Tíminn - 30.12.1954, Blaðsíða 3

Tíminn - 30.12.1954, Blaðsíða 3
295. blað. TÍMINN, fimmtudaginn 30. descmber 1954. 3 Arður fyrir árið 1952 af hlutabréfum bankans (4%) er greiddur gegn afhendingu vaxtamiða í bankanum sjálfum og oftangreindum stöðum. ÚTVEGSBANKIÍSLANDS H.F. REYKJAVIK Annast öll venjíileg bankaviðskipti. IJtiJbii kefir bankinn á eftirtöldum stöHum: AKUKEYRI , : í:: i SIGUUFIRÖI ÍSAFIRBI SEYÐISFIRÐI og VESTMAKNAEYJUM. Islendingaþættir Sjöfugur: Sigurður Sigurðsson Sigurður varð sjötugur 10. okt. sl. Þykir mér hlýða að minnast hans fám orðum, því að verður er verkamaður launanna. Auðvitað eru laun hans fánýt, ef þau væru að- eins minningarorð í dagblaði sem gleymist jafnóðum og lesið er. En laun hans munu verða mikil á himnum. Því að hér ræðir um mann, sem unnið hefir þjóð sinni af al- hug, sívinnandi íslendingur og einn af landstólpunum, sem beygja bakið undir byrð- ar þjóðfélagsins. Sigurður er Rangæingur í aðra ætt, son- ur Sigurþórs Ólafssonar smiðs, er lengi dvaldist á Gaddstöðum á Rangárvöll- um. Sigurþór var sonur Ól- afs gamla í Lækjarkoti í Reykjavík og bróðir séra Ól- afs fríkirkjuprests og þeirra systkina. Faðir og afi Sigurð ar, sem hér voru nefndir, voru afarmenn að fjöri og vinnuþreki. Sigurþór lék sér að því fram undir endadæg- ur að smíða á einum degi 22 ganga af skeifum (flat- skeifum). Lék allt í höndum hans. Þetta vinnuþrek hefir Sigurður erft í ríkum mæli. Hann var á barnsaldri nokk ur ár hjá sr. Ófeigi og Ólafíu föðursystur sinni er þá bjuggu í Guttormshaga í Holt um. Síðan hóf hann járn- smíðanám hjá Þorsteini Tóm assyni í Lækjargötu í Rvík.' Valgerður kona Þorsteins var föðursystir Sigurðar. Er Sig- urði ætíð hlýtt í þeli til þess- ara hjóna. Hjá Þorsteini nam hann reglusemi og festu og lærði í hans lögbók að standa við gefin heit. Valgerði tel- ur Sigurður einhverja hina beztu konu, sem ísland hef- ir alið. Á námsárum sínum stundaði Sigurður íþróttir, helzt aflraunir og þá gerð- ist hann veiðifífl mikið, tók inal sinn eða skreppu og veiðistöng um hverja helgi á sumrum og dorgaði meö öþreytandi elju — og varð frekur úlfur í fiskahjörðinni. Er mér í minni hversu hann gladdi mig, er hann kom í kynnisför að Fellsmúla, þá tmgur og íturvaxinn og gaf mér undurfagra veiðistöng með látúnsKölkum og hjól. í rauninni vann hann þá hjarta mitt og á þar ítak síðan, enda er tryggð hans óbilandi og sver sig þannig í ætt hinna fornu Rangæ- inga, svo sem Bergþóru Skarphéðinsdóttur. Sigurður er af yikingslækjeirætt oig mun vera 23. maður frá Sæ inundi fróða. Sumir Odda- verjar hafa orðið ágætir af fróðleik og menntun, aðrir af skörungsskap og mann- dómi í lífsbaráttunni. Mun Sigurður vera í þeirra hópi: Fullyrði ég að hann hafi ver ið einn allra mesti afkasta- maður vorrar samtíðar á sínu sviði. Sigurður hefir langa hríð verið yfirmaður í Hafnarsmiðjunni í Reykja- vik. Sigurður er kvæntur á- gætri konu, Kristínu Sigurð ardóttir, .úr. Borgarfirði. En börn þeirra efnileg. En harm ur var að þeim kveöinn, er þau misstu uppkominn son með sviplegum hætti (dó af rafstraumi) og nýlega upp- komna dóttir, Valgerði, sem hvíti dauði tók frá þeim. — Fiskimenn í þjónustu örlag anna sitja um sína bráð og engum fært að varast þá. Sigurður er nú tekinn að þreytast, en fast sækir hann enn vinnu sína og oftast hleypur hann við fót. Rís úr rekkju kl. 6 að morgni og ævistarf hans er sitarf og vinna og aftur vinna. Sumra ævistarf er ekkert starf, heldur hálfkák og dútl á efri þilförum þjóðarskútunnar. Flýja nú furðumargir frá kjölfestunni og svo getur far ið að gnoðin verði völt, að skipið fari á hliðina og sökkvi síðan. Þegar Rómverjar hin ir fornu hættu sjálfir að fiska og slá, flæddu yfir þá dugmeiri germannskar þjóð ir og unnu karlmennsku störf in. Síðan hýddu þær hinar rómversku gildaskálahetjur og tóku öll völd. Hvernig fer um íslendinga, ef fáir eða engir vilja fiska og slá? Þeir verða bráðum hýddir þræl- ar. Munu slíkir menn sem Sigurður Sigurþórsson tryggja undirstöðuna, flýtur enn hið valta gnoð. Að endingu vil ég geta þess, að Siguröur á sína viðkvæmni og trúar- hneigð. Fyrir fáum árum komum við innan frá Gxxxx vötnum. Leiðin lá fram hjá Skarðskirkjugarði. Þetta var um hljóða sumarnótt. Bjark irnar í friðarreitnum voru svo kyrrar, eins og þær svæfu — þó ekki eins fast og hinir dánu undir leiðunum. Sig- urður gekk inn í garðinn. Hann vildi líta snöggvast á einn dánarbeð. Það var leiði séra Ófeigs og Ólafíu frá Fellsmúla, foreldra minna. Hjá þeim mundi hann sínar bernskustundir. Sigurður stóð hljóður um stund, síð- an tók hann ofan og lyfti hendinni eins og blessandi. Eg vissi að þessi augnablik var hann vígður maður. Eg viknaði og þakkaði honum þennan helgixxx. Eg fann að það var gott að vera með honum, og hlýjan til hans í brjósti mér knýr mig til að rita þessi orð. Óska ég hon- um blessunar og ástvinum hans um ókomin ár. Eg vil svo að lokum enda þetta spjall um vin minn og frænda með oröum skálds- íins Lon,gfello|w um þorps- smiðinn (í þýðingu Einars Benediktssonar) „Svo líður í önnum sæld og sorg, hver sólarkoma og hvarf, um morg un hvern er hafið verk, kvöld hvert sér endað starf, en dags verk unnið nokkurt nýtt, gef ur næturhvíld í arf. Haf þökk og heiður þarfi vin, haf þökk fyrir fræðslu og ráö, svo skal við eld vor örlög skrá, þar iðja lífs er háð. Svo knúð skal stáli varma vígt, hvert verk, hver andans dáð,“ R.Ó. I.ÖGGRTUS SKÍALAWOAND! • OG DÖMTOliíUR i éNSIvU «> t RÍRKJUHVOII-smi 81655 GÖMUL SLITEN KERTI J4 L L T r r! A S A etgða eldsnetitiuu uð óþörfu Sama eldsnetitlsmufin nœyir ijdur 10% Bengri Eelð ef þér notið Champion BÍLKERTI 100.000.000 CHAMPION-KERTI ERU DAGLEGA I NOTKUN I HEIMINUM. H.F. EGILL VILHJÁLMSSON Esíisg'avcg'S 118 Súnl 81312.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.