Tíminn - 21.03.1954, Blaðsíða 5

Tíminn - 21.03.1954, Blaðsíða 5
67. blaff. TÍMINN, sunnudaginn 21. marz 1954. Andrés Kristjánsson: Maídagar í Dölum III Hvíldarheimili húsmæðranna er vel búin og athyglisverð stofnun t Árla morguns föstudag- inn næstan fyrir hvítasunnu í fyrra renndi Nils Appert, véláráðunautur Búnaðar- sambandsins í Bölum þýzka fólk.svagn'ínum sínum he'im hlaðið í Odþnesi við Dalsjö. Hann var þángaö kominn til að sækja mig og eyða degin um með mér í ökuferð um Dali, einkum til að skoða bún aðarskóla, tilraunabú og venjulegt sveitabýli. Hann er ungur og rösklegur mað- ur og hinn skemmtilegasti förunaútur. Gráhærð kempa með stríðni í augum. Fyrst höldum við til bún- aðarskólans í Vassbo, en þar kennir Niis.Appert m. a. hirð ingu lanöbúimðarvéla og notkun þeirra. Við heimsækj um Erik. Eriksson, skóla- stjpra, miðaldra, gráhærða kempu, sem tekur glaðlega á móti okkur á skyrtunni. í gráum augum hans er stríðnisglampi, svo að ég er þegar ofurlítið á verði. Við sitjum stundarkorn í skrif- stofu hans, og hann seeir mér undan og ofan af skóla starfseminni. Gott kúakyn. Bændaskólinn í Vassbo er éign b ú( íaðars am ba n dsi n s, og hlutverk hans er að búa unga óe áhugasama menn undir bóndastarfið og vekja hiá þeim vilja Ög getu til að yerða dugandi jarðaræktar- menn, eins og segir í stefnu skrá skólans. Til bess að ná þesSu marki hefir skólinn f ^cítttir LirLjannar ****** (i" i " mi Í3Í I i ! = Búnaðafskóihui i Vassbo. Byggingarnar standa dreift, skógurinn skýlir vel. ha ræktað beitiland og 207 ha. skóglendi. I í skólanum er ræktað sér- jstakt kyn' norðursænskra. hesta, sem þykja sérlega þol góðir og góðir vinnuhestar. Meðalnyt mjólkurkúnna í Vaassbo, rauðkollanna, er nú orðin 3660 kg. á ári og með- alfita mjólkurinnar 4,6%. — Kynblöndun þessara kúa við finnskt rauðkollukyn i skól- anum að undanförnu, hefir gefið athyglisverðán árangur og vakið mikia eftirtekt. Hvíldarheimili húsmæðra. Frammi á bakkanum, sem ris upp frá ánni rétt við Vassbo-skólann stendur fög- ur er, gömul bygging, sem þó Gaipftlt fjós í Dölum. Það er harla ólíkt því, sem nú tíðkast. Til dæmis eru milligerðir bása ekki lengur tíðkaðar, en þarna eru þær aliviðamiklar. Takið eftir rúmi fjósastúlk- unnar í horninu. þæði heils árs og vetrarnám skeið auk ýmlssa styttri nám skeiöa tii þjálfunar í ákveðn um búgreinum. Skólinn er einkar vel búinn. Hús hans standa dreift og hefir hver grein skcílanS ákveðið’ um- ráðasvæði. Hann hefir yfir að ráða allmik.lum lendum, þar sem rekin er skógrækt, hvers. konar akuryrkja, sem tíökast í Dölum og ýmiss konar kvikfjárrækt. Eink- um leggur skólinn rækt við að kynbæta rauðkollurnar, kúakynið, sem nú þykir nota drýgst í Dölum, og á skólinn góða kýnbótagrripi, meðal anriars nokkur afbragðs fálleg kynbótanaut. Land skóláns er samtals 325 hekt- arar, þar af 105 ha akrar, 10 u, j.,..,:': ..jrisM í i:íaS •9»»,S39:«»« ulrt hefir verið byggt vel við á seinni árum. Þettá er óðaliö sjálft, Vassbo, og þar hefir nú verið komið á fót stofnun, sem sannarlega er þess viröi, að íslendingar gefi gaum, því að mér ér ékkí kunnugt urn, að nein hliðstæða hennar sé til hér, þótt reynt hafi verið að koma á hliðstæðri starf- semi við í islenzkum skólum. Þarna á gamla óðalinu, sem áður vár mikill herragarður, hefir nú verið komið upp hvildarheimiíi handa hús- mæðrum á sveitabýlúm Dal- anna. Hvíld og fræðsla,, Það éru kvenfélagssamtök héraðsins og búnáðarsam- 'gem ' þarna^ legpa. 1 hönd á pióginn sameigin- lega. Húsmæðrunum er boð- ið til nokkurrar dvalar á þessu hvíldarheimili með nokkru millibili. Þar dvelja þær svo sem hálfan mánuð í senn og hugsa fyrst og fremst um að hvíla sig, enda er allt gert til þess að sú hvíld verði sem bezt og á- nægjulegust. En jafnframt geta konurnar, ef þær óska þess, tekið þátt í námskeið- um í matreiðslu, vefnaði, saumi, eða einhverju öðru. Heimilið er búið svo góðum húsmunum sem nokkur kost ur er, og allt gert sem unnt er til þess að dvölin verði í senn hvíld og upplyfting og tilbreyting frá frábreyttum og erilsömum heimiiisstörf- um. — Fær ráðskonu í fjarverunni. í En það er ekki ætíð þægi- legt fyrir sveitakonu að kom ast að heiman, og er það sama sagan hér á landi og í Svíþjóð. Til þess að sumar konurnar verði ekki út und- an í þessu efni, annast kvennasambandið og búnað- J arsambandið um það að hafa | til reiðu nokkrar þjálfaðarj , stúlkur, sem hægt er að ' senda sem ráðskonu á slík , heimiii, meðan húsmóðirin fær sér hvíldarleyfi. Þessi 1 starfsemi hvíldarheimilisins þykir gefast með ágætum og | eiga mikinn þátt í því. að gera húsmæðrum sveitanna lífið léttara, svo að þess verða færri dæmi, að þær verði þreytusjúkdómum hús- móðurstarfanna að bráð. — Jafnframt kemur þetta hús- mæðrunum í snertingu við þær nýjungar, sem eru að gerast hverju sinni í hús- mæðrafræðum og hússtjórn, og léttir þeim þannig veginn inn á sænsk sveitaheimili. Hér er um að ræða athygl- isvert fordæmi, sem íslend- ingar ættu að gefa gaum. Kvenfélögin og bændasam- tökin ættu að hafa hér sam- vinnu. Slík hvíldarheimili mætti vafalaust starfrækja víða um land suma tíma árs í húsmæðraskólum, bænda- skóium, héraðsskólum og víð , ar. En það er ekki nóg að | stofna til slíks. Það verður að sjá þeim húsmæðrum, sem illa éiga heimangengnt, um hjálp á meðan, svo að þær 1 * Framh. á 11. síðu. Hinn „sögulegi/; Kristur í venjulegri mannkynssögu handa skólum er lítið sem ekkert sagt um Jesú frá Nazaret. Ef til vill er þetta sök- um þess, að höfundarnir geri ráð fyrir því, að Jesú sé utan og ofan við veraldarsöguna sem dulrænn kraftur, er hafi áhrif á gang hennar, en tilheyri henni ekki sjálfur á sama hátt og aðrir menn. Þetta er auðvitað rétt, ef miðað er við Jesú eftir himnaför og hvítusunnu, en í holdtekjunni felst aftur á móti það, að Jesú hafi verið söguleg persóna, og líf hans og starf sögulegar staðreyndir. Það er því næsta eðlilegt, að hugur manna hafi ekki aðeins beinzt að Kristi trúfræðinnar, heldur og að Kristi mannkynssögunnar. Þetta skildu frum- höfundar Nýja-testamentisins, því að þeir rituðu bækur síiiar með það fyrir augum, að sanna, að Kristur „trú- fræðinnar“ væri söguleg persóna, og predikun frum- kristninnar var fyrst og fremst í því fólgin, að segja sögur af lífi og starfi Jesú. Þessi vitnisburður hefir um allar aldir verið grundvöllur kristinna trúarkenninga. Þegar menn höfðu öðlazt þann skilning á vísinda- legum sögurannsóknum, sem nú er algengur, var næsta eðlilegt, að fræðimenn færu að beina athygli sinni að frumheimildunum um ævi Jesú. Hvaða gildi hafa þessar heimildir, og hvaða upplýsingar hafa þær um manninn Jesú frá Nazaret? Segja má, að fram hafi komið þrenn svör við þessum spurningum. Hið fyrsta er á þá leið, að engin söguleg rannsókn eigi við, þegar um guðspjöll- in sé að ræða. Biblian sé óyggjandi sannleikur, í sögu- legum efnum sem öðrum, og greini hana á við hinar almennu söguheimildir, sé það undir öllum kringum- stæðum hún, sem hafi rétt fyrir sér. Það sé því alveg óheimilt að beita vísindalegum rannsóknaraðferðum og gagnrýni við biblíuna. — Önnur skoðunin er sú, að guðspjöllin og Nýja-testamentisritin yfirleitt hafi ekk- ert sögulegt gildi, heldur sé hér um að ræða þjóðsögur, helgisagnir og goðsögur, sem ekkert sanni um raunveru- lega ævi Jésú. Þeir, sem lengst hafa gengið, hafa haldið því fram, að Jesú hafi aldrei til verið (Brandes). — Loks er þriðja skoðunin, sem orðið hefir ofan á meðal vísindamanna. Hún er sú, að frumheimildirnar þurfi að rannsaka og gagnrýna eins og önnur forn rit, og einmitt gagnrýnin og hin vísindalega athugun hafi leitt í ljós áreiðanleik heimildanna í öllum meginatrið- um. Eins og vænta má, eru til heilir hópar vísinda- manna, sem fást við rannsóknir á lífi og starfi ein- stakra mikilmenna sögunnar, svo sem Abrahams Lin- colns, Williams Shakespeare o. fl., en það eru smámunir einir samanborið við þann mannafla og þá vinnu, sem lögð hefir verið í að rannsaka heimildirnar fyrir ævi Jesú. Segja má, að hvert orð og hvert viðvik meistarans liafi verið sett undir smásjá vísindanna. Biblíurann- sóknirnar hafa gert það að verkum, að ævi Krists, starf hans og kenning er betur studd en ella, öll þekking betur heimfærð til samtímasögunnar en áður var. Sá, sem nú ætlaði sér að halda því fram, að Jesú hefði aldrei verið til, mundi gera sig að viðundri. Hitt er annað mál, að jafnan verða einhverjar gátur óleystar, og sum- ar niðurstöður umdeildar. Sögugildi einstakra frásagna er ekki jafnmikið, enda tók það alllangan tíma fyrir guðfræðinga fornkirkjunnar að komast að niðurstöðu um það, hvaða rit skyldi velja úr og viðurkenna sem helgirit. Enn eru til guðspjöll, bréf og önnur rit, sem eitt sinn kom til mála að taka inn í Nýja-testamentið, en var hafnað. Fyrir vísindamenn er töluvert á þessum ritum að græða, en enginn, sem ber þau saman við Nýja-testamentið, getur annað en undrazt þá skarp- skyggni, raunhæfni og bókmenntasmekk, sem ráðið hefir gerðum þeirra manna, sem völdu bækurnar í helgi- ritasafnið. Er þar sannarlega um að ræða handlelðslu Drottins og innblástur hins heilaga anda. Það, sem hlýtur að gera athuganir á sögu Jesú hvort tveggja í senn heillandi og erfiðar, er hinn einstæði persónuleiki hans sjálfs. Þegar sagnfræðingur dæmir um sögulegt gildi einhverra heimilda, miðar hann að sjálísögðu við þekkingu sina á venjulegum mönnum og venjuleg náttúrufyrirbæri í umhverfinu. Þess vegna hófðu þeir fræðimenn, sem fylgdu heimspeki efnis- (Framhald á 9. síðu). iiiiiiiimiuiiiiuiiiiiiiiiiiiimmiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiuuiiiuimiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiuiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiittm o.v;r«‘| hlioí ;iEf- íliifin 'to elóno í ,„„„....„„„„„„.....................................„„„„„..............................................................................................................................................................................................................................................."„m,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.