Tíminn - 22.09.1954, Blaðsíða 2

Tíminn - 22.09.1954, Blaðsíða 2
2 TÍMINN, migyikudaginn 22. september 1954. 212. blaff. Anægjulegast eftir tvær umferðir var prýðileg frammistaða Friðriks í annarri umferð áttum við aS •fcefla við ísraelsmenn, er höfðu unn ið sinn riðil í undanrásunum og skotið tveimur öflugum skákþjóð- um, Júgóslavíu og Svíþjóð aftur fyr ir sig. Þau úrslit komu mömrum á óvart, en Ísraelítarnir héldu sigur- för sinni áfram í aðalúrslitunum, þeir unnu Búlgari með 3 gegn 1 í fyrstu umferð, og svo var röðin .komin að okkur. Það er enginn æskuljómi yfir þessum fulltrúum Gyðinga, þetta eru miðaldra menn og eldri, þungir á velli og þéttir í lund. Pyrsti maður þeirra er Poratli, hann hét áður Foerder og var kunn ur sem taflnieistari undir því nafni, þó virðist hann yngstur þeirra fé- laga. Á öðru borði teflir Czerniak, sem löngum hefir verið talinn bezti maður þeii'ra. Hann tefldi fyrir Palenstínu í Buenos Aires 1939, í- lentist þar, tók þátt í ýmsum tafl- mótum og ritaði heila bók um tafl- lok. Á þriðja borði teflir Oren, hann -tefldi á öðru borði ísraelsmanna í Helsinki og stóð sig þar vel, en ann ars kannast ég lítið við hann. Um tvo neðstu mennina kann ég fátt að segja utan hvað þeir líta út eins og kaffihúsapiltar annars flokks, og annar þeirra er nafnskiptingur eins og Porath. En þeir tefla sterkt b»á;t fyrir allts En nú er að segja frá skák ísrael—/sland. Porath—Friðrik var skjótt fjörug og skemmtileg, sókn og vörn vógust á og tefldu báðir vel, svo að varla .mátti á milli sjá. Þó kom þar, að Friðrik lét skiptamun og virtist pað 1 fljótu bragði merki þess að hann væri á undanhaldi, en brátt kom í Ijós, að hann hafði skyggnzt dýpra 1 skákina, riddarar hans tveir gerð ust all uppivöðslusamir, svo að Por- ath fékk iítið við þá ráðið og kom þar að lokum, að hann mátti láta skiptamuninn aftur til þess að losna við riddarana og átti þá lakara tafl. Komu þá fram tafllok með einum 1 hrók hjá hvorum og peðum. Þar stóð Friðrik öllu betur að vígi og tefldi einnig betur, svo að hann átti rakinn vinning um það leyti, er skákin fór í bið, enda vannst hú.r í fáum leikjum næsta morgun. ! Á hinum borðunum sóttist ekki jafn vel. Guðm. S. Guðmundsson fékk smám saman iakara tafl gegn Czerniak, átti kost á því að komast í tafllok með tvo létta menn og tvö peð gegn tveimur léttum mönnum og þremur peðum, öll peðin ömu Sjiitía fréttabréfið eftir Guðmuiid Arn- iaugssoit frá skákmótinu í Amstcrilam megin og hefði sennilega verið nnt að halda því tafli. Guðm. fannst þetta ekki nógu gott og valdi aðra! leið, en hafði ekki séð nógu vel fyrir hætturnar er henni fylgdu, því að hann komst smám saman í kreppu, er reyndist óleysanleg. Guðm. Páimason hefir líklega teflt full djarft til vinnings með svör.tu. Sókn hans leit vél út eh stöðvaðist og eftir það stóð hann höllum fæti. Þegar skákin fór í bið, var það ljóst, að hún var töpuð. ef j andstæðingui' hans nýtti möguleika ' sína til fullnustu, sem hann og gerði. Guðm. Ágústsson lék hvítu1 gegn Aloni er svaraði kóngspeði með franskri vörn. í þeirra skák virtist einnig halla heldur á Guðmund.1 Þótt ekki munaði miklu, var svarta! taflið fastara í reipunum. En svo| fékk Guðmundur taktískt fæfi og | þá var ekki að sökum að spyrja, taflið snerist við, en munurinn var ekki nógu mikill til vinnings, Guðm. átti kost á hróktafllokum með tvó peð gegn einu, en þau voru óvinn- andi, svo að hann bauð jafntefli áð ur en svo langt var komið. ísraelitar höfðu þannig unnið okkur með 2% gegn 1% og máttu það teljast sanngjörn úrslit sam- kvæmt taflmennskunni. Næsti leik- ur ísraelsmanna sýndi það, að við máttum vera ánægðir með þessi úr- slit, því að þá gerðu þeir jafntefli við Sovétríkin, sem í tveimur fyrstu umferðunum höfðu brytjað Svía og Breta niður með 3 \í gegn % hvort land. Það, sem mér þótti ánægjulegast við þessar tvær umferðir var það, að Friðrik virðist vera allur að magnast. Það var hrein unun að horfa á skák hans við Alexander, svo erfið sem hún var (við þykjumst nú reyndar vera búnir að finna vinningsleið í henni, en það hei'ir tekið langan tíma, svo að ekki er von að Friðrik þyrði að hætta sér út i þá sálma eins og á stóð: aðeins 15 mín. eftir af umhugsunartíma, eða varla það, og jafnteflið hins vegar öruggt), og skákina við Por- ath tefldi hann ágæta vel. Hefir haldið þúsundir sýninga allt frá IndEandi til íslands Fraegur kvikmyiadalcikari og söisgvari skcimntir a KH-kabarettiiiiim. Um þessar mundir sýnir hinn vinsæli kvikmyndaleikari og söngvari Bobby Jaan listir sínar á vegum K. R. í félagsheimili þess við.Kaplaskjólsveg. Bobby, sem er 29 ára gamall, hefir leikið og sungið víðs vegar um heim síðast liðin 10 ár og hefir hann hvarvetna lilotið hinar ágætustu viðtökur. Svo er einnig hér og vekur bæði söngur hans og þó sérstaklega grínleikur og eftirhermur geysi fögnuð áhorfenda á K. R.-kabarettinum. Ullarverksmiðjan Gefjun Akureyri Útvarpið Útvarpið í dag: Fastir liðir eins og venjulega. 19.00 Tómstundaþáttur barna og unglinga (Jón Pálsson). 19.30 Tónleikar: Óperulög (plötur). 20.20 Útvarpssagan: Þættir úr „Of- urefli" eftir Einar H. Kvaran; X. (Helgi Hjörvar). 20.50 Léttir tónar. — Jónas Jónas- son sér um þáttinn. 21.35 Vettvangur kvenna. 22.10 „Fresco“, saga eftir Ouida; V. (Magnús Jónsson próf.). 22.25 Kammertónleikar (plötur). 23.00 Dagskrárlok. Útvarpið á morgun: Fastir liðir eins og venjulega. 20.30 Erindi: Þrjátíu-ára-stríðið (Baldur Bjarnason magister). 20,55 íslenzk tónlist: Lög eftir Árna Thorsteinson (plötur). 21,15 Upplestur: Magnús Guð- mundsson frá Skörðum ies kvæði eftir Einar Benedikts- son. 21.30 Tónleikar (plötur). 21,45 Náttúrlegir hlutir: Spurning- ar og svör um náttúrufræði (Þorbjörn Sigurgeirsson eðlis fræðingur). 22,00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 „Fresco", saga eftir Ouida; VI. (Magnús Jónss. prófessor) 22.25 Sinfóniskir tónleikar (plötur) 23,00 Dagskrárlok. Bobby hefir sungið inn á um hundrað plötur á fjórum tungumál um, frönsku, þýzku, ensku og flæmsku, sem er móðurmál hans, en hann er belgískur að uppruna. í heimalandi sínu hefir hann sitt eigið umferðaleikhús og ferðast með það um landið nokkra mánuði á ári og heldur sýningar í borgum og bæjum. Alls mun hann hafa haldið um 1000 sýningar í Belgíu og Hollandi, og álíka margar ef ekki fleiri annars staðar í heiminum, m. a. í Indlandi, á Java, í Bandaríkj- unum og víðar. 8 klst. í skriðdreka. Árið 1949 hélt Bobby sýningar fyr ir hollenzka hermenn á Java, sem þá áttu þar í styrjöld, eins og kunn ugt er. Kom iðulega fyrir meðan á sýningum stóð, að handsprengjum í'igndi kringum skálana, þar sem þær fóru fram. Til þess að komast á milli hermannaskálanna þurfti Bobby svo að ferðast í skriðdreka og varð að fara varlega vegna jarð- sprengjuhættu. Mun hafa tekið ná- lægt 8 klst. að fara 10 kílómetra leið í þessum fárartækjum og lét Bobby Jaan þess getið, að sér þættu skriðdrekar afar óheppilegir til mannflutninga og þetta væru þau lang erfiðustu ferðalög sem nann hefði nokkru sinni fariö. Héðan til Englands og Þýzkalands. Þegar sýningum á K.R.-kabarett-! inum hér er lokið, mun Bobby Jaan ( halda til Englands til þess að taka | inn á plötur með einni frægustu hljómsveit þar í landi, og síðan til Þýzkalands til þess að leika í kvik- 1 mynd, en það segir hann vera ánægjulegásta þáttinn i starfi sínu. Að lokum má skjóta því til kven- fólksins, að Bobby er ókvæntur og er að eigin sögn mjög hrifinn af íslenzka kvenfólkinu. nuuiiuiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiin I amP€Q v I R&flaglr — viOgerðlr | RafteHmlngar Þlngholtsstræti 31 | Sími 815 56 | IIIIIIIIUlllllllUlllllllllllllllm;<IIIIIIIIIIIIIIUIIIIUIIIIiillM Tímarit Mdls og menningar i 2. hcfti 1954 cr komið úí. Efni m. a.: Ræða er Halldór Kiljan Laxness flutti á umræðwfundi í Stúöentafélagi Reykjavíkur 20. sept, sl., er nefnist: „Vamlamál skáldskapariiis á vorum dögum“ Félagsmenn vitji tímaritsins sem fyrst. Bókaböð Máls og menningar Skólavörðustíg 21 Sími 5055 tS3535SSSSS535S53S5353S5S3SS5SS35SSS5S553S3SS53S3553SSSSSSSS3S53SSSSSSS$3 Hjólbarðar nýkomnir. Margar stærðir. ■í ' Bílabúð SÍS Bráttarvélar h.f. ÍVAR HLÚJÁR N. Saga eftir Walter Scott. Myndir eftir Peter Jackson 55

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.