Tíminn - 22.09.1954, Blaðsíða 5

Tíminn - 22.09.1954, Blaðsíða 5
212. blað. TÍMINN, miSvikudagmn 22. september 1954. 5 Miðvikud. 22. sept. Níunda allsherj- arþing S.Þ. Níunda allsherjarþing Sam- einuðu þjóðanna hófst í gær. Við upphaf þessa þings á svo að heita, að friður sé um heim allan, en það er ótryggur frið ur og óvíst, hvort þing S. Þ. hafi nokkru sinni verið háð i svo óstöðugu veðurfari í heimsmálunum sem nú er. Enginn vafi er talinn leika á því, að ýmis ný mál og ný sjónannið muni setja svip sinn á þetta þing, en eigi að síöur munu aðalátökin standa um gömul hráskinn. En meö- an mætt er til fundar í S. Þ. er ekki öll von úti um sið- samlega lausn átakamála í heiminum, jafnvel þótt leik- urinn og gerfið sé fremur Marðar en Þorgeirs goða. Það mátti heyra á frétta- riturum í gær, að mikil eftir- vænting hefir þegar skapazt um þetta þing. Menn spyrja hver annan: Hver verður gangur málanna? Styrkir þetta þing eða veikir þá þró- un heimsmála, sem byr fékk í seglin á Genfarráðstefn- unni, verður árangurinn sá að milda kalda stríðið, eða skerp ast línurnar á ný. Menn bú- ast við, að fljótt fáist úr þessu skoriö, þegar hin gömlu á- takamál skjóta upp kollinum, mál, sem fylgt hafa þingum S. Þ. eins og skuggi síðustu árin. Mál þau, sem þegar eru komin á dagskrá þingsins, eru urn 70 talsins. Þar eru öll gömlu ágreiningsmálin, en ýmis ný hafa bætzt við. Þar má nefna samband Marokkó, .Túnis og Frakklands, sjálf- stæði til handa Nýju-Guineu og kröfur Grikkja um Kýpur. Þegar á fyrsta degi var bú- izt við allhörðum átökum um kosningu forseta þingsins. Frú Fandit Nehru, sem nú er sendiherra Indlands í Lond- on, setur þingið og stjórnar kosningu forseta, en heldur að því loknu þegar aftur til London. Evrópuríkin munu styðja hinn reynda stjórn- málamann van Kleffens, fyrr um utanríkisráðherra Hol- lands, og til skamms tíma hef ir það verið almennt álit, aö hann yrði sjálfkjörinn, en Bandaríkin hafa gert kunn- ugt nú í haust, að þau muni styðja Wan prins frá Thai- landi. Flest Asíuríki, Afríku- riki og Suður-Ameríkuríki styðja hann einnig. Búizt var við, að kosningin yrði hörð, því að hvor um sig hefir um 30 atkvæði. Vafalaust verður upptaka nýrra meðlimaríkja eitt harð asta deilumálið á þinginu, og þá fyrst og fremst upptaka Kína. Norðurlöndin hafa lýst ýfir, að þau muni styðja upp- töku Kína. Þau munu líta svo á, að rétt sé að Pekingstjórn- in fari með umboð Kína, en í þeirra augum er viðurkenn- ing á stjórn eins lands ekki hið sama og viöurkenning á stjórnarfari þess. Þá hafa borizt lausafregnir um það, að landhelgismál verði tekin á dagskrá þings- ins, og jafnvel muni nokkur ríki gera þá kröfu, að ekkert ríki geti ákveðið einhliða stærri fiskveiðilandhelgi en þriggja mílna. Þetta mál snertir ísland mjög, en flest ERLENT YFIRLIT: Ógeriegt að skipa vörniim V.- Evrópy án sainviony við Frakka Latiijc ntaíM’íkisfáðlar. Noregs ræðir máfiin fyrir fiiiidiim mcð Edcsi ©g Mesades-Fraiace Halvard Lange, utanríkisráðherra Noregs hefir nýlega átt fund með Eden, utanríkisráöherra Breta, og' Mendes-France, forsætis- og utan- ríkisráðherra Frakka, í París. Áð- ur en hann lagði af stað á fundinn, átti hann fund með blaðamönnum, I og má nokkuð af ummælum hans þar rnarka, hvert viðhorf hans hefir verið' í þessum umræð'um til (varnarmála Evrópu og einnig hvaða augum hann Íítur það þing S. Þ., sem nú er að hefjast. — Vandinn er að koma heppilega fyrir þátt- töku Vestur-Þýzkalands í vörnum Vestur-Evrópu eins fljótt og unnt er, en á þeirn vanda verður að finna lausn, sem Frakkar geta fall- izt á, sagði Halvard Lange. Frakk- ar hafa óskoraðan sjálfsákvörð'un- arrétt, og í mínum augum er eng- in önnur lausn til á vandanum en sú, sem Frakkar fallast á. Ekkert reiðarslag. Það er engin ástæða til að líta á það sem neitt reið'arslag, þótt franska þingið felldi Evrópuher- j ínn, sagði utanríkisráðherrann enn fremur. Að sjálfsögð'u hefir það' í för með sér drátt á þátttöku Þjóð- . verja 1 vörnum Vestur-Evrópu. Stað'an er ótrygg í dag, en af þeim t fregnum að dæma, sem berast af viðræðum Edens við utanríkisráð- herra álfunnar þessa dagana, virð- lst góð von um, að nú sé stefnt að haldkvæmri lausn þessara mála, og 1 ég vona, að málið verði komið á fastan grunn um miðjan október. | Það' er ekki einu sinni víst, að' þörf verði á nokkurri Lundúnaráðstefnu, jafnvel þótt rétt sé a'ð halda lrana. j — Það er nú almennt viðurkennt meðal stjórnmálamanna á Vestur- j löndum, að' vörnum Vestur-Evrópu 1 verði ekki sniðinn fullnægjandi 1 stakkur án þátttöku Vestur-Þjzka- lands. Þegar þetta' var fyrst íram sett í Brussel 1950 hafði hugmynd- j , in um Evrópuherinn ekki enn séð ! dagsins ljós. Hernámsveldin þrjú I fengu þá umboð til að ræð'a um þátttöku Þjóðverja í sameiginleg- ' urn vörnum, og þá hugsuðum við | okkur að sjálfsögðu lausn málsins , ‘ innan vébanda Atlantshafsbanda- ! lagsins. Það eru líkur til að ætla, 1 að lausn málsins finnist enn á ' svipuðum grundvelli, en a'ð hve ■ miklu leyti verður hægt að byggja þá nýskipan á Brússel-sáttmálan- um er annað mál. I Flytur engan boðskap. i Ráðherrann kvaðst ekki fara til Parísar með neinn sérstakan boð- skap til lausnar í málinu. Hann tækist aðeins ferðina á hendur, af því að utanríkisráðherrarnir væru þar á fundi og vildu fá hann þang að til skrafs og ráðagerða. Síðan kvaðst hann fara til Washington áður en hann tæki sæti á þingi S. Þ. Rauða-Kína inn í S. Þ. Lange sagði, að 70 mál væru þeg- ar komin á dagskrá þingsins og þar á meðal væri krafa Rauða- Kina um upptöku í samtökin. Hann kvað afstöðu Noregs til þess máls Ijósa, eins og nýlega hefði verið iýst yfir eftir sameiginlegan fund utanríkisráð'herra Norðurlanda. Á dagskránni er einnig Kóreumálið, sem getur boðið heitum umræð- um heim, en Lange kvað' Norðmenn mundu vinna að þvi að þær um- ræður yrð'u sem hávaðaminnstar. Hann kvað það skoðun' sína, að sem allra flest sjálfstæð ríki, sem fá með'mæli öryggisráðsins, verði tekin inn. Túnis og Kýpur. Um Túnis- og Marokkovanda- málin hefir skipazt í lofti siðustu mánuði, að minnsta kosti varð- andi Túnis. Nú er komin á góð samvinna milli þjóðernisflokkanna í Túnis og þetta leiðir ef til vill til þess, aö fulltrúar Arabaríkjanna hreyfi málinu ekki. í Marokkó er vandinn óleystur og það mál verð- ur vafalaust rætt, en það' er ekki útilokað, að franska stjórnin slái þar út nýju spili. Þegar litið er til Kýpur, má ekki gleyma því, að eyjan hefir aldrei heyrt Grkiklandi til og hefn heid- ur aldrei verið fullkomlega sjálf- siætt ríki. Það er umhyggjan fyrir grísku fólki á eyjunni, sem komið (hefir grísku stjórninni til að j hreyfa málinu i S. Þ. Lange kvaðst . efast um, að umræður um þetta mál mundu leiða til nokkurrar úr- ! iausr.ar á þinginu. Þar verð'a hinir stríðandi aðilar einir að fjalla um og komast að samkomulagi. Ilollendingur þingforseti. Þá lýsti Halvard Lange því yfir, að Noregur rnundi í þetta sinn styðja og kjósa fyrrverandi utan- ríkisráðherra Hollands, van Kléff- ens, sem forseta þings Sameinuðij þjóðanna. Það hefir ekki verið neinn forseti frá Vestur-Evrópu síðán Spaak var það 1946, og þess vegna er eðlilget, að l'cðin. komi að þeim aftur. Noregur mun einn- ig eins og hin Norðurlöndin, styðja Belgíu í öryggisráðið, þegar Dan- mörk gengur úr í haust. Eiginlega hefði Sviþjóð átt að fá sætið, en hefir ekki óskað eftir því. Mendes-France vill: ir munu vera þeirrar skoðun- ar, að ekki stafi veruleg hætta af því, þótt máli þessu verði hreyft á þinginu. Þau ríki, er telja það sjálfsagt sjálfs sín vegna og allrar sanngirni að ríki geti ákveðið stærri fisk- veiðilandhelgi munu vera miklu fleiri en hin. íslend- ingum mundi og þykja það kaldar kveðjur frá Samein- uðu þjóðunum, ef þær, sem fyi’st og fremst eru til þess settar að verja rétt smáríkja, skertu að einhverju leyti sjálfsákvörðunarrétt þeirra til að vernda og verja lífs- nauðsynlegustu atvinnuvegi og bjargræ'ðisvegi sína. Á því mun heldur vart hætta. Sameinuðu þjóðirnar eru sá eini vettvangur, þar sem rétt ur smáþjóða er jafnmikill til málalykta og hinna stóru. Meðan allsherjarþingið kem- ur saman vænta þær þaðan nokkurs framlags til réttlætis og friðsamlegs samstarfs í heiminum. Stofnun, er ákveði og fylgist nieð hervæðingu V-Evrópuríkja Strassbowrg, 20. sept. — Mendes-France flutti ræðu á ráð- gjafarþingi Evrópu í dag og lagði til, að sett yrði á stofn ný stofmm, er ákvæði og fylgdist með hernaðarframlagi þeirra ríkja, sem þátt taka í varnarkerfi V.-Evrópu. Endan- lcga mwn nú ákveðið að nívelciaráðstefnan hef jist í London i næstu viku. — 'STÓRT OG SMÁTT: Sandræktin í Gunn- arsholti Þegar RunóIfMr heitinn Sveinsson tók við starfi sand græðslustjóra settist hann að í Gunnarsholti í Rangárvalla sýslu, á einu stærsta wpp- blásturssvæði landsins, en bróðir hans, Páll Sveinsson, hefir nú tekið við sand- græðslustjórninni og starf- seminni í Gwnnarsholti. Páll er lærður maðar í sinni grein, dvaldi á sínum tíma í Vesturheimi við nám og starf og ferðaðist þar um viða til að kynnast baráttu Norðar-Ameríkuþjóða við uppblásturinn þar. Amerísk- ar grastegundir hafa á síð- ari áram veri'ð reyndar í sand græðslunni í Gunnarsholti með góðiim árangri, og er nú sem kunnugt er, tekið að nota þær víðar á landinw, þar sem rækta þarf sendna jörð. í Gunnarsholti er nú búið að rækta sandja, sem miínu gefa a* sér um sex þúsund hesta af töðu, og þar er nú fjöldi nautgripa af holdakyni. Eru þessir gripir ætlaðir til kjöt- framleiðslii. Búskapur í Gunn arsholti er því allnýstárlegar hér á landi og nokkuð stór í snfðum miðað við það, sem hér hefir þekkzt hingað til. í síðasta blaði Freys ræðir sandgræðslustjórinn, Páll Sveinsson, nokkuð um sand- ræktina. Telttr hann að stofn kostnaðitr við ræktun þessa í Gunnarsholtj sé ekki nema 1600—1700 kr. á hektara, og er mestur hlttti þeirra «pp- hæðar grasfræ og áburður, en vinna er mjög lítil, því að sandarnir ertt sléttir að mestu. Stærsta saravinnu- Tillögur Edens eru í því fóígnar, að Brussel-samning- urinn verði látinn ná til V.- Þjóðverja og ítala, hinir fyrr nefndu fái inngöngu í A- bandalagiö og hafður hem- ill á hervæðingu þeirra gegn um þau samtök. Frakkar enn hræddir. Á þetta féllst Mendes- France í aöalatriðum, en vill sérstaka stofnun, er ákveði hornaðarframlag hvers ríkis um sig. Er þessu ákvæði að sjálfsögðu beint gegn V.-Þjóð verjum, þótt það eigi að taka til allra jafnt. Bretaf í vafa. Frakkar gera það að skil- Reist björgunar- skýli við Hornafjörð Kvennadeild Slysavarnafé- lagsins á Norðfirði hefir af- hent Slysavarnafélagi íslands kr. 5.000,00, sem deildin ætl- ast til að gangi til byggingar hinu nýja björgunarskýli á Austurfjörutungu við Horna- fjörð, sem slysavarnadeildin1 heimilinu mætti yrði af sinni hálfu, að Bretar vcrðj aðilar að varnarsamtök ‘ unum. í London virðist gæta j nokkurrar varfærni í sam- J oandi við tillögu Mendes- France og sumir létu jafnvel í ljó'1 þá skoðun a'ð vafasamt j væn, hvort hún gæti sam- 1 r'ýmzt fyrirkomulagi því, sem Fden hefir gerzt talsmaður fyrir. Herbergisgjöf til minningar um Pálma Loftsson Frú Thyra Loftsson tann- læknir, ekkja Pálma heitins Loftssonar forstjóra Skipaút gerðar ríkisins og dætur hans þrjár, hafa gefi'ð Dvalarheim ili aldraðra sjómanna kr. 10 þús. til minningar um hann. Var gjöf þessi afhent í gær 17. september í tilefni af því aö á þessum degi hefði Pálmi heitinn oröið 60 ára, ef hann hefði lifað, en hann lézt 18. maí 1953. Gjöf þessari fylgdi sú ósk, að eitt herbergið í bera nafn j Framtíðarvon þar á staðnum hans, en Pálmi var mikill j Hið nýja vöruflutningaskip samvinnumanna, Helgafell, sem smíðað er í Svíþjóð, er væntanlegt hingað um mán- aðamótin. Hefir það þegar farið reynsluför sína. Helga- fell er stærsta skip samvinnu manna, 3300 bf. tonn, og jafnframt eitt af stærstu skip um íslendinga. Með komu þess eru samvinnuskipin orð- in sex talsins: Hvassafell, Arnarfell, Jökulfell, Dísarfell, Litlafell og Helgafell hið nýja. Eitt þessara skipa (Jökulfell) er sem kunnugt er byggt sem kæliskip og annað (Litlafell) til olíuflutninga, en hin fjög- ur til venjulegra vöruflutn- inga. Nærri lætur, að sam- vinnuútgerðin hafi eignazt að jafnaði eitt skip á ári síðan til hennar var stofnað eftir stríð ið, en fé til skipakaupanna er að mestu fengið að láni er- lendis. Má það vera ánægju- efni öllum samvinnumönnum, hve hér hefir vel til tekizt o>g vasklega verið að unnið af forustumönnunum. gengst fyrir að byggja. Mun í skýli þessu verða geymd björgunaræki Slysavarnafé- lagsins og einnig veröa hafð- ar þar vistir og annar útbún- aður til að veita skipbrots- mönnum aðhlynningu. stuðningsmaður hinna áform uöu byggingaframkvæmda. Þá var Pálmi Loftsson eins og kunnugt er mikill brautryðj- andi í íslenzkum siglingamál um, sérstaklega hva'ð snerti nýbyggingu siglingaflotans. Vöruskiptajöfnuður óhagstæður í ágúst í ágústmánuði var vöru- I skiptajöfnuðurinn óhagstæð- j ur um rösklega 46,6 millj. kr. | Samkvæmt upplýsingum Hag stofunnar nam verðmæti út- fluttrar vöru 49 milljónum og 1 Framhald á - 6. siðu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.