Tíminn - 22.09.1954, Blaðsíða 3

Tíminn - 22.09.1954, Blaðsíða 3
212. blaff. TÍMINN, miðvikudaginn 22. september 1954. íslendingaþættir Sjötugur: Ásmundur Árnason í Ásbúðum Tíminn líður undra fljótt. Mér finnst ekki ýkja langt síðan fundum okkar Ásmund ar Árnasonar bar fyrst sam- an, og þó eru nú liðin síðan full fjörutíu og sjö ár. Það var í rökkrinu dag einn í í>orrabyrjun 1907, að kvatt var dyra á heimili foreldra minna. Ég gekk til dyra. Úti stóðu tveir menn með „hels- ingjapoka“ á baki og brodd- stafi í höndum, auðsjáan- lega vermenn. Þeir báðust gistingar og var það auðsótt mál. Er þeir komu inn í ljós- ið virti ég þá fyrir mér. Ann an þekkti ég. Hinn var ung- Ur maður, rúmlega tvítugur, vel meðalmaður á vöxt, vel vaxinn og spengilegur, rauð- birkinn, hvatlegur og einarð- iur. Hér var kominn Ásmund- jur Árnason, Skagamaður, góðkunningi og bátsfélagi föður míns frá nýafstaðinni haustvertíð í Kálfshamars- Vík. Og nú voru þeir félagar lagðir upp í verið suður, gang andi með pjönkur sínar að gömlum hætti vermanna. ; Brátt hófust fjörugar sam fæður í baðstofurmi’og þessi .vasklegi og upplitsdjarfi seskumaður tók fullan þátt í þeim. Og hann gat talaö um fleira en veðurfar, aflabrögð Cg skepnuhöld. Félagsmál og landsmál voru honum ofar- lega 5 huga og heima var hann í ljóöum góðskáldanna og gömlum bókum og nýjum. Þetta voru hin fyrstu kynni okkar Ásmundar og þau urðu meiri síðar. Þó fór fjarri því, að við værurri grannar nokkru isinni og bar fundum okkar helzt saman i kaupstað og á jnannfundum. Við áttum heima lengi í sama hreppi, hinum langa og strandlengju mikla Vindhælishreppi. As- jnundur sat á yzta bænum, úti á Skagatá, en ég bjó í nánd við hinn endann. t Ásmundur er Fljótamaður aö ætterni og fæddur þar nyrðra 9. sept. 1884. Foreldr- ar hans voru Árni Magnús- son bóndi í Lundi í Stíflu og kona hans, Baldvina Ásgríms öóttir, bæði komin af góðum og traustum bændaættum, gem ekki verða raktar hér. |>au áttu mörg mannvænleg og vel gefin börn og er þeirra kunnast Guðrún skáldkona, er kennir sig við Lund. Þau hjón fluttust með börn sín yestur á Skaga og þar ólust tupp hin yngri þeirrá. i Asmundur kvæntist um jól tn 1907 Steinunni Sveinsdótt Ur í Ketu á Skaga Ólaísson- ar og voru fyrst í Vikum og é, Ytra-Mallandi. Vorið 1911 fluttu þau að Ásbúðum og þar hafa þau búiö síðan við jnyndarskap og vaxandi efni. lÁsbúðir var ekki talið með höíuöbólum fyrrum, túnlitil og engjálaus jörð, graslendi harla lítiö en þvi meira ,um hölku og urðargrjót. Lengra frá, uppi í Skaga- heiði, eru landkostir góðir og fjörubeitin brýnir úr skörðin. iÁsbúðir voru fyrrum ein }ægst metna jörðin í Vind- heélishreppi hinum forna. 5 hndr. samkv. Johnsens jarða tali. — Það þykir sjálfsagt ;ekki mikil saga nú á dögum, þó frá því sé sagt, að frum- býlingur hafi fyrir meira en fjörutíu árum keypt niður- nídda og kostarýra kotjörð og gjörbreytt henni með húsa| bótum og útrækt, því þess sjást dæmin alls staðar, jafn vel á yztu nesjum eins og Skaga. Og víst er mikill mun ur að litast um á Ásbúðum nú eða var er Ásmundur og Steinunn komu bar. En þeg- ar þess er gætt, að allr., sem til umbctá hefSr verið gert í Ásbúðum er eingöngu handa verk Ásmundar sjálfs og sona hans, og að hann hefir aldrei skuldað neinum neitt, þá má vera auðsætt. aö hann hafi ekki skort búhyggintíi og k Annað aö taka til hendi og engin vettlingatök haft á því, sem hann tók sér fyrir hend- úr. Hann byrjaði eiguahtill, 'eins og tívt er um frumbýl- inga en hefir farnast svo vel að þrátt íyrir ómegð jukust efni og gekk fram hagur hnns og Iiefir hann löngum verið einn bezti gjaidþegn svoitar sinnar Hefir hann og átt traustan og samhentan fcrunautinn, þ-ar sem Stein- unn er, koná hans. Ásmundur heíir tekið all- mikinn bátt i sveitarmalum, þratt fyrir það, að hann hefir 'setið á hreppsenda og þurft um langan veg og torsóttan að sækja til mannfunda. Svestungar hans hafa vitað það, aö hverju máli er irikill s'yvkur aö stuðningi hans og því hafa þeir falið honnnj yms trúnaöarstcrf. Hann var um skeið deildarstjórí og fyil tcúi Skagamann.v á aðaifund um vorzlunarfé.ags Viúdhæl inga, c-r nú heitii Kaupfélag •Skágstroiiöinga og víð þau i störf Kynntist ég honum loc.st. Þtgai Vindhælishreppi forna ví r skipt i þrjú sve;t- arfélög 1938, átf hann sreti i sex ii?.. na nefrrd, er unto’r- bjó skiptin. Var hann þar sem jafnan framsýnn og til lögugóður. Er svo var kosiö í hreppsnefnd hins nýja Skaga hrepps var hann kjörinn í hana og sat þar tvö tímabil, átta ár. Ásbúðahjónin hafa kcmiö upp hópi myndarlegra og vel gefinna harna, fjórum pilt- um og tveim stúlkum. Þau erv Magnú.s, bílstjóri, búsett ur á Sighiíirði. Sveinn, bygg ingameisiari, Siglufiröi. Árni bóndi í Neðra-Nesi á Skaga og Grettir í Reykjavík. Pálína húsfrú í Ásbúðum og Lilja, gift í Höfðakaupstað. Ásmundur í Ásbúðum hefir verið útnesjamaður, aldrei smeykur þótt á bonum skelli hrina á sjó eða landi, veður- bUinn og hertur við staif og strit, en glaður og reifur jafn an, risnumaður mikill og skemmtilegur heim að sækja. Ósvikinn, virðingarverður ís- lenzkur bóndi. 12. sept. 1954. Magliús líjörnsson. Ámaðaróskir Björgvin Fredriksen, fram- kvæmdastjóri, fæddist 22. sept. 1914 og á því í dag fer- tugsafmæli. Hann er því á blómaskeiði lífsins. Eftir menn á slíkum aldri liggur sjaldan mikið af stórvirkjum,' og það, þótt brautr^ðjendur hafi orðið á lífsleiðinni síðar meir. j En þessu er ekki þann veg farið með Björgvin. Hann hef ir þegar unnið merkilegt brautryðjandastarf, sem erj smíði og uppsetning frystivéla j í sláturhúsum víðs vegar um landið. Þau rnunu vera 15 kjötfrystihúsin, sem Björgvin hefir sett frystivélar í og nú síðast í kjötfrystihúsið á Sauð, árkróki, sem er eitt allra full, komnasta kjötfrystihús lands ins. Prcfi frá vélvirkja og Iðn- skólanum lauk Björgvin meö mjög háum einkunnum, auk þess hefir hann verið á vél- fræðiskóla í Danmörku, og til Ameríku hefir hann farið til þess að kynna sér nýjung- ar í kælitækni og hraðfryst- ingu matvæla. Fyrsta árið vann Björgvin einn í kjallar anum sínum, nú vinna við fyrirtæki hans milli 20 og 30 menn. Einmitt þessa dagana • er verið að taka grunninn að stórri hyggingu inní Borgar- túni, sem á að verða vélsmiðja .Björgvins Fredriksen h. f. Kona Björgvins er Hallfríð ur Björnsdóttir, mesta mynd- ar- og ágætiskona, sem er manni sínujn samhent í öllu. Þau eiga fjögur börn. BjöVgvin hefir verið forseti Landssambands iðnaðar- manna tvö undanfarin ár, er Helgi H. Eiríksson lét af því starfi eftir 20 ár og í vor var Björgvin kosinn forseti Lands sambandsins til 3ja ára. Vegna vel unninna, og far- sælla starfa Björgvins þökk- nm við og árnum honum og fjölskyldu hans allra heilla Á þessu afmæli. H. Sig. Enska knattspyrnan Urslit s. 1. laugardag: 1. deild. Aston Villa—Charlton 1—2 Burnley—West Bromwich 0—2 Cardiff—Manch. City - 3—0 Chelsea—Everton 0—2 j Leicester—Newcastle 3—2 j Manch. Utd.'—Huddersfield 1—1 j Preston—Arsenal 3—1 Sheff. Utd.—Sheff. Wed. 1—0 Sunderland—Blackpool 2—0 . Tottenham—Portsmouth 1—1 Wolves—Bolfon 1—2 2. deild. Bristol Rov.—Blackburn 2—1 Bury.—Ipswich 2—1 Hull City—Middlesbro 1—0 , Leeds Utd.—Nottm. Porest 1—1 j Lincoln—Birmingham 1—1 . Liverpool—Pulham 4—1 Luton Town—Stoke City 3—1' Notts County—Swansea 2—1 ' Plymouth—West Ham 1—1 Port Vale—Derby County 3—0 Rotherham-----Doncaster 2—3 ; cNiiiniiiimnisiiiununnnnniiiiainniiTniinnniiunMi Biikksmiðjan 1 GLÖFAXI | HKAUNTEIQ 14- BlKZ SS80. | 5 imtaMiiiiiiiiiimniiuinimmiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiUi Þrátt fyrir að Manch. Utd. j með sitt unga, efnilega lið sé | efst í 1. deild, er það þó W^st Bromwich, sem nú dregur að sér athyglina, eftir lélega byrjun. Eins og liðið hefir leikiö undanfarið er áreiðan- 1 legt, að ekkert annað enskt lið stendur því jafnfætis. Hall ast nú flestir að því, að West Bromwich muni nú halda á- fram eins og liöið lauk við keppnina í vor, og bera sigur úr býtum í deildinni. Styrkir það mjög þessa skoðun, að Úlfarnir biðu lægri hlut fyr- ir Bolton á laugardaginn, úr- sl.it, sem komu mjög á óvart. í 2. deild tapaði Fulham tveimur leikjum í vikunni, 4 —0 gegn Doncaster og 4—1 fyrir Liverpool, og er London -liðið komið í annað sæti. Efst er Luton Town, sem hef ir ágætu liði á að skipa, en var óheppið í fyrra með leik- menn sína, einkum Pye, fyrr- um landsliðsmiðherja, sem var oft meiddur. Hull City er í þriðja sæti, mjög óvenju- leg staða fyrir liðið. Er það Neil Franklin mest að þakka en hann leikur nú eins og þeg ar hann var upp á sitt bezta, og enginn í Englandi jafn- aðist á við hann í stöðu mið- íramvarðar. í dag mætir enska lígan I þeirri írsku. Enska liðið er j mjög athyglisvert, en í því ! leika Wood (Manch. TTtd.) — 1 Foulkes (Manch. Utd. — Mansell (Portsmouth) —< Slater (Wolves) — Wright (Wolves) — Barlow (West Bromwich) — Matthews (Blackpool) — Revie (Manch. City) — Lofthouse (Bolton) — Haynes (Fulham) og Fin- ney (Preston). — Þótt þetta sé ekki talið jafngilda lands- leik, nota Bretarnir þessa leiki til þess að þreifa fyrir sér um landsliðið. Frá heirns meistarakeppninni i sumar halda aðeins fjórir menn stöð um sínum, þeir Wright, fyr- irliði enska landsliðsins. Loft house, Finney og Matthews, sem er nú að verða 41 árs, en var þó bezti enski leikmaður- iml í heimsmeisarakeppn- inn í heimsmeistarakeppn- sérfræðinga talinn bezti hægri útherji heimsins. Það sannast hér, að allt er fertug um fært, og ekki eru enn far in að sjást ellimörk á „gamla‘c manninum. Staðan er nú þannig: 2. deild. Manch. Utd. 9 6 2 1 20-11 14 West Bromw. 9 6 1 2 20-15 13 Wolves 9 5 2 2 17-10 12 EVérton 9 5 2 2 17-11 12 Sunderland 9 4 4 1 13-8 12 (Framhald á 6. siðu.) Fimm menn efstir á skákmótinn í Hafnarfirðr Fjórða umferð á september skákmótinu i Hafnarfirði fór þannig: Ólafur Sigurðsson vann Eggert Giifer. Sig. T. Sigurösson vann Jön Jóhanns son, Jón Páisson vann Trausta Þórðarson, Arinbj. Guðmundsson og Sigurgeir Gíslason gerSU jafntefli. Jón. Kristjánsson og Baldur Möll- er eiga biðskák. Eftir þessai umferðir er staðan þannis aö fimm menn eru jafnir efs ir með tvo og hálfan vinning, þeir Jón Pálsson, Sigiuöur Sigurgeir, Ólafur og Aiinbj. Jón Kristjánsson hefir tvo vinninga og biðskák, tíaldur hefir IV2 og tvær biöskákir. Eggert hefir 1 og biðskák, Trausti 1 og Jón Jc'nannsson engan. TVOFALT EINANGRUNARGLER GETIÐ I>ÉR AÐEINS KEYPT HJÁ i»SS MARGRA ÁRA GÓÐ REYNSLA XÍER OG ERLENDIS Getum útvegað Thermophar- stórar BÚÐ- ARRÚÐUR úr póleruðu glexi. Á þeim rúð- um er aldrei frost uö’a móða. Allar upplýsingar um Thermophane á skrifstoíu okkar. Einkaumboðsmenn fyrir THERMOPHANE á íslandi: Eggert Kristjánsson & Co. h.f.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.