Tíminn - 30.12.1954, Blaðsíða 4

Tíminn - 30.12.1954, Blaðsíða 4
a TÍMINN, fimmtudaginn 30. desember 1954. 295. blað. Jón Kristgeirsson, kennari: I skólura New York-borgar Ferð minni er heitið til Kanada til þess að kynna mér skólamál og skólabrag. Leiðin liggur yfir Bandarík- in. Er einnig tilætlun mín að isvipast þar um í skólum, eft ir því sem tækifæri gefst. Og nú er ég staddur í New York, stærstn borg heimsins, eða nsest stærstu eins og landa- fræðin kennir. Það er of mik il freisting fyrir mig að nema hér staðar til þess að ég geti staðist hana. Ein- hver hefir líka sagt, að það sé oft mikil sæla að falla fyr- ir freistingum. New York er líka dyr íslendinga inn í Vest nrheim. Þangað sigla skipin okkar beina leið og þangað hefir flugvélin áætlanir tvisv ar í viku. Nokkur íslenzk fyr irtæki hafa Þar skrifstofur. Við höfum mikil viðskipti við þessa borg og höfum tileink- að okkur marga háttu íbúa henr.ar. En ókunnugur út- lendingur þarf að halda á spöðunum í hinni miklu borg, ef hann á að geta komið ein- hverju þar í verk. Fjarlægð- ír eru þar miklar. Það tekur sinn tima að átta sig á far- artækjum. Og þar er aðeins 5 daga vinnuvika. Allt er þar lokað og læst laugardaga og sunnudaga. Þá daga má að vi.su nota til að skoða ýms undur borgarinnar. Einnig má nota þá í svall og skemmt anir, en hætt er við að það mundi ekki drýgja afköst virku daganna. Ferðamaður, scm sullar í sig miklu af bjór og brennivíni, þarf ekki að vænta þess að ljúka miklu verki i heimsborginni. Ég læt mér nægja mjólk og vatn, sem hvort tveggja er gott í New York. Mjólkin gefur ekk ert eftir mjólkinni í Reykja- vík. En hún er dýrari en heima. 1125 gramma pappa- askja kostar um 5 kr., ef dal- ur cr reiknaður með viðskipta gengi. Hún er bætt með D- bætiefni. Bjérbúðir og brenni vínshallir eru margar í New York. Og talsvert hljóta íbú- ar borgarinnar að lúta að hin um görótta drykk, ef öll þau íyrirtæki gefa mikinn arð. Samt er eitt af undrum borg arinnar í mínum augum það, að ég hefi aldrei séð ölvaöan mann á göt.um hennsr ná í al menningsfarartækj um. Þó hefi ég þvælst um borgina svo vikum skjptir. Betiara hefi ég heldur aldrei séð þar. Þetta hvort tveggja kom mér á óvart. En ferðamaðurinn verður að gæta að sér. Doll- ararnir fjúka út í bláinn, og ekki er gott að standa uppi vegalaus. Ég er á ferð hér á eigin spýtur og ábyrgö sjálfs mín. Hefi sjálfur skipulagt ferð- ina. nema Jónas B. gaf mér ýms holl ráð. Menn hafa siset ið því að mér hér, að sjaW- gæft sé að rekast á menn her í sveit þannig til fara, því að flestir landar, sem leggja leið sína hingað í fræðsluer- indum, séu kostaðir af tveim heimsveldum, í boði U.S.A. og að einhverju leyti kostað- ir af íslenzka ríkinu. Ég vissi ekkert um skóla í New York. Að vísu hafa íslenzkir kenn- arar plægt skóla þar, að ég hygg, en þeir hafa ekki látið ljós sitt skína, svo að ég gæti fræðst af þeim. Eftirvænt- ingin var því mikil. Ég fékk tvenn meðmæli frá upplýsingaþjónustu Banda- ríkjanna í Reykjavík. Önnur, sem áttu við öll Bandaríkin, og hin sérstaklega stíluð til Institute af International Education í New York. Einn- ig hafði ég meðmæli eða vega bréf frá Menntamálaráðu- neyti og fræðslumálastjóra. Þessi gögn komu mér í sam- band við æosta mann skóla- mála i borginni. Hann heitir á islenzku Yilhjálmur Jan- usarson, embætti hans heitir á amerísku Superintendent of R jhools. Mér virðist hann eins konar framkvæmda- stjóri yfirskólanefndar, og hefir á hendi svipuð störf og fræðslufulltrúi Reykjavíkur og að nokkru leyti fræðslu- málastjóri okkar. Þessi mað- ur tók mér mjög vel, afhenti mér vegabréf, sem heimilaði mér aðgang að öllum skólum borgarinnar, og var jafn- framt lagt fyrir skólastjór- ana að greiða götu mína. Hann skritaði upp marga skóla, sem ekki voru óra langt frá lústað mínum, og hajm sagði að hann myndi boða korcu mlna i þá. Hann spurði mig mikið um skólarcál heima hjá mtr og gaf ég h< n um pésa á ensku um þau mál eftir Helga Elíasson. Hann las nokkuð í því og sagðist sjá að skólamál okkar stæðu á mjög háu stigi. Hann hældi mér fyrir enskukunn- áttu mína, og spurði um tungumál okkar, hvort það væri danska. Ég var ekki á því og fór að verða rogginn. Og sagði að fjöldi enskra orða væru í raun og veru ís- lenzka, og benti á fáein sögu leg rök, sem lægju til þess. Þetta vildi hann ekki taka fyrir góða og gilda vöru og bað mig að nefna dæmi. Gerði ég það, nokkur algeng orð. Sagði hann þá að kennt væri að þessi orð væru kom- in í enskuna gegnum engil- saxnesku. Að lokum tók hann af mér það loforð, að heim- sækja sig áður en ég færi úr borgjnni, en það gat ég ekki efnt og lét mér nægja að skrifa honum þakkarbréf. Þessum manni mun ég ekki gleyina. Ég hafði samið á ensku, eins og ég var maður til, eins konar skrá eða skilagrein yf- ir það, sem ég ætlaði að taka til meðferðar í skólum hér. Vilhjálmur las það og sagði, að gott væri að menn vissu hvað þeir vildu. Efni þess er sem hér greinir: Skólabörn á aldri 7— 15 og 16 ára. Hvern- ig vinna börnin? Hve lengi eru þau í skóla á dag, á viku? Er þeim sett fyrir til heima- nárcs? Eru refsingar í skól- um? Eru verðlaun veitt I skól um? Hvernig e^ um próf milli bekkja og úr skóla? Félags- störf barna? Hvernig er böm um kennt siðferði og góð hegðun? Eru sértímar í því eða bækur? Skólaleyfi? Sund kunnátta? Hvernig er börn- um skipað í bekki? Kennslu- tæki? Er bekkjarkennsla eða fagkermsla? Hve lengi kenn- ir sami kennari barninu, eða bekknurn? Lestrarkennsluað ferðir? Hve margar stundir vinnur kennari í skóla á dag, á viku? Hefir hann mikla heimavinnu? Kver er mennt un kennara og laun þeirra? og nokkur fleiri atriði ótalin hér. Þetta virtist sumum nokkuð víðtækt, en ef að er gáð, þá sést, að vanur kenn- ari er fljótur að gera sér grein fyrir flestu af þessu, ef nann fær aðgang að góð- j um lieimildum. Og það skorti I nó.e ekki. Þegar ég kom í SKolaua snéri ég mér að skólastjór- unum eða yfirkennara, ef skólastjórinn var á fundi eða annars staðar fjarverandi. Yfirkennarinn er kallaður aðstoðarskólastjóri i þessari sveit. Er ég hafði kynnt mig og sýnt meðmæli, dró ég upp spurningablað mitt. Flestir svöruðu því skriflega lið fyr- ir lið eða lásu mér fyrir. Að því ioknu gengum við í stof- ur og ég hlustaði á kennslu og skoðaði það, sem fyrir augu bar. Mér var alls staðar mæta vel tekið og allir sögðu mér að koma aftur, hvenær sem ég vildi, það var alltaf síðasta kveðjuorðið. Hér fara á eftir nokkrir molar, sem ég tíndi upp í skól unum: Börnin eru i skólun- um að jafnaði 5 stundir á dag 5 daga vikunnar til kennslu. Þau koma í skólann rétt fyrir kl. 9 og eru til kl. 12. í>á er matarhlé framund- ir kl. 1, en siöan er kennt til k!. 3. Börn foreldra, sem hafa árslaun fvrir neðan ákveðið lágmark, fá ókeypis hádegis- mat í skólanum. Hin fara heim í mat. f sumum skólun- um eru yngri börnin aðeins 4 stundir á cag. Og elztu ald ursllokkar eru 5V2 stund stundum. Þá er byrjað nokk- uð fyrir kl. 9 og matartími er styttur, svo að þeir hætta lika kl. 3. Þá eru í mörgum skólum leikskóli eftir venju- legan skólatirna. Þar geta börn dvalið við ýmisleg við- fangsefni fram eftir kvöldi. Helzt eru það börn, scm ekki eiga sein bezt heimili. Við leikskólana starfa aðr- ir en kennararnir. Börnin eru því í kennslu 25 stundir að jafnaði á viku. Og kenn- arar hafa sama vinnustunda l'jölda, eða um 25 st. á viku. Byrjunarlaun kennara eru á ári 3150 dalir og hækka á 16 árum upp i hámark, sem er 6750 dalir fyrir þá, sem ekki hafa lokið æðra háskóla- námi, en þeir fá að lc.kum 200 dölum hærra hámarks- kaup á ári. Sumarleyfi er víð ast 10 vikur, jólaleyfi er ein vika og páskaleyfi einnig. Auk þess eru nokkrir lögskip aðir helgidagar og einn dag í nóvember mega kennarar veíja sjálfir sem frídag. Kenn urum er gefinn kostur á nám skeiðum í mörgum greinum og er til þess ætlazt, að hver þeirra sæki minnst eitt nám- skeið á ári. Börnum er yfir- leitt sett fyrir mikið og marg víslegt námsefni til heima- vinnu, nema þeim, sem hafa þannig a.ðstöðu heima, að ekki er hægt að ætlast til vinnu af þeim, nema að litlu eða engu leyti. Það er gengið eftir því að börnin ljúki þessu, og ef það kemur fyrir að þau vanrækja það oft, þá eru þau látin sitja eftir og ljúka því, eða þeim er fengið annað verkefni til að ljúka þá. Ég spurði kennara marga um það, hvernig þessu væri varið með heimavinnu þeirra sjálfra undir skólann. Mér virtist að þeim kæmi saman um að svo sem hálftíma vinna á dag myndi nægja þeim til að skipuleggja starf ið undir næsta dag. Það verður gaman að vera kenn- ari í Reykjavík þegar ákveð ið verður að kenna þar að- eins fimm daga vikunnar. Og ég vora, að það verði komið i kring, þegar ég kem heim. Siðferðiskennsla barnanna er nákvæmlega eins og á ís- landi. Það er jagast í börn- unum að vera góð og falleg börn og þegar tækifæri eða ástæða gefst sérstaklega, þá er þetta tekið fyrir. Ég spurði nokkra skólastjóra um, hvort þeir lieiðu sérstakar kennslu stundir í þessari grein og hvorr til vn?ru kennslubækur i henni. Sumir þeirra hristu höfuðið og scgðu: „Ef við ger um það. þá fáum við gagn- stæðan árargur \íð tiiætlun ina.“ Engar líkamlegar refs- ingar eru til í opinberum! skólum þar. Það er höfð sama aðferðin og í Miðbæjarskól- anum, ef bárnið gerir sig brot legt. Það er talað við það, sums staðar er sérstök nefnd, sem hefir það með höndum. Nægi það ekki, er sent eftir foreldrum og þeir látnir ganga í skrokk á barninu. Verði allt árangurslaust er barnið sent á Jaðar, en sá skóli heitir hér No. 600. Þar eru þessir óviðráðanlegu drengir, en mér var sagt, að þar væru ekki stúlkur. Ég hafði ekki tíma til að skoða þann skóla. í eldri bekkjum er börnum stundum refsað með því að færa þau í neðri bekki. Þegar börnin koma í fyrstu bekki skólans. þá er þeim roðað í bekki eða skipt í deildir á tvennan hátt að- allega. Þau börn eru sett sam an, sem eru komin jafnlangt í lestri og e.f til vill í reikn- ingi. Hin aðferðin er sú, að raða börnum beint inn í bekk inn holt og bolt eins og þau koma fyrir, án tillits til getu þeira. Afieiðingin verður sú að í sama bekk eru börn á öllum stigum. Segja kennar- ar. að margfalt eriiðara sé að ker.na siíkum belckjum, held ur en ef böinin eiuá svipuðu stigi í honum. En þegar kem ur hærra upp, þá virðist mér að nokkuð sé búið að raða saman þeim börnum, sem samleið hafa. Enda er, úr því börnin eru orðin 12—13 ára, búið að aðgreina þau í deildir, þannig, að saman eru þau, sem hneigð eru fyr- ir bóknárn, en hin eru sér, sem ekki eru hneigð fyrir það. Próf eru margvísleg, t. d. vitpróf, lestrarpróf, reikn- ingspróf c. fl. Og þá kemur líka mikið til greina álit kennarans á nemandanum. Börn eru ekki látin sitja eft- ir í bekk frá ári til árs, því að hver aldursflokkur, eða eins og það er nefnt hér, hvert stig, er viðbúið að taka viö nemanda, hvernig sem hann er framgenginn frá næsta stigi á undan. Mér hef ir virzt, að í svo sem 2000 barna skóla séu tveir til þrír úrvalsbekkir. Þar eru börn- in á untían jafnöldrunr sin- um cg fá þá a£ Ijúka námi einu til tveim árum á upd- an þeim venjulegu. Engin verðlaun, sem . hafa peningagildi, eru veitt born- um á þessum aldri. En sum- ir skólar hafa þar til gerð spjöld, sem eru útfyllt og gefin barninu, ef það stend- ur sig vel. Og einnig er for- eldrum sent annað spjald og þeim er tilkynnt að barniö þeirra hafi staðið sig vel í skólanum og að hann sé stolt ur af því. Þá tíðkast sérbekk- ir. Það eru börn, sem- verða aftur úr í sínum bekk, t. d. í lestri. Þetta eru fámennir bekkir. Er mér sagt að börn- in taki þar oft undraverðum framförum á skömmum tíma og geti svo staðið jafnfætis bekkj asystkinum sínum þeg- ar þau hætti í þessum sér- bekkjum. í yngri bekkjum er bekkjarkennsla og sami kenn ari kennir öll fög. En þegar kemur hærra upp fer að bera á fagkennslu. Og einn kennari kennir þá ef til vill eina námsgrein allan dag- inn, bekk úr bekk. Algengt er að störf dagsins' byrja með því að sungið er eitthvert ættjarðarljóð og söngur er talsvert um hönd hafður. Dans er kenndur í skólunum. Þau börn, sem eru. sérstak- lega hneigð fyrir söng eða hljómlist, eru höfð saman 1 bekk, og námið sniðið við þcirra hæfi. Félagsstörf eru margvísleg meðal barnanna, en þau fara fram í skóiatím- anum. Og mér skilst, a’ð kenn ararnir hafi engin afskiþti af börnunum, nema þann t'ma, sem þau eru í skó'an- um, og séu alveg lausir við þau, þegar kennslutíma lýk- ur. Annars~ má með sanni segja, að margt er líkt með skólum New York og skólun- um heima. Mun þar gæta á- hrifa frá Steingiimi Árasyni. SkU.ukyld eru böín frá 7— 15 ára. En ciðast koma þau n.un fyrr í skóla. allfc frá 5 ára. Er þá kennslu hagað við þeirra hæfi, leikskóli. Sá ég að í slíka bekki voru tekin íull 40 börn, en tveir kennar ar kenndu þá bekknum í einii: — annars eru 29—32 börn í bekk. Algengt er að auk kenn arans er einnig kennara- nemi frá einhverri háskóia- deild til aðstoðar og náms. Kristin fræði er ekki kennd beinlínis í opinberum skól- urc, vegna þess að margir þegnar þjóðfélagsíns játa ckki kristna trú. Þó virtist mér jólaundirbúningur í JSkól unum vera ekki mlnm en heima, og börnin skiptast á gjófum hvort sem þau eru (/Yamhald. á 5. síðu.) Bifreiðaeigendur [ :'i Getum tekið að okkur viðgerðir a. oilum tegundum i; bifreiða, vélaviðgerðir, réttingar og málun. jj: ) SKODAVERKSTÆÐIÐ I !; við Kringlumýrarveg, |j :|j fyrir ofan Shell. Sími 82881. |j t5SSSSSSS5SS3SS55S5SS3SSSSSSS5SSS5SSSS5SSS55SSS3SSSS5S5SSS5SS55S55SS5S5SI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.