Tíminn - 05.11.1954, Blaðsíða 9

Tíminn - 05.11.1954, Blaðsíða 9
250. blað. TÍMINN, fðstudaginn 5. nóvember 1954. ' - r** 9 Það er almannarómur fyrr og síðar að Njála sé kóróna íslendingasagna og naumast verður þeim dómi hrundið. Kann okkur þó stundum að þykja sem vant sé á milli að sjá. Þær eru ýmsar svo frá- bærar perlur og þó hver með sínum eigin svip. Flestir mundu segja að Egilssaga væri sá keppinauturinn, sem næstur stæði, énda gengur hún næst henni að stærð. En mikið eru þær ólík&r. Hvorug er svo, að ekki finn- ist á hehni lýti. Fjálgleiki í orðalagi óprýðir Njálu á stöku stað („it sætasta Ijós augna minna“), en því fer fjarri að 'slikt komi fyrir í Eglu, sem aftur á móti geym- ir hina fárániégu og kot- ungslegu frásögn um fyrir- hugaða silfUrsáningu höfð- ingjans Egils: Þéss hefir líka aldrei verið krafizt af Hómer, að háhn mætti ekki dotta. Senniléga er ekkert hinna stærri 'meistaraverka heims- bókménntanna þannig úr gárði gert, aö hvergi sé á þvi bláþráð að finna. Og í heild sinni eru gullaldarbók- menntir íslendinga svo frá- bsérar, að stórþjóð mundi vilja gefa mikíð af auði sín- rum til -þesa að þær væru hennar, vaxnar upp úr henn- ar eigin járðvegi. William Morris leyfði sér að skipa þejm hærri.sess en gullaldar- bókmenntum Grikkja. Það mat er, að ^sjáifsöigðu á hans ábyrgð, emékki okkar. Hvor- ar t.véggja þekkti hann vel. Ep ekki vissi ég það fyrr en náfntogaður lærdómsmaður erlendur benti mér á það fyrir fáum árum, að forn- bókmenntir okkar væru stór- um meiri að vöxtum en þær fornbókmenntir Grikkja, sem geymst hal'a. .. Nú eru liðin rétt hundrað og tíu ár síðan Njála var fyrst prentuð á íslandi, og rétt sextíu ár síðan hún kom í útgáfu Sigurðar Kristjáns- sonar, sem var að mestu endurprentun hinnar ákaf- lega merkilegu útgáfu Kon- ráðs Gíslasonar. Svo er fyrir að' þakka, að allan þann tíma hefir hún verið hér á bókamarkaðinum. Eigi að siður verður það líklega talið á meðal höfuðviðburða árs- , ins 1954 í bókmenntum okk- ar, að þá kom Njálssaga í útgáfu Fornritafélagsins. Lengi og af talsverðri ó- þolinmæði höfum við beðið þessarar útgáfu, jafnvel þeir fáu, ,sem áttu þó bæði út- gáfu Konráðs með öllum ,. þeim mikla fróðleik, sem lát- ínn va.r fyigja henni, og hina ágætu útgáfu Finns Jóns- sonar, þá er kom út á Þýzka- ■ landi 1908 með miklurn skýr- ... ingum og merkilegum. Nú er . • hún loksins komin í allri prýði Fornritafélagsins. Langan tíma var útgefand- inn, Einar Ól. Sveinsson, bú- inn að henni að vinna — ■ varla skemur en aldarfjórð- ung, að því er reikna má — en. það er enn eins og á þrettándu öld, að fremur verður spurt, hvernig ort var, heidur en hitt, hve lengi var að verið; og hér mun dóm- urtap verða sá, að vel hafi veri^ ort. Útgáfur hans eru áður kunnar af fyrri bind- um í safni Fornritafélagsins, en um það safn munu sann- gjarnir menn ávallt segja, að svo smávægileg séu lýtin að þau hverfi algerlega fyrir yfirgnæfandi prýði. Því fer fjarri, að þetta nýja bindi verði til afbrigða frá þessu. .v Um Njálu hefir þarna veriá Njálssaga Fornritafélagsins fjallað sem helgan dóm. Svo bar líka að gera, og svo ber ávallt að gera. Héðan af verður sennilega lítið unt um að bæta, og það er í þessari útgáfu að menn eiga nú að lesa þessa höfuðgersemi ís- lenzkra bókmennta. Þá munu þeir njóta hennar bezt, því að hér er þeim veitt öll sú hjálp, sem þörf er á og veitt verður til skilnings á sög- unni. Og fyrir sakir ytri fegurðar ber útgáfan af öll- um hinum fyrri, jafnvel þýzku útgáfunni, sem þó er augna-yndi. Uppdrættir lit— prentaðir eru hér fjórir til skilningsauka og allmargar ágætar myndir. Ættaskrár eru fullnægjandi og registur er hið prýðilegastá, eftir Runólf Þórarinsson. Það er kunnugra en frá þurfi aö segja, að letrið á útgáfum Forprit.afélagsins er eitthvert hið fegúrsta, sem sést hefir á íslenzkum bók- um. Þær eru handsettar, og mun einn maður hafa sett þær nálega allar, Sveinbjörn Oddsson. Ekki mun Stein- grímur Guðmundsson hafa valið af handahöfi þegar hann kaus mann til starfs- ins, því að útgáfa þessi hefir frá öndverðu verið honum metnaðarmál, eri prentsmiðj- unni til sóma. Þegar útgáf- an var hafin, átti ekki prent- smiðjan þær setningarvélar, er hæfa þættu svo vönduðu og vandasömu verki, en þetta er nú breytt, því að nú á hún þær vélar, sem setja með sama hætti og handsetjari, og afbragösmenn með þær að fara. En nú er það bæöi að letrið tekur að slitna, þó að ekki sé enn til lýta, og að ekki endist Sveinbjörn Odds- son til þess að ljúka þessari útgáfu, því að fyrir endann á henni fáum við ekki að sjá, sem á hans aldri erum. Þar mun mikið á skorta, því enn er langt til hafnar. En héðan af mun varla 1 um það að ræða að yngri maður geti orðið hans jafnoki við hand- setningu. Hún er íþrótt sem heyrir til liðna tímanum. Er því einsætt að brátt muni breytt um setningaraðferð við fornritin; og þau þurfa einskis í að missa um fegurð við það. Varla er cnnur tegund lygi auðvirðilegri en sú, að ljúga með þögninni, og þá er ekki heiðarlega um bækur skrif- að ef annað hvort er getið þess eins, sem miður er, en þagað um kostina, ef ein- hverjir eru, eða getið aðeins prýðinnar, en um lýtin þag- að, ef þau er að finna. Ekki vil ég gera svo, enda þótt hér sé það smávægilegt, sem mér finnst miður, og allt mein- lítið að því er flestir munu telja, og kannske aö surnra tíómi allt álitamál. Tvö handritasýni eru fram an við söguna, en við þau er þess ekki • getið, hvar textabrot þau sé að finna í sögunni. En þetta mátti vel gera, lesendum til skemmt- unar, og er þráfaldlega gert í slíkum útgáfum. Þá gátu þeir reynt að stafa sig fram úr þessum brotum. Framan við texta sögunnar, er að sjálfsögðu miðsíðutitill, og á honum hefst blaðsíðutal hennar. En þá kemur hand- ritaskrá og er tekin með í síðutali sögunnar og fer ekki v.el á sliku. Sagan er í þess- ari útgáfu kölluð Brennu- Njáls saga. Þetta mun apað eftir Finni. en hann var um annað frem’-i en smekkvísi á mál, og pao er vafasöm af- sökun að Njáll er þannig nefndur i niðurlagi sögunn- ar, sem nú er breytt frá fyrri útgáfum. Ekki hafði það freistað hinna fyrri útgef- enda og vitanlega er þessi auökenning upp komin eftir Njáls daga og hefir aldrei orðið við hann föst. Hann bar ekkert viðurnefni. Njáls- sögu þarf ekki rneð þessum hætti að greina frá öðrum Njálssögum, sem engar eru til. Ritgerðirnar framan við sögur Fornritafélagsins hafa frá öndveiðu verið nefndar formálar, og úr því að þetta var einu sinni upp tekið, var sjálfsagt að halda því. En hvergi nema á íslandi mundi þetta hafa veriö gert, og brot in er hér sú regla sem Sir Stanley Unwin gefur. Rit- gerðirnar eru allt annað og miklu meira en það, sem venjulega er átt við með for- mála. Ef gefið hefði verið út á Þýzkalandi, mundi hafa verið notað orðið Einleitung, ekki Vorwort; á Englandi Introduction, ekki Preface. Sama greinarmun mátti að sjálfsögðu halda hér á landi, en eins og þegar var sagt, er það ekki útgefandi Njálu, er á þessu á sök. „Formálinn“ fyrir þessari útgáfu sögunn- ar er svo langur, að ef hann hefði verið gefinn út sér- stakur, heföi hann orðið rúmlega tíu arka bók. Þetta má kalla óþarfa lengd, því að höfundurinn var áður búinn að skrifa þrjár bækur um sama efni og hér er að allmiklu Jeyti um endurtekn- ingu á efni þeirra að ræða. Það er ekki einungis að rit- gerð þessi sé lö«g, heldur er hún á köflum langdregin og efnislítil,' svo að þreytandi er að lesa, enda er stíll útgef- andans ávallt tilþrifalítill og oft tilgerðarlegur, sökum þess, að hann hefir tamið sér að segja hugsanir sínar öðruvísi en honum er eðlilegt, trúandi því, að þá fari betur. Slikt er ætíð varhugavert, og á allt annan hátt hafa þetta þeir þrír menn, sem af núlifandi mönnum skrifa skemmtileg- ast um fornbókmenntaleg efni; en það eru vitanlega þeir Björn Þórðarson, Ólafur Lárusson og Sigurður Nordal. í þessum formála má finna heilar spurningarunur, eins og í tossakverinu, en meö þeim mun, að hér er spurn- ingunum ekki svarað og verða úr þeim eintómar vangaveltur, sem við erurn engu bættari meö. Fastur lið- ur í tilgerðinni er ofnotkun sagnarinnar að mega, svo að henni er riðin gandreið, ekki einungis í ritge'röinni, heldur kemst hún jafnvel svo inn í skýringar aö orða- lagið verður broslegt. Dæmi þessa eru legíó, svo að hver maður getur sjálfur fundið þau. En þó að ég héldi áfram aðfinnslum af þessu tagi, þá gera þær ekki annað en stað- festa það, sem áður er sagt urn að verkið sé vel unnið. Skýringar eru svo ríkulegar að jafnvel það er skýrt, sem enginn meðalgreindur maður þarf skýringar á, t. d. hvernig skilja beri orð Hrúts á bls. 67; en í því efni er líka betra of en van. Það er óhemjulega mikio verk, sem Einar Ól. Sveins- son er búinn að leggja í Njálu, og ég veit ekki hvort áður hefir vegna nokkurrar sögu verið gerður slíkur saman- burður handrita. Hjá leik- manni vaknar óumflýjanlega sú :• purning, lrvort réttlætan- Iegt sé að fórna tímanum þanr.ig, þégar mörg knýjandi verkeíni bíða lausnar. Leséndur eru þakklátir fyr- ir hvert bindið, sem við bæU- ist í Fornritaútgáfunni. En þó aö margir eigi hlutdeild í því þakklæti, má það samt aldrsi gleymast, að fyrst og fremst ber okkur að þakka þeim snilldarmanni, sem upptökin átti, hóf þá baráttu er gerði hugmyndina að veruleika, hefir stöðugt ver- ið lífið og sálin í Fornrita- félaginu, haldið því uppi með ódrepandi þrautseigju og í fullan aldarfjórðung fórnað því ekki litlu áf tíma sinum og kröftum. Við megum eiga það víst, að þegar hann er allur, muni ekki verða sparað að að syngja honum lof, og vel er það og maklegt, en hitt stríðir á engan hátt á móti góðum siðum að honum séu tjáðar þakkir meðan þær enn þá ná eyrum hans. Efalaust munu honum koma þær þakkir be2t, að félaginu sé látinn í té allur mögulegur stuðningur. Það gerir almenn ingur bezt með því að afla sér ritanna og lesa þau gaum gæfilega. Blöðin geta látið mikilvægan stuðning í té með því að hvetja lesendur sína og fræða — gera meira að því, en þau hafa hingað til gert. Nú hafa sum ritanna verið um hríð ófáanleg og önnur skilst mér að muni á þrotum. En þetta má ekki svo til ganga, að þau séu til lengdar ófáanleg. Þau verður að end- urprenta og til þess að gera svo, verður að sjá félaginu fyrir nægu fjármagni. Enda bó að gott sé hvaðan sern íéð kemur, verður þó í þessu eini fyrst og fremst að líta til Alþingis. Því er ærin vandi á höndum nú, þegar við er- um að krefjast þess að fá handritin heim. Til hvers væri slíkt ef ekki á að gera efni þeirra arðbært þjóðinni? Og af menningarlegum ástæð um veröur við að gera allt það, sem unnt er til þess að efla lestur og skilning forn- ritanna, og þá einnig með því að sjá þjóðinni fyrir þeirn hjálpargögnum, sem nauð- synleg má telja. Þar undir heyra útgáfur eins og þessar, og slíkar ómissandi hand- bækur sem Árbók Fornleifa- félagsins. Nú hefi’' um langa hríð mikið vantað á að hana væri alla að fá, og á síðasta aðalfundi félagsins var stjórn þess falið að leita til Alþingis um fé til endurprentunar. Við skulum vona að sú mála- leitun fái góðar undirtektir . hjá þinginu. Enn eitt, lesendur góðir: Athugið það, að þegar allt er vegið og metið, verður ,sú raunin á, að hinar vönduðu sagnaútgáfur Fornritafélags- ins eru nú á meðal allra- ódýrustu bóka á markaðin- um. Aðalútsala Fornritanna er í bókaverzlun Sigfúsar Ey- mundssonar, en vitanlega fást þau í hverri bókaverzlun um land allt. Sn. J. PENNAVINIR Vegna mjög margra fyrirspurná, innan lands og ut- an urn hinn vinsæla bréfaklúbb Heklu, skal tekið fram: Ákveðiö hefir verið að starfrækia þennan vel þekkta bréfaklúbb frá 1. dþs. n. k. Þeir, sem óska að gerast félagar, skulu senda nöfn sín og heimilisföng ásamt árgjaldinu, kr. 20,00, í á- byrgðarbréfi til klúbbsins. Taka skal fram helztu áhugamál, ásamt því hvaða tungumál menn geta skrifað. Fyrir árgjald sitt fá menn 4 félagsblöð (meðlimalista), hinn fyrsta í des. n. k. og hina þrjá á næsta ári. Þeir, sem óska eftir því, að nöfn sín birtist i 1. blaði klúbbsins, verða að senda • inntökubeiðnir sínar ásamt árgjaldi fyrir 1. des. n. k. BRÉFAKLÚBBURINN HEKLA, Pósthólf 356, Reykjavfk. Skaftfellingafélagið í Reykjavík heldur aðalfund sinn að Hlégarði í Mosfellssveit laugardaginn 13. nóvember næstk. kl. 9. e. h. D A G S K R Á : 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Minnst Eyjólfs Guðmundssonar á Hvoli. 3. Nýir kvikmyndaþættir úr Öræfum cg Mýrdal. 4. Dans. Veitingar á staðnum. Ferðir frá Ferðaskrifstofunni klukkap 8Ú2 stundvislega. I Tveir hestar eru í óskilum, gráskjóttur, mark: Sneiðrifað hægra og blaðstíft framan vinstra. — Og dökkjarpur marklaus. Hreppstjjórinn í Bessastaðahreppi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.