Tíminn - 31.01.1954, Blaðsíða 8

Tíminn - 31.01.1954, Blaðsíða 8
X B-listinn |8. árgangur. Reybjavík, X B-listinn 31. janúar 1954. 25. blað'. ?!"■ 1 1-1 •* 1946 BJUGGU 1303 REVKVÍKINGAR í BRÖGGUM 1P52 BJUGGU 2400 REYKVÍKIN GAR Í.BRÖGGUM Til miimis kjóscndism: íhaldið hefir alveg brugöizt í byggingamálum almennings Húsnæðismálin eru ein mestu hagsmunamál al-1 mennings í hverju bæjarfélagi. Hvernig hefir íhald- j ið í Reykjavík annazt þau mál? 1. íhaldið barðist frá upphafi gegn verkamannabú- J stöðum og samvinnubyggingafélögum. 2. Nýsköpunarstjórnin fræga vanrækti gersamlega íbúðabyggingar almennings, og áttu Alþýðuflokk ur og kommúnistar þar einnig hlut að. 3. Úrræði íhaldsins á nýsköpunarárunum voru hin- ir heilsuspillandi hermannabraggar, og hefir í- búatala í þeim tvöfaldazt frá 1946 til 1952. | 4. Reykjavíkurbær hefir gefizt upp við íbúðabygg- ingar á síðasta kjörtímabili. j 5. Reykjavíkurbær hefir stóraukið byggingarkostn-' að almennigns, t. d. með okri á möl og sandi. 6. Reykjavíkurbær hefir gefizt upp við að úthluta nægum smáíbúðalóðum svo að menn hafa flúið bæinn hundruðum saman til að geta byggt ann- í ars staðar. Þótt íbúðabyggingar séu nú frjálsar,1 stendur allt fast á lóðaleysi íhaldsins. ★ ★ ★ Verk Framsóknarilokksins í byggingamálum Reykjavíkur og annarra kaupstaða eru á annan veg. Framsóknarflokkurinn hefir beitt sér fyrir eða stutt verkamannabústaði og samvinnubyggingar. Árin 1950—1953 veitti ríkið samtals um 40 millj. kr. til íbúðabygginga eða um 10 millj. á ári, þ. á m. smáí- búðalán. Næstu sex árin á undan veitti ríkið aðeins 12 millj. samtals, eða 2 millj. á ári í þessu skyni. Mun- urin ner sá, að síðan 1950 hafa Framsóknarmenn farið með stjórn fjármála og félagsmála, en áður voru þessi mál í höndum íhaldsins og Alþýðuflokks- ins. Að síðustu má svo minna á hinar gagnmerku tillögu Þórðar Björnssonar í bæjarstjórn, sem rakt- ar hafa verið margoft hár í blaðinu og af skynbær- um mönnum eru taldar hið merkasta, sem fram hef- ir komið á þessum vettvangi hin síðari ár í bæjar- stjórn Reykjavíkur. Tillögur þessar fjalla um það, að stofnaður verði varanlegur lánasjóður til að veita hagkvæm lán til íbúðabygginga. Einnig taki bærinn lán, er nemi a. m. k. 1 millj. sterlingspunda, og verði það notað til að byggja 2ja og 3ja herbergja íbúðir handa því fólki sem nú býr í heilsuspiilandi húsnæði. Einnig að Reykjavíkurbær hafi forgöngu um lækkun byggingarkostnaðar, en ekki eins og nú er, að hann hækki raunverulega byggingarkostnáð í bænum. X B-listinn Innkaopastofnunin er gagnslaus og verri en það Eins og sýnt hefir verið fram á með Ijósum rökum hér í blaðinu, er innkaupa- stofnun Reykjavíkurbæjar gersamlega gagnslaust fyrir tæki, eins og yfirlýst er af flestum þeim bæjarstofn- unum, sem við hana eiga að skipta. Stofnun þessi er raunar rekin sem einkafyr irtæki heildsala hér í bæn- um og miðast við það að veita honum ágóða og öðr- um nánustu íhaldsgæðing- um af viðskiptum við bæ- inn. En auk þess hefir heild- sali sá, sem stofnuninni veitir forstöðu reynt að ganga fram hjá íslenzkum umboðum, þegar hann út- vegar vörur erlendis frá og snúið sér beint til erlendra firma í því skyni að eiga bein skipti við þau og hirða sjálfur ágóðann. Kjósendur, starf inn- innkaupastofnunarinnar er eiít af þeim óþurftarverk- um íhaldsins, sem á að verða því að falli í dag. Kosning í Seltjarn- arneshreppi Við hreppsnefndarkosning ar í Seltjarnarnesshreppi bera Framsóknarmenn, Sjálf stæðismenn o. íl., fram sam eiginlegan lista, og er það B listi. Á honum eru þessir menn: Sigurður Flygering, verkfr. Tjörn, Jón Guömunds son, bóndi, Nýjabæ, Sigurður Jónsson, bílstjóri, Steinnesi, Kristján Skagfjörð, múrara- meistari, Skólabraut 15, Að- alstóinn Þorgeissonn, bú- stjóri, Nesi, Sigfús Guð- mnndsson, framkv.stj., Ár- nesi, Magnús Guðmundsson, vélstjóri, Sæbóli, Steinar Bjarnason, trésmiður. Dverga steini, Ágúst Jónsson, lög- reglum. Valhúshæð, Sigur- jón Jónsson, fyrrv. útibús- stjóri, Helgafelli. í sýslunefnd: sigurður Jónsson, hreppstj., Mýrar- húsaskóla, Varam.: Sigur- jón Jónsson, Helgafelli. Björn Ingvarsson skipaður lögreglustjðri á Keflav.velli Utanríkisráðherra skipaði í gær Björn Ingvarsson, fulltrúa sýslumannsins í Gullbringu- og Kjósarsýslu og bæjarfógetans í Hafnarfirði í embætti lögreglustjórans á Keflavíkurflugvelli. , ,,, . víkurflugvelli og er þvi mál- Með braðabirgðalogum, um þ ^ ^n— r. sem ut voru gefin fynr nokkr Björn er hinn traustasti mað um dogum var Keflavikur- ur líklegur til farsældar 4 flugvollur skihnn fra logsagn * _ arumdæmx Gullbnngu- og ( Alþýðublaðið birtf f. . ^ götuslúður um það, að skipa ætti Þórð Björnss©n*-4 Jxessa stöðu. Sést nú hversp staðlaus ir stafir það eru. Björn Ingvarsson. Kjórsarsýslu og gerður að sjálfstæðu lögsagnarum- dæmi, sem heyrir beint und- ir ráðherra þamx, sem fer með framkvæmd varnar- samningsins. Björn Ingvarsson, sem nú hefir veriö skipaður lög- reglustjóri á Keflavíkurflug velli er fæddur 1917, sonur Ingvars Guðj ónssonar út- gerðarmanns í Kaupangi. Hairn hefir verið fulltrúi sýslumannsins í Gullbringu- og Kjósarsýslu síðan 1947 og annazt ýmiss störf í sam- bandi við löggæzlu á Kefla- Alþingi kemur sam- an 5. febrúar Á fundi ríkisráðs í dag var Alþingi kvatt til funda af nýju föstudaginn 5. febrúar n. k. kl. 13,30. Þá var Ásmundur prófessor Guðmundsson skipaður biskup íslands frá. 1. febrú- ar n. k. að telja. (Fra ríkisráðsritara 30. jan.) Skemmtifundur að Hótel Borg Eins og getið var í blaðhm i gær var mjög'fjölmenn og ánægjuleg samkoma stuðn- ingsmanna , B-hstpp^: ‘í: Hótel Borg s. 1. föstudagfekvöld. Eix þar sem sagt-var frá skommti atriðum hafði failrð hiðúr, að Haraldur Björnsson, leikari, flutti skemmtiþáttT.-er hlaut mikinn fögnuð samkomu- gesta. j Öll var samkoman með hinum mesta menningarblæ- eins og samkomiir Framsókn ‘armanna eru-venjulega hér. í jReykjavík — og til óblandinn. ar ánægju þátttakendum. I Eigi góð mennipg' að þríf- ast í höfuðstað landsins, ei* . ekki lítið atriði hvernig J skemmtanalífið er. Ómenn— j ingarlegar skemmtisamkom- ur, með drykkjuslarki o. fl. ' þ. h. eru spillingabæli fyrir almenning og þó einkum æskufólkið. G. sammngar verzlunarfólks í gærkvöldi var undirritacý' ur samningur, sem felur í sér breytingu á samningi Verzl- unarmannáfélags J; Reykjavík ur og atvinnurekehda. Sam- ingi milli þessara; aði).a var þó ekki sagt upþ,; ‘én1 “sam- (Frambald á bla. XO). Gunnar Hall lýsir óhróður Varð- bergs um B-listann sér óvlðkomandi Þau tíðindi gerðúst í fyrradag, að blaðið Varð- berg kom út og var nær allt helgað áróðri gegn Fram- sóknarflokknum. Aðalárás- argreinin var skrifuð af for stjóra tryggingarfélags þess, sem brunatryggir fyr- ir bæinn, en aðrar greinar blaðsins voru í meira og minna sambandi við hana. Sambandið milli þess, að borgarstjórinn býður ekki út brunatryggingarnar, og þessarar árásar Varðbergs er því eins ljóst og verða má. Meðal rnargra Lýðveldis- manna ríkti líka hin mesta reiði yfir þessu tiltæki Varðbergs og hringdu ýms- ir á skvifstofu Tímans í gær til þess að láta í ljós andúð sína. Jafnframt lýstu þeir yfrr stuðningi sínum við B-listann, er væri eini andstöðulistli ihaldsins, er óháðir menn gætu kosið að þessu sinni. Meðal þeirra Lýðveldis- manna, er lýstu andúð sinni á þessu tiltæki og kvað sér það algerlega ó- viðkomandi, var einn af helztu forvígismönnum Lýðveldisflokksins, Gunn- ar Hall. Tjáði hann þetta einum þeirra mam, seaa eru á B-listanum. Árásir Varðbex:gs, á B-list ann virðist ,því ,jekki a«F neinu leyti runnin undan rótum forustumapija ,Lýð— veldisflokksjns^ lieWpf hafi forstjóri umra&dds-. ingarfélags fengið ábyrgð- armann hjþtpsnp;,. Egil Bjarnason, itij þefcþj-ár út- gáfustarfseniil AÁÍmiÍi kom því líka til vegar að Varð- berg var boriö*5; bús í gær aldrei þessu vánt. J» 5J Árásin í Varðbergí mun hinsvegar hafa allt önnur áhrif en ætlað --er... Svar margra Lýðvejdissinna, (Framhald á 10. síðú).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.