Tíminn - 24.12.1953, Blaðsíða 1

Tíminn - 24.12.1953, Blaðsíða 1
Lúh. 2, 1-14. Undursamlégur er áhrifamáttur jólanna. A hinni niklu hátíð er tilfinningaiíf manna snortið með sér- siokum hcetti. Þá ríliir sá blær, sem öllu öðru er ólikur, og inni fyrir bærast þær tilfinningar, sem jólunum ein- um tilheyra. Jól halda flestir með einhverri viðhöfn, allt frá smávegis tilbreytni og fágun, til skrauts og skarts, sem auður einungis getur veitt. En menn hafa tilbreytni af ýmsu öðru tilefni, og gnægð hefir lieim- urinn af skofti og ytri prýði. En allt er það eðlis óskylt blœ jólanna, að minnsta kosti eins og þau haaf mótast meðal íslendinga og annara norrænna þjóða. Það er tilfinninga-lífið, sem ber þennan sérstaka blæ, tilfinningalíf sjálfra vor og annara. Þess vegna finnst oss viðhöfn jólanna sérstök og annari ólík. Það er breyting hið ytra á jólunum, en það er einkum breyting hið innra. Það, sem þeirri breytmgu veldur, er þetta, að Ijósið skin meðal vor — Ijós hans, sem sjálf- ur nefndi sig Ijós lieimsins. Það er Ijómi þess Ijóss, sem skin oss á helgri jólahátíðinni og er orsök alis þess, sem jólin hafa fært oss dýrmætast. Það er Ijósið, sem Ijóm- ar í augum hins fagnandi barns. Það er Ijósið, seni vermir hjörtu foreldranna, er þau horfa á élshdð barn- ið og samfagna því á gleðistund. En Ijós lxans skin einnig inn i hugarfylgsni þeirra, sem eru einmana. Friður gagntekur sál hins þreytta og vonaljósin tendrast í sál hins vonsvikna. Kærleiks- böndin tengjast. í sameigiúlegri gleði jólanna hverfur hið hversdagslega, þeir múrar ósamlyndis og andúðar, sem kunna að aðskilja menn, hverfa algerlega. Og liver og einn gerir sér far um að pleðja aðra eftir beztu getu. Það er að visu margt i undirbúningi jólanna og viðhöfn hátíðarinnar, sem i nútímanum ber mót Jiins veraldlega, en ekki hins heilaga. En þrátt fyrir það er i sambandi við jólin og á hinni heiiögu hátið hugsað með meiri kærleika, meiri samúð og næmari skilningi til jólanna en nokkurntíma annars. Hugsuni um það, hver breyting gæti orðið, ef hið sania hugarfar, hinn sami ylur kærleika og samúðar fengi að móta starfs- dagana, helga heimilin og þjóðlífið allt. Til þess kom frelsarinn i heiminn, til þess lifði hann og dó á krossi, að mannlífið állt mætti auðgast fyrir áhrif hans, að Ijós trúarinnar mætti lýsa öllum, og ríki guðs mætti koma til vor með helgandi og göfgandi áhrifum. Enn einu sinni liöldum vér heilög jól. Vér horf■ ■um á ungbarn, vafið reifum. í Jotningu og í lofgerð dvelur liugurinn á helgum stað. Og vér nemum stað- ar á Betlehemsvöllum, sjáum myrkrið rofið af geisla- dýrð himinsins og heyrum hinn blessaða boðskap: Yður er í dag frelsari fæddur, sem er Kristur drottinn í borg Davíðs. Vér fylgjumst með vexti og þroska hans, sem í jötu var lagður, sjáum Jesúm frá Nazaret að starfi meðaJ þeirra, sem hann lifði með. Vér sjáum hann lifa við sömu aðstæður og þeir, háður sömu JögmáJum, þeim, sem hann undirgekkst með holdtekju sinni. En jafn- framt horfúm vér á hann sem einstæðan persónuleika. Hann er hinn fulJkomni meðaJ ófuJJkomina, hinn syndJausi meðal syndugra, hinn máttugi meðal van- máttugra, hinn saklausi meðal sekra. Vér lilustum á boðskap hans, heyrum hann tala. Hann talar í mynd- ugJeika þess, sem valdið hefir. Vér hJustum á þá fræðsJu, sem cr hátt upp hafin yfir allt annað, svo að samjöfnuður Itemur eklti til greina. Vér horfuni á hann gjöra hin undursamlegu liraftaverk. Vér sjáum kærJeika Krists tiJ mannanna, kynnumst því, hversu hjarta hans sJær i sivakandi elsltu, kynnumst skilningi Jians og samúð og fyrirgefandi áslúð. Hann er JtærJeift- urinn, holdi JtJæddur. Jesús er sá, setn fórnar öJJu,' lifir, starfar og deyr í eJsJtu til mannanna. Og eins og undur gerast við fæðingu frelsarans, þannig einnig við upp- risu hans. Frá heimi Ijóssins og dýrðarinnar er vakað yfir honum, alJt frá jötunni tiJ upprisunnar. EngJar guðs eru með honum á úrslitastundum. Þegar vér hugsum um þétta, sjáum vér hina guðlegu tign. Þetta er hið sérstæða við. persónúleika Krists. Þessu lýsir Jó- hannes, er Jiann segir: Hann bjó með oss fuJlur náðar og sannJeiJta og vér sáum dýrð hans, dýrð, sem einget- ins sonar frá föðurnum. Höldum þannig heilög jól, að vér horfum á dýrð frelsarans og töJtum á móti náð hans og blessun. Opn- um hjörtu vor fyrir helgandi krafti hans og yigeislum kærleiJta hans. Megi þannig sönn gleði og himneskur friður gagntaka hjarta þitt á heilagri Jiátíð. GLEÐILEG JÓL. j / Jesú nafni. — Amen.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.