Tíminn - 16.09.1954, Page 1

Tíminn - 16.09.1954, Page 1
M SLHSfc. ftltrtjdrl: Mrarlnn Þórarlnason Ótgelandl: írjJn*óknarfiokkurlnn Bkrlfstoíur 1 Edduhútl Préttasímar: 81302 og 81303 Afgreiðslusíml 2329 Auglýsingasíml B1300 Prentsmiðjan Edda. 38. árgangur. Reykjavík, fimmtudaginn 16. september 1954. 207. blaS. „Eins mig fýsir alltaf þó - aftur að fara í göngur" I*essa tlagana Jeggja gangnamennirnir á heiðarnar. Á Norðuriandi, Ausiurlandi og í Horgarfjarðardöluni mun yfirleitt hafa verið lagt af slað í fyrradag og í iengstu göngur fyrr. Á Suöurlandi er lagt á staö þcssa dagana, ofurlítið misjafnt eftir Iengd gangna. Nú mun víða vera kominn nokkur snjór á afrétti, og fcð hefir streymt niður. Léttir það að sínu Ieyti göngurnar, en gerir þær erfiðari um smölun og rekstur. Senn renna hvítir fjárhópar niður hlíðar til rétta, og allir fagna fénu af fjalli. Réttardagurinn er enn einn rnesti tyllidagur ársins, og hraustur og fallegur fjárstofn gerir þá ánægju enn óblandnari. Myndin sýnir nýja steinsteypta rétt í uppsveitum Árnessýslu. Slíkar réttir rísa nú ein eftir aðra, og fararskjótarnir til réttar eru nú bílar fremur en hestar, fénu jafnvel stundum ekið hcim í bíl frá réttinni. Tíminn óskar gangnamönnum góörar ferðar í göngurnar. Glæsilegar samkomur Framsóknarmanna í Skagafirði og A-Skaft. ITm síðustu helgi héldu Framsóknarmenn í Skagafirði og Hornafirði héraðssamkcmur, sem tókust ágæta vel. Voru þær mjög fjölmennar og fóru í alla staði hið bezta fram. ,Hvíta bókin/ um landhelgismál ís- lands lögð fram í Evrópuráði í gær Tillaga Breta rædd í laganefad í dag / gær var útbýtt á þingi Evrópuráðsins hinni „hvítu bók“ íslenzku rikisstjórnarinnar um stækkun íslenzku fiskveiöilandhelginnar. Bókin nefnist „The Icelandic Efforts for Fisheries Conservation. Eru þetta minnisatriði ætluð fulltrúum Evrópuráðsins aðeins. Efni bókarinnar er fyrst inngangur, þar sem raktar eru í stuttu máli orsakir þess, að fiskveiðilandhelgin var stækkuð og hin brýna nauð- syn á friðun fiskimiðanna. Þá kemur stutt grein um þýð ingu fiskveiðanna fyrir ís- lendinga, og þar næst er rætt um áhrif friðunarinnar og löndunarbann brezkra út- gerðarmanna. Þá eru rakin áhrif þau, sem orðið hafa af friðuninni, lögmæti þessarar ráðstafana samkvæmt al- þjóðalögum og að síðustu niðurstöður. Þá eru að síðustu birtar þær reglur og lög, sem út hafa verið gefin um þessi mál, og orðsendingar, sem farið hafa í milli ríkisstjórna Breta, Belgíu, Frakklands, Hollands annars vegar og ís- lands hins vegar. Tillaga Breta og fleir, ríkja Kaupfélagið leggur bændum ti! byggingamenn Frá fréttaritara Tímans á Kirkjubæjarklaustri. Mikið er um húsabyggingar hér í nágrannasveitunum í sumar, bæði peningshús og íbúðarhús. Kaupfélag Skaftfell- inga hefir tekið upp nýbveytni, sem bændur kunna vel og léttir mönnum byggingar. Hún er sú, að hafa í förum flckk byggingamanna, sem hjálpar við byggingarnar. Það er trésmíðaverkstæði félagsins í Vík, sem annast umsjón þessa starfs, en því veitir forstöðu Matthías Ein- arsson. í þessum bygginga- flokkum eru 3—4 menn og hafa meðferðis nauðsynleg smíðatæki. Slá þeir upp steypumótum fyrir bændur og einnig hefir flokkurinn stundum steypuvél meðferöis og steypir. Eru menn fegnir þessari hjálp og þykir verkið ganga greiðlegar en ella. Starfsemi þessi hófst í fyrra en hefir aukizt mjög í sumar, þar sem mönnum finnst hún gefast vel. VV. um að taka friðunarráðstaf- anir íslands á dagskrá Evr- ópuráðsins mun verða rædd í laganefnd þingsins í dag, og flytur Hermann Jónasson, fulltrúi íslands í nefndinni; þá ræðu. Hins vegar er ekki búizt við að málið komi á dag skrá þingsins sjálfs að sinni. Austfjarðabátar stunda síldveiðar austur í hafi Frá fréttaritara Tímans á Seyðisfirði. | Þrír Austfjarðabátar stunda síldveiðar langt austur í hafi, eða á annað hundrað sjó- mílur austur af íslandi. Afli hjá þeim hefir verið misjafn, en aðfaranótt þriðjudagsins fengu þeir ágætau afla. Valþór frá Seyðisfirði fékk um 180 tunnur úi einn; lögn þá um nóttina. Voru skipverj ar heilan sólarhring að salta þennan afla um borð og gátu ekki látið reka nóttina eftir. Hinir bátarnir létu þá.reka, en afli var þá lítill. Virðist síldin á þessum slóðum vera í torfum. Fá bátarnir mikinn afla, þegar þeir hitta á síld- ina, en geta svo fengið netin svo til tóm upp úr sjónum, þegar heppnin er ekki með. Héraðshátíð Framsóknar- manna í Skagafirði var hald- in að Varmahlíð og hófst kl. 5 síðd. Sóttu hana á fimmta hundrað manns. Jón Jónsson, bóndi á Hofi setti samkomuna og stjórnaði henni, en Stein- grímur Steinþórsson, félags- málaráðherra, flutti aðalræð- una, er var tekið með afbrigð- um vel. Leikararnir Klemenz Jónsson og Valur Gíslason skemmtu með leikþáttum og Gunnar Einarsson frá Bergs- skála flutti frumort Ijóð. Að síðustu var dansað. Var þetta bæði ánægjuleg og glæsileg héraðshátíð. Héraðshátíð Framsóknarfé- laganna í Austur-Skaftafells sýslu var haldin í Höfn í Hornafirði s. 1. sunnudags- kvöld. Óskar Helgason, sím- stöðvarstjóri, setti hana og stjórnaði henni. Ræður fluttu Rannveig Þorsteinsdóttir, lög fræðingur, og Páll Þorsteins- son, alþingismaður, og var máli þeirra vel fagnaö. Sig- urður Ólafsson söng einsöng og Skúli Halldórsson tónskáld Jarðskjálfta vart í Grindavík Klukkan rúmlega níu í fyrrakvöld varð vart jarð- hræringa í Grindavík. Fundu menn jarðskjálftakippi fram eftir nóttu og í gærmorgun. Um hádegisbilið í gær komu svo nokkrir kippir, er voru svo snarpir, að hlutir í húsum inni rótuðust til. Ekki hafa þó borizt fregnir af frekari jarðskjálftakippum þarna síðan um miðjan dag í gær. lék á píanó. Hjálmar Gíslason söng gamanvísur og flutti gamanþætti. Samkomugestir voru eins margir og húsið frek ast rúmaði eða hátt á þriðja hundrað. Friðrik gerði jafn- tefli við Szabo Friðrik Ólafsson tefldi vel og gerðj jafntefli við ung- verska stórmeistarann Sz- abo í 3. umferð. Unnu Ung verjar því ísland með 3,5— 0.5. Guðm. S. tapaði fyrir Kluger, Guðm. Ág. tapaði fyrir Barzca og Ingi tapaði fyrir Gereben. í 3. umferð vann Þýzkaland Svíþjóð með 4—0. (Tölurnar snér- ust við í blaðinu í gær). Ar- gentína vann Búlgaríu 2.5 —1,5, Júgóslavía v.anri Bret- land 3.5—0.5, Holland og Tékkóslóvakía skildu jöfn 2—2, og einnig Rússland og ísrael 2—2. Efst eru nú Rússland og Júgóslavía með 9 vinninga. ísland hefir 3.5 vinninga, þar af hefir Frið- rik fengið tvo. Svíar eru neðstir með 2 vinninga. Skákum íslands frcstað Samkvæmt erlendum út- varpsfréttum í gærkveldi var þetta að frétta af skákmót- inu: Frestað var leik íslands og Búlgaríu vegna forfalla Búlgara. Júgósl. vann ísrael 3-1. Þjóðverjar höfðu 1,5 gegn 0,5 hjá Bretum. Rússar höfðu (Framhald á 7. síðu.) Mikill þorskafli hjá báturn, sem stunda veiðar í Aðalvík Frá fréttaritara Tímans á ísafirði. Uppgripaafli af þorski er hjá bátum, sem’stunda veiðar í nætur á Aðalvík. Sáu sjómenn í gær miklar torfur af þorski þar. Eins og áður var sagt frá í Timanum fór vélbáturinn Ein ar þangað fyrst til veiða, en í fyrradag fór vélbáturinn Ás- dís, sem er 12 lestir, þangaö líka. Eigandi hans er Pétur Njarðvík. Átti hann nótina, sem notuð hafði verið á Einari og hóf veiðar með henni í fyrradag. Kom báturinn þá með 10 lestir úr fyrstu veiði- ferðinni og var á leið til ísa- fjarðar með aðrar 10 lestir í gærkveldi. Netagerð Vestfjarða setti upp nýja nót handa skipverj- um á Einari og öðrum bát, Andvara, sem er með Einari um nótina. Þessi nýja nót er hringnót, stórriðin fyrir þorsk inn. Hún er 70 faðma löng og 14 faðma djúp og öfluðu bát- arnir 15 lestir i þessa nót í gær á fyrsta degi. Var farið með þann afla á' Andvara til ísafjarðar, en. veiðunum var haldið áfram 4 Einari. Sjómenn sáu miklar torfur af þorski á þessum slóðum í gær og þykir mönnum mjög fiskilegt þar. Margir vilja fara þangað til þorskveiða með nætur, en erfitt er að fá þær, þar sem hörgull er á efni i næt urnar. j

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.