Tíminn - 30.12.1954, Blaðsíða 5

Tíminn - 30.12.1954, Blaðsíða 5
235. bíað. TÍMINN, fimmttidagimi 30. desember 1954. 6 Fitmntud. 30. des. Forstjóraskiptin n'á S.ÍS. Eins og áður hefir verið skýrt frá, verður sú breyting hjá Sambandi ísl. samvinnu Jélaga nú um áramótin, að ,Vilhjálmur Þór lætur af störfum sem forstjóri þess, en við því starfi tekur Erlend ur Einarsson framkvæmda- stjóri Samvinnutrygginga. Jafnframt verður sú breyt- ing á framkvæmdastjórn S. í. S., að hún verður eftirleið- is skipuð fimm mönnum eða þeim Erlendi Einarssyni, Helga Péturssyni, Helga Þor- steinssyni, Hjalta Pálssyni, Hirti Hjartar og varam. Harry Frederiksen. Undanfarið hefir framkvæmdastjórnin verið skipuð þeim Vilhjálmi Þór, Helga Péturssyni og Helga Þorsteinssvni. Fyrir samvinnumenn lands Ins er vissulega margs að minnast, þegar Vilhjálmur Þór lætur af störfum í þj ónustu samvinnuhreyfing- arinnar. Það er eitt gleggsta dæmið um hyggindi og for~ sjálni Sigurðar Kristinsson- ar, þegar hann réði því, að Vilhjálmi vár ungum falin forusta samvinnufélagsskap- arins í Eyjafirði, er þeir bræð úr Hallgrímur og Sigurður höfðu komið svo vel á legg. Vilhálmur brást heldur ekki því trausti, er honum hafði verið sýnt. Öll stjórn hans'á Kaupfélagi Ey- At M. Sk.: Þeir, sem reykja, lifa skemur firðinga var með slíkum glæsibrag, að þess mun lengi verða minnst sem hins merki legasta fordæmis í sögu sam vinnunreyfingarinnar. Eyja- fjörður og Akureyri munu líka lengi bera merki þess vel heppnaða starfs, er þá var unnið undir forustu Vil- hjálms. Stjórn Vilhjálms á Kaupfélagi Eyfirðinga hefði ein nægt til þess að geyma nafn hans sem eins snjall- asta forvígismanns, er sam- vinnuhreyfingin I«fir eign- ast. Vilhjálmur átti hlns vegar eftir að vinna samvinnuhreyf ingunni meira. Þegar Sigurð ur Kristinsson lét af störf- um sem forstjóri S. í. S., var Vilhjálmur sjálfkjörinn eft- irmaður hans. Þau átta ár, sem Vilhjálmur hefir verið forstjóri S. í. S., hafa óum- deilanlega verið mesti fram- faratíminn í sögu þess. Á þeim tíma hefir ekki aðeins verið haldið vel áfram að eíla fyrri starfsgreinar þess, heldur og hafizt handa á nýj um sviðum með miklum myndarskap og glæsilegum árangri. Nægir því til sönn- unar að benda á skipadeild S. í. S., Samvinnutryggingar, véladeild S. í. S. og Olíufé- lagið. Vilhjálmur Þór hefði ekki náð slíkum árangri og raun ber vitni um, ef hann væri ekki cvenjulegur hæfileika- maður. Hann sameinar í senn mikinn umbótavilja, hugkvæmni, dugnað, áræöi og aðgætni. Áreiðanlega á sagan ettir að fella þann dóm, að hann hafi verið fjöl- hæfasti og stórbrotnasti framkvæmdamaður samtíðar manna sinna á íslandi. Það hefir verið íslenzku Skv. rannsókn, sern Krabbameins félag Bandaríkjanna lét fara fram, er banamein reykingamanna tíðast hjartaslag eða lungnakrabbi. Rannsókn hefir einnig leitt í ljós, að dánartala þeirra, sem reyktu sígarettur, reyndist 75% hærri en meðal hiuna, sem reyktu ekki. Dán artalan af völdum hjartasjúkdóma eða krabba meðal þeirra, sem reyktu 20 sígarettur á dag, eða meira var helmingi hærri en meðal hinna, sem reyktu ekki. Krabbameinsíélag Islands hefir látið safna skýrslum um reykingar manna hér. Skýrslunum var safnað í samráði við brezka rannsóknar- ráðið um læknisfræðileg efni (Medi cial Research Council), sem beitti sér fyrir því að safna siíkum skýrsl um í Englandi og Norðurlöndum til að gera mætti samanburð. Og svo að fullt samræmi yrði í þeim samanburði, voru íslenzku skýrsl- urnar gerðar upp af dr. Doll, er safnaði og gerði upp ensku skýrsl- urnar. Fréttabréf um Heilbrigðismál, marz—apríl heftið, fjallar um þess- ar rannsóknir, sem eru hinar íróð legustu. Próf. Dungal, sem staðið mun hafa fyrir og skipulagt rannsóknirn ar hér, leyfði góðfúslega, að grein hans um rannsóknirnar yrði birt í Heilsuvernd. Því miður er ekki rúm fyrir greinina allá að þessu sinni. En hér fer á eftir niðurlag hennar: „Sígarettuneyzla og lungnakrabbi. X Englandi dóu úr krabbameini í lungum 1911 til 1919 um 250 manns á ári. Árið 1952 dóu 14218 manns úr þessum sjúkdómi. Sígarettu- neyzlan var í Bretlandi aðeins 0.71 enskt pund á mann 1913, en 1953 var hún komin upp í 5 ensk pund á mann. Árið 1920 var hún komin upp í 1.49 pund á mann og hefir' farið haskkandi síðan. Hér á íslandi komst sígarettu- neyzlan upp í 1.5 ensk pund 1946 og fer stöðugt hækkandi. Ef þessu heldur áfram, lendum við á sömu brautinni og allar aðrar reykinga- þjóðir. Fólkið tekur til að hrynja niður úr krabbameini í lungunum. Við erum aldarfjórðungi á eftir Bretum í þessum efnum, en erum nú aö taka sömu stefnu í tóbaks- neyzlu og þeir hafa haldiö síðast liðinn aldarfjórðung. Bretar höfðu þá afsökun, að þeir vissu ekki um skaðsemi sígarett- anna. Þá afsökun höfum við ekki. Og ef við höldum sömu stefnu og þeir, gröfum undan heilsu okkar vitandi vits, eyðum tíma, fé og spill um andrúmsloftinu fyrir sjálfum okkur og öðrum til þess að undir- búa ólæknanöi krabbamein í sjálf um okkur á fullorðinsaldri, þá göng um við með opnum augum út í sjálfskaparvíti af verstu tegund. Ef stefnubreyting á að verða í þessum efnum, verður hún að byrja hjá unga fólkinu. Eldra fólkið, sem getur ekki hætt að reykja, reynir að blekkja sjálft sig og telja sér trú um, að reykingarnar séu ekki svo hættulegar. En það er sekt við næstu kynslóð, ef það heldur því fram við unglingana, að þeim sé hættulaust að reykia. Það getur að minnsta kosti játað þrældóm sinn og þrekleysi til að losa sig úr ánauð eitursins og margir játa íúslega, að þeir vi'du að þeir hefðu aldrei byrjað að reykja. í rannsóknum, sem danska krabbameinsfélagið heíir gengizt fyrir og Jóhannes Clemmesen hef- ir stjórnað, kemur skýrt í ljós, að hættan af reykingunum er- eaai bundin við þá, sem reykja. Þar kem ur greinilega fram, að hættan á iungnakrabbameini er meiri í þröng um íbúðum, ekki aðeins hjá þeim, sem reykja, heldur einnig innan um annað fólk í þröngum vistar- verum, fer reykurinn ekki aðeins of an í lungu reykjendanna, heldur einnig ofan í lungu þeirra, sem reykja ekki. Og af þessu g.’ta orðið svo mikil brögð, að krabbameins- hætta stafi af. Hingað til hafa reykingamenn haft allan rétt gagnvart þeim, sem ekki reykja. Svæla hvar sem þeir koma án þess að spyrja nokkurn mann um leyfi, hvort honum líki betur eða verr. Sóða út híbýli sín, sem þeir hafa leyfi til, en einnig annarra, sem er vafasamara, og menga andrúmsloftið svo, að öðr- um súrnar í augun. Ekkert er eins erfitt eins og að breyta rótgrónum venjum. En slíkir siðir verða að breytast. Reykingamaðurinn verður að finna það, að hann hefir ekki rétt til að eitra andrúmsloftið fyrir öðrum og sóða út híbýli manna. Menn verða að læra það, að það er jafn ósæmilegt að óhreinka and- rúmsloftið hjá öðrum eins og gólf, húsgögn eða veggi, og að enginn hefir heimild til að baka öðrum heilsutjón". Þetta er umbúðalaus, skorinorð og þörf hugvekja, sem flestir munu hafa gott af að lesa og íhuga. En það er við ramman reip að draga, þar sem sígarettan er. Það þurfa því margir að leggjast á eitt gegn henni, þar sem Ijóst er, hví- líkur skaðvaldur hún er heilsu manna. Með skipulögðum samtökum og fræðslu má áreiðanlega skerða gengi sígarettunnar til mikilla muna. Sterkasti aðilinn og áhrifa- mesti er auðvitað læknastéttin og jafnframt sá aðili, sem þyngsta skyldan hvílir á. Læknastéttin veit hve geigvænlegur heilsuspillir og morðingi sígarettan er. Auk þess ber læknum að vera útverðir í heil brigðismá’.um þjóðarinnar Vissulega er fræðsla um byrjunar- einkenni sjúkdómsins, sérmenntun lækna, fullkomnari tæki og tækni til að greina sjúkdóminn, sjúkra- hús o. fl. jákvæð stefnuatriði. En flestum mun finnast mikið á skorta þar sem raunhæfar varnarráðstaf anir vantar, að svo miklu leyti sem þeirra er kostur, því að jafnvel þótt takast megi að lækna sjúkdóm inn á byrjunarstigi, er hitt þó betra: að byggja fyrir hann. Það mun vera skoðun lækna um allan heim, að sígarettan sc höfuð- orsök hins sívaxandi lungnakrabba, og allar rannsóknir virðast styðja, ef ekki sanna, að svo sé. Hér á landi 50-faldaðist sígarettu neyzla á árunum 1913—1946, og sið an mun hún sennilega enn hafa aukizt. Á þessum staðreyndum byggði próf. Dungal þá skoðun, er Krabba meinsfélagið var stofnað, að lungna krabbi mundi fara vaxandi. í erindi, sem birt var eftir hann í Lesbók Morgunblaðsins, segir hann: Nú er fróðlegt að sjá, hvort við förum ekki að fá lungnakrabba, eins og aðrar menningarþjóðir, sem reykja mikið af sígarettum. Og getum við búizt við, að lungnakrabbi fari mjög að aukast, þegar kemur fram yfir 1960“. í tilefni af þessum ummælum skrifaði ég grein og sendi því dag- blaðanna, sem mesta athygli hafði vakið á Krabbameinsfélaginu og sterkast hafði heitið á almenning því til stuðnings. En blaðið skoraðist úndan að birta greinina, þótt liún væri skrifuð undir fullu nafni. Ég hélt þá og held enn, að hin dyggðugu dagblöð, sem að sjálf- sögðu í hvívetna leitast við að þræða þröngar götur sannleikans, geti sér að skað- og syndlausu birt innlegg í mál, sem eru ofarlega á baugi og varða allan almenning, jafnvel þótt þau séu greinarhöf. ósammála. En þarna gat vart verið um það að ræða. Ég taldi þá og tel enn, að sú af- staða að bíða árum saman, meðan hættulegur sjúkdómur er að færast í aukana, sé neikvæð afstaða og Jar sem sjúkdómsorsökin er kunn, víta verð afstaða. Ég taldi þá og tel enn, að jákvæð ara, eðlilegra, sjálfsagöara — og (Framhald á 7. síðu.) samvinnuhreyfingunni mik- ið lán, að Vilhjálmur Þór skyldi helga henni krafta sína. Maður með hæfileikum Vilhjálms hefði vissulega get að náð miklum árangri á grundvelli einkaframtaksins. Sennilegt er líka, að þá hefðu nætt um hann minni stormsr en ella. Vilhjálmur öðlaðist hins vegar ungur trúna á samvinnuna og gerði það að lífsstarfi sínu að þjóna henni. Hennar vegna hefir hann unnis lengur og meira flesta, daga en al- mennt þekkist og aldrei hlíft sér. Hennar vegna hefir hann þolað meiri róg og að- kast en flestir menn aðrir, því að sigrar samvinnunnar undir leiðsögu hans hafa síð ur en svo verið vel séðir af öllum. Árangurinn, sem hon um hefir tekist að ná, mun hins vegar hæta honum allt þetta. Vilhjáhnur Þór réðist ungitil að tryggja það, að sam- ur i þjónustu samvinnu- hreyfingannnar. Honum hef ir líka iaínan verið Tjóst, að sem vaxandi og sílifandi fé- lagsskapur verður samvinnu hreyfingin að vera í nánum tengslum við hina ungu kyn slóð á hverjum tíma og njóta trausts hennai og starfs- krafta. Þess vegna hefir hann leitast við eftir megni að tryggja henni þjónustu ungra efnilegra manna, er vildu helga henni krafta sína. Það verður vissulega ekki annað sagt en að Vil- hjálmur skilji vel við sam- vinnuhreyfinguna, er hann lætur af störfum í þjónustu hennar, en þó er sá þáttur viðskilnaðarins sennilega beztur, að hann skilar henni í hentíur ungra efnismanna, sem hlotið hafa mikilsverða reynslu undir leiðsögn hans, Með því hefir hann gerþ sitt vinnuhreyfingin haldi áfram að vera ung og lifandi, í full- um tengslum við hinn nýja tíma, en staðni ekki, eins og oft vill verða um félagshreyf ingar, þegar þær eru komnar af fyrsta skeiðinu, Samvmnumenn um land allt þakka Vilhjálmi Þór á þessum tímamótum hin mik- ilvægu störf í þágu þeirra. Jafnframt bjóða þeir hina ungu merin, sem taka við af honum, velkomna til starfa og þó sérstaklega hinn nýja forstjóra S. í. S., Erlend Ein- arsson, er þrátt fyrir ungan aldur hefir vissulega þegar sýnt, að hann sé vænlegur til að skipa vel þann vanda- sama sess, sem þeir Hallgrím ur Kristinsson, Sigurður Kristinsson og Vilhjálmur Þór hafa skipað með svo miklum ágæturn á undan honum. í skólum N.Y.borgar (Framhald af 4. síðu). heiöin eða kristin. Þag er þá latið heita að það sé gerf, í tilefni árstíðarinnar ef með þarf. Um kristindómsfræðsl- una annast kirkjan með sunnutíageskólum og fleira. Er þar m'kil kennsla í þeirri grein. í'g gekk vandlega eltir því að kynnast hvað væri kennt um ísland í skóluri- um, og hvaða gögn væru þar fyrir lrendi um það. í ölium skólum voru einhver börr., sem vjssu nokkuð um land- ið, en lá atriði. í einum emka skóla, sem ég skoðaði b.öfðu bornin gert bókmerki fyrir ýms lönd, og hengt þau app á vegg .stofunnar. Merkið átti að tákna eitthvað, sem mest e.nkenndi landið. if- land atti þarna sitt rnerki. Það var \el gerð snjókerling, og rnædrífan sáldraðist, yfir hana. Höfundur þess, 10 ára snáði, gaí mér merkið og var liinn bieyknasti. Þetta gaf irér tileíni ril að segja þeim að .ancið væri ekki alV.af snævi h il!ð og fleira uru það. Kenns'Lgc'gn um landi-5 voru h'iila fmækleg, og sums stað a’ íaniist ekkert um þa'tí, þf tt sJ.1t væri sett upo á end ann í leit að því. í fleirem en Cinn n stað var lýsing fra Is- lat'di c,ns og það var um alda rictin. Þar var sagt að úi- futnln;.;varan væri solounK að>:r &;»ltfiskur, seldur til Spánar, hesturinn væri eina flutningatækið á landi. Þar var mynd frá Hafnarfirði um aldamót og mynd af konu í fallegum þjóðbúningi. En kennarar sögðu að þeir tækju ísland sérstaklega í sam- bandi við Marshall-hj álpina og ýms börn veldu sér ísland til rannsóknar, og leituðu þá gagna í söfn og víðar. Sama va.r að segja um danslaga- heftið, sem notað er við dans kennsluna. Þar var syrpa af þjóðdönsum margra þjóða. Af skiljanlegum ástæðum var ísland ekki nefnt á efnisskrá þar. En stafar þetta ekki af skorti á upplýsingaþj ónustu okkar um okkar eigið land? Væri í of. mikið ráðist, þótt tekin væru saman aðalatriði um land okkar og þjóðhætti, þýtt á erlend tungumál, og síðan send til viðeigandi lands sem heimildargögn við kennslu í skólum þar? Ég hygg að þessari viðleitni okk ar væri víða vel tekið. Víðast þar sem ég hefi kom ið í skólana, hefi ég sýnt kvik myndir frá íslandi við mikinn fögnuð og þakklæti áhorf- enda. Á eftir sýningu fer kenn arinn yfir aðalefni myndarinn ar og bendir á hvað nema má af henni um land og þjóð. Þar á eftir mega börnin spyrja mig og eru þá oft margar hendur á lofti. Ég hafði líka fyrir sýningu spurt þau um hvað þau vissu um land mitt. Þegar litið er yfir heildarbrag barna við störf í skóla í New York og umgang þeirra um skólann, þá virðist mér aö þau séu yfirleitt kyrrlátari en heima. Þó eru þau ekki þegj andi, en tala frekar lágt. Mér virtist þau geta hreyft sig inn an skóla án þess að troða hin um um tær. Þau ganga gjarn an í tvöfaldri röð inn að stofu sinni og rnasa á leiðinni. Fleiri en einn skólastjóri benti mér á að börnin mösuðu einmitt á þessari leið. Þeim væri það heimilt, ef þau töluðu ekki of hátt. Þeim væri kennt að urn gangast hvert annað í skólan um eins og eðlilegt er að þau (Framhalú á 6. slöu.)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.