Tíminn - 24.12.1953, Blaðsíða 43

Tíminn - 24.12.1953, Blaðsíða 43
JDLABLAÐ TIMAN5 1953 43 um a'ö liggja að verða frjálsar manneskjur, enda þótt rofa virtist til í bili. Hvort sem Sunnefa hefði unnið eiðinn eða ekki, þegar á reyndi, þá kom það aldrei til, þvi hún lézt áður en því yrði komið í framkvæmd. Það var, eftir því sem næst verður komist, árið 1757, var hún þá 34 ára og hafði verið fangi frá 16 ára aldri. Var mjög „mis- rætt“ um dauða hennar (Esphólín), og verður nánar að því vikið. Eftir lát Sunnefu er mál Jóns bróður hennar enn tekið fyrir í yf- irdómi á Alþingi, og Jón Snorrason sýslumaður skipaður verj andi hans. Vörn hans virðist hafa verið mjög skörp og athyglisverð. Hann bend- ir á, að ef Sunnefa hefði lifað, hefði hún unnið eiðinn, og hefði það leitt til sýknu Jóns. Hún sé nú látin, en hafi haldið fast við neitun sína fraim í andlátið, og sé þaö, sem maður staðhæfi á svo örlagaþrung- inni stund, jafngilt eiði. Hlýtur aö verða að fallast á þessa skoðun. Hinsvegar er ekki vitað, hvaðan verjandinn hefir þetta, og lítur út fyrir, að Sunnefa hafi verið innt eftir þessu á banastund. Ekki töldu yfirdómendur samt fært að ganga fram hjá játningu Jóns, og dæmdu hann enn til lífláts, en skjóta skyldi framkvæmd dómsins til konungsúr- skurðar. Er mælt, að lögmaðurinn, Sveinn Sölvason, hafi tárfellt, þeg- ar dómurinn var upp kveðinn. Virð- ist af ýmsu, að töluvert hafi þótt til Jóns koma eins og systur hans, og „aumkuðu margir óhamingju þeirra systkina,“ segir Gísli Kon- ráðsson. Líflátsdómi Jóns var síðan breytt með konungsúrskurði í ævilanga þrælkunarvinnu í Friðrikshafnar- kastala, en það kom aldrei til framkvæmda, þar sem Jón andað- ist áður en ha-nn yrði fluttur utan. Hann var 32 ára er hann lézt, og hafði þá verið fangi síðan hann var 14 ára. Lýkur þar með harm- sögu systkinanna. VII. Af þessu, sem nú hefir verið rak- ið, virðist mega ráða með yfirgnæf- andi líkum, að Wium sýslumaður hafi verið saklaus af grunsemdum þeim og sakargiftum, sem hann hefir legið undir, fyrir skírlífisbrot, valdníðslu, dómsmorð og meinsæri. Því fer svo fjarri, að hann hafi dæmt systkinin gegn betri vitund, að allt bendir þvert á móti til þess, að hann hafi beinlínis vilj að hj álpa þeim til að umflýja hin ömurlegu örlög, sem að þeirra tíma réttar- fari beið þeirra. En hver er þá sannleikurinn um endalok Sunnefu? Þrálátur orðróm ur hefir jafnan gengið um það, að Wium hafi átt að stytta henni aldur, eftir að hún kom aftur í vörzl ur hans sem fangi, en áður en hún fengi unnið eiðinn, svo sem fyrr segir. Um það atriði liggur ekki fyrir nein rannsókn, og eiginlega ekkert við að styðjast nema get- gátur og sagnir. Til er örnefnið Sunnefuhylur skammt frá Skriðu- klaustri, og samkvæmt þjóðsögu (E. H. K.) á Sunnefu að hafa ver- ið drekkt þar. Það má því slá því föstu strax, að ekki er nokkur minnsti fótur fyrir þeirri frásögn. Þannig var málum háttað, að þegar Wium fékk sýsluna aftur samkvæmt dómi hæstaréttar, skyldi hann og taka fangana til sín á ný til varðveizlu, þar sem ekkert eiginlegt fangelsi var til í landinu. Óneitanlega var þetta samt nokk- uð kaldranaleg ráðstöfun, a. m. k. hvað Sunnefu snerti, og getur mað- ur ekki varist þeirri hugsun, að Wíum hafi, eftir allt sem á und- an var gengið, verið farið að liggja þungt hugur til hennar. Ekki er þess þó getið sérstaklega, að hann hafi beitt hana neinum harðræð- um, t. d. látið leggja hana í járn, eins og í rauninni var þó skylt. Hefði þess væntanlega verið getið, ef hún hefði verið beitt slíkri harðneskju, því á fjölmennu sýslu- mannssetri hefði slíkt ekki dulizt, og alveg áreiöanlega ekki verið lát- ið liggja í láginni. Sama er að segja um þá grunsemd, sem fram kemur hjá Gísla Konráössyni, að hún hafi verið „drepin úr hor ella ófeiti“, og hafi þó margir talið, aö með þessu ætti að „frelsa hana frá aftöku“. Aö vísu gengu yfir Austurland á þessum árum einhver mestu harð- indi og hungursneyð, sem sögur fara af, og hrundi fólkið niöur í hrönnum úr „hor og ófeiti“. Verð- ur því ekkert um það fullyrt né fyr- ir það tekið, að hið mikla hallæri og almenni skortur hafi að ein- hverju leyti átt þátt í því, að Sunn- efu varð ekki lengra lífs auðið, en hitt má telja jafn víst, að ef sýslu- maður hefði beinlínis látið svelta hana, hefði fljótlega verið eftir því tekið, og vissulega ekki látiö liggja i þagnargildi, þar sem hatramir ó- vildarmenn sýslumanns voru á næstu grösum, t. d. Hjörleifur pró- fastur á Valþjófsstað, næsta bæ við sýslumannssetrið, og Pétur sýslu- maður á Ketilsstöðum Þorsteins- son, sækjandi Sunnefumálanna og höfuðfjandmaður Wiums. Vissu- lega hefðu þeir ekki látið Wium undan bera, ef hann hefði þannig komið í höggfæri. Þetta hefir Wi- um og verið fullljóst. Meðan mál- um hans og Sunnefu var enn ekki að fullu lokið, voru þau bæði und- ir „smásjá stórvelda“ í landinu. Fráfall Sunnefu hlaut á þessum tíma — þótt að bæri með „eðlileg- um“ hætti — að skapa sýslumanni nokkurn vanda. Það er því „blátt áfram óhugsandi“, að hann hafi ráðið henni bana, og „bætt þarmeð á sig nýjum vandræðum“ (próf. G. J.), enda þótt hitt sé rétt, að honum mátti ekki á sama standa að hún kæmi því við að vinna eiö- inn. En þótt sýslumanni væri þaö vitaskuid nokkurs virði að koma í veg fyrir það, þá skapar það út af fyrir sig engar líkur fyrir því, að hann hafi framið slíkan glæp. Það er því og hæpið í Æfiskrám P.E.Ó., að fráfall Sunnefu hafi „mjög leyst úr vanda sýslumanns", það setti hann þvert á móti í mjög hættu- lega aðstööu, enda var t. d. mál Jóns Sunnefubróður enn ódæmt á Alþingi, og ekkert trúlegra, en krafið yrði sagna um afdrif Sunn- efu í sambandi við það mál. Þegar allt þetta er virt sýnist liggja nokkurnveginn ljóst fyrir, aö kvittur þessi um grunsamleg enda- lok Sunnefu sé ekki annað en róg- ur og álygar, vafalaust undan rifj- um óvildarmanna Wiums, til sára- móta fyrir ófarir þeirra í hæstarétti etc, og hafi rógur þessi síðan orö- ið lífseigari vegna vísunnar og vegna ýmiskonar þjóðsagna og ör- nefna, svo sem t. d. „Sunnefuhyl- ur“, sem fyrr er greint. Hefði nokk- ur fótur verið fyrir þessu, er ná- lega óhugsandi annað en það hefði borið á góma í sambandi við á- framhaldandi rannsókn þessara mála, en hvorki Jón Sunnefubróöir né verjandi hans, Jón Snorrason, né heldur höfuðandstæðingur Wi- ums, sækjandi málsins, Pétur sýslu maður Þorsteinsson, vikja að þvi einu orði, að nokkuð hafi þótt grunsamlegt um fráfall Sunneíu. Og eftirtektarvert er, að í æviminn- ingu P. Þ. (Kbh. 1820), þar sem Wium er þó ekki borin vel sagan í sambandi við þessi mál, er hvergi látið liggja að því, að andlát Sunn- i Olíusamlag Fáskrúðsfírðinga FASKRUDSFERÐI TILKYNNIR: Höfum ávallt fyrirtiggjandL: Gasolíu frá birgbageymi. Benzín frá birgðageymi. Ljósolíu á tunnum. Smurningsolíur af öllum tegundum í ýmsum umbubum. Koppafeiti og fl. tegundir af feiti. Munum kappkosta að veiia vibskiptamönnum vorum hina beztu fojónustu. Reynib vibskiptin. GLEÐILEG JÓLÍ - FARSÆLT KOMANDI AR! usamlag Fáskrúðsfirðinga FASKRUÐSFIRÐI — SIMI 7

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.