Tíminn - 24.03.1954, Blaðsíða 4

Tíminn - 24.03.1954, Blaðsíða 4
4 TÍMINN, miðvikudaginn 24. marz 1954. 69. blaff. Dr. Jón Dúazon: Orðið er frjálst Auðæfi Grænlands Niff’irlag. í fyrirlestri í „Geografisk Selskab" í Kaupmannahöfn í febrúar 1947 glopraði Olden dow, þáverandi forstjóri Grænlands, því upp úr sér, að það hefði t. d. lengi verið vitað, að mjög mikið af gull málmi af sömu gæðum og unnin væri í Alaska væri til á austurströnd Grænlands andspænis íslandi, nánar til tekið í grend við Krosseyjar, en það borgaði sig ekki að vinna gullið þarna. En hví borgaði það sig ekki, að vinna svona gullrík- an málm þarna„ þar sem heita má íslaust við Krosseyj ar frá því í ágústmánuði og fram að jólum. Líklega af því, að þarna var ekkert ó- dýrt rekstursafl á staðnum: Enginn stór foss, ekki olía og ekki kol. Austurströnd Grænlands fyrir norðan 70° n. br., fyrir norðan Hvítserk, var í forn- öld kölluð Grænlandsóbyggff ir. Svæði þetta' byggðist þó af íslendingum aff lokum allt norður á 78° n. br. svo víst sé, og eru rústir skála þeirra og mannvirkja um þetta svæði. Kolalögin á Sval barði ganga yfir á þennan hluta Austur-Grænlands, vestur norðurströnd Græn- lands og yfir á eyjarnar norð ur af Kanada. Syðstu kola- námurner í Grænlands- óbyggðum eru við mynnið á Öllumlengri, sem nú er upp nefndur Scoresbyssund. Eru námurnar í vesturhlíðinni vestan við fjörð þann, er Krókarefssaga segir ganga þvert til norðurs út frá mynni Öllumlengris, og nú er kallaður Hamlet Inbet og í vestur hlíð dals norður af firðinum. Eru þetta góð kol, enda notuð í eimvélar skipa, er til Öllumlengri sigla. Er staður þessi að sögn forn- manna ein dægursigling eða 30 danskar milur norður frá Kolbeinsey, og kemur það svo til alveg heim. Er að því rekur, að við fáum mann dóm til að sækja kol vor norður að Öllumlengri, mun engum íslendingi finnast ó- gerlegt að flytja þau til Krosseyjar til að mala gull, auk þess sem atómkljúfar geta nú hæglega leyst þann vanda. Vísindaleg málmleit hefir enn ekki farið fram á Græn landi, svo ég viti. En í Græn landsóbyggðum eru Danir nú að gera jarðfræðilegar rann sóknir til undirbúnings vís- índalegri málmleit. Við þær jarðfræðirannsóknir hafa af tilviljun fundist þarna ýmsar námur, þar á meðal blýið, sem einu mun hafa verið á lofti haldið af því, sem þarna hefir fundist. En jarðlög þessa svæðis benda til, að þar geti verið mikið af námum. Þegar ég var að rannsaka þessi mál fyrir meira en þrjá tíu árum síðan, var Græn- land 4. (eða máske 3.) land í heimi, þar sem flestir málmar og steinefni (minæra lier) höfðu þá fundist, þar á meðál ýmítólegir gimsteinar og mjög dýrmæt efni. Sætti þetta því meiri furðu, sem landið máttV heita óbyggt, sama og engin umferð var um það af Norðurálfumönn- um, sáralítill námugröftur rekinn og nálega. engin málmleit hafði átt sér stað. — Nýlega hefir úraníum bætzt í tölu þeirra málma, er á Grænlandi hafa fundizt. Danska stjórnin hefir til skamms tíma verið því mjög andvíg að málma væri leit- að á Grænlandi af. ótta viö að þar kynni að finnast gull, silfur eða gimsteinar í svo stórum stíl, að erlendir ævin týramenn flykktust inn í landið, lokun þess yrði rofin og stjórnin réði við ekki neitt. En ixú eru þessi sjón- armið að breytast, enda festa komin í millilandamál en áð ur var. Landfræðilega séð er ís- land aðeins stór ey við aust- urströnd hins mikla Græn- lands. Sundið milli íslands og Grænlands er álíka breitt og lengsti fjörður hennar á lengd ca. 40 danskar mílur (Öllumlengri er 44 danskar mílur). Auðæfi austurstrand ar Grænlands verða ekki nýtt án hinna íslausu hafna íslands, og vatnsafls íslands verður ekki að fullkomnum auðæfum án málma Græn- lands. I „Vor meginaugði hafs og | hauffra geimur sér hallar þungt aff ísa- | ströndum tveimur; í eining þeirra er afi og rétt- ur máls“. (Jöklajörö) Hver vill afneita rétti ís- lands til þessara auðæfa með aðgerðarleysi, mann- dómsleysi og hugleysi? I Sýnist einhverjum, að ég fari rangt með auðæfi Græn lands eða geri of mikiff úr þeim, vildi ég að, hann gæfi sig fram og sannaði mál sitt. j Er danska stjórnin lagði fyrir ríkisþingið lög um nið- urfelling Sambandslaganna, lagði hún, að sögn, einnig fram lög um opnun Græn- lands fyrir Dönum og Fær- eyingum. j í þessu virðist felast tvennt: j 1. Danska stjórnin virðist með þessu játa, að Grænland hafi til þess tíma verið lok- að 1 þeim tilgangi, að aftra , íslendingum frá að ná þar ilandsnytjum eða setjast þar að. 2. Tilkynning til íslands eitthvað á þessa leið: Þarna sjáið þið okkur sigla burtu með nýlenduna ykkar, og aldrei fá af henni nokkur not. Hvort þetta um sig er storkun til íslendinga. — ís- land mótmælir ekki. Um langt skeið hafa Danir undirbúið innlimun Græn- lands í Danmörku m. a. með því, að neyða dönsku upp á Grænlendinga. Á s. 1. ári breyttu Danir stjórnarskrá sinni, og með henni er Græn land að minnsta kosti að því leyti „innlimað“ í Danmörk, að Grænlendingar eru með stjórnarskrá þessari neydd- ir til að senda 2 menn á Ríkisþing Dana. ísland hefir enn ekki mót mælt. Hér er samanlagt ærin vanræksla af vorri hálfu. Samt verður ekki með sanni sagt, að íslendingar hafi haft möguleika til að krefja Dani um afhending Græn- lands með nokkurri von um árangur fyrr en Pétur Otte- sen fluttfc Grænlandstillögu sína á Alþingi 1945, en síð- an eru 9 ár. Vér höfum þó enn ekki vanrækt Græn- landsmálið svo, að réttur vor sé glataðuf, en látum vér hina síöustu aðgerðir Dana á Grænlandi afskiftalausar, verður það vafalaust lagt út á móti vorum málstað, og það má ske með svo háskalegum afleiðingum, að fyrir þá van rækslu verði ekki bætt. Danir hafa þannig sífellt þrengt að oss og storkað oss æ meir og meir án þess, að vér höfum snúist til varnar og krafist réttar vors, og vér vanrækt svo lengi, að krefja réttar vors, að úr því sem komið er, er annaðhvort að hrökkva eða stökkva. Höfum vér nú ekki manndóm til að krefja réttar vors, er Græn- land oss glatað. Nú er því síð ustu forvöff. — í Grænlands málinu eigum vér allt að vinna en engu aff tapa. Hví þá ekki að fara í mál, ef Danir neita? Hví að láta kúga sig fyrst við getum sótt rétt vorn í dóm? Haldið þið, að Jón Sigurðsson, Benedikt Sveinsson eða Jón Þorláksson hefðu talið þaö úr, að fara í mál, ef réttur vor fengist ekki viðurkennd- ur með öðru móti? Nei, allir þessir menn myndu hafa lagt það sama til og Pétur Otteþen. Allir drengile^.r menn mæna nú til Alþingis og skora á það að samþykkja einróma og meff öllum at- kvæðum Grænlandstillögu Péturs Ottesens, hraffa þing legri meðferff hennar, og ganga ríkt eftir þvi að land- stjórnin fylgi henni meff fylstu einbeitni. Meistaramót Islamis í Körfuknattleik verður haldiff í Reykjavík 26.—28. apríl n. k. Þátttökugjald fyrir hvern flokk er kr. 50,90. Skriflegar þátttökutilkynningar ásamt þátttöku- gjaldi sendist til skrifstofu ÍBR, Hólatorgi 2, eigi síðar en 10. apríl. íþróttabandalag Reykjavíkur. S55S5S5S5555555555S555555555S555555Í3555555S5555555S5SSS553S tí5íí5ííííííí5íí55íííííísí«ííííísí5ííííí*íí5ííí5ííííííílíííííííííís5íí*s [STANLEY] VERKFÆRI Nýhomið: — Pússheflar Langheflar Falsheflar Nótheflar Graíheflar Blokkheflar Þilplötu-heflar Cirklar Smíðavmklar / Disston Sagir Kúbein Ziklingar Pússvélar, 2 tegundir. Einkaumboðsmenn: Raspar Hallamál, alum. Sagarklemmur Hamrar Skrúfjárn Skekkingartaíigir Sveifhnífar Dúkahnífar Brjóstborar Borsveifar Spiral skrúfjárn Rissmál o. fl. LUDVIG STORR & CO. 5555555555555555555555555555555555555555555555555555555555555555555555551 20 íslenzkum kennurum boðlð til Danmerkur Frú Bodil Begtrup hefir flutt samtökum kennara skila- boð frá Norræna félaginu í Danmörku og dönskum kenn- arasamtokum, en þau bjóða 20 íslenzkum kennurum viff barna- og gagnfræffaskóla til náms og kynnisdvalar. Jörð til sölu Höfuðbólið Stafafell í Lóni, Austur-Skaftafellssýslu, fæst til ábúðar — og kaups —, ef um semur, í næstu fardögum. Land mikið og vel fallið til ræktunar, svo skifta má í fleiri býli. Beiti- land skjólgott og skógi vaxið, mikið afréttarland. Tún stórt og slétt. Hlunnindi eru selveiði, æðarvarp, reki og silungsveiði. Hús öll og girðingar ásamt dísilrafstöð fylgja. Landsímastöð og póstafgreiðsla á staffnum. — Gott akvegarsamband í kaupstað, Hornafjörð, um 30 km. — Semja ber við eiganda jarðarinnar, Sigurð Jónsson bónda, Stafafelli. — Hann og Jón ívarsson, frahi- kvæmdastjóri, Víöimel 42, Reykjavík, veita allar nán- ari upplýsingar. 555555555555555555555555555555555555555555555555555555555555555555555553 55555555555555555555555555555555555555555555555555555555555555555555555» Kennararnir munu vænt- anlega dvelja ytra í um þrjár vikur, og verður lagt af stað með Gullfossi 7. ágúst. Þeir kennarar, sem hafa hug á að fara þessa ferð, skulu senda umsóknir sínar til fræaslumálaskrifstofunn- ar sem fyrst eða fyrir 1. maí. Þetta er í þriðja sinn, sem Danir bjóða íslenzkum kenn urum til dvalar, og er það lið ur í gagnkvæmum heimsókn um danskra og íslenzkra kennara, sem upp voru tekn- ar fyrir þrem árum, en dansk ir kennarar hafa komið hing að einu sinni. Aðaifundu Náttiirulækningafélags Reykjavíkur verður í húsi Guðspekifélagsins, Ingólfsstræti 22, fimmtudaginn 25. marz kl. 20,30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. 1555555555555555555555555555555555555555555555555555555555555555555555553

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.