Tíminn - 24.12.1953, Blaðsíða 35

Tíminn - 24.12.1953, Blaðsíða 35
Sagan af Móru og i : Framh. af hls. 17 j urðinni. Þar liaí'ði engum gangnamanni dottið j í hug að leita. Þeir hö£ðu látið sér nægja að ganga upp með gilinu öðruhvoru megin og hóa j nokkrum sinnum, og jafnvel látið lmndana gelta. i Þessar grimmu, loðnu skepnur, sem öllum kind- unr var svo illa við. Á þennan hátt hafði Móru ; tekizt að fela sig fyrir öllum leitarmönnum. Hún j undi vel hag sínum þarna og langaði ekki til j að fara heinr og láta loka sig inni í dimmu og loftvondu húsi innan um annað fé. Svo mundi hún líka vel eftir því, að mennirnir höfðu venju- lega tekið lömbin frá henni og stundunr liafði hún aldrei séð þau aftur. Að vísu var hún stundum fegin að vera laus við þau á haustin, ekki sízt ef það voru hrútar, sem hún átti. Þeir voru svo aðgangsharðir að sjúga hana, að hún kenndi til í júgrinu, og stundunr ráku þeir hornin óþyrmilega í kviðinn ' á henni. En þetta gleymdist venjulega og gam- an var að hafa þau sem lengst og lielzt þangað til hún eignaðist aftur iítil lömb. Enn hafði hún nóg að éta þarna í giljunum. Að vísu var nú ekki samí angandi ilmur úr jörð- unni og í sumar. En enn gat hún samt þefað upp ; grænstrá meðfram steinum og klöppum í fjall- inu og alls konar lyng og víðir var hér og þar ! um fjallið og einnig fjalldrapi. Hér fannst henni j því gott að vera og lömbin voru líka ánægð. Þau þekktu ekki annað. Að vísu var mjólkin Jiorf- in að mestu úr júgrinu á móður þeirra og þetta litla, senr þau fengu, var ekki gott á bragðið eins j og fyrr í sumar. En þau voru nú órðin svo stór, j að þau gátu fyllt sig vel af öllum þessum jurt- i um, sem voru í brekkunum. En svo eina nóttina varð gjörbreyting á öllu 1 umhverfinu og öllu lífi þeirra. Stormurinn æddi um fjallið og það hvein í ' fjallaskörðunum og ömurleg hljóð Jieyrðust úr j öllum áttunr. Stundunr há og skerandi, en stund- I unr lág og ýskrandi. Lömbin urðu hrædd við j allan þennan hávaða og ókunnu lrljóð. Móra var j hin rólegasta og lá alveg kyrr í hellisskútanum, senr lrún lrafði valið þeim fyrir náttból, þegar ; kólna fór unr haustið. Lömbin lágu fyrir innan 'hana í skútanunr. Og,þótt þau kynnu illa við þessi óvenjulegu hljóð, yoru þau ekki mjög óró- ! íeg. Það gat ekki verið um neina lrættu að ræða, l fyrst manrma þeirra var svona kyrrlát. Hún var ' vön að gera þéim aðvart, ef lrætta var á ferð. I En þegar þau litu út unr morguninn, urðu I þau nreira en lítið forviða. Óhljóðin voru að ! vísu lrætt, en yfir öllu hvíldi hvítur, kaldur 1 snjór, sem þau könnuðust ekkert við og voru j í fyrstu hrædd við. En fyrst nróðir þeirra var ekki lrrædd, lrlaut öllu að vera ólrætt. I En hvernig áttu þau nú að fá nrat í nrunn og 1 hraga, því ekki leizt þeinr svo á þennan hvíta feld, senr lá yfir öllu, að hann væri étandi. En nranrnra þeirra fann ráð við þessum vanda. Hún krafsaði nreð franrfótununr sxrjónunr í burtu meðfram steinum og klettum í gilinú og ! alls staðar fann lrún eitthvað til að éta. Þegar j maturinn konr í 1 jós, lét hún lönrbin fá blettinn til unrráða og naga það senr Irægt var að bíta, en j fór sjálf að leita í öðrum stað. Þau gátu nú ekki i valið úr nratnunr eins og áður. Nú urðu þau að nota það, senr til var, en sanrt gátu þau fengið kviðfylfi sína. Fyrstu dagana voru þau hálfsyöng og óánægð nreð nratinn. En þau lærðu fljótt að ! leita sjálf að einhverri fijörg. Þau tóku vel eft- ir því, hvernig móðir þeirra fór að því að krafsa i og þau konrust fljótt upp á þáð að bera fæturna ! eins og hún gerði. En nokkuð oft varð áreynsla j þeirra við krafsturinn árangurslaus, því þau i konru oft niður á steina eða nroldarflag. Þetta j ,kom ekki fyrir nróður þeirra. Það var eins og j hún yissi, lrvar gras var undir eða fyndi lykt- .( ina af matnum, hvar hann væri undir snjómmr. JÓLABLAÐ TÍMANS 1953 ömbunum hennar IV. Það var konrið langt fram á vetur og enn var Móra á sama' stað. Það var farið að harðna um beitina. Möi'g kvöld mátti hún leggjast tii 'wíkl- ar með lcmbitr sín hálfsvöng. Þó fröfðu þ ■" ekki enn liðið beint lrungur. Og enn voru ’ T öll í sæmilegum holdum og með fullum k: .' um. En kviðdregin og ullin hrjáleg. F.n það var eitt, sem gerði Móru kvíðna og óttaslegna. Það var erkicvinur liennar, tófan. Lömbin vissu lítið um þennan kvíða móður sinnar. Móra hafði öðru hvoru orðið vör við hana um haustið, en hún lrafði aldrei verið neitt nær- göngul við hana. En eftir að snjórinn konr hafði það komið fyrir hvað eftir annað, að tófan hafði verið á næstu grösunr, og oftar en einu sinni reynt til að lrremma lömbin iiennar. Hún hafði varað iömbin við, en það var eins og þau gleynrdu þeinr aðvörunum fljótt aftur. Hrm þurfti því ailtaf að vera á varðbergi og mátti aldrei líta af lömbunum, en 1 ét þau fylgja sér sem fastast. Og einu sinni lá við að illa færi. Surtur var að kroppa í krafsi örskammt frá, en Móra litla rétt við hliðina á irenni. Þá fann hún allt í einu lyktina af tófu og leit upp og sá, hvar tófan stökk undan stórum steini, senr var órlítið framan við Surt litla. Móra lrafði stokkið af stað og gat komið höggi með lrornununr á síð- una á tófunni rétt um leið og hún glennti upp kjaftinn og ætlaði að bíta utan um snoppuna á Surt. Höggið var svo snöggt, að tófan kastað- ist langt frá og valt um hrygg. Svo hafði lrún brugðið fyrir sig fótunum og lrlaupið í burtu. Móra fann það af eðlisviti sínu, að þarna mundi irenni ekki fært lengur fyrir ásælni tóf- unnar. Það hlaut að enda méð því, að lrún næði öðru hvoru eða báðunr lömbuirum, ef hún yrði þarna lengur. Hún varð að lralda heinrleiðis, þótt það væri löng leið og göngufærið ekki senr bezt. Samt lrélt snjórinn víðast hvar. Það var líka orðið lítið unr björg þarna í gilinu, svo það hlaut að fara að sverfa að þeim eftir lítinn tíma. Daginn eftir lagði Móra af stað áleiðis niður í byggð. Fyrst eftir að lrún lróf ferð sína, var luin vör við lágfótu, að hún væri á Imotskóg á eftir þeim. En þarna á bersvæði var gott að líta eftir lönrb- unum, enda fylgdu þau henni fast eftir og létu sig engu skipta, þó að melrakkinn væri að snuðra í kring um þau. Svo lrafði refurinn horfið, svo að Móra varð róleg. Eftir tveggja daga ferðalag nanr Irún staðar í djúpu klettagili rétt ofan við heimabyggðina. Þarna voru góðir hagar, svo þau gátu vel fyllt sig, enda voru þau orðin sársvöng, því á heinr- leiðinni höfðu þau varla fundið stingandi strá. Snjórinn var svo liarður, að ómögulegt var að krafsa hann upp með fótunum. Þarna í gilinu var auð jörð öðrum megin og gott skjól undir klettunum. Hún ákvað að dvelja þarna fyrst um sinn. Sumardagurinn fyrsti rann upp bjartur, en kaldur. Undanfarna daga hafði lrlaðið niður snjó af norðaustri, svo að jarðláust var unr allar sveitir. Systkinin i Hvammi voru nývöknuð og voru að drekka nrorgundrykkinn sinn, sem nróðir þeirra hafði fært þeinr unr leið og liún bauð þe m gleðilegt sumar. Oft höfðu þau tínr y.eturinn talað unr Móru og lcmbin lrennar. Ekki sízt fyrri hluta vetrar- ins. Lengi höfðu þau alið þá vön í liuga, að Móra mundi skila sér lreinr, þótt hún kænri ekki í neinurp göngunum. Fm þó dvínaði vonin, þeg- ar lrún konr ekki lreldur úr eftirleitinni, sem 35 V. farin var snenrma vetrar. Sanrt voru þau ekki vonlaus. Pabbi þeirra hafði líka haldið þessari vöir við, að vei'ið gæti, að Móra kæmi Iieinr ein- hvern tínra þegar jarðlaust: væri orðið á afrett- inunr. Og hann lrafði sagt þeinr sögur unr kind- ur, senr höfðu gengið úti yfir veturinn og kom- ið í leitirnár um vorið eða liaustið eftir. Ein af þessutrr sögum var unr ömnru Móru, sem liafði gengið úti yfir vcturinn og kom svo í göngun- um næs'-a haust með veturganrlan hrút og tvö gimbrarlömb. Þessar sögur létu vel í eyrtirn barnanna í Hvanrmi. En eftir því senr lengra leið á veturinn dvíix- aði vonin að Móra kæmi heinr. Og nú höfðu þau ekki nrinnzt á Móru í fleiri vikur. Þegar þau voru að enda við að drekka mjólk- ina sína, sneri Heiða litla sér að bróður sínum og sagði: „Hreiðar! Mig dreynrdi Móru í nótt og ég var að gefa henni brauð úti á hlaði og bæði lönrbin voru með henni og voru orðin voða stór, hér um bil eins og nranrnra þeirra. Svo ætlaði ég að fara að gefa lönrbunum brauð, en þau voru svo stygg, að ég konrst ekki nærri þeim.“ „Vertu ekki að þessu rugli, stelpa. Móra og lömbin hennar konra aldrei aftur,“ sagði Hreið- ar og sorgarhreinrur var í rónrnunr og glaðlegi svipurinn hvarf af andliti drengsins. Sanrtalið varð ekki lengra, því nú konr faðir þeirra inn frá því að gefa fénu og bauð þeinr góðan daginn og gleðilegt sunrar. Síðan sagði lrann: „Krakkar, það eru konrnir gestir úti, fyrstu sunrargestirnir, og þið ættuð að fara að klæða ykkur og konra út. Ég býst við að ykkur jiyki ganran að finna þá. Enda á maður jafnart að fara snenrnra á fætur á sumardaginn fyrsta, því nrorgunstund gefur gull í mund.“ Börnin litu undrandi á föður sinn. Hann var svo glaðlegur á svipinn, að það hlaut að vera ektlrvað merkilegt við þessa gesti, senr komnir voru og hann var að tala um. „Hvaða gestir eru konrnir svona snemma?“ spurðu börnin bæði í einu. „Þegar ég konr að fjárhúsununr *T nrorgun, lá Móra ganrla við dyrnar nreð bæði lönrbin sín og er konrin að burði. Það sannast á henni, að lrún hefur lraft vit sitt heinra.“ Lengri varð ekki frásögnin. „Móra komin! Móra konrin með bæði lömb- in sín!“ kvað við frá systkinunum. Þau voru ekki lengi að klæða sig þann morg- uninn, systkinin í Hvammi. Jólrannes Friðlaugsson. iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiaiiiiiiiiiiiaiiiiiiiiiiaiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitaiiiiiiiiiini) Rí KISÚTVARPIÐ I Utvarpsstöðin: 1 = É Vatnsendi: 1648 m. 100 kw. = I Endurvarpsstöðvar: | = Akureyri: 407 m. S kw. — Eiðar: 491 m. S kw. Höfn: | E 4S1 m. 1 kw. | = Landssímahúsið, IV. y V. nœð. E E Skrifstofur útvarpsstjóra og útvarpsráðs, auglýsinga- i I stofa, innheimtustofa og tónlistardeild. | | Ajgreiðslutími útvarpsauglýsinga er: I Virkir dagar, nema laugard. 9.00—11.00 og 13.30—18.00 = i Laugardagar ............... 9.00—11.00 og 17.00—18.00 Z E Sunnudagar ................ 10.00—11.00 og 17.00—1S.00 i = Útvarpsauglýsingar ná til allra landsmanna, með hraða i E rafmagnsins og mætti hins talaða orðs. — i E Athugið, að símstöðvar utan Reykjavíkur og Hafnar- i | fjarðar veita útvarpsauglýsingum móttöku gegn stað- i i greiðslu. — • | Rí KISÚTVARPIÐ Z ; § iHiiiMiiiiHiiiHHHiMHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiniiiiiiiniiiiiiirn

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.