Tíminn - 22.09.1954, Blaðsíða 4
*
TÍMINN, miðvikudaginn 22. september 1954.
212. bla'ð.
Islenzku handritin enn á dagskrá
Bjarni M. Gíslason.
Hin nýkomna bók Bjarna M. Gíslasonar, rithöfundar, „ís-
Ienzku handritin enn á i'agskrá," hefir þegar vakið nokkra
athygli í Danmörkw og greinar verið um hana ritaðar. Hér
birtist grein, sem hinn kunni ungmennafélagi, Jens Marimis
Jensen er oft hefir verið góður gestur á íslandi, ritaði um
bókina 11. sept. s. 1. í Fyns Venstreblad.
„íslenzki rithöfundurinn
Bjarni M. Gíslason hefir gef
ið út bók, sem heitir „De is-
iandske haandskrifter stadig
aktuelle.“
Höfundurinn hefir áður
gefið út ýmsar bækur. Skáld-
sagan „De gyldne tavl“ í
tveim bindum mun vera kunn
ust. Síðasta ljóðabók hans,
„Stene paa stranden," kom
út hjá Gyldendal, og það er
hið fyrsta, sem stingur í augu
er maður stendur með nýja
bók í hendi að nauðsynlegt
hefir reynzt að fara til Ry til
þess að koma bókinni út.
Hvers vegna ekki Gyldendal?
Það er að vísu ýmislegt að
finna í þessari bók, sem sum
ir kæra sig ekki um að nái
eyrum dönsku þjóðarinnar,
en Gyldendál hefir nú áður
reynzt frjálslynt útgáfufyr-
irtæki. íslendingurinn Jón
Sigurðsson fékk þar út gefna
á síðustu öld bók, sem áreið-
anlega var eins „íslenzk“ í
sjónarmiðum og skýringum
cg bók sú, er hér um ræðir,
og hin sögulega greinargerð
um „Danmörku og ísland,"
sem Einar Hjörleifsson sendi
frá sér á vegum Gyldendals
1907 dró sannarlega ekki úr
dönskum misgerðum á ís-
landi. í þann tíð hafði „Gyl-
dendalske Boghandel, Nor-
disk Forlag," efni á því að
vera frjálslynt og gefa út
bækur, sem brutu í bága við
danskt almenningsálit. Það
er hálf ömurlegt, að okkur
skuþ hafa hrakað í þessu
efni, að við skulum ekki lifa
lengur á öld Ernst Bojesens
og Hegels.
Skyldu það vera söluhorf-
urnar einar, sem aftra Gyl-
dendal að gefa út slíka bók
Áður fyrr var þó endrum og
eins hægt að líta af þeim, og
það hefði átt að gerast hér.
Salan verður auðvitað ekki
mikil, því að þetta er veiga-
núkil bók, sem krefst mikils
af lesendum sínum, en allír
þeir, senf eiga einhvern hlut
að íslenzka handritamálinu,
ættu þó að lesa hana, tii dæm
is allir hlutgengir stjórnmálaj
menn, skjalaverðir og vís- j
indamenn, sem helzt vilja
geyma handritin hér, og
skólamenn, sem vilja gefa
vaxandi kynslóð fræðslu um
soguna og afstöðu til íslands
á liðnum öldum. \
Við vitum of lítið uir ís-
land. Ekki aðeins aliur al-
roenningur, heldur einnig
þeir, sem eiga að fræða fólk-
ið. Hve margir vita nokkuð
um það, sem íslenzkar
kennslubækur flytja um Dan
mörku? Eiga menn kannske
að þurfa að búa sem Danir á
íslandi langan tíma og meira
að segja í hárri stöðu, áður
en þeim verður Ijóst, að föð-
uriand okkar hefir einnig
sýnt tilhneigingar til yfir-
ráða?
Árið 1947 skipaði danska
utanríkisráðuneytið nefnd,
er skyldi semja greinargerð
um „þau. sjónarmið, pólitísk,
söguleg, réttarfarsleg og
ménningarleg“ sem ráða ættu
afstöðu danskra stjórnar-
valda við hugsanlega afhend
:r!gu íslenzkra handrita til
íslands. Þessi nefnd lauk
starfi 1951 og sendi frá sér
greinargerð i bókarformi, og
það er þessi greinargerð, sem
er forsenda að bók Bjarna M.
Gísiasonar. j
í nefndinni voru danskir
stjórnmálamenn, skjalaverð-
ir og vísindamenn, og grein-
argerðin er almennt álitin
traust og vel unnið verk, að
minnsta kosti hafa margir
þeir, sem kvatt hafa sér
hljóðs í handritamálinu sótt
þangað rökstuðning og treyst
cskeikulleik hennar.
Jafnvel af íslenzkri hálfu1
hefir verið farið viðurkenn-1
ingarorðum um greinargerð- i
ina, en Bjarni M. Gíslason J
hefir lesið hana vandlega og 1
ekki komizt hjá að finna þar
hlutdrægni. Eins og flestir
landar hans er hann mjög
söguhneigður, og hann hefir
rannsakað sögu handritanna
rnjög náið, svo að hann er
manna bezt fær um að skýra
Dönum frá því, hvernig á
málið er litið af íslands hálfu.
Það væri einkum æskilegt,
að skólamenn og blaðamenn
læsu þessa bók, því að þeir
eiga hvorir á sinn hátt að
færa þjóðinni almenna
fræðslu.
Ef til vill hefði síðasta
stjórnartillagan um sameign
handritanna og skiptingu
milli íslands og Danmerkur
hlotið mildari örlög, ef um
málið hefði verið fjallað af
dansk-íslenzkri nefnd, svo að
jarðvegurinn hefði verið und
ivbúinn í báðum löndum. Skip
brot tillagnanna réttlætir
ekki að leggja málið í ævar-
andi þagnargildi. íslenzkar
óskir um að fá handritin heim
eru eins heitar og fyrr, og á
komandi tímum getur Dan-
mörk ekki gengið óhikað til
norræns samstarfs í Norræna
félaginu og Norðurlandaráði,
án þess að taka tillit til óska
íslendinga.
Við getum ekki sniðgengið
þær staðreyndir, sem Erik
Arup, prófessor, hefir m. a.
bent á í nefndarálitinu, að:
1. Handritin eru langflest
rituð á íslandi og af ís-
lendingum.
2. Handritin eru íslenzkur
bókmenntaarður og einskis
lahds annars.
3. Samt sem áður eru nær
allar þessar bókmenntir
aðeins kunnar af handrit-
um, sem nú eru geymd ut-
an íslands.
Við þetta bætist svo, eins
og Bjarni M. Gíslason bend-
ir á ásamt mörgu öðru, að
rannsóknir þessara handrita
hafa til þessa aö langmestu
lcyti verið gerðar af íslend-
ingum,*sem leggja alúö við
aö mennta sig til þess.
Af danskri hálfu hefir ver
ið á það bent, hve mikla þýð-
ingu „Edda og Saga“ hafa
haft fyrir gullaldarljóðagerð
okkar. í sýningarskrá þeirr-
ar sýningar, sem haldin var
í Þjóðminjasafni Kaupmanna
hafnar undir þessu nafni fyr
ir nokkrum árum, fullyrti
prófessor einn í Kaupmanna j
höfn, að hin gömlu handrit
væru meira verð en högg-
myndasafnið, þjóðminjasafn
ið og listasafn ríkisins til
samans, og hann bar þessa
fullyrðingu fram án þess að
minnast með einu orði á það,
að handritin væru komin frá
íslandi.
Margir hafa fjölyrt um
það, að Danir hafi bjargað
handritunum frá glötun.
Bjarni M." Gíslason setur
spurningarmerki við þá full-
yrðingu. Það má nefna, að
skip,’sem flutti mikinn hand
ritaforða, fórst á leiðinni til
Danmerk-ur, og ekki óveruleg
ur hluti safns Árna Magnús-
sonar brann í Kaupmanna-
liöfn. Þau handrit, sem við
geymum enn, eru ekki varö-
veitt eins vel og íslendingar
vilja. Einar Ólafur Sveinsson
telur æskilegt, að handritin
væru ljósmynduð og eftir-
myndir þeirra geymdar á
ýmsum stöðum heims, en
helzt á tryggum stöðum. Séu
þau eins mikils verö og Ru-
bow prófessor álítur, og það
er kannske ekki fjarri lagi,
þá eru þau einnig verð góðr-
ar gæzlu, og opnar tréhillur
geta ekki talizt nógu góðir
geymslustaðir.
Árið 1927 var Tslandi skil-
að mörgum stjórnarskjölum
og nokkrum handritum, og
ýmsir Danir hafa síðan hald
ið því fram, að þá hafi verið
gert að skilyrði, að ísland
krefðist ekki meira. Það er
rétt, að ósk um slíkt skilyrði
kom fram af danskri hálfu,
en þaö var ekki sett. Prófess
orar háskóians óskuðu slíks
skilyrðis, en það var aldrei
kunngert á íslandi.
Af danskri hálfu er talið,
að iagalegur réttur Dana til
handritanna í safni þv;, sem
Árni Magnússon flutti til
Danmerkur, sé vafalaus.
Menn vitna í erfðaskrá hans.
Bjarni M. Gíslason bendir á,
að frumrit þessarar . erfða-
skrár sé ekki til, og í afrit-
inu stendur, aö skipulags-
skrá safnsins skuþ gerð í
þrem samhljóða eintökum,
og skuli eitt sendast til ís-
lands og birtast Alþingi og
síðan varðveitt á íslandi, en
þetta ákvæði hafi aldrei kom
izt inn í skipulagsskrána.
Árið 1262 gengu íslending-
ar Noregskonungi á hönd. ís-
land varð sambandsland
Noregs, þar sem bæöi löndin
lutu sama konungi, en ís-
land varð ekki hluti Noregs
eða Iandshluti undirgefinn
Noregi. íslendingar höfðu í
sínum höndum löggjöf og’
dómsvald og alla landsstjórn.
ísland var frjálst og óháð
land. ísland hafði sameigin-
legan konung með Noregi, og
land’ð reyndi að halda sjálf-
stæði sínu, einnig eftir að það
fór í konungssamband viö
Danmörku. Það var ekki ís-
(Framh&ld á 6. síðu.)
Saltsteinn getur beint beit
að svæðum, er þoia hana bezt
Kæít viö kanadlskaii sérfræðing, scm dval
ið licfir Iscr mu skcið hjá Saiidgræðskinni
Undanfarið hefir dvalið hér kanadiskur sérfræðingur, J.
B. Campbell, sem sendur er af Matvæla- og landbúnaðar-
stofmm Sameinuðu þjóðanna (FAO), og er hér á vegzim
Sandgræðslu íslands. Hefir hann ferðazt hér um landið
undanfarnar 3 vikur og athugað sanc'4'rseðslusvæðin og
gróðrarstöðvar, látið í Ijós álit sitt á þeim og gefið ráölegg-
ingar.
Campbell hefir farið um geysilega. Á Sámsstöðum hef
Rangárvallasýslu, Skaftafells ir verið gerð tilraun með að
sýslu og um Norðurland allt þurrka einn hektara lands og
austur í Kelduhverfi og Axar hefir komið í ljós, að eftir 8
fjörð og norður á Hólssand, ár fæst af því bæöi margfallt
sem er mesta uppblásturs- magn og gæði.'
svæði hér á landi.
Leizt vel á árangurinn.
Gefwr skýrslu um dvöl sína.
Þegar heim kemur mun
Hvað tilraunir þær og fram Campbell rita skýislu um
kvæmdir, er hér hafa verið dvöl sína hér, og tillögur þær,
gerðar til að koma í veg fyrir er hann hefir gert. Hann vill
uppblástur snertii, lét Camp- beina því til bændá, að skýrsl
bell þess getið, að þær mið- 1 ur tilraunastöðvanna hér og
uðu í rétta átt og góður árang skýrslur Atvinnudeiidar Há-
ur hefði náðst en meiri skólans geti komið þeim að
reynsla og víðtækari rann- góðu haldi, og ráðleggur hann
sóknir væru nauösynlegar.
bændum eindregið
færa sér þær.
að not-
Allt Iand ófriðað.
Þar sem hér er allt land í Heimsótti gróðrarstöðvar.
sameign manna, er mjög erf J Campbell hefir skoðað ýms-
itt um friðun einstakra ar gTóðrarstöðvar hér og átt
svæða, án þess að þurfa að tai við marga menn, sem að
leggja í mikinn kostnað við þeim standa. Lét hann mjög
að girða þau aí. Campbell vei af heimsóknum sínum á
segir, að gott ráð til að beina stöðvarnar og árangri þeim,
beitinni að þeim svæðum,1 er þar hef3i náðst.
sem menn vilja helzt beita, I Að lokum lét Campbell þess
sé að hafa saltstein á beiti- j geti3, a3 dvölin hér hefði ver
landinu. Gripirnir sækja ið sér ánægjurík, gestrisni
mjög að saltsteininum og miki! 0g fólkið alúðlegt, og
halda sig umhverfis hann, þætti sér verst a3 geta ekki
einkum á haustin þegar grös staidrað við lengur.
eru tekin að sölna. Slíkan i_______________________'
saltstein, sem sérstaklega er
gerður í þessu augnamiði, má
nú fá hér, og hefir t. d. SÍS
flutt hann inn. Með þessu
má koma í veg fyrir, að grip-
irnir gangi hart að þeim land-
svæðum, sem þola illa mikla
beit. ________^ _______
Aukning beitilandsins.
Nautgripir, sauðfé og hross
vilja helzt þurrlendið til beit
ar, en sniðganga mýrarnar.
En með uppþurrkun breytist
mýragróðurinn i þurrlendis-
gróður, og væri á þann hátt
hægt að auka beítiland hér
MOTíV
VfTÍO!
K5
Sendísveínn
Röskan og ábyggilegan sendisvein vantar í utanrík-
isráðuneytið nú þegar eða frá 1. október. Nánari upp-
lýsingar í utanríkisráðuneytinu.
Utanríktsráðimeytið.
Skrifstofa ÍR í ÍR-húsinu
Framvegis verður skrifstofa íþróttafélags Reykja-
víkur opin í ÍR-húsinu við Túngötu kl. 17,15—19 dag-
lega nema laugardaga.
Næstu daga verður gengið frá niðurrööun á æfinga-
tímum í ÍR-húsinu í vetur fyrir fimleika, frjálsar í-
þróttir, handknattleik, körfuknattleik og badminton.
ÍR-ingar og aörir, sem starfað hafa í ÍR-húsinu
undanfarin ár snúi sér sem fyrst til skrifstofunnar
varðandi vetrarstarfsemina, sími 4387.
Stjórn ÍR.