Tíminn - 22.12.1953, Blaðsíða 1

Tíminn - 22.12.1953, Blaðsíða 1
 Rltatjórl: Þór*rinn Þórarlna#oa Útgeíandl: rranuóknarfloUcurinn 17. árgangur. Skriístolur 1 Edduhúil Préttasímar: 81302 og 81303 Afgrelðslusími 2323 Auglýsingasími 81300 PrentsmlSjan Edda Reykjavík, þriðjudaginn 22. desember 1953. 291. blað. Hefir ekfci tefcizt enn a8 komnst ao fln^vétarflafcinu 11 menn í snjóbílum á jöklinnm skasnml frá Fárviðri skollið á. Iiílarnir benzínlitlir Þegar blaðið átti tal við Björn Jónsson, flugumferðar- stjóra, um klukkan tíu i gærkveldi, hafði leitarmönnum ekki enn tekizt að komast að flaki bandarísku flugvélarinnar á Mýrdalsjökli, þrátt fyrir látlausar tilraunir leitarmanna síð- ustu tvo dagana. Voru þá allir komnir af jöklinum, nema Guðmundur Jónasson og Brandur Stefánsson, sem dveljast þar enn í snjóbílum sínum við ellefta mann. Munu þeir reyna að komast að flakinu í dag. Verst er þó, að í nótt skall á fár- viðri með snjókomu á jöklinum, og bílarnir eru benzínlitlir. Guðmundur og Brandur héldu sem kunnugt er saman upp af Sólheimajökli á sunnu dagsmorguninn í áttina að flakinu. Gekk ferðin mjög seint. Áttu skammt ófarið í morgun. Fyrir hádegi í gærmorgun' áttu þeir mjög skammt ófarið , að flakinu á bílunum, þar sem það er suövestan Kötlu upp af svonefndu Gvendar-! felli. Voru þeir þá komnir að j ófærum sprungum, yfirgáfu bílana og héldu áfram fót- j gangandi. Dimmviðri var mik ið, en þeir munu hafa komizt ’ mjög nærri flakinu, en þorðu' ekki að fara lengra vegna1 þess að þeir óttuðust, að finna ekki bílana aftur. Sáu ekkert lífsmark. Flugvélar voru yfir jöklin- um í gær og sáu flakið. Er það nú mjög grafið í fönn og vart sjáanlegt nema stél- ið upp úr snjó. Var flogið lágt yfir það, og sást þar ekk ert Iífsmark. Birgðum kastað niður. Flugvélar köstuðu niður fjórum birgðapökkum til leið- angursmanna og var benzín í einum, ísaxir, kaðlar og mann broddar í öðrum og matvæli í tveim. Vegna hvassviðrisins fuku pakkarnir langar leiðir í fallhlífunum, og tókst leið- angursmönnum aðeins að ná einum þeirra, sem í voru mat- væli. Líður vel í bílunum. Bílarnir eru benzínlitlir, en munu þó hafa nóg til að kynda upp í nótt svo að hlýtt verði í bílunum. Munu leiö- angursmenn halda þar kyrru fyrir og líður aö sögn þeirra vel. Munu þeir bíða birtingar og reyna þá á nýjan leik að finna flakið. Ætla aðra leið. Leiðangursmenn eru nú staddir nokkuð fyrir ofan flugvélarflakið, og er jök- ullinn þar svo sprunginn og ófær, að ógerlegt er að kom ast beina leið niður að flak- Inu. Ráðgera þeir að fara í dag stóran sveig niður und- ir jökulröndina hjá Gvend- arfelli og komast þaðan upp að flakinu. Fárviðri brestur á. Samkvæmt fregnum veður stofunnar átti að bresta á fár viðri af suðaustri á jöklin- um í nótt m’eð fannkomu og snúast í suðvestur með éla- gangi með morgni, og má bú ast við, að veður hamli mjög ferðum leiðangursmanna. — Vafi er líka á, að þeir hafi nóg benzín til að komast of- an af jöklinum, ef þeir fá ekki nýjar birgðir. Leiðangur upp-r dag. Árni Stefánsson kom með flokk sinn ofan af jöklinum til Víkur í gær og gistir þar í nótt. Er ráðgert að hann haldi upp Sólheimajökul á skriðbíl með morgni og reyni að flytja Guðmundi og Brandi benzín, kaðla, mann- brodda, ísaxir og annan jök- ulútbúnað. (Framhald á 7. Biðu.i Danirnir, sem sigldu I>in“ryrar!jáIíihhm Iiingað, segja frá kjörum sjómanna í sínu kndi og siglmgunni til tslands Dönsku sjómennirnir, sem komu með Þingeyrarbátana, fóru heim á leiö með flugvél í gærkvöldi. Búast þeir við að komast til Esbjerg í kvöld og verður för þeirra því að öllum líkindum mun fljótari yfir hafið að þessu sinni, en hún var, begar þeir komu með bátana í hrakviðrum vetrarins og börðust við stórsjói og hafrót á leiðinni upp til íslands. Starfsíþróttir eiga miklu gerigi að fagna víða um heim, og er jafnvel keppt um heims- meistaranafnbætur í þeim.1 Myndin sýnir tvo danska bændur, sem taka þátt í heims meistarakeppni í plægingu, en hafa báðir unnið meistaratitil í greininni heima áður. Frásögn Ragnars í Höfðabrehku: Sólarhringur í stór- hríö á Mýrdalsjökli Leitarmennirnir á Mýrdalsjökli hafa átt í miklum harðræð- um undanfarna daga. Blaðið átti í gær tal við Ragnar Þor- steinsson, bónda í Höfðabrekku, en hann var leiösögumaður flokksins, sem fyrst lagði á jökulinn og var lengst á honum í fyrstu lotu, um sólarhring. Hrepptu þeir byl og hvassviðri og áttu í margvíslegum erfiðleikum. — Við lögðum af stað 15 saman á föstudagskvöldið, sagði Ragnar. Voru 7 menn úr Álftaveri, 5 úr flugbjörgunar- sveitinni og 3 héðan. Var far- ið á tveim jeppum og dodge- bifreið inn að Sandfelli og komið að jökulröndinni í svo nefndum Krika klukkan að ganga tíu um kvöldið. 12 km. inn á jökul. Var þaðan haldið á jökulinn og stefnt vestur að þeim stað, sem upp hafði verið gefinn, rétt norðan Kötlu. Gekk ferð in allvel, enda var veður þá gott, en klukkan 11 brast byl- ur á og varð dimmt af kafaldi. Gengum við þó áfram, unz við töldum okkur komna í nám- unda við staðinn um klukkan 2 um nóttina. Hvessti þá mjög óg höfðum við þá gengið um 12 km. leið á jöklinum og vor um við Kötlugjá. Tjaldað. Ekkert fundum við og var nú ákveðið að tjalda yfir sprungu og gengum við þar til náða. Kaldsöm var vistin í tjaldinu, þvi að botninn hélt ekki er undan bráðnaði og urðum við blautir. Klukkan fjögur brast á stórviðri af suðri og gerði slyddu. Héld- um við þó kyrru fyrir í tjald- inu til klukkan að ganga tólf um daginn. Þá heyrðum við í flugvél og tókst að hafa sam- band við hana um talstöðina. Breytt staðarákvörðun. Var okkur þá sagt, að flug vélarflakið væri ekki á þess- um slóðum heldur miklu vest- ar, og var þangað um 8 km. gangur. Lögðum við þá af stað þangað. Var þá dimmviðri mik ið og ófærð á jöklinum, sem var mjög sprunginn og hættu (FramUald á 2. síSu). Blaðamaður frá Tímanum ræddi við þá félaga, þar sem þeir bjuggu á Hótel Skjald- breið í gær. Voru þar Böge Holm skipstjóri og Valde- mar Jörgensen, sem áttu einn bátinn, sem hingaö kom, Axel Sanderhuus og Ejner Hansen. En alls voru þeir félagar ellefu talsins og voru nokkrir þeirra skipstjór ar og meðeigendur og komu hingað með sína eigin báta. Um 400 bátar frá einni útgerðarstöð. í Esbjerg, sem er stærsti útgerðarbærinn á Jótlandi, eru gerðir út um 400 vélbát- ar. Flestir þeirra eru minni en þeir, sem hingað komu, eða um 30 lestir og þar í kring. Þykir mönnum það hagkvæmasta stæi'ðin til fiskveiða í Norðursjónum. Þess vegna eru menn nú sem óðast að selja þaðan stóru bátana, svo að nú eru ekki orðnir eftir nema fáir bát- ar af þeim stærðum, er hing- að komu. Bátarnir eru seldir í ýmsar áttir, þar sem aðstæður eru aðrar, lengra að sækja og hættulegri sjóferðir. Þess vegna hafa Rússar, Færey- ingar, Englendingar og margar fleiri þjóðir keypt þessa stóru báta. Eins hafa margir þeirra verið seldir til Afríku. Sjómennirnir eiga bátana sjálfir. Útgerðaráhugi er ekkert minnkandi í Esbjerg. En stóru útgerðarfélögin eru að hverfa úr sögunni og flestir skipstjórar og sjómenn eiga bátana sína sjálfir, eða að minnsta kosti hluta í þeim. Veiðarnar eru mest stund- aðar með dragnót. Aflast þá þorskur og góðfiski og fara bátarnir þá með aflann á markað í Englandi, eða selja hann á fiskuppboðinu í Es.- bjerg. 25 aura fyrir kg. af síldinni. Síldveiðarnar eru líka mik ilsverður þáttur sj ósóknar- innar úti fyrir Jótlandsströnd um. Sildin er veidd í botn- vörpu og veiðist mestan hluta ársins. Hún er mest flutt heim til Esbjerg og seld (Kramhald á 7. Iðu.) Gjöf til verkfræði- deildar háskólans Forseti Geodætisk Institut í Kaupmannahöfn, prófessor N. E. Nörlund, hefir nýlega sent verkfræðideild háskól- ans að gjöf ýmis landmæl- ingatæki til notkunar við kennsluna, og hefir forseti verkfræöideildar þakkað gjöf ina. Geodætisk Institut vann, eins og kunnugt er, í marga áratugi að mikilsverðum land mælingum á íslandi og gerði uppdrætti af landinu. Munu sum af þessum tækjum hafa veriS notuð’ á þeim. árum. Utanríkisráðherra kominn heim Dr. Kristinn Guðmundsson, utanríkisráðherra, kom heim í fyrradag af fundi Atlanz- hafsráðsins í París. Mun nán ar verða skýrt frá ferð hans hér í blaðinu á morgun. Takið þátt í vetr- arhjálpinni Vetrarhjálpinni hafa bor- izt um 700 hjálparbeiðnir, svo að auðséð er, að þörfin er mik il. Reynt hefir verið að veita þá hjálp, sem mögulegt hefir verið, en þótt bæjarbúar hafi þegar brugðizt allmyndarlega við, má betur, ef duga skal. Ættu nú allir þeir, sem ekki hafa lagt fram sinn skerf til vetrarhjálparinnar, að láta það ekki dragast lengur. Skrif stofan er í Thorvaldsensstræti 6, sími 80785. Eyðublöð undir heillaóskaskeyti frá landssímanum Landssíminn hefir sent frá sér ný eyðublöð undir heilla- óskaskeyti. Eru fallegar engla myndir á einu eyðublaðinu og letruð jól á það. Á öðru eyðu- blaði liggja fullbúin víkinga- skip fyrir landi. Þriðja eyðu- blaðið er mjög fallegt og vand að, en á því eru myndir af landvættunum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.