Tíminn - 24.12.1953, Blaðsíða 19

Tíminn - 24.12.1953, Blaðsíða 19
JDLABLA-Ð TIMAN5 1953 19 Ágúst Árnason: ■ c!,::: j :j:; t ; ^ £cgule<f AjcforÍ á cpm Akipi til Cifja Bruqiti upp mij^d ajj kaupA taiœpjferi m4an CijjafáMm tii VeAttnanHaeifja 65 a'mm Undanfarna daga hafði þrálát austanátt blásið með sjónum, eins og oftar á vorin. Marbakkinn lok- r aði útsýn til hafsins, eins og mó- i svartur veggur. En hægviðri var upp á Merkurbæjum og Innhlíð- inni, eins og oftar i þessari átt, — aðeins kaldi á austan eða land- norðan, hlýindi og léttskýjað loft. Á miðvikudagskvöldið í elleftu viku sumars fór marbakkinn smám saman lækkandi, og á fimmtudagsmorguninn var komið glaða sólskin og heiðríkja. Slétt- lendið iðaði og bæirnir dönsuðu í tíbránni, svo langt sem augað ' eygði, en Eyjarnar gnæfðu heið- bláar upp úr glampandi hafinu úti við sjóndeilarhringinn í suðri. Varð nú uppi fótur og fit á flest- um bæjum undir Eyjafjöllum, því að nú þótti sjáanlegt, að „leiði“ mundi verða með kvöldinu. En um það hafði ekki verið aö tala und- anfarnar vikur vegna austanátt- arinnar. Nú var farið að styttast til sláttar og aðal-kaupstaðarferö- ir ófarnar. „Fjallamenn“ verzluðu þá mest í Vestmannaeyjum, enda reru þar margir á vertiðinni, ým- ist hjá Eyjamönnum eða á sínum eigin skipúm, því að sjósókn var þá allmikil undir Fjöllunum, í Landeyjunum og Mýrdalnum, bæði vetur og vor. Einkum var „löngu- fiskiríið" á Holtshrauni og „lúðu- fiskiríið" við Dranga nafnkunnugt. Voru þvi til allmörg stór vertiðar- skip (sexæringar og áttæringar, auk smærri báta), sem auðvitað voru jafnframt notuð til kaupstað- arferðanna. Á flestum bæjum jókst nú ann- ríki við undirbúning Eyjaferðar- innar. Fyrst var að taka til ullina og aðgreina hana og koma henni í sekki, helzt vatnshelda hæru- sekki, ef til voru, eða þá boldangs- sekki, en þeir voru helzt til á efna- heimilunum. En boldangssekkirnir voru úr seglum af strönduðum skip um, venjulega frönskum fiskiskip- um. Þeir, sem átt höfðu meira en einn hlut í útgerð á vertíðinni fyrir „Sandinum", áttu ef til vill eitt- hvað af harðfiski til að leggja inn í kaupstaðinn. Hann var þá algeng útflutningsvara og það jafnvel í all háu verði. Ég man eftir allt upp undir 200 króna verði á skippund, en í það fóru svona kringum 200 fiskar. Um aðrar verzlunarvörur var varla að ræða. Það, sem til féllst af smjöri, tólg og öðrum búsafurð- um, fór í viðskipti milli bænda og sjávarmanna, fyrir harðæti (þorsk hausa) og soðfiski (keilu, skötu, lúðu og fl.), og svo fugl, lunda, fýl og svartfugl. Kaupafólki var líka mestmegnis borgað í þeim vörum og svo sauöfé. Peninga var varla um að tala, nema fyrir markaðs- hross og litið eitt fyrir fé, sem rek- ið var og selt suður — til Reykja- víkur og annarra staða við Faxa- flóa á haustán. ' Ég og annar piltur til, lítið eitt eldri, munum hafa lagt af stað ofan af Merkurbæjum. En Merk- i urbæir eru efstu eða utustu bæirn- 7 ir undir Fjöllunum, rúmlega klukkutíma reið fyrir innan Selja- landsmúla — laust fyrir miðaftan ; þennan fimmtudag. Öllu fyrr lá Ágúst Árnason, höfimdnr þess- arar fróðlegn frásagnar, bregð- ur lrér upp skemmtilegri mynd úr þjóðlífi voru fyrlr meira en hálfri öid, þegar fiest var frá- brugðið því sem ná er. Ágúst stundaði sjó á yngri árum sín- um og lengi framan af ævi. Hann var lengi formaður í Vest- mannaeyjum, en síðan kennari þar um langt skeið, en stund- aði þó sjó jöfnum höndum lengst af. okkur ekki á, þó að nálægt 5 tíma lestagangur væri austur í Holts- varir, þar sem skipin voru, því að Eyjaferðum var venjulega þannig hagað, að’ lagt var af stað frá „sandinum“ í kringum miðnætti og var þá komið um eða litlu fyrir fótaferðartima til Eyja. Var síðan keppzt við að ljúka verzlun og út- réttingum yfir daginn, þannig að allir væru tilbúnir að leggja af stað til lands með kvöldinu, ef veð- ur og sjór leyfði. En stundum gat útréttingatíminn orðið nokkuð stuttur, ef veðurútlit versnaði og formaðurinn var kappsfullur. Og vel man ég eftir því, að einu sinni sagði hann við okkur, þegar við vorum að ljúka við að koma far- angrinum upp á bryggjuna: „Eft- ir klukkutíma fer ég með þá, sem tilbúnir verða — hinir mega sjá um sig.“ Ailir hlýddu, og allt lánaðist vel, en Iitlu mátti muna með veður og sjó. Þegar fram fyrir Seljalandsmúia kom, sást að allt mundi leika í lyndi, ao þvi er leiöi snerti. Hjá formanni okkar var uppi veifa, og auk þess voru seglveifur í sandin- um. Kinar svokölluðu veifur voru merki, sem formennirnir gáfu há- setum sínum, þegar til sást, og all- ir þekktu. Þær voru með tvennu móti, — róðraveifa og seglveifa. Róðraveifan var poki eða annað ílykki, hengt á staur, sem reistur var á einhvern húsgafiinn hjá for- manninum og merkti, að hann væri að kalla hásetana til róðurs. Seglveifa var aftur á móti ávalit í sandinum, það er að segja, þar sem skipin stóðu. Var þá frammastrið á skipinu reist, seglið dregið upp og strengt þannig, að sem bezt sæ- ist til bæja, og þýddi jafnan Eyja- ferð. Væri aftur á móti veifað í „sandinum11 til róðurs, sem oft kom fyrir, einkum ef sjór hafði verið vondur að morgni, en gekk til bötn unar, var það jafnan sams konar veifa og sú, er fyrr var lýst. Þegar komið var austur á móts við Fit, þóttumst við þekkja for- manninn með sína lest skammt á undan okkur. Sáum við þá, að ekki þurfti neitt sérstaklega að flýta sér lengur og héldum þvi í hægðum okkar áfram í góðviðrinu. Nú.fór að líða að sólarlagi. Iðgrænt slétt- lendið huldist smám saman hvít- leitri góðviðrismóðu (kerlingar- vellu). Til vinstri handar gnæfði jökullinn við heiðbláan himininn, glóandi í kvöldroðanum, en fram- undan dökkblátt og spegilslétt haf- ið með Eyjarnar út við sjóndeild- arhringinn. Mannareið sást allmikil um hér- aðið, og allir virtust nú stefna að sama marki, fram í „sand“. Þeg- ar þangað kom, þurfti heldur en ekki að taka hendinni til, því að öll skipin voru meira og minna kaffærð í sandi eftir austanáttina undanfarið. Var nú tekið til að moka úr þeim sandinn, reisa þau upp á rönd og hreinsa sem bezt, því að ekki veitti af, að þau væru sem léttust í vöfum. Þeir, sem vandvirkastir voru, hvolfdu þeim og þurrkuðu þau innan með sjó- vettlingum og tuskum. Frá skipun- um var þannig gengið á hverjum degi, sem róið var, að þau voru sett upp á „kamb“, sem kallað var, — það er hryggur á sandinum, svo sem 40—50 faðma frá sjó. Þaðan hallar bæði niður að sjó og upp að „gljánni“, — en það eru vatnsglæt- ur meiri og minni á sandinum milli kambsins og graslendisins, engja og haga sléttlendisbæjanna (sjó- bæjanna) á vestanverðu Suður- landsundirlendinu. Þar voru þau skorðuð með hlunnum og alltaf látin snúa austur og vestur, þ. e. í aðalvindáttina. Farviðurinn, ár- ar, möstur og segl, var borið að þeim og gengið þannig frá, að ára- hlummunum var stungið niður i sandinn, en blöðin lögð upp á há- stokkinn, látin skorðast við and- ófskeipinn og vísa fram á við (í austur). Sama var gert við möst- ur og segl. Myndaði farviðurinn með þessu móti skákross yfir fram- anverðu skipinu. Aðrir lausamunir, austurtrog, stýri, seilar o. fl. var lagt í skipiö. Á vetrum, þegar allra veðra var von, var þeim oft hvolft og farviðurinn þá lagður á sama hátt yfir kjölinn, en smærri áhöld- um stungið undir hann, sitthvor- um megin við kjölinn. Aðeins á vor- in, er fullvíst þótti um sjóveður að morgni, kom fyrir, að ekki var sett nema upp í „skiptifjöru“ og skipin þá látin snúa „upp og fram“, þ. e. norður og suður. Nú voru allir komnir í „sand“ og formaðurinn búinn að ákveða hverjir og hve margir gætu feng- ið far, mig minnir þeir væru 12 í þetta skipti að meðtöldum okkur Merkurstrákum — um fermingar- aldur, — og svo 2 stúlkur, sem fóru gamansferð í kaupstaðinn. Færri en 11 var ekki hugsanlegt að hafa á hinum stærri sexæringum, svo að skipað yrði að fullu til verka í ýt- ingu og lendingu. En hins vegar var um að gera, að ekki væru ó- þarflega margir, svo að hver gæti flutt sem mest í fari sínu. En það var venjulega, ef leiði var gott, um það bil á 2 hesta, auk skipsfaranna, sem voru þrjú og skipseigendur notuðu sjálfir eða seldu öðrum. Næst var þá fyrir hendi að bera við, þegar skipið hafði verið hreinsað, eins og áöur er sagt, og farviður borinn fram. Að bera við var það kallað, að skipið var lagt á síðuna, þá er að sjó vissi, síðan gengu allir með bökin á þá hlið- ina, er upp horfði, og sneru því til sjávar. Þá röðuðu menn sér jafn- margir á hvora hliö og formaður fyrir afturstafni. Bað hann þá venjulega stúlkurnar, sem far höfðu fengið og aðra unglinga, sem í sandi voru, að bera trén, hlunn- ana, jafnóðum og þeir kæmu aft- ur undan skipinu. Var því jafnan vel tekið. Þá segir hann: „Viö skul- um hafa rétt“, það þýddi að reisa skipið á réttan kjöl. Og svo að vörmu spori hátt og skýrt: „Stönd- um allir að í drottins nafni.“ Snúa þá allir bökum að og ýta skipinu af stað. Gekk það liðugt, er halla tók undan fæti niður að sjónum, Áraskip undir fullum seglum við Eyjar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.