Tíminn - 24.12.1953, Blaðsíða 31

Tíminn - 24.12.1953, Blaðsíða 31
JÓLABLAO TÍMAN5 1953 aður settur í það að taka hraust- legt handtak, hver öðrum til hjálp- ar, heldur en að gefa á kjaftinn. Meðal annars þótti alveg sjálfsagt að láta upp klyfjarnar hjá þeim, sem minni máttar voru, jafnvel þó að það væri meðfram af því, að þeir hefði komist í óþarflega náin kynni við Bakkus. Allir riðu smám saman úr sandi. Sumir komu kannske nokkuð seint heim um nóttina, giaðir og reifir, hraustari eftir áreynsluna og steypibaðið, þó að stórkarlalegt væri. N Iðgrænar hlíðar og hvammar, ofnar silfurböndum fossa og lækja breiddu út mjúkan faðminn mót börnum sínum. Efra gnæfði jökull- inn við heiðbláan himininn, bað- aður í glóandi geislum morgunsól- arinnar, — en að baki niðaði bassi Ægis fyrir Eyjasandi — rólega en þungt í góðviðrinu. Kynlegasta kirkja í lieimi Framh. af bls. 11. engu því, sem menn hafa áður séð á kirkjuturni. Þar eru engir kross- ar. Turnkollarnir eru settir undar- legum útvöxtum, kúlum, bogum, tíglum, teningum, og rninnir allt þetta til að sjá helzt á fornt dreka- höfuð. Þetta er allt saman sett af mikilli list úr ýmsum litfögrum gljásteinum á svipaðan hátt og viö notum hrafntinnu og silfurberg. Fjárþrot. En brátt kom að því, að fjárþrot varð við byggingu kirkjunnar. Gaudi lézt árið 1926 án þess aö sjá draumin num kirkju sína rætast. En enn í dag eru í Barcelona og víðar i Katalóníu til félög manna, sem vinna af kappi að fjársöfn- un til kirkjubyggingarinnar og hafa ekki gefið upp alla von um að ljúka henni. Talið ér, að það muni nú kosta 5—600 milljónir peseta eða 200—250 milljónir ísl. króna. Ölduhúsin. En Barcelona ber fleiri minjar um hinn hugkvæma og sérkenni- lega byggingameistara. Við eina nýrri götu borgarinnar rekur veg- farandinn augun í undarleg hús. Veggir þeirra hallast á ýmsa vegu, ýmist fram yfir götuna eða frá henni. Engin lína þeirra er bein, lóðrétt eða lárétt. Dyr og gluggar hornskakkir eða bogadregnir. Þarna eru margar sambyggingar af þessu tagi og oftast kallaðar ölduhúsin, og hliðstæðu þeirra mun vart aó finna í nokkurri nútíma- borg. Það líður á kvöld, myrkrið skell- ur yfir, og það er orðið dimmt á götunum áður en síðustu geislar kvöldsólarinnar yfirgefa turna Sa- grada Familia, 127 metra háa. Á Plaza Sotelo eru cobla-leikararnir teknir að reyna hljófæri sín, og unga fólkið raðar sér í hringi og fer að dansa sardana, gamlari katalóniskan dans, hægan og ynd- isfagran hringdans, sem krefst mikillar sjálfstjórnar í hreyfingum og æfingum. Á Rambla, fegurstu skemmti- göngugötu Evrópu, er orðið sam- fellt mannhaf undir pálmakrón- unum. Fjórir turnar Sagrada Fa- milia gnæfa við dimmbláan him- in, og hvort sem henni verður nokkru sinni Iokið, er hún og verð- ur kynlegasta kirkja í heimi. Fjarða-Þytur Framh. af bls. 12 um. Hann þurfti ekki, frekar en Litla-Löpp Páls Ólafssonar skálds, að hafa fast undir fæti. Inn Hvalvatnsfjörð á eggslétt- um bökkum Gilsár tók Þytiír stutt- ar en snarpar skeiðrokur milii á- kafra og ílugléttra stökkspretta. Oft hefir mér birzt sannleikur sá, sem Einar Benediktsson segir í kvæðinu Fákar, og þarna blasti hann við: „Það er stormur og frelsi í faxins hvin, sem fellir af brjóstinu dægursins ok.“ „Maður og hestur þeir eru eitt fyrir utan hinn skammsýna mark- aða baug.“ -----„og saman þeir teyga í lofts- ins laug lífdrykk“. „Sá drekkur hvern gleöinnar dropa í grunn, sem dansar á fákspori yfir grund. í mannsbarminn streymir sem að- fallsunn af afli hestsins og göfugu lund.“ „Lát hann stökkva svo draumar þíns hjarta rætist.“ Að Gili var farið af baki og áö um stund. Þytur blés ekki úr nös. Hann greip lystarlega í túnið. Mér fellur oft hálfilla að beita tún eyði- býla, þótt ógirt séu og engum helg- uð. En sú tilfinning gerði eigi vart við sig gagnvart Þyt. Ekkert strá er ofgott handa gæðingi. Þarna skildu leiðir. Við Stefán Ingjaldsson héldum inn yfir Leir- dalsheiði. Þórhallur Geirfinnsson reið aftur á móti út fjarðardalinn heimleiðis, einyrkjabóndi, landseti 1 einum útúr"knt,nasta „veraldar- reit“. á becf', sem gaf honum áreiðanlega marga stund „ríki og álfur“ ”ndí- og hamingiu. Við Stefán komum að Hvammi úr þessum ánægiulega leiðangri eft'r 10 klukkustunr’a flarveru. Funáv.m okkar Þórhalls Geir- finnssonar bar ekki saman aftur fyrr en í sumar sem leið. Ég spurði hann r.m Þyt. Hann talaði um hann eins cg heigm dórn. Mig furð- aði ekki á því. Minningarnar voru margar og góðar.------- Þytur hafði bilað í fótum og ver- ið felldur haustið 1950 átján vetra gamall. Fiörbecfíu- veiia sér ekki undir fætur og stíga ekki gætilega niður, þótt steinn sé á leið. Örlög þeirra margra verða þessvegna ekki langlífi. Þórhallur gaf mér mvnd af sér og Þyt. Hún er aús ekki æskilega göð, en ég birti hana samt. því að önnur mynd er ekki til af Fjarða- Þyt. Þey! Þey! Tíeyrið þið ekki minn- ingaþytinn af för góðhesta liðinna ára cg alda um héruð íslands, — gæðinganna, sem gerðu hvort- tveggja að bera menn erinda og „fella af brjóstinu dægursins ok“, — gerðu „knapann að kóngi um stunö“ og gáfu honum „kórónulaus um“ „ríki og álfur“? Hvað getur fyllt skaro góðhests- ins hjá manni og þjóð? Hlustið á þytinn um fjarðabyggð- ir og hásveitir: „Sem höfugur niður um hljóða jörð hófasláttnrinn fer.“ ♦J»»o FERGUSON dráttarvélin Eéttir bústorfin ailt ánfol Við óskum svo öllum viðskiptcivinum vorum gleðilegra jóla og gœfuríks komandi árs. % Sími 81395. Hafnarstræti 23, Reykjavík. Við viljum vekja athygli ykkar, sem eigið FERGITSON DRATT- ARVÉL, á þvi, að á komandi vori munum við hafa til sölu ívær tegundir herfa, sem hér birtast myndir af. Einfalda herfið er með 10 diskum, sem hver er 22 tommur í þvermál og 9 tomnrur milli diska. Þetta herfi má stilla á ýmsan veg. Tvöfalda herfiö er með 24 diskum, sem hver er 13 tommiir 1 þvermál og 6’/2 tomma milli diska. Bæði herfin eru tengd vökvalyftunni, sem lyftir þeim og má því aka eftir vegi og yfir torfærur án þess að skemrna diskana. Verð einfalda herfisins mun verða um fjögur þúsund krónur, en hins um fjögur þúsund og fimm hundruð. Það er nauösynlegt að pantanir berist fyrir áramótin til þess að unnt sé að fá herfin til landsins fyrir vorið. 8 | |

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.