Tíminn - 31.01.1954, Blaðsíða 2

Tíminn - 31.01.1954, Blaðsíða 2
TÍMINN, sunnudaginn 31. janúar 1954. 25. blað. Bæði veðurspáin og kosningaspáin er Sjáifstæðismönnum óhagstæð f dag fara fram kosningar í bæja- og sveitastjórnir. Að sjálfsögðu hefir kosningabaráttan verið hörðust í bæjunum og þó einkum hér í Reykjavík, sem undanfarin fjörutíu ár hefir verið stjórnað af Sjálf- stæðismönnum eða undanförum þeirra. Atkvæðaveiðar Sjálfstæðis- manna hafa haft á sér sama snið og að undanförnu og hafa þeir ekki rekið aðra málefnabaráttu en þá, að þylja upp úr Morgunblaðinu slag- orð frá síðustu bæjarstjórnarkosningum. í gærkveldi var veðurspáin frem- ur óhagstæð fyrir daginn í dag og kann svo að fara, að óhagstætt veður kunni að draga úr kjörsókn. En veðurspáin hefir einnig verið óhagstæð að undanförnu fyrir Sjálf stæðismenn í stjórnmálalegum skilningi, svo að með sanni má segja, að tvisýnt veður sé fyrir þá í dag í öllum skilningi. Konfekt og lóðir. Sjálfstæðismenn neyta margra bragða til að ná atkvæðum í þess- um kosningum. Undanfarið hafa þeir lofað fólki fjölmörgum lóðum, án þess að hafa nokkurn mögu- leika til að standa við þau loforð. Hafa þeir þannig gert sér þaö að leik, að vekja tálvonir hjá fjöl- mörgu fólki, aðeins til þess að tryggja sér atkvæði þess. Sagt er, að konfektið muni gegna mikil- vægu hlutverki hjá Sjálfstæðis- mönnum nú, sem við fyrri kosn- ingar. Herma sögur, að háttur þeirra við undanfarnar kosningar hafi verið sá, að senda stóra kon- fektkassa inn á sum heimili, þar sem fylgi hefir verið ótryggt, í þeirri von, að sætindin tækju mestu beiskjuna úr háttvirtum kjósend- um. Eiga þessi sætindi að hafa ver- ið send sem gjöf frá ýmsum hátt- settum mönnum í flokknum, en af nafni þeirra hafi átt að standa þvílíkur ljómi, að biTgðist konfekt- ið, myndi nafn gefandans bera til- ætlaðan árangur. Viskífiaska pr. atkvæði. Fræg er sagan orðin frá alþing- iskosningunum síðustu um viskí- flöskuna og atkvæðið. Sagan segir, að þegar líða tók á kosningadag- inn, hafi þeir vísu hetrar i Hol- stein séð, að sumir fyrrverandi kjós- endur flokksins virtust ætla að sitja heima. Voru sumir þeirra orðn ir óþjálir, eins og dekurbörn og heimtuöu eitt og annað á síðustu stundu og var reynt að verða við þeim tilmælum. Sumir vildu fá vín, einkum þegar leið á kvöldið. Heimtaði einn þeirra flösku. af viskí, en Holsteinbúar höfðu búizt við þessum kenjum og gátu þvi orðið við tilmælum þessum. Var flaskan send og búizt við að mað- urinn myndi nú koma með góðu, en hann sendi bifreiðina til baka og sagðist kjósa síöar um kvöldið. Var nú fylgzt með því í bókum, hvort maður þessi kysi, en ekki kaus hann og því farin önnur ferð heim til hans að fregna af atkvæð- inu. Hafði maðurinn þá gætt sér svo ríflega á flöskunni, að hann var ekki viðmælandi. Sagan segir, * að maðurinn hafi ekki kosið, og gjöfin því ekki komiö að notum. j Kann aö vera, að í dag missi ! Sjálfstæðismenn meirihluta sinn á því, að hlaða svo miklum loforð- um á háttvirta kjósendur, að þeir verði svo miður sín, að þeir kom- ist ekki á kjörstað, jafnvel þótt þeir hefðu annars farið, þrátt fyrir , óhagstætt veður. Ekki eru sögurn- ar um konfektið og viskíið seldar dýrara en þær voru keyptar, en þær eru táknrænar um það álit, sem fólkið hefir á kosningabaráttu S j álfstæðismanna, X B-LISTINN! Vilt þú bera ábyrgð ina, Útvarpið Útvarpið í dag: Fasf'r liðir eins og venjulega. 13.15 Frindaflokkúrinn „Frelsi og manngildi" eftir John Mac Murray prófessor í Edinborg; fimmta erindi (Jónas Pálsson þýðir og flytur). 17.00 Messa í Laugarneskirkju (Sr. Árelíus Níelsson predikar). 18.30 Barnatími (Þorsteinn Ö. Step- ensen). 19.30 Tónleikar: Fernando Germani leikur á orgel (pl.). 30.20 Erindi: Sérstofnanir Samein- uðu þjóðanna (Kristján Al- bertsson sendiráðsfulltrúi). 30.35 Tónleikar (plötur): „Hnotu- brjóturinn“, svíta eftir Tschai kowsky. 21.00 Dagskrá Sambands bindindis- félaga í skólum. 22.05 Danslög (plötur). 24.00 KosningafréttL' og tónleikar af plötum. Dagskrárlok á óákveðnum tíma. Útvarpið á morgun: Fastir liðir eins og venjulega. 18.55 Skákþáttur (Baldur Möller). 19.15 Tónleikar: Lög úr kvikmynd- um (plötur). 20.20 Heimastjórnin háifrar aldar: a) Ólafur Thors forsætisráðh. flytur ræðu. b) Vilhjálmur Þ. Gíslason út- varpsstjóri flytur erindi. c) Samfelld dagskrá: Menn og málefni á tímamótum. d) Steingrímur Steinþórsson landbúnaðarráðherrar flytu ræðu. — Ennfremur tónleikar af plötum. 22.10 Um daginn og veginn í fyrstu viku febrúar 1904: Ýmsir smá þættir. 22.40 Tónleikar: íslenzk ættjarðar- lög (plötur), 23.00 Dagskrárlok. Hvaða umbótamaður vill bera ábyrgð á því að glæfra flokkur eins og íhaldið haldi völdunum í Reykjavík um næstu framtíð? Getur nokkur Reykvíkingur fyrir gefið íhaldinu að loka Aust urstræti til vesturs með byggingu hins nýja „Hol- steins“ og eyðileggja aðal- götu bæjarins um alla fram tíð. Það er mikil furða, að þessir Thorsarar, Hafstein- ar Thoroddsenar skuli ekki hafa tekið Austurvöll og byggt sér þar musteri. Nú fyrir kosningarnar er allt til reiðu fyrir þá fá- tæku. Kosningasmalarnir lofa öllu. Þeir segja eins og maðurinn fyrir vestan. „Sjálfsagt góði“. Lóðir eru boðnar, lán eru bara sjálf- sagður hlutur, síma geta menn auðvitað fengið í, stuttu máli: Það er allt til reiðu, ef þú fellur fram og tilbiður íhaldið, og krossar við D-listann. Þetta atferli minnir ó- þægilega á síðustu daga Rómaveldis, þegar þrælarn ir fengu „brauð og leiki“ og voru síðan bundnir við ár- ina. Kjósandi, atkvæði þitt getur valdið miklu. Vilt þú bera ábyrgð á, að peninga- valdið noti þig sem verk- færi til að liýða sjálfan þig, vilt þú bera ábyrgðina. Margir Lýðveldismenn styðja B-listaíin í da Bréf það til Gunnars borgarstjóra, sem Tíminn birti í gær frá ein- um af meðlimum Lýðveldisflokksins hefir vakið mikla athygli. Lýðveld- ismaður, sem ekki segist vera höfuntlur bréfsins, kom í kosningaskrif- stofu Framsóknarflokksins í gær, sagði frá furðulegum hótunum, sem hafðar voru í frammi við hann í gær, þar sem ýmsir Sjálfstæðismenn þóttust vissir um að hann væri höfundur bréfsins. En fleiri munu hafa fengið upp- hringingar, þar sem margir liggja undir grun um að vera höfundar bréfsins. En margir Lýðv.menn vildu gjarnan eiga eitthvað í því. En það skal tekið fram, að ekki hringdi borgarstjórinn sjálfuir, né neinn þeirra manna, sem fremst standa í röðum Sjálfstæðisflokksins hér í gær. Ýmsir ,(smærri spámenn" voru notaðir til þessara starfa, auk nafnlausra hótunarmanna. Þessi Lýðveldismaður sagðist hins vegar vera alveg óhræddur, enda vanur ýmsu á langri samleiö með Sjálfstæðismönnum. Hvorki hótanir snertand hann eða fjöl- skyldu hans geta fengið hann og fylglsmenn hans í Lýðveldisflokkn- um til að hætta við þá ákvörðun að svara þessu gerræðisfulla of- beldi með því að kjósa Framsókn- arflokkinn, þann flokk, sem Sjálf- stæðismenn óttast mest í bæjar- stjórn og liklegastur er til að hefja þar til vegs virðingu fýrir ráðdeild og sparnaði í bæjarrekstrínum. Mennirnir, sem reynt er að kúga þessa dagana, geta hugsað til fyrri spora íhaldsins, þegar þvinga átti Hjalta Jónsson til að falla frá þeim stuðningi, er hann vildi veita Fram sóknarmönnum til að virkja Sog- Ið. Það verður eins með Lýðveldis- menn og Hjalta, hótanir og svik- aranöfn hafa öfugar ætlanir, þvl málstaður réttlætisins sigrar að lokum. „Þess vegna var Sogið virkj að og einnig þess vegna mun Gunn ar ekki verða borgarstjóri áfram, | ef við Lýðveldismenn fáum ein- hverju þar um ráðið“, sagði þessi fyrrverandi stuðningsmaður Sjálf- stæðisflokksins I kosningaskrifstofu Framsóknarflokksins í gær. Svo of- býður honum og mörgum fleirum nú orðið spillingin og óhófseyðsl- an I rekstri bæjarins undir stjórn Gunnars og yfirstjórn Sjálfstæðis- flokksins, sem rekur bæinn sem góð gerðastofnun fyrir útvalda gæðinga sína. X B-LISTINN! TILKYNNING um atviimuleysisskránmgu Atvinnuleysisskráning samkvæmt ákvörðun laga nr. 57 frá 7. maí 1928, fer fram á Ráðningarstofu Reykja víkurbæjar, Hafnarstræti 20 dagana 2., 3., og 4. febrú ar þ. á., og eiga hlutaðeigendur, er óska að skrá sig, samkvæmt lögunum, aö gefa sig þar fram kl. 10—12 f.h. og 1—5 e.h. hina tilteknu daga. Óskað er eftir, að þeir sem skrá sig séu viðbúnir að svara meðal ann- ars spurningum: 1. Um atvinnudaga og tekjur síðustu þrjá mánuði. 2. Um eignir og skuldir. Reykjavík, 30. janúar 1954 Borgarstjórinn í Reykjavík Uppboð sem auglýst var í 91. og 92. tbl. Lögbirtingablaðsins 1953 og 1. tbl. þess 1954 á hluta í eigninni nr. 6 við Mímisveg, hér i bænum, neðri hæð og kjallaraíbúð, eign dánarbús Helgu Halldórsdóttur, fer fram á eign- inni sjáfri laugardaginn 6. febrúar 1954, kl. 2,30 síðd. Söluskilmálar og teikningar af eigninni eru til sýn- is hjá uppboðshaldara, og geta þeir, er þess óska, skoð- að eignina fimmtudaginn 4. febrúar 1954 kl. 2—4 síðd. Uppboðshaldarinn í Reykjavík. I !| 11 ii :s o o O (» (> ó AUGLÝSING Stjórnarráðið verður lokað mánudaginn 1. febrúar 1954. ForsætLsráðuneytih. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda hjálp við andlát og jarðarför konu minnar JÓHÖNNU VALDIMARSDÓTTUR frá Krossi. Fyrir mína hönd, móður og systkina Ólafur Sveinsson. Maðurinn minn LÁRUS Þ. BLÖNDAL skipstjóri andaðist að heimili okkar, Sjafnargötu 8, hinn 30. þ.m. Margrét Ólafsdóttir iiiiiMiiiiiiiifiiiiititmiiiinintiiniiuiiMuiiiiiiiiuiiiiiiiit öll notuð lslenzk frímerkl, hæsta verði. Skrifið og biðjið um innkaupsverð- skrá og kynnið yður verðið Gísli Brynjólfsson SAMVDNNnnrmTTEœmoAai Barmahlíð 18, Reykjavík Gætið varúðar í umferðinni MJIUUIIIIIIUIIIIMUIIIIUIMIIiamiM X B-LISTINN! CtbreHSltt Tíhmuul Wí in n incfarópföi sj.es. ÁRNÍ QUÐJÓNSSONi hdl. Málfi^skrífatofa' \Qarðastreati 17: Slmi 63M

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.