Tíminn - 19.12.1953, Blaðsíða 7

Tíminn - 19.12.1953, Blaðsíða 7
289: blaó. TÍMINN, laugardaginn 19. desember 1953. 7 Ltmgard. 19. des. Um álagningu skatta og tolla Umræöur á eldhúsdegi eru hluti af umræðunum um fjárlögin. í því sambandi er, að vonum, mikið rætt og rit— ] að um skatta. Menn segja. að ríkisstjórnin, og þá helzt fjármálaráðherrann, leggi þung gjöld á landsfólkið. Og' svo er að heyra, stundum, að stjórnarandstöðunni, og jafn, vel fleirum, sem tala til þjóð arinnar, finnist þetta atferli stj órnarinnar eiginlega hrein ; viðurstyggð. Og þó eru hin margumræddu skatta- og tollalog sameigtnlegt verk margra þinga og sett í tíð( margra ríkisstjórna, sem all-' ir núverandi þingfiokkar, sem hafa þrjá þingmenn eða flej.ri, hafa boriö ábyrgð á. Sannleikurinn er. sá, að varla hefir nokkur skattur verið á1 lagður vegna þess að hlutaö- eigandi ráðherra eða þing- menn hafi langað til þess. Skattur eða tollur er á lagð- ur eða hækkaður vegna þess að stofnað hefir verið til eða í ráði er að stofna til út-; gjalda,, sem greiðast með skattinum. Ef alþingismenn vinna það vinsæla verk að koma því til leiðar, að byggð sé höín, brú, vegur, sími, flugvöllur, orkuver eða orku- leiðsla,.sem ekki ber sig, eru þeir með þessu að leggja á skátt eða koma í veg fyrir, að skattur sé lækkaður. Sama eru þeir að gera, ef þeir t. d. bæta kjör starfsmanna eða veita rnanni atvinnu við nýtt opinbert starf. Sama gera þeir, ef þeir auka bætur til aldurhniginna manna, sjúkra eða slasaðra. Sama gera þeir, ef þeir auka skólafræðsluna, sem börn þjóðarinnar njóta. Sama gera þeir,. ef þeir auka styrk til lista og vísinda. Sama gera þeir, ef þeir veita atvinnuvegunum eða þeim, :sem eru að byggja upp heim- ili framtíðarinnar lán með lágum vöxtum. Sama gera þeir, ef þeir láta ríkið lækka með fjárframlögum verð á nauðsynjavörum almennings. Me.ö því að reyna að full- nægja óskum þjóðarinnar eða hluta af henni og félags- legum þörfum, eru alþingis- menn að leggja á hana skatta og tolla. Álagning skattsins eöa tollsins er afleiðing og staðfesting þess, sem alþing- ismenn ákveða þá daga, sem skattalögin eru ekki til um- ræðu. Eækkun á opinberum álög- um er ekki í því fólgin fyrst og fremst að breyta skatta- og tollalögum. Hún er í þvi tólgin fyrst og fremst að draga úr útgjöldunum. Ef ár- legar tekjur ríkisins hrökkva ekki fyrir útgjöldunum.koma þau fram á þjóðinni á ann- an hátt þannig, að enn erf- iðar verður að bera byrðina en orðið hefði með því að taka hana á sig sem skatt á vörum. Sá, , sem vill lækka skatta, á fyrst að lækka útgjöldin, sem hafa skattinn í för með sér. En telji menn það, sem .fæst fyrir útgjöldin þess virði að það borgi sig að leggja á sig skatt vegna þess — verða ERLENT YFIRLIT: Kjarnorkutill. Eisenhowers Samkomislag VestHPveldaiiMa um þser eru talinn mikilvægasti árangiir Bermudafimdariits I Þótt um haifur mánuður sé nú kjamorkumálatiUögur hans. Afleið- liðinn siðan Bermudafundinum ing alls þessa varð sú, að Bermuúa - lauk, hefir hann verið meira og fundurinn hvarf í ckuggann og minna umtalsefni heimsblaðanna ræða Eisenhowers varð helzta um- síðan. Dómarnir um hann hafa talsefnið um þetta leyti. Churchill verið á ýmsa leið, en segja má þó, varð eftir á Bermuda sem hálf- að heildarniðurstaðan sé sú, að gleymdur maður. Mar_ir blaðamenn hann hafi ekki markað neinn ýj- telja, að Churchill hafi séð eftir an, þýðingarmikinn áfanga. ann því að taka ekki að sér að halda sýndi samheldni vestui’véldanna um ræðu á S. Þ. eftir að honum varð þá meginstefnu, sem þau höfðu áð- kunnugt um, að Eisenhower hafði ur verið sammála um, en jafnaði þegið slíkt boð. Sennilega hefði ekki heldur neinn ágreining þeirra Eisenhower þá enga ræðu haldið, um ýms framkvæmdaatriði, er þau enda fékk hann ekki boð um það hafa verið ósammála um. Kunnugir , fyrr- en eftir að kunnugt var orðið telja, að engu minni árangur hefði um neitun Churchills. því náðst, þótt utanrikisráðherrarn ! Bermudafundurinn varð því ekki ir hefðu eiriir ræðzt við. Að því til þess, eins og talið er, að Churc- Je'yti má telja, að fundurinn hafi hiU hafi ætlazt til öðrum þræði, orðið til þess að veikja heldur trú' að styrkja álit hans og aðstöðu sem manna á það, að nokkm meiri' eins konar sáttasemjara í alþjpða - árangur náist af fundum æðstu; málum. Andstæðingar hans heima manna störveldanna en utanríkis- | fyrir láta þetta líka óspar koma í ráðherranna. Þótt þeir fyrrnefndu Öós, þótt þeir geri það með hæfi- séu að nafni til valdameiri, eru eir háðir sömu takmörkunum í samn- ingum vegna aðstöðu og hagsmuna ríkja þeirra, sem þeir hafa umboð fyrir. Rússar sneru á Churchill. Þegar á þetta er litið, er það sennilega rétt til getið, að Ber- mudafundurimi hafi valdið Churc- hill, forsætisráðherra Breta, nokkr- 'um persónulegum vonbrigðum. Hann var upphafsmaður þess, að Bermudafundurinn var haldinn. Hann átti frumkvæði að því, að boða til fundarins eftir að vestur- veldunum hafði borizt svar Rússa frá 3. nóvember, þar sem þeir virt- ust hafna endanlega tilboði vestur- veldanna. um fjórveldafund um Þýzkalandsmálin. Churchill taldi nauðsynlegt, að æðstu menn vestur veldanna kæmu saman í tilefni af því og mörkuðu framtíðarstefnuna með hliðsjón af þeim atburðum. Orð rómur hermir í því sambandi, að ChurchiU hafi ætlað sér að fá sam- þykki Eisenhowers og Laniels fyrir því, að hann ræddi einn óformlega við Malenkoff, forsætisráðherra Sovétríkjanna, og freistaði þess að fá einhverju umþokað á þann hátt. Þessi tillaga Churchills kom hins vegar aldrei til umræðu á Bermuda fundinum, því að Rússar urðu raun verulega til þess að stöð'va hana, þar sem þeir sendu vesturveldun- um nýja orðsendingu 23. nóvember eða nokkru eftir að Bermudafund- urinn hafði verið ákveðinn og féll- 'ust þar á utanríkisráðherrafund um legri varfærni; en í blöðum íhalds manna kemur það nú hvað eftir ,annað fram, að Churchill sé orðinn oflúinn og gamall til þess að gegna forsætisráðherraembættinu. Stefna hans sé líka farin að einkennast af því, að hann viti sig eiga skammt eftir og vilji enda hina pólitísku sögu sína með einhver.ju frægðar- verld. Helztu niðurstöður Ber- mudafundarins. Hinn jákvæíú árangur Bermuda fundarins varð sá, aö ákveðið var að taka tilboði Rússa um utanrikis ráðherrafund í Berlín og la'gt til að hann skyldi hefjast í byrjun janúar. Rússar hafa enn ekki svar- að því, hvort þeir fallast á þann tíma, og telja ýmsir, að þeir muni reyna að fresta fundinum. Þá varð samkomulag á Bermudafundin- um um þá stefnu, sem vesturveldin skyldu fylgja á Berlínarfundinum, en hún verður í höfuödráttum hiu sama og þau voru áður búin að mai'ka. Þá varð samkomulag um að halda áfram um sinn svipaðri stefnu í málum Austur-Asíu og gert hefir verig undanfarið. Hins vegar var frestað að ræða nokkuð til hlít- ar um ýms framkvæmdaatriði, sem ágreiningur er um, eins og t. d. um þaö, hvað gera skuli, ef ekkert verð- ur úr stofnun Evrópuhersins. Churc hill vildi fá þetta rætt og var tillaga hans sú, að undir þeim kringum- stæðum skyldi veita Vestur-Þýzka- landi aðild að Atlantshafsbandalag- inu. Bæði brezkir og norskir jafnað 'Þýzkalandsmálin. Meðan óséð er . armenn hafa mælt með slíkri lausn um árangur þess fundar, er ekki j á Evrópuþinginu. Eisenhower eit- •tímabært að boða til ráöstefnu J agi hins vegar að ræða um þetta, æðstu manna stórveldanna. alið því að Bandaríkin myndu ekki' er, að Bandaríkjamenn hafi verið því fegnir, að Rússar skyldu þannig hafa orðið til þess að stöðva þessa tillögu Churchills. marka neina nýja afstöðu til þess- ara mála fyrr en fullséð væri, hvort af stofnun Evrópuhersins yrði, en undir þeim kringumstæðum myndu þeir taka afstöðu sína til Evrópu- ‘málanna allra til rækilegrar endur- Eisenliower. meiri strax í upphafi, að vitað var, að þær væru ekki aðeins fluttar jaf Bandaríkjastjórn eimii, heldur ’nytu þær einnig fulls stuðnings stjórna Bretlands og Prakklands. Síðan styrjöldinni lauk hefir það verið trú margra, að fyrsta skrefið til afvopnunar væri samkomulag milli stórveldanna um kjarnorku- málin. Þess vegna hafa Sameinuðu •þjóðirnar reynt að beita ‘sér .fyrir samkomulagi um þessi mál og sér- ,stök. nefnd, veriö starfandi á vegum þeirra, sem heíir haft þessi mál með höndum. Enginn árangur hefir þó enn náðst. Ein meginástæðan er að líkindum sú, að ætlazt hefir verið til að ná ofmiklum árangri í einni svipan. Rússar hafa lagt til, að öll kjarnorkuvopn væru eyðilögð og framleiðsla þeirra bönnuð og hafa vesturveldin lýst sig fús til að fallast á það að því tilskildu, að komið væri á alþjóðlegu eftirliti, er tryggði það, að banni þessu væri framfylgt. Rússar hafa hins vegar ekki viljað fallast á þetta eftirlit. Á þessu hefir svo samkomulag strand að og virðast lítlar horfur á því, að það geti náðst á þeim grundvelli, er hér hefir verið lagður. Tillögur Eisenhowers. I Kjarnorkumálatillögur Eisenhow ers eru þvi byggöar á allt öðrum og þrengri grundvelli. Með þeim er ætlað að ná aðeins litlum áfanga í einu í. þeirri von, að það auki gagn kvæma tiltrú, sem geti leitt til viS tækara samkomulags siðar. Tillögur hans eni í höfuðatriðum þær, að komið verði á fót alþjóðlegri kjarn- orkustofnun undir umsjá S. Þ Kjarnorkustofnun þessi skal ann- ast allar rannsóknir á notkun kjarnorkunnar í þágu frðisamlegra starfa, þ. e. í þágu atvinnuvega jg aukinna lífsþæginda. Þátttökurikin skulu sjá henni fyrir nægum fjár- munum, nógum hráefnum og beztu vísindamönnum. Hins vegar eiga kjarnorkuvopn ekki að heyra undir Pramh. á 10. síðu. Ræða Eisenhowers Þá er talið, að það hafi valdið ’ skoðunar. Churchill engu minni vonbrigðum, ] að Eisenhower skyldi halda ræðu á ev-,,.- +:iiXn„.._i • þingi Sameinuðu þjóðanna. Sjáh’ur Fjm tlIl0gU1 Um k^rn' hafði Churchill átt kost á því að ávarpa þingið í vesturför sinni, og orkumál. Þegar fram líða stundir, verður höfðu sumir þingmenn Véi’kamannu Það sennilega talið merkilegast við flokksins hvatt hann til þess, en hann hafði hafnað því, enda höfðu læknar hans ráðiagt honum ein- dregið að reyna ekki of mikið á sig. PoiTáðamenn S.Þ. buðu þá Eisen- hower að tala og þáði hann boðið án þess að Churchill vissi um það fyrr en hann kom til Bermuda. Þar íékk Churchill líka fyrst að vita um Bermudafundinn, að þar var sam- þykktur fullur stuðningur við kjarn orkumálatillögur Eisenhowers for- seta, er hann birti svo í ræðu sinni á þingi S. Þ. nokkrum dögum seinna. Þessar tillögur hefðu að vísu komið fram, þótt Bermuda- fundurinn hefði ekki verið haldinn, en það geröi þær hins vegar áhrifa- menn að sætta sig við skatt- ana. Ríkisstjórnin hefir nú á- kveðið að stíga þau spor að lækka hina beinu skatta á þann veg, að þeir munu gefa um 20% minni tekjair en orÁ- ið hefði, ef skattalögin hefðu verið látin. haldast óbreytt. Þetta hefir verið gert vegna almennra og vaxandi óska um skattalækkun, enda aug- ljóst, að beinir skattar geta hindrað nauðsynlega spari- fjársöfnun og eflingu at- vinnuveganna, þegar þeir eru háir úr hófi fram. En hitt verða menn svo að gera sér ljóst, að eigi þessi lækkun að verða varanleg, tjóir ekki að krefjast nýrra útgjalda af ríkinu. Það tvennt getur ekki farið saman að lækka skatt- aná og hækka útgjöldin. Rafstöðin biluð og ljóslaus jól a Frá fréttaritara Tímans á Eskifirði. Síðdegis í gær bilaði rafall aðalrafstöðvarinnar á Eski- firði og eru ekki horfur á öðru en Eskfirðingar verði að vera að mestu leyti án rafmagns um jólin. Rafmagn hefir um langt skeið verið ófullnægjandi í kaupstaönum og er of mikið álag á aflvélarnar talið vera helzta orsök bilunarinnar. Bilaði vélin fyrst af of miklu álagi í febrúar í fyrra. Voru þá gerðar ráðstafanir til að fá nýja vél og hún pöntuð og greitt inn á pöntun hjá fyrir- tæki í Reykjavik og vélinni lofað á miðju sumri. En hún er. ekki komin enn. Hins vegar er búið að byggja yfir hana nýtt stöðvarhús. Áaðaukahernaðar- vinnuna að óþörfu? Það má segja um kommún ista, að þeir vita ekki orðið sitt rjúkandi ráð í \sambandi við varnarmálin. Þeir gæta ckki neins hófs í gagnrýn- inni, svo þeir skammast yfir því í dag, sem þeir töldu nauð synlegt í gær. Þar rekur sig eitt á annars horn, eins og segir í vísunni. Einua greinilegast kom þetta þó fram i útvarpsum- ræðunum, þegar einn af ræðumönnum þeirra hélt því fram í annarri andránni, að rcka ætti Bandaríkjaherinn burtu, en svo í hinni, að hann ætti að greiða tolltekj ur í ríkissjóð, sem nægðu á móti 350 millj. kr. tekjuhalla tillögum kommúnista! Munu þess sennilega ekki dæmi á Alþingi, að þar hafi verið sunginn meiri tvísöngur en í þessari ræðu kommúnistafor ingjans. En á þessa leið' er nú yfir- lcitt málflutningur kommún ista í sambantíi við varnar- málin. Lengi vel hafa kommúnist ar haldið því fram, að alltof mikið vinnuafl væri bundið við landvarnavinnuna. Nauð syn bæri til að fækka þ\i, svo að íslenzkir atvinnuvegir byggju ekki við fólksskort og hægt væri að halda uppi næg um framkvæmdum í land- inu, t. d. íbúöarbyggingum. Skal þaÆ vissulega viður- kcnnt, að þessi málflutning- ur á við veigamikil rök að styðjast og gæta verður þess vel, að ekki stefni til ófarn- aðar í þessu sambandi. Nú er hinsvegar komið ann að hljóð í strokkinn hjá Þjóð viljanum. Nú skammast hann yfir því, að ákveðið hef ir verið að byggja radarstöðv ar úr byggingarefni, sem hef ir nokkurn vinnusparnað i för með sér niiðað við það, að byggt er t. d. úr stein- steypu. Þetta mun stuðla að því, að varnarvinnan mun ekki draga eins mikið vinnu afl frá atvinnuvegunum og elia og að ekki þarf aö draga úr byggingaframkvæmdum landsmanna vegna skorts á fagmönnum, en verulegar lík ur eru til þess, að svo getl farið að öðrum kosti, þar sem frelsi til bygginga hef- ir nú verið aukið og hið opin bcra hefir jafnframt á prjón unum að beina meira vinnu- afli til íbúðabygginga. Þessa nauðsyn þykjast kommúnistar nú hinsvegar ckki sjá iengur. A. m. k. hróp ar Þjóöviljinn nú hástöfum: Aukna vinnu við hernaðar- framkvæmdir! En landsmcnn munu ekki taka undir þessi hróp með honum og ólíklegt er, að al- þýðusamtökin gerist ginning arfífl kommúnista í þeim efnum. Engum ætti að vera það Ijósara en þeim hver hætta get- ur í því falist, ef atvinnuveg irnir eru látnir dragast sam- an vegna ofmikillar hernáð- vinnu um skamma hríð. Þá er liætt við því, að atvinnu- ástandið geti orði enn verra, þegar þessari bráðabirgða- vinnu lýkur. Vissulega er vcrt fyrir alla að gcra sér það fullljóst. Broslegast af öiiu er svo það, þegar Þjóðviljinn læst gráta mörgum tárum út af því, að umrædd byggingarað ferð verði of dýr fyrir Banda ríkjamenn!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.