Tíminn - 31.01.1954, Blaðsíða 7

Tíminn - 31.01.1954, Blaðsíða 7
15. blað. TÍMINN, sunnudaginn 31. janúar 1954. Frá hafi til heiða Hvar eru skipin Sambandsskip. Hvassafell er í Keflavík. Arnar- fell átti a3 fara frá Rio de Janeiro í gær til Receife. Jökulfell er í R- vík — kom í gær frá Hamborg. Dís- arfell er í Amsterdam. Bláfell kom við í Helsingborg 27. þ.m. á leið frá Gdynia til Hornafjarðar. Messur tangholtsprestakall. Messa í Laugarneskirkju kl. 5. — Séra Árelíus Níelsson. Úr ýmsum áttum Millilandaflug. Flugvél frá Pan American er vænt anleg frá New York aðfaranótt þriðjudags og heldur áfram til ' London. Aðfaran^tt miðvikudágs kemur flugvél frá London og held- ur áfram til New York. X B-LISTINN! Morgunblaðið spáir tveim Framsóknar- mönnum í bæj- arstjórn Mogginn birti eina liinna frægu „glundroða“-mynda sinna í gær, en það er fast- tir liður í kosningabaráttu íhaldsins daginn fyrir kosn- ingar. Sams konar mynd var birt daginn fyrir síðustu bæjarstjórnarkosningar og er nú lítið breytt að öðru leyti en því, að samkvæmt þessari spádómsmynd Mogg- ans á Framsóknarflokkurinn tvo fulltrúa í bæjarstjórn. Verður þetta ekki skilið á annan veg en þann, að það sé lsosningaspá Morgunblaðs ins, að B-listinn eigi vísa tvo fulltrúa í bæjarstjórn við þessar kosningar. Verð- ur þá skiljanlegt, hvílíkt of- urkapp Morgunblaðið cg ræðumenn íhaldsins hafa lagt á það í kosningabarátt- unni að hamast gegn Fram- sóknarmönnum og hefir eytt á þá þrisvar sinnum ineira rúmi en alla aðra andstöðu- flokka sína til samans. Látið kosningaspá Morg- unblaðsins rætast, góðir kjós enúur. „Stórgróðans aðferð” Nokkru eftir aldamótin síð ustu var einn stórgróðavegur hjá mörgum að verða gjald- þrota- Menn söfnuðu í fyrsta lagi miklum dignum, komu þeim svo á nafn konu sinnar eða annarra nákominna vandamanna. í öðru lagi söfn uðust stórar skuldir hjá bönk um o. fl. lánardrottnum. ! Einn góðan veðurdag var svo máttarstólpinn gjaldþrota j og lánardrottnarnir töpuðu stórfé. I En máttarstólpinn reis upp með nýtt fyrirtæki, skuld- laus, með nóg veltufé. Ein af þeim endurbótum,' sem urðu í íslenzku þjóðlífi, eftir að Framsóknarmenn: fóru að hafa áhrif, voru þau, • að síðan er heldur erfitt að verða gjaldþrota sér til stór- gróða. Ennþá er samt „stórgróð- ans aðferð“ á margan hátt iðkuð með góðum árangri. Ein af þeim aðferðum er að nota bæjar- eða ríkisvaldið til margvíslegrar auðgunar gæðinga þeirra, sem með völd in fara. Lengst virðist þó geng ið í þessu hjá valdhöfum höf- uðstaðarins. Enda eru skjól- stæðingar þeirra og aðal mátt: arstoðir margir orðnir stór- j auðugir. Og þessi auður er, aftur notaður, að nokkru leyti, til þess að standast kostnaðinn við að halda völd um í höfuðborginni. Kaupa I og selja. Selja og kaupa. —' Væri sagt mannasálir, En eitt stórskáldið okkar hefir meitlað þetta ljóst í tveim ljóðlínum: „Stórgróðans aöferð mér strandhöggsleg finnst og stelvísleg gjaldþrotin öll.“ Kári. Aðeins í Reykjavík Margt er deilt um í bæjar stjórnarkosningunum. Og er máske réttast að við tökum ekki mikinn þátt í þeim deil um, sem ekki eigum heirna í Reykjavík. En ég er þeirrar skoðunar að alla íslendinga varði tals vert hvernig höfuðstiaðnum er stjórnað og þá ekki sízt hvernig hann er byggður fyr ir framtíðina. Vafalaust eru þar mörg og stór mistök gerð, en tvö eru í mínum augum einhver þau allra verstu nú á siðustu árum, og tæplega afsakan- lega; Þessi tvö eru bygging- arnar í Örfirisey og Morgun- blaðshúsið stóra. Þetta held ég að væri ekki gert í neinum höfuðstað á vesturhluta jarðar, nema á íslandi, a. m. k. ekki fyrir norðan 40. breiddargráðu. V. G. X B - LIST ANN ! Sanmiiigar vcrzlnuarfólks (Framhald af 8. Blðu.l kvæmt óskum V. R. voru teknar upp viðræður um breytingar á þeim. Sam- kvæmt þeim greiðist nætur- og helgidagavinna með 100% álagi frá því þrem tímum eft ir löglegan lokunartíma og fram til kl. 9 að morgni, en þeir, sem byrja vinnu fyrr en kl. 9 að morgni, skulu þeim mun fyrr fá greitt eftir- og nætur- og helgidagakaup. Vísir líkir mál- flutningi Tímans við Biblíuna Vísir segir frá því í gær, að menn séu farnir að skoða' málflúíning Tímans jafn á- j reiðaniegan og Biblfuna sjálfa, sem er eins og menn vita, undirstöðu Iærdómur kristinnar trúar. Líklegt er að sá blaðamaður Vísis, sem leggur stund á guðfræðinám, hafi gert þessa uppgötvun. Tímiiin hefir aldrei orðið' aðnjótandi slíkrar viður- J kenningar af hálfu andstæð , inga og sýnir þetta eins J glöggt og verða má málefna i lega uppgjöf Sjálfstæðis- j mánna, þar sem þeir líkja1 gagnrýniorðum Tímans á1 Sjálfstæðisfiokkinn við Bibl: íuna. Gunnar Ilall (Framliald af 8. slðu.) sem ekki vilja láta flokk sinn vera verzlunarvöru í sambandi við brunatrygg- ingar, verður það að fylkja sér um B-listann. Þetta kom glöggt fram hjá þeim mörgu Lýðveldismönnum, sem bæði nafngreindir og ó nafngreindir gáfu sig fram í gær við Tímann og skrif- stofu B-listans. vétu /ú&z&íó % amP€R v Raflagnlr — Vffiferflr Rafteiknlngar Þlngholtsatrætl II Slmi 81556 BÓKIN Aðalútsala á íslandi: BÓKABÚÐ NORÐRA um hið nýja og glæsiiega heimili SAMEINUÐU ÞJÓÐANNA—í 300 myndum — er nú loks komin Þetta er myndasaga hinnar glæsi legu byggingar Sameinuðu þjóð- anna í New York, með skýring- um á 4 tungumálum, ensku, frönsku, spönsku og norsku. Bókin er 72 síður með 300 mynd- um en kostar samt aðeins 50 krónur Bókin fæst í eftirtöldum bóka- verzlunum í Reykjavík: Bókabúð Braga Brynjólfssonar Bókabúð Lárusar Blöndal Bókaverzlun Sigf. Eymundssonar Bókaverzlun ísafoldar, og Bókabúð NORÐRA Á Akureyri: Bókaverzlun P. O. B. f Hafnarfirði: Bókaverzlun Valdimars Long Hafnarstræti 4 — Sími 4281 Reykjavík Kosningaskrifstofa B-listans er í Edduhúsinu við Lindargötu 81300 (3 línur), 6066, 5564. Kjörskrá: 82630 Stuðningsmenn B-listans Aú ríður á að vel sé unnið. Hafið sauxband við skrifsiofima og veitið nauðsynlcga aðsfoð. — Kjósið snemnia og hvetjið aðra til að gera slíkt hið sama W* X B-listinn

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.