verið til tjóns, bæði að þessu leyti og fyrir. sjálfa framkvæmd öryggismálsins. aö ekki var fyrr hafizt handa en raun var á. Það verður að vekja (Framhald á 5. eíðu.) ♦ i 4 ! 4 4 ♦ 4 { i 4 4 4 4 í naveiðar og annað fugladráp er stranglega bannað á Iíeiðmörk. Skógræktarfélag Reykjavíkur.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.