Tíminn - 30.12.1954, Blaðsíða 1

Tíminn - 30.12.1954, Blaðsíða 1
Rltatjórl: Q ■m.. Þórarlnn ÞórarlnMoa A ■*»*. . [) Útgefandi: 0 framsóknarflokkurlnn Vr* Skriístcíur I Edaahúsl Préttasímar: 81302 og 81303 Afgreiðsluslm- 2323 Auglýsingasími 81300 Prentsmiðjan Edda. 38. árgangur. Reykjavík, fimmtudaginn 30. desember 1954. 295. blað. Maður varð úti á Kleifaheiði í póstferð á I'’assnsÉ örendur nokkrai frá s fyrra- kviild og síéUn pósiliestarnir yfir líkims Frá fréttaritara Tímans á Patreksfirði í gær. Það slys vildi til á þriðja dag jóla, að Þorsteinn Þorsteins son, póstur, til heimilis á Patreksfirði, varð úti í póstferð fiá Patreksfirði að Brjánslæk á Barðaströnd. Fannst hann ■iíðdegis í gær örendur á Kleifaheiði, efíir skamma leit, og stóðu pósthestarnir yfir líkinu. Endurnýjaður við- skiptasaraningur við Spán Viðskiptasamningur ís- lands og Spánar, sem falla átti úr gildi um áramótin, var með erindaskiptum í Madrid hinn 28. þ. m., fram lengdnr óbreyttur til árs- loka 1955. Pétur Benediktsson sendi- herra annaðist framlenging- una fyrir íslands hönd. Frá utanríkisráðuneytinu. ísL kolin misjöfn að hitagifdi Frá fréttaritara Tímans á Staðarholti. Hér um slóðir er nú mjög víða brennt íslenzkum kolum úr námunni á Skarðsströnd. Þykja þau nokkuð misjöfn að hitagildi, en sums staðar líka þau mjög vel. Eru kynt- ar með þeim miðstöövar og eldavélar, og telja ýmsir þau litlu verri en erlend kol til brennslu. HS. Þorsteinn heitinn lagði af stað í póstferðina um kl. 9 að morgni þann 27. des. eða þriðja dag jóla frá Patreks- firði með tvo hesta. Annar þeirra var klyfjaður pósttösk um. Kom ekki að Brjánslæk. Þegar Þorsteinn var ekki kominn til bæja á Barða- strönd í gærmorgun, var haf in leit að honum, og fannst hann eftir skamma leit örend ur við svokallaða Hjallalenda lág á Kleifaheiði nokkuð utan við veginn. Hestarnir kyrrir. Hestarnir stóðu yfir líkinu. Hafði Þorsteinn tekið ofan af klyfjahestinum og búizt um þarna. Færð var afar erfið á heiðinni vegna fannfergis, en veður hafði verið sæmilega gott frá því að Þorsteinn lagði af stað í ferðina. Póstur í 25 ár. Þorsteinn heitinn hafði ver ið póstur á þessari leið frá Patreksfirði að Brjánslæk um 25 ára skeið og var því þaul kunnugur leiðinni. Hann var og þaulvanur og ötull ferða- maður. Þorsteinn var 51 árs að aldri fæddur 29. maí 1903. Lætur hann eftir sig konu og eitt ungt barn. Páll Sveinsson skip aður sandgræðslu- stjóri Landbúnaðarráðherra lief ir skipað Pál Sveinsson sandgræðshístjóra ríkisins frá þesswm áramótwm að telja. Páll hefir sem kwnn ugt er gegnt störfum sand græðslustjóra síöan Runólf ur Sveinsson, sandgræðsln stjóri, bróðir hans, lézt. Páll er nngnr og örtull maðnr og vel menntaður til þestea starfs, og má hins bezta af honum vænta í þessn mikilvæga starfi. — Hann fór til Bandaríkj- anna til náms í þessari grein ræktunar og hefir síðan hann kom heim unn ið hjá sandgræðslu ríkis- ins. Frú María Markan (til hægri) í hlutverki prinsessunnar Mimea í óperunni „VVenn ich König wár“. „Ég hlakka til að syngja í óperu á íslenzku leiksviði” sagði María Markan í viðtall í gærdag — Blaðamenn ræddu við frú Maríu Markan söngkonu og Guölaug Rósinkranz, þjóðleikhússtjóra, í gær í tilefni af því, að hún mun syngja hlutverk Santuzzu í Cavalleria Rusti- cana á tveim sýningum eftir nýárið, 2. og 5. janúar. Þjóðleikhússtjóri kvaðst fagna því, að svo vel skyldi Enn uppgripa ufsaveiö! í Keflavíkurhöfn í gær Stórf skijí, sem kum í Iiöfniiia. dreifði þó torfummi og traiflaði veiði ibisi ííma — — Frá fréttaritara Tímans í Keflavík. Fimm, cða sex bátar voru við ufsaveiöar í Keflavíkur- höfn í gær og öfluðu tveir þeirrá ágætlega og höfðu fengið 30—40 smálestir í einu kasti hvor bátur í gærkvöldi. Voru það Ver og Ægir, sem einnig öfluðu mest í fyrradag. Þriðji báturinn, Hilmar, fékk einnig ágæta veiði, eða yfir 30 lestir. Var hann við veiðarnar við ljós í alla fyrri nótt og þá eitt skipa. Mikil ufsagegnd er enn í höfninni, sem sést á því, að svo mikill afli skuli fást í einu kasti. í gær urðu óvæntar trufl- ariir á ufsaveiðunum, þegar stórt erlent fisktökuskip kom inn á höfnina og lagðist þar að bryggju til fisktöku. Við hreyfingu þá, er komst á sjó inn við skrúfusnúning þessa skips, dreifðust ufsatorfurnar um höfnina og bátarnir urðu að hætta veiðum í bili, meðan ufsinn var að þjappast aftur saman í torfur. Nokkuð af ufsanum er háf að upp í veiðibátana, en einn ig er ufsinn háfaður heint upp úr nótinni við bryggjurnar, þegar vel stendur á sjó. 200 bréf án heimilisfangs í óskilum hjá bæjarpóstinum Það gleymdist jafnvol nicð öllu að skrifa ntaii á kréf til kuiiiiiiigjaiina í aiinríkjnu Það hefir verið handagangur í öskjunni hjá bæjarpóst- inum um jólin. Aldrei hafa fleiri fengið jólabréf en einmitt nú. Og að sjálfsögðu dundu ýmsar hrellingar á póstmönn- unum, sem eru allir að vilja gerðir til að leysa þann vanda, sem að kann að steðja í sambandi við að kom bréfum til skila. Þetta er þó ekki alltaf auðvelt, þar sem sendendur hafa oft í frammi frámunalegt gáleysi í að merkja bréfin. Blaðamaður frá Tímanum hafði tal af þeim hjá bæjar póstinum í gær. Þar var, eins og venjulega töluvert af óskila bréfum, sem engin leið var að koma til móttakenda, þar sem heimilisföng vantaði, og sums staðar var ekki að sjá nema fornöfn viðtakenda. Þetta hefði nú ekki hrjáð póstmenn ina svo mjög, ef sendendur hefðu látið sín getið aftan á umslögunum. En það er ekki því að heilsa. Það er mjög sjaldan, sem þess sjálfsagða atriðis er gætt, að sendandi riti nafn sitt og heimilisfang aftan á umslag. Röng götunúmer. Þau bréf, sem bera ekkert heimilisfang eru eitthvað um tvö hundruð. En hin eru marg falt fleiri, sem eru með skakkt heimilisfang. Betra er þó að veifa röngu tré en engu, því póstmönnunum tekst merki- lega oft að hafa upp á því rétta. Sem dæmi um aðgæzlu leysið, er eitt bréf, sem ligg- ur hiá þeim í póstinum. Á því er ekkert heimilisfang, ekk- ert nafn, en innan í því er fagurt jólakort með Krists- mynd og sendandinn er Svala. Þetta eina nafn er allt og sumt, er gefur til kynna upp haf og endi bréfsins. Það er annars margt einkennilegt, (Framhald á 8. síðu.) J ólatrésf agnaður Framsóknarfé- Iaganna Munið eftir jólatrésfagn- aði Framsóknarfélaganna þriðjudaginn 4. janúar n. k. kl. 2,30. Fólk er beðið að vitja aðgöngumiða í dag á skrifstofu Framsóknarfélag- anna í Edduhúsinu, sími 55C4. bera í veiði, að María Markan er hér stödd þegar óperusýn ingar þessar fara fram, og leikhúsgestum gæfist kostur á að heyra hana syngja óperu hlutverk. Frú María Markan kvaðst ekki síður fagna því og hlakka til að syngja í óperu á íslenzku leiksviði og það á ís landi. Hún kvaðst hafa fylgzt með æfingum og sýn- ingum óperanna hér og sér væri ánægja að þvi, hve vel hefði til tekizt, sviðssetning væri ágæt, hljómsveitin prýði leg og þar kæmu fram söngv arar á heimsmælikvarða. María Markan er enginn ný liði á óperusviði. Hún hefir sungið fjölmörg óperuhlut- verk, einkum í Þýzkalandi, en einnig í Danmörku og Eng- landi. Oftast kvaðst hun mundi hafa sungið hlutverk greifynjunnar í Brúðkaupi Fígarós. Snjólétt en hrak- viðrasamt, það sera af er vetri , Frá fréttaritara Tímans á Breiðdalsvík. Veturinn er ákaflega snjó- léttur á Austfjörðum það sem af er og eru þeir dagar teljandi er snjór hefir sést á láglendi. Þessa dagana er að eins föl á Breiðdalsvík, en vel akfært um vegi, aðra en fjall vegi. Snjór er hins vegar töluverður í fjöllum. Er þessi vetur það sem af er með allra snjóléttustu vetrum eystra og fé létt á fóðrum, ef ekki hefði verið mikil hrakviðri í haust og það sem af er vetri.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.