Tíminn - 14.09.1954, Side 8
ERLEM YFIRLIT f DAG:
ltíkisstjórahjörid í IVeiu York
38. árgangur.
Reykjavík.
14. september 1954.
205. bla$.
Fellibylur í Japan jafnast að
styrk við 1000 vetnissprengjur
Hcil [»©rp sójiast burt í flcðuui eða g’raf-
ast í skriðum, mikið eigna- og m^nntjon
Tókíó, 13. sept. — Mesti fellibylur, sem um getur í sögu
Japans er nú skollinn yfir syðstu eyjar landsins og hefir
valdið ógurlegu tjóni. Fellibylurinn fer meö allt að 200 km.
hraða á klst., og verður um eitt dægur að ganga yfir Japans-
eyjar. Fólk reynir að ganga sem tryggilegast frá öllu áður
en ósköpin ganga yfir, þótt það kunnj að stoða lítið.
Flóðbylgja og skriður fylgja
fellibylnum. Á eyjunni, sem
hann hefir þegar náð til,
hafa heil þorp sópast burtu
annað hvort í flóðbylgjum
eða grafist undir skriðum.
Bretar í varnar-
samtök Evrópu
Bonn, 13. sept. — Adenauer
kanslari og Eden, utanríkis-
ráðherra Breta ræddust við
í dag. í yfirlýsingu, sem þeir
gáfu út, að viðræðunum lokn
um, segjast þeir hafa orðið
sammála um, að komið yrði
á varnarsamtökum V-Evrópu
ríkja, er verði með þeim
hætti, að Bretar geti einnig
orðið aðilar að þeim. V-Þjóð
verjum verði leyft að endur-
vígbúast, en þó að fengnu
fullu samþykki Frakka. Ade
nauer mun einnig hafa fall-
ist á að haldin’ verði nívelda
ráðstefna í London innan
skamms til að ræða þessi
mál.
4—500 Iiðsforingj-
ar handteknir í
Persíu
Teheran, 13. sept. Fyrir helg
ina komst upp um stórfelldan
njósnahring kommúnista í
Persíu. Búið er að handtaka
435 liðsforingja og auk þess
marga almenna borgara. Sagt
er, að lögreglan leiti nú 60
liðsforingja, sem fari huldu
höfði. Menntamálaráðuneytið
tilkynnir, að 12 kennarar, sem
taldir voru kommúnistar, hafi
verið reknir, en verið er að
rannsaka mál 60 annarra.
Njósnasamtök þessi stefndu
m. a. að því, að koma af stað
óeirðum um allt landið og
knýja þannig þingið til að full
gilda ekki samninginn, sem
gerður var fyrir skömmu um
vinnslu og sölu olíu frá Persíu.
Sambandslaust er við eyna
að mestu, svo að fregnir eru
óljósar. Eignartjón er gífur-
legt og vafalaust hefir einn-
ig orðið mikið manntjón.
1000 vatnscfnissprengjur.
Veðurfræðingar segja að
styrkleiki fellibylsins sé á-
líka og '1000 vatnsefnis-
sprengjur. Svæðið, sem hann
tekur yfir á leið sinni er um
eitt þús. km. á breidd. Hugs-
anlegt er, að nokkuð kunni
að draga úr krafti hans, eftir
því sem leiö hans lengist,
þótt síðustu fregnir virðast
ekki bera það með sér.
Viðbúnaður.
Allir hamast sem mest þeir
mega til að vera sem bezt
undirbúnir, er ósköpin dynja
yfir. Menn njörfa niður húsa
þök með stálvírum, negla
hlera fyrir dyr og glugga,
flóðgarðar við strendurnar
eru styrktir með sandpokum
o. s. frv. Björgunarsveitir og
önnur hjálparstarfsemi hef-
ir verið skipulögð af hinu
opinbera.
| IVaiiðlending
I (Framhald aí 1. síSu).
og tókst þeim það á sléttum
söndum fyrir sunnan Loð-
mund, að því að Rúnar tel-
ur. Voru þarna prýðileg lend
ingarskilyrði, í 2000 feta hæð,
en erfitt reyndist að finna
vindáttina og háði það mest.
Voru í vélinni um nóttina.
Er þeir félagar voru lentir
fóru þeir úr vélinni til að at-
huga aðstæöur, en blindþoka
var þá fallin á, og vildu þeir
, ekki yfirgefa flugvélina, því
þeir voru hræddir um að
l finna hana ekki aftur.
ÍBjuggu þeir því um sig í vél-
inni og, létu fyrirberast þar
! um nóttina. Þeir voru vel
! klæddir, en æði kalt var þó
í vélinni, enda rok og rign-
ing úti fyrir. Mat höfðu þeir
til tveggja daga.
Heyrðu tilkynninguna
í útvarpinu.
Stuttbylgjutæki var í vél-
VtxtitJ
Gömul kona varð fyrir strœtis-
vagni á Lækjartorgi og beið bana
Um klukkan fjögur á laúgardaginn varð það slys á Lækj-
artorgi, að 75 ára gömul kona varð fyrir strætisvagni. Sjúkra
bifreið flutti konuna þegar í Landsspítalann og lézt hún
þar nokkrum klukkustundum síðar af meiðslum þeim, er
hún hiaut. —
Konan mun hafa ætlað að
taka sér fari með umræddum
strætisvagni, en vagninn far
ið af stað fyrr en konuna
varði, með þeim afleiðingum,
að hún rakst utan í vagninn
og féll á götuna. Sjúkrabif-
reig kom þegar á vettvang og
flutti konuna í Landsspital-
ann. Var hún mikið þjáö og
andaðist um nóttina, þá bú-
in að vera að mestu rænu-
laus frá því er slysið vildj til.
Ekki mun strætisvagns-
stjórinn hafa vitað neitt af
slysinu fyrr en kallað var til
hans, er hann var kominn út
í Austurstræti.
Mikið byggt í
Grafarnesi
Frá fréttaritara Tímans
í Grafarnesi.
Allmikið er um bygging-
arframkvæmdir í Grundar-
firðl í sumar. Þar er unnið að
byggingu fjögurra verbúða,
sem hafnarsjóður þar kemur
upp. Er ætlunin að heima-
bátar hafi þar útgerðarað-
j stöðu og þegar þessar verbúð
ir verða tilbúnar skapast að-
staða fyrir útgerð fleirj báta
frá Grafarnesi.
Eitt íbúðarhús er í smíðum
í Grafarnesi og undirbúin
bygging fleiri íbúðarhúsa. Þá
' hefir kaupfélagið í smíðum
nýtt verzlunarhús á staðnum.
Lítill reknetaafli
ísafjarðarbáta
Frá fréttaritara Tímans
á ísafirði.
Reknetabátarnir frá ísa-
firði komust loks á sjó í fyrra.
dag, en aflinn var lítill í þess
ari fyrstú veiðiferð. Ver var
með 50 tunnur, Einar Hálf-
dáns með 40, en aörir minna.
í gær var afli reknetabát-
anna enn minni og var ekki
hægt að segja, aö þeir hefðu
orðið síldar varir nema einn,
sem fékk 25 tunnur úr lögn-
inni.
Skiikinútíð
(Framhald af 1. síðuh
og vandasöm. Friðrik náði
jafntefli með þráskák. Skák
Guðm. S. gegn Golombek
leit hættulega út, en Guöm.
átti næg úrræði og varð jafn
tefli. Guðm. P. vann peð
gegn Barden, en tók á sig
hættu, og leystist skákin upp
í jafntefli. Clarke átti peði og
skiptamun undir og tapað
tafl, var einnig í tímahraki,
er slysið skeði. Ingi lék af
sér tveimur mönnum í ein-
um leik. 2* l/2 sigur snérist í
iy2 ósigur. Júgóslavía vann
Holland 3—1 og Rússland
vann Svíþjóð 3,5—0.5.
inni, en það kom ekki að not
um, vegna þess að tiönin var
ekki rétt. Hins vegar höfðu
þeir meðferðis lítið ferða-
útvarpstæki, sem heyrðist vel
í, og þar heyrðu þeir tilkynn
ingu um, að flugvélarinnar
væri saknað. Höfðu þeir von-
að, að ekki myndi fréttast,
að þeir hefðu lagt af stað, og
aöstandendur þeirra þyrftu
ekki að óttast um þá ag á-
stæðulausu.
Bjartara um morguninn.
Á mánudagsmorguninn
létti nokkuð til, var sæmilega
bjart yfir þeim, en dimmt í
kring. Reyndu þeir flugtak
og tókst það ágætlega. Flugu
þeir upp um gat á skýjunum,
og flugu í suð-vestur. Sáu
i þeir nokkru síðar Markar-
I fljót og flugu niður með því.
Fóru síðan yfir Múlakot til
þess að láta fólk vita, að þeir
væru heilir á húfi. Til Reykja
víkur komu þeir um 10,30 og
1 vissi flugturninn um ferðir
þeirra, og var leit þá hætt.
Þeim félögum leið ágætlega
og hafði flugvélin ekkert lask
I azt. — J
kosningarnar í I»ýzkalundi:
Jafnaðarmenn juku fylgi sitf
í Slésvík og Holfsefalandi
Bonn, 13. sept. — Jafnaðarmenn unnu 5 ný þingsæti í kosn-
ingunum til landsþingsins í Slésvík-Holtzetalandi, sem fram
fóru s. 1. sunnudag. Kristilegir demókratar töpuðu einu þing
sæti og heildaratkvæðamagn flokksins lækkaði verulega.
Kosningaúrslitin eru almennt túlkuð sem ósigur fyrir ut-
anríkisstefnu Adenauers kanslara, þar eð þau mál voru mjög
á oddinum í kosningabaráttunni.
Kristilegir demokratar eiga
nú 25 þingmenn á landsþingi
fylkisins og jafnaðarmenn
jafnmarga. Flóttamannaflokk
urinn fékk 10 menn kjörna,
hafði áður 15. Búizt er við, <xð
sama stjórn muni verða við
völd áfram í fylkinu, en þar
var samsteypustjórn kristi-
legra demokrata, fióttamanna
flokksins og frjálsra lýðræðis
sinna.
Sigur jafnaðarmanna.
| Foringjar jafnaðarmanna
halda því fram, að úrslitin
beri vott um, að almenningur
sé orðinn fráhverfur stefnu
Adenauers í utanríkismálum,
en aðhyllist æ meir viðhorf
jafnaðarmanna, sem vilja
láta efna til fjórveldaráð-
stefnu sem fyrst um Þýzka-
land og vinna með öllum ráð
um að sameiningu landsins.
Danskir engan fulltrúa.
Danska þjóðarbrotið í Slés
vík-Holtzetalandi fékk nú
engan fulltrúa kjörinn á þing
en átti áður 4. Orsökin er m.
a. sú, að dansksinnaðir jafn-
aðarmenn fylgdu að þessu
sinni þýzkum skoðanabræðr-
um sínum að málum. Jafn-
framt mun þetta að nokkru
skýra fylgisaukningu jafnað-
armanna.
Síðustu fréttir
af skákmótinu
Rétt fyrir miðnætti barst
blaðinu eftirfarandi frétt frá
skákmótinu í Amsterdam:
Czernach vann Guðmund
Guðmundsson, Aloni gerði
jafntefli við Guðmund
Ágústsson. Friðrik á góða
biðskák en Guðmundur
Pálmason á vonlitla biðskák.
Önnur úrslit, sem fróðleg
þóttu í gær, voru þau, að
Euwe vann Unzicher, Bot-
vinnik cg Alexander gerðu
jafntefli. Holland vann
Vestur-Þýzkaland.
íþróttaleiðtogi
heiðraður á
Akureyri
Frá fréttaritara Tímans
á Akureyri.
Ármann Dalmannsson, for
maður íþróttaráðs Akureyrar
átti sextugsafmæli á sunnu-
daginn. Hann er kunnur fyr
ir ötult starf í þágu íþrótta-
Ábúð hafin á fjórum
nýbýlum við Hvolsvöll
Frá fréttaritara Tímans á Hvolsvelli.
í nýbýlahverfinu við HvolsvöII er nú ábúð hafin á fjórum
býlum og var hafinn búskapur á hinu fjórða I sumar. Land
þetta var tekið til ræktunar og nýbýlastofnunar 1948.
Nýbýlastofnun þessi er á
vegum landitóms ríkisins, og
hefir hvert býli til umráða
30—40 hektara ræktanlegs
lands, sem að vísu er fremur
magurt en slétt og auðunnið.
Nýbýli þessi stunda aðallega
mjólkurframleiðslu en hafa
einnig nokkra garðrækt.
Á tveim þessara nýbýla
búa menn, sem fluttu úr
Reykjavík og hófu þarna bú-
skap. Er töluvert um það, að
menn, sem búsettir hafa ver
ið í kaupstöðum hugsi til bú-
skapar, ef þeir geta fengið
hæfilegt jarðnæði.
í kauptúninu að Hvolsvelli
eru nú þrjú íbúðarhús í smíð
' um.
Líklegt að meira en helmingur
Ólafsfjarðarbúa syndi 200 m.
Reykjávík vinmir slöSngt á llafnarf jörð í
iniiliyriSiskpppitiiuii — 14206 Iiafa synt
Nú eru aðeins tveir dagar eftir í samnorrænu sundkeppn-
inni og berast fréttir af mikilli aðsókn á sundstaði víða um
landið. Á sunnudaginn höfðu 48% íbúa Ólafsfjarðar synt, og
talið er víst, að yfir 50% muni synda þar. Er þetta 6% meira
en 1951, en Ólafsfjörður var þá langhæstur.
í Reykjavík hefir þátttaka
verið ágæt undanfarna daga,
og er líklegt, að þátttakenda-
tölunni frá 1951 verði náð. í
fyrradag syntu 274 í sund-
höllinni, en 242 í sundlaugun
um, eða samtals 498. Alls
hafa synt í Reykjavík 14206
eða 23.5%. í innbyrðiskeppni
við Hafnarfjörð og Akureyri
hefir Reykjavík dregið mikið
á. í Hafnarfirði hafa 1305
synt eða 24.6%, en á Akur-
eyri um 1200 eða aðeins 16%.
íslendingar. Notiö vel þessa
tvo síðustu daga og gerið sig-
ur íslantfls mikinn í samnor-
rænu sundkeppninni! ,j