Tíminn - 22.12.1953, Blaðsíða 8

Tíminn - 22.12.1953, Blaðsíða 8
HRLEIVT YFIRLIT f DAGs Fundur Atlantshafsríkjanna 87. árgangur. Reykjavík, 22. desember 1953. 291. blað. ÍJr skýrslu Efnahagssamv.stofnunarinnar: Evrópuríkin þyrftu að kaupa meiri ísl. fisk París, 21. des. — Efnahagssamvinnustofnun Evrópuríkjanna í París hefir gefið út skýrslu um efnaliagsafkomu Norður- landa á þessu ári. Segir þar, að skortur á gjaldeyri standi íslandi mest fyrir þrifum í efnaliagslífinu nú, og sé um að kenna skorti á mörkuðum fyrir fiskafurðir. 99' Jólagla&ningureí bæjarstjómaríhaldsins í Rvík: Rússar fúsir til viðræðna um kjarnorkustofnun Molotov utanríkisráð- herra hefir afhent sendi- herra Bandaríkjanna í Moskvu svar Ráðstjórnar- innar við tillögu Eisenhovv- ers forseta um alþjóðlega kjarnorkustofnun. Kvað hann Rússa reiðubúna til viðræðna um málið, hvort heldur væri á opinberum vettvangi eða eftir diplo- matiskum leiðum. En jafn- framt bað hann um nánari upplýsingar, og spurði, hvort forsetinn ætlaðist til, að lagt yrði algert bann við framleiðslu atómvopna, og hinni alþjóðlegu stofnun yrði falið að framfylgja því banni. Ef þetta vekti fyrir Eisenhovver, væru Rússar enn sem fyrr af alhug fylgj andi slíku banni. Utanríkis ráðuneyti Bandaríkjanna atliugar nú svarið. Bandaríski flugher- inn hefir yfirburði Washington, 21. des. Yfir- maður ameríska flughersins, Twining hershöföingi, skýrði svo frá í viðtali, sem birtist við hann í amerísku tímariti, að yfirburðir ameríska flug- hersins muni meira en vega upp á móti þeim styrkleikamis mun, sem kunni að vera á milli ameríska og rússneska landhersins. Ef til styrjaldar kæmi á milli landanna, mundi ameríski flugherinn fyrst ein beita sér að því að eyðileggja orustuflugflota Rússa, en síð- an sækja að flugvélaverk- smiðjum og iðjuverum. Þegar svo væri komið, heldur Twin- ing því fram, að rússneski landherinn væri ófær til að hefja sókn í bráð inn í Vestur Evrópu. Segir í skýrslunni, að hin Evrópuríkin í Efnahagssam- vinnustofnuninni þyrftu að kaupa meira af fiski og fisk- afurðum frá íslandi. Þá segir einnig, að Danir þurfi að auka framleiðslu sína, einkum á landbúnað- arafurðum og afla sér nýrra markaða fyrir þær. Um Norð menn segir, að þeir séu enn hjálpar þurfi, en Svíar standi traustum fótum á sviði efna hagsmála og gjaldeyrisvið- skipta. — Lætur styrkþega hýrast með konu og sjúkt barn í náðhúsi á Hernum Þessa dagana útdeilir hin gjöfula liönd íhaldsins í Reykja- vík jólaglaðnmgi sínum til styrkþega sinna, en heldur virð- ist jólaglaðningurinn koma fram í kynlegum myndum sums staðar. Svo mun að minnsta kosti finnast hjónunum, sem undanfarna daga hafa orðið að hýrast í gluggalausu bað- herbergi, effa salerni í gistihúsi Hjálpræðishersins í Reykja- vík með barn sitt, sem orðið var sjúkt í gær. Maður sá, sem hér er um að ræða, er lamaður á öðrum handlegg og þvi lítt fær til vinnu. Fær hann örorkustyrk og einnig styrk frá bænum. Þau hjónin hafa undanfarið misseri búið í bragga inn við Suðurlandsbraut, haft þar hálfan bragga til umráða á Frönsku forsctakosningarnar: Tíu umferðir búnar — „ en enginn forseti París, 21. des. — Níunda og tíunda umferð frönsku forseta- kosninganna fóru fram í dag og voru báðar árangurslausar. Féllu atkvæði í tíundu uinferð mjög á sömu lund og í þeirri níundu. Næsta atkvæðagreiðsla fer fram síðdegis á morgun. Aukafundur S.Þ. í byrjun febrúar New Delhi, 21. des. Ilaft er eftir aðilum, sem kunnugir eru í indverska utanríkisráðu neytinu, að frú Lakshmi Pan- dit, forseti allsherjarþingsins, muni kalla þingið saman til aukafundar í byrjun febrúar. Muni hún fara til New York í janúarlok til að vinna að nauðsynlegum undirbúningi. Aðalfulltrúi Indverja hjá S.Þ. Krishna Menon, setti í dag fund með Nehru forsætisráð- herra og skýrði honum frá við ræðum sínum við Eden utan- ríkisráðherra Breta nú fyrir fíkömmu, ______ . u _. Síðdegis í dag fór fram 9. umferð í frönsku forsetakosn ingunum og fór enn sem fyrr, að enginn náði kosningu. At- kvæði skiptust aðallega milli þriggja manna, Laniels, sem hlaut 413 atkvæði, Negelen, frambjóðanda jafnaðar- manna, er fékk 365 og Pierre Montel, sem er íhaldsmaður og kemur nú í fyrsta sinn fram á sjónarsviðið, er fékk 104 atkvæði. Nokkru áður en gengið var til atkvæðagreiðslu í 9. sinn, kvaddi íhaldsmaðurinn, pi- erre Montel, sem er hatramm ur andstæðingur Evrópuhers ins, sér hljóðs og tilkynnti framboð sitt. Sagði hann, að framboði sínu væri fyrst og fremst stefnt gegn Laniel, og skoraði hann jafnframt á hann að draga sig til baka þegar í stað. Kosningin snýst um Evrópuherinn. Þá lýsti Montel yfir því, að þeir sem köstuðu atkvæði á sig greiddu þar með atkvæði gegn þátttöku Frakka í Evr- ópuher, og mætti á þennan hátt fá úr því skorið, hver væri afstaða beggja þing- deilda til málsins. Að ræðu Montels lokinni lýsti Laniel því yfir að hann mundi ekki taka framboð sitt aftur. Enginn þessara þriggja koma til greina. Montel tók þátt í báðum heimsstyrjöldunum og missti 3 syni sína í þeirri seinni. Engin von er nú talin til þess, að einhver þessara þriggja muni hljóta forseta- tignina. Montel skýrði að vísu frá því í ræðu sinni, að hann hefði fengið stuðning Herriot og formanns radi- kalaflokksins, en það mun þó ekki duga til. Allir virðast sammála um, að nýr maður verði að koma' til sögunnar, ef binda á endi á þóf þetta, og eru þeir Auriol, fyrrv. for- seti og Herriot oftast nefndir í -því sambandi. Tíunda um- ferð kosninganna átti að fara fram einhvern tíma í kvöld. — vegum bæjarins. í hinum helmingi braggans bjuggu öldruð hjón, mjög óreglusamt fólk, og maðurinn varla með öllum mjalla, enda áöur verið í geðsjúkrahúsi. Keyrði svo úr hófi í sambúð við hann, að fatlaði maður- inn varð að flýja úr braggan- um með konu og barn úr bráðri hættu. Fengu þau inni í gistihúsi Hjálpræðishersins fyrir hjálpsemi húsráðenda. Skipuðu hjónunum heim. Ekki vildu framfærslufull- trúar bæjarins standa neinn straum af dvöl hjónanna þar og ekki heldur útvega þeim annað húsnæði, heldur skip- uðu þeim að hverfa þegar heim í braggann til fyrra sambýlisfólks, þótt lögreglan í Réykjavík hafi lýst yfir, að sambýlið sé ekki hættulaust og hafi ritað félagsmálaráðu neytinu bréf um það. Flutt í baðherbergið. Fatlaði maðurinn tók hins vegar ekki í mál að flytja heim fyrr en sambýlismaður- inn hefði verið fjarlægður, en bað að öðrum kosti um að sér yrði útvegað annað húsnæði. Því hafa bæjaryfirvöidin ekki léð eyra og hefir gengiö í þessu þófi undanfarnar vikur. Fór svo fyrir nokkrum dög um, að hjónifi áttu ékkéirt athvarf en hafa af miskunn fengið að liggja inni um næt ur í baðherbergi eða salerni í húsi Hjálpræðishersins, og er það lítil og gluggalaus kytra og eins og allir vita ætlað til annars en íbúðar. Barnið veikist. í gær var svo komið, að barnið var orðið veikt og var sóttur til þess læknir. Leizt honum ekki á blikuna og fór þegar á fund framfærslufull- trúa Reykjavíkur og krafðist þess, að úr yrði bætt. Fékk (Framhald á 2. íðuj. Segist hafa séð 33 km. langa brú á tunglinu London, 21. des. — Brezkur stjörnufræðingur, Dr. Wil- kins að nafni, sem lengi hef ir fengizt við athuganir á tunglinu, skýrir svo frá, að amerískur stjörnufræðing- ur hafi í júní s. 1. séð stór- kostlega bogabrú á tungl- inu, sem virðist gerð af „manna“höndum. Síðan hafa fleiri stjörnufræðing- ar séð brú þessa, sem er geysilöng, en boginn um 1C00 metrar að liæð. Dr. Wilkins hefir fengizt við athuganir á tunglinu i síðan 1910. Hefir hann m. a. J gert vandað kort af tungl- inu, sem er 100 þnmlungar í þvermál, og nota margir stjörnufræðingar kort þetta við rannsóknir sínar. Hvolfmyndanir aukast mjög. Dr. Wilkins sagði, að svo- kallaðar hvolfmyndanir athygli bogabrú þeirri, sem áður er nefnd, og ameríski stjörnufræðingurinn sá fyrstur manna í júní s. 1. Dr. Wilkins virðist því hall- ast að þeirri skoðun, að brú þessi sé nýtilkomin, hvort sem hér er um jarðlagaum- brot að ræða, eða hitt, að karlinn í tunglinu hafi ný- lega ráðist í stórframkvæmd ir þær, sem stjörnufræðing unum verður svo starsýnt á. — Júgóslavneski her- inn aðeins til varnar Belgrad, 21. des. Tito hélt ræðu í dag í tilefni af hátíðis færu nú mjög í vöxt a tungl degj júgóslavneska hersins. inu. Þegar hann hefði hyrj-. Herinn er aðeins ætlaður til að atliuganir sínar 1910,' varnarj sagöi Tito og vísaði hefðu hvolfmyndanir þessar . t þvj sambandi til Trieste-deil aðeins verið um 6 að tölu, unnar 0g brottflutnings júgó- en nú væru þær um eitt siavneskra hersveita frá hundrað. Eru hvolfmyndan ian(jamærunum, þegar sýnt ir Þessar einna líkastar snjó þótti> að ekki væri brað hætta kofum Eskemóa, séðum úr ^ ferðum. Jafnframt réðst lofti. Bogabrúin. Enginn hefir áður reitt Tito á Rússa og vesturveldin, sem hann kvað vígbúast ekki tFramhald á 7. eföu.í Mossadegh fékk 3ja ára varðhald Teheran, 21. des. Dómur féll í kvöld í máli Mo- hammed Mossadegh, fyrrv. forsætisráðherra Persíu. Hann var dæmdur í 3 ára varðliald, en forseti herráðs- ins í valdatíð hans var dæmd ur í 2 ára fangelsi og rekinn úr persneska hernum. Áður en dómurinn féll, barst her- réttinum bréf frá keisaran- um, þar sem þess er farið á leit, að fallið verði frá kröfu saksóknarans um dauðadóm, þar eð Mcssadegh hefði innt af hendi mikilvæg störf í þágu lands síns á fyrsta ríkis stjórnarári sínu. Er hér átt við þjóðnýtingu olíulind- anna í Persíu. Hinn nýskip- aði sendiherra Breta í Persíu kom til Teheran í dag og var hafður um hann strangur hervörður. Ekki kom til neinna óeirða. Skreytingin nyti sín betur ef bíl- arnir hyrfu Nú hefir Austurstræti verið allmikið prýtt með trjágreina fléttum og ljósaperum. En nú vantar þáð. hátíðleg- asta, sem er viö slikar' ,-fjóla- götur“ víða í borgum erlendis, og það er að alfriða þser fyrir bílum á kvoldin. Meðan bíiarnir aka þar í lest um í fólkstroðningnum og alls konar bílskrjóðar standa með fram gangstéttunum næst ekki hátíðablær á strætið. En væru engir bílar þar á kvöldin og allir mættu vera í ró og næði óhultir um allt strætið, þá fyrst væri orðið hátíðlegt að „sýna sig og sjá aðra“ á þessari aSal „jóla- götu“ hins íslenzka höfuöktað ár. ■ Y.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.