Tíminn - 17.11.1954, Síða 2

Tíminn - 17.11.1954, Síða 2
2 TÍMINN, miffvikudaginn 17. nóvember 1954. 260. blað. Tugþúsunda virði af skartgripum stolið að eigendunum Óvenjíilegur þjófnaðisr í tveim skart- grijiavcrzlumim Kau|imannaliafnar Skartgripaþjófnaðarnir í Kaupmannahöfn á föstudag í vikunni, sem leið, hafa verið mikið ræddir í Norðurlanda- blöðum undánfarna daga. í skartgripaverzlun nokkurri var stolið skartgripum fyrir um 15 þús. danskar krónur og frá gullsmíð í borginni var stolið verðmætum steinum að verð- gildi 33 þús. d. kr. Voru hinir verðmætu gripir teknir fyrir framan augu eigendanna, án þess aö þeir yrðu nokkurs varir. Um hádegisbilið á fimmtudaginn var kom maður nokkur inn í fyrr- nefnda skartgripaverzlun. Maður- inn talaði sænsku, og sagðist eiga ameriskan kifnningja, sem hefði áhuga fyrir að kaupa skartgripi, og baðst leyfis þess að mega kynna hann fyrir eiganda verzlunarinnar daginn eftir. í innsiglaðri öskju. Leyfið var óðsótt, og um 10 leytið morguninn eftir komu mennirnir aftur. Sá þeirra, sem talaði sænsku, bar einkennishúfu með merki SAS flugfélagsins, og kynnti sig sem Svenson, kaptein, en félagi hans kvaðst heita Winter, og starfa á veg um ameríska hersins., Mönnunum var nú sýnt mikið úr- val dýrmætra skartgripa, og að lok- um valdi sá ameríski tvenna eyrna- lokka, þrjá kvenhringa, armband og hálsfesti, sem allt var úr gulli og skreytt dýrmætum steinum. Fyrir skart þetta samþykkti maðurinn að greiða 15 þús. d. kr. Hann lagði síð- an gripina í öskju, sem hann hafði meðferðis, og innsiglaði hana með límbandi, er hann einnig hafði haft með sér. Að því búnu skrifaði hann nafn sitt á öskjuna og afhenti hana skartgi'ipakaupmanninum, en kvaðst mundu sækja hana á laug- ardagsmorgunn og greiða þá hið tilskylda verð. Létu ekk sjá sig. En þegar ekkert bólaði á útlend- ingunum á laugardaginn, fór kaup- manninum að þykja háttarlag þeirra all grunsamlegt. Hann ákvað því að opna öskjuna, og þarf vart að lýsa undrun hans, þegar hann komst að raunum að skartið var Utvarptð ÚtvariJÍð í dag. Fastir liðir eins og venjulega. 18.55 íþróttaþáttur (Atli Steinars- son). 20.30 Erindi: Að liðnu sumri (Arn- ór Sigurjónsson). 20.50 Einsöngur: Primo Montanari syngur (plötur). 21.05 „Já eða nein“. — Sveinn Ás- geirsson hagfræðingur stjórn- ar þættinum. 22.10 Útvarpssaga,.n: „Bréf úr myrkri" eftir Þóri Bergsson; III. (Andrés Björnsson). 22.35 Harmoníkan hljómar. — Karl Jónatansson kynnir harmon- íkulög. 23.10 Dagskrárlok. TJtvarpið á morgun: horfið, en í þess stað voru í öskj- unni nokkrir 25-eyringar. Hann gerði iögreglunni þegar aðvart, og áður en langt um leið hafði lög- reglumönnunum tekizt að leysa þá gátu hvernig þjófnaðurinn hefði átt sér stað. Það upþlýstist, að sænsku- mælandi maður — vafalaust Svens- son, kapteinn — hefði fyrir nokkr- um dögum keypt tvær skartgripa- öskjur í gullsmíðaverzlun einni í borginni. Eftir það var lausnin ekki svo erfið. Ameríkumaðurinn hefir haft báðar öskjurnar í vasanum, og aðra þeirra hefir hann verið bú- inn að innsigla fyrirfram. Síðan hefir honum tekizt að skipta á öskjunni með skartinu og hinni, sem 25-eyringarnir voru' í, meðan á samtalinu stóð í verzluninni. Flýðu þegar land. Eftir því, sem menn géta sér til, munu náungarnir svo hafa farið úr landi sem skjótast að þjófnað- inum loknum. Alþjóða lögreglu var þegar gert aðvart, og lýsingin á þjófunum send henni. Einnig var leitað til SAS flugfélagsins varð- andi upplýsingar um hinn dular- fulla kaptein Svensson. En um helg ina síðustu hafði ekki tekizt að hafa hendur f hári þjófanna, þótt líkur bendi til þess að þeim takizt ekki til langframa að fara huldu höfði, þar sem fyrir hendi eru allnákvæm- ar lýsingar á þeim báðum. Annar þjófnaður upplýstst. Þegar gullsmiður einn í borginni heyrði um þennan þjófnað, og hvernig hann hafði verið framinn, varð hann óttasleginn mjög, því að tveir menn, sem komu heim við lýsingu þá er gefin var út af skart- gripaþjófunum tveim, höfðu einmitt heimsótt hann á föstudaginn um- rædda. Þeir höfðu sagzt vera áhuga samir um kaup á verðmætum stein- um, og höfðu, að lokinni athugun, valið séjr 3 steina ásamt tveim hringum, prýddum verðmætum steinum. Munir þessir voru um 35 þús. d. kr. virði. Þeir höfðu síðan lagt munina í öskju og innsiglað hana á sama hátt og í fyrra sinn- ið. Þegar gullsmiðurinn braut inn- siglin og opnaði öskjuna sá hann aðeins nokkra smápeninga eins og gimsteinasalinn hafði séð. Það eina, sem gullsmiðurinn hafði fram að færa til viðbótar fyrri lýsingu mannanna, var það að sænskumælandi maðurinn hefði ekki haft SAS merki í húfunni, en aftur á móti hefði þar verið mynd ásjáandi af gylltum vængjum, svo sem títt er á flugmannshúfum. Sömu listir leiknar víðar. Skýrt hefir verið frá því að lög- reglan í París, Brússel og Vínarborg hafi komizt á snoðir um þjófnaði þar í borgum, sem útfærðir hafa verið á sama hátt, með tveimur öskjum, og einmitt hafa verið t:ð- astir hjá gullsmiðum og skartgripa- sölum. Er ekki ólíklegt að þgssir sömu menn, sem frömdu þjófnað- ina í Kaupmannahöfn, séu líka valdir að einhverjum hinna í öðr- um löndum, og gerir Kaupmanna- hafnarlögreglan sér því enn meira far um að afla upplýsinga um dvöl þeirra þar, og bröttför þaðan, en ella. Sandgcrðl (Framhald af 1. slðu). vegna- vertíðar í Sandgerði. Verið er að endnrbyggja fisk hús það sem fauk fyrir skemmstu og frystihús er í byggingu hjá Miðnes h. f. Þá er einnig meira byggt af íbúðarhúsum í Sandgerði um þessar mundir en áður og eru alltnörg íbúðarhús þar í smíðum. GJ. Vænir dilkar í Strandasýslu Frá fréttaritara Tímans á Hólmavík. Meðalþungi dilka, sem slátrað var hjá Kaupfélagi Steingrímsfjarðar á Hólma- vík nú í haust var 16,36 kg. Slátrun lauk um miðjan okt. Slátrað var bæði á Hólma vík og Kaldrananes samtals 6113 kindum, samtals 100864 kg., og er það 1100 kindum fleira en í fyrra. Meðalþungi dilka var þá 16,4 kg. ÓJ. Nýtt blað X dag kemur út nýtt blað, er nefnist „Frón“ og er ætl- un þess að flytja greinar um öll þau mál, er efst eru á baugi hverju sinni, svo sem greinar' um stjórnmál, bók- menntir, listir, íþróttir og aðrar fræðandi greinar, er allir hafa skemmtun af að fylgjast með. — Blaðið er prentað • í prentsmiðjunni Rún og hefir afgreiðslu sína þar fyrst um sinn, — blaðið er 8 síður að stærð. Útgef- andi Fróns er Kristmundur Ólafsson. Frá Rithöfundafélagi Islands Með því að blaðaskrif hafa orðið, og nokkuð á huldu, um tvo fundi í Rithöfundafélagi íslands, þykir rétt að það komi skýrt fram, hvað um var að ræða. Ályktun um herstöðvamál ið var borin fram og sam- þvkkt óbreytt á fundi félags- ins 31. okt. Hún hefir verið birt í blöðum. Umræður um efni tillögunnar uröu engar. Formaður félagsins (H. Hjv.) lagði áherzlu á, að tillög- unni yrði frestað til annars fundar og hún boðuð í dag- skrá, en það var fellt. For- maður gerði engar frekari at hugasemdir um afgreiðslu málsins, en tilkynnti á stjórn arfundi síðar, að hann mundi biðjast undan formennsk- unni. Á dagskrá félagsfund- ar 14. nóv. var gert ráö fyrir kosningu formanns til næsta aðalfundar. Engar deilur, og raunar engar umræður, hafa verið í sambandi við þetta. Ég lagði fram á fundi 14. þ.m. svofellda tillögu: „Fundurinn ályktar að fela stjórninni að undirbúa og leggja fyrir næsta aðalfund tiilögur um það, að tekin verði í lög félagsins bein á- kvæði um: að: allar veigamiklar tillög- ur, sem bera skal upp til atkvæða á félagsfundi, skuli boöaðar i dagskrá fundarins. að: formanni sé rétt, ef svo hefir ekki verið, að fresta tillögu til annars fundar, enda geti og tiltekinn fjöldi fundarmanna kraf ist að svo verði gert.“ (Samkomulag varð um að fella niður einn lið úr tillög- unni, með þvi að efni hans fælist raunverulega í hinum tveimur). Lýsti ég því, að um frekari ágreining væri ekki að ræða c.f minni hálfu, ef þessi til- laga yrði samþykkt, eða önn ur jafngild. Ella mundi ég biðjast undan formennsk- pnni og lagði fram svofellda athugasemd um það: „Síðasti fundur Rithöfunda- félags íslands var til þess boðaður sérstaklega að ræða hagsmunamál rithöfunda og listamanna almennt og skýra frá markverðum atriðum í þeim efnum. Nú var borin fram í miðjum klíðum á fund inum ályktunartillaga um herstöðvamálið, miðuð sér- staklega við söfnun undir-' ckrifta, sem einn stjórnmála' flokkur eða tveir hafa eink- um haft forgöngu fyrir. En cllum er augljóst og vitan- legt, að aðrir flokkar telja í þessu vera pólitískan andróð ur gegn sér. Vilji Rithöfundafélag ís- lands taka til umræðu og á- lyKtunar slíkt örlagamál sem herstöðvasamninginn, þá bæri því fyrst af óllu að hefja þær umræður yfir póli tískt dægurþras og stjórn- málabrellur. En hitt er í öðru lagi óháð persónulegum skoð unum, jafnvel um hin mestu velferðarmál þjóðarinnar, ef þau á v annað borð skipta stjórnmálaflokkum í landinu, að pólitískar illdeilur heyri ekki sérstaklega undir hags munafélag _ rithöfunda og fundi þess. Ég tel það gagn- stætt e$li máls og farsælleg- um félagsháttum, að hægt sé fyrirvaralaust að breyta slíku félagi í pólitíska flokksdeild, þegar vill.“ Tillagan um lagabreytingu var samþykkt samhljóða og með nær öllum atkvreðum. Var þá um engan fresari á- greimrig að ræða, enda vann fundurinn af samhug að öðr- um málum, sem fyrir lágu, um almenna hagsmuni rit- höfunda. Æthugasemdir þessar erU birtar með vitund og sam- þykki annarra stjórnar- manna félagsins. Helgi Hjörvar. Maðwrinn minn,^ BENEDIKT SVEINSSON, fyrrv. alþingismaðwr, lézt að morgni 16. þ. m. Guðrún Pétursdóttir. ÓLAFUR HVANNDAL, prentmyndasmíðameistari, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík fimmtwöaginn 18. þ. m. — Athöfnin hefst kl. 1,30. Vandamenn. -* Fastir liðir eins og venjulega. 19.30 Lesin dagskrá næstu viku. 20.30 Daglegt mál (Árni Böðvars- son cand. mag.). 20.35 Kvöldvaka: a) Jóhann Sveins- son cand. mag. frá Flögu flyt- ur erindi: Frá Lofti ríka Gutt- ormssyni. h) Flutt verða lög eftir Árna Björnsson (plötur)J c) Jón Jóhannesson les úr ljóða bók sinni: „f fölu grasi". d)! Ævar Kví^ran leikari flytur efni úr ýmsum áttum. 22.10 Upplestur: „Lækning“, smá-’ saga eftir Ólaf Hauk Árnason (Höskuldur Skagfjörð). 22.35 Sinfónískir tónleikar (plötur). 23.10 Dagskrárlok. Útvarpið í dag: ÍVAR HLÚJÁRN. Saga eftir Walter Scott. Myndir eftir Peter Jackson 104

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.