Tíminn - 01.05.1954, Blaðsíða 4

Tíminn - 01.05.1954, Blaðsíða 4
TÍMINN, Iaugardaginn 1. maí 1954. 97. blað. Aðfaranótt fimmtudagsins 15. f. m. andaðist Sigurjón Á. Ólafsson fyrrverandi al- þing'ismaður í sjúkrahúsi Hvítabandsins í Reykjavík. Útför hans fór fram þriðju- daginn 27. f. m. að viðstöddu miklu fjölmenni. Sigurjón Á. Ólafsson var fæddur 29. október 1884 að Hvallátrum á Rauðasandi. Foreldrar hans voru Guð- björg Árnadóttir bónda í Hvallátrum, Thoroddsens og Óláfur Jónsson síðar bóndi í Króki á Rauðasandi. Móður sína missti Sigur- jón, er hann var 9 ára gam- all. Faðir hans varð þá að hætta búskap og leystist heimilið upp. Þá fluttist Sig- urjón að Stökkum til hjón- anna Mörtu Stefánsdóttur og Samúels Eggertssonar, skrautritara og kennara, er síðar áttu heima í Reykjavík. Hjá þeim ólst Sigurjón upp og var heimilismaður þeirra til ársins 1902, er hann flutti til Reykjavíkur. Þau ' hjón fluttu til Reykjavíkur 1909. Frá þvi hjónin komu til Rvík- ur, átti Sigurjón heimili hjá þeim, þar til hann stofnaði eigin heimili. Heimili Mörtu og Samúels var hið mesta myndarheimili. Þau hjón bæði voru glaðvær og skemmtileg og létu sér annt um menn og málleysingja. Vafalaust hafa þau áhrif er Sigurjón varð fyrir í æsku á þessu heimili, mótað að nokkru skapgerð hans og við horf til lífsins og viðfangs- efna þess. Enda segir hann það sjálfur í minningargrein um Samúel fóstra sinn lát- inn, að hann hafi búið alla tíð að þeim áhrifum, er hann Sigurjón Á. Ólafsson varð fyrir hjá fósturforeldr- um sínum. I Úngur að aldri gjörðist Sigurjón sjómaður, fyrst á opnum bátum, en síðar á þil- skipum. I 1904 gekk hann í Stýri- mannaskólann í Reykjavík og lauk skipstjórnarprófi við þann skóla 1906. Eftir að námi var lokið stundaði Sig- urjón sjómennsku á ýmsum skipum við fiskiveiðar eða farmennsku, ýmist sem há- seti, stýrimaður eða skip- stjóri. — Við þau störf,- eins og jafnan síðan við hvaðeina sem Sigurjón tók sér fyrir liendur, ávann hann sér til- trú og traust þeirra, er með honum unriu og kynni höfðu af honum. Sigurjón kvæntist 5- októ- ber 1912 Guðlaugu Gísladótt- ur, Magnússonar steinsmiðs í Reykjavík. Hún lézt haustið 1951. j Þeim hjónum varð 13 barna ] auðið og eru eilefu þeirra á lífi, 5 dætur og 6 synir. Eru fjórar dæturnar giftar og 3 synir kvæntir. Hjónaband þeirra hjóna var hið ástúðlegasta. Guðlaug var mesta myndar- og ágæt- iskona, hugdjörf og glaðvær og manni sínum samhent um ‘ öll störf utan og innan heimilisins. Eftir húsbænd- unum var heimilisbragurinn. Þar ríkti glaðværð og góður þokki. Börn þeirra hjóna eru öll prúð í framkomu og mann vænleg eins og þau eiga kyn til. Sigurjón átti að baki sér mikiö og merkilegt starf. Hann byijaoi ungur að vinna og tók þáct í margvislegum störfum eins og svo mörg ungrnenni á voru iandi hafa orðið að gera fyrr og siðar. Og vera má, að það hafi orð- ið honum hvöt til atorkusemi og áræðis við hin marghátt- uðu störf síðar á lifsleiðinni. Sigurjón lét ýmis félagsmál sig miklu varða. En framar öllu öðru lét hann til sín taka málefni sjómannanna. Sjó- rnannafélag Reykjavíkur var stofnað 23. október 1915 (Há- setafélagið). í nóvember um haustið gekk hann í félagið. Árið eftir (1916) var hann kjörinn varagjaldkeri þess og árið eftir (1917) var hann kjörinn formaður félagsins. | Á aðalfundi félagsins haust- i'ð 1920, er hann á ný kosinn | formaður þess, síðan var ihann jafnan endurkjörinn formaður félagsins til árs- ins 1951, að hann baöst ein- dregið undan kosningu. Þá hafði hann verið formaður félagsins í 31 ár. Sigurjón var einn af aðal- hvatamönnum þeim, er geng ust fyrir stofnun Slysavarna- félags íslands og lét jafnan málefni þess félagsskapar mikið til sín taka. Hann átti sæti í stjórn félagsins frá stofnun þess til dánardægurs. Sigurjón lét mikið til sín taka málefni Alþýðuflokks- ins og Alþýðusambands ís- lands. — Hann var kjörinn þingmaður fyrir Alþýðuflokk inn 1927—1931, 1934—1942 og 1946—1949. Hann átti því sæti á Alþingi i nærri 20 ár. Um alllangt skeiö var hann kjörinn yfirskoðunarmáður ríkisreikninganna og þann starfa hafði hann nú á hendi er hann lézt. j Auk þess sem nú hefir verið stuttlega drepið á, starfaði Sigurjón að ýmsum fleiri málefnum, er almenning varða, og jafnan af einlæg- um áhuga og fórnarlund. Ég, sem þessar línur rita, kynntist Sigurjóni um það bil er hann hóf starf sitt fyr- ir sjómennina. Við áttum all- náið starf saman að félags- málum um nokkurra ára skeið, tíðast á Alþingi og við yfirskoðun ríkisreikninganna. Mér eru þau kynni ánægju- leg og hugþekk. Sigurjón Á. Ólafsson var einlægur baráttumaður al- þýðunnar, sjómannanna Ifyrst og fremst, en einnig annarra alþýðumanna, er honum fannst þurfa á stuöi:- ingi að halda. Hann var góð- viliaður maður og trúr þeim málstað, er hann hafði helg- . að krafta sína. Hann hafði kynnzt því hvað það er að lifa og starfa við lítinn kost. Sjálfsagt hefir honum verið j fyrir þær sakii' enn hugstæð- Jara að rétta lítilmagnanum hjálparhönd og bæta kjör . hans. Að því marki vann Sig- 'urjón af þrautseigju og.. stefnufestu alla tíð, frá því hann var ungur maður og til hinztu stundar. Sjómennirnir íslenzku eiga Sigurjóni mikið og margt að þakka, enda sýndu þeir hon- um mikinn og verðskuldaðan trúnað meðan þeir áttu þess kost að fela horium forsjá mála sinna. Þegar Sigurjón var ungur maöur sá hann eitt ’ sinn málverk af æskuheim- ili sínu vestra. Það -kostaði 4 krónur. Þá upphæð átti hann í aurum og var það aleigan. Málverkið keypti hann og lét jþað jafnan fylgja sér hvert sem hann fór, þar til hann 'eignaðist sjálfur heimili. Þá hengdi hann það upp í íbúð 'sinni. Þessi tryggð og skap- jfesta kom ætíð fram í öllum athöfnum Sigurjóns. Með Sigurjóni Á. Ólafssyni er til moldar hniginn góður 'drengur og merkur maður. Börnum hans og tengda- Jbörnum ásamt barnabörnum og öðrum vandamönnum og vinum votta ég innilegustu s>múð mína. Þau eiga góðar og ánægjulegar minningar um góða foreldra. Megi það verða þeim til huggunar og styrktar í lífs- baráttunni. Jörundur Brynjólfsson. Fólkið stjórnar kaupíélögunum Aukið kaupmátt launanna með því að skipta við kaupfélögin. 1902 í 6do 1910 1320 mmm i93o mmmm 1949 mmimrnmiWi m að að að HAFID IIIGFAST: kaupfclögin hafa stórfelhl áhrif á að halda niðri verðlagi í landinn. milljóna tekjuafjfangi hcfir vcrið út- hlntað til fclagsmanna. fclagsfólkið stjórnar félögnnnm cffir reglunni: Hver fclagsmaður — cilt atkvæði. öllnm cr frjálst að ganga í kaupfé- FJÖLGUN FÉLAGSMANNA ao 10*1«. Mim : ísWcíím im fHHWWfftWWtítíí»Wi:., mfttfíifffffffttf Bi mmmmwwmumih Samband ísl. —■‘iintHiP

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.