Tíminn - 31.12.1954, Blaðsíða 8

Tíminn - 31.12.1954, Blaðsíða 8
n TÍMINN, föstudaginn 31. desember 1954. 296. blað. (Pramhald af 3. síðu). þessum málum, hefir skipt um nafn eins og tíðkast um jpá menn, sem vilja láta for- tíð gleymast. Brcytt iim bardagaaðfcrð Endurtekinn kosningaósig ur olli því, að íhaldsflokkn- um skildist, að breyta varð, ekki aðeins um nafn, heldur bardagaaðferðir. Síðan hefir Ælokkurinn smátt og smátt tekið upp þær vinnuaðferð- ir að telja sig fylgjandi hverju því máli, sem hann heldur að sé vinsælt. Þetta er hið nýja andlit, sem við þekkjum í dag. — Undir er alit hið sama og áður. — Sum ir taka sér þau orð í munn, að það sé níð um Sjálfstæð- isílokkinn að vekja athygli á þessum grímubúningi. Því :íer fjarri. Yfirráða- og for- iéttindastétt í hvaða landi sem er, reynir að halda völd um svo lengi sem henni er íært — og beitir til þess hverj um þeim ráðum og bardaga- aðferðum, sem eru tiltækast ar. Frá þessu mun erfitt að finna undantekningu. Samt eru þetta upp og ofan ekki verri menn en aðrir, þótt að- staðan hafi úthverft sumum jþeirra. — íhaldsmennirnir íslenzku hefðu verið meir en litlir aular, ef þeir hefðu hald :íð áfram að kalla sig réttu nafni og eitt augnablik hik- aö við að breyta um baráttu- aðferðir. Veiðimenn verða að vera klæddir sem líkustum litum landslaginu, sem þeir veiða í. Fróðlegt er að athuga margt í þessum nýju aðferð- Jm, þótt fátt eitt verði að pessu sinni talið, aðeins áæmi á stangli, ef þau mættu verða einhverjum til skiln- .ngsauka, enda er sá tilgang- ur nauðsynlegur til þess að Jjóst sé, hvað gera skal. Skrýíisir fánar AÖalstefna djálfstæðis- ílokksins hefir að sögn hans, lengí verið og er: Frjáls verzl un, samkeppni, frjálst fram tak o. s. frv. Skæðar tungur líkja stund um þessum fánum við hin lit :dku spjöld, sem eigendur æð arvarpa festa upp á prik til að hæna fuglinn að vörpun- um. Skæðar tungur segja líka, að samkeppni kaupmanna við samvinnufélögin úti um allt landið, geti naumast staðið í sambandi við neina ofurást Sjálfstæðisflokksins á samkeppni. — Reynsla hins irjálsa framtaks í framleiðsl unni við sjávarsíðuna blasir við. Það kynni því að vera mála íiannast, að frá þessum stefnu málum hafi flokkurinn flúið og í alls konar einokun, sem :.lokkurinn stjórnar beint, eða óbeint, gegnum pólitísk völd í ríkisstjórn, eða bæjar- ,.\tjórn Reykjavíkur. Við skulum ekki vera með neitt íæpitungumál um jpetta. Enginn flokkur, sem ræður því, að meginið af út- ílutningsverzlun landsmanna tír einokað — stærri einokun en til mun vera í nokkru öðru lýðræðislandi — getur úalið sig verndara frjálsrar verzlunar og samkeppni, og 0r þó þessi tegund einokun- ar miklu hættulegri en hrein ríkiseinokun, sem er undir ríkisendurskoðun og eftir- liti. Ég hefi á það minnst að í- haidsflokkurinn gamli var á móti afskiptum ríkis eða bæja af íbúðarhúsabygging- um. Þar sem þessi afskipti tíðkast edendis og lögmæt samkeppni ræður eru af- skipti hins opinbera víðast, að sjá um heiðarlegt sam- koppnisútboð og sjá síðan um lánsfó handa þeim, sem lægst biður. Þannig byggir þýzka stjórnin upp ódýr í- búðarhús fyrir almenning. — Hér byggir Reykjavíkur- bær alltaf mjög dýrt. En það er hægt. að sjá um það með þessu fyrirkcmulagi, að allt efni og vinna sé keypt á rétt um stað. Ég vil ekki lengja þessa grein með því að telja allan þaun sæg af stofnun- um, sem Sjálfstæðismenn mega ekki sjá af og sem eru þó alger andstæða frjálsrar samkeppni. Ilvers vegna við heldur Sj álfstæðisflokkurinn nú Innkaupastofnun ríkisins og Innkaupastofnun bæjar- ins, sem hann var á móti meðan maður iir öðrum flokki stjórnaði, en snerist með, er Sjálfstæðisflokkur- inn gat skipað framkvæmda stjórann? Ef einhver skyldi r.ú enn efast um það, að einokun í réttum Jiördum sé Sjálfstæð isflokknum hjartfólgnari en frjálst framtak og sam- keppni, mætti nefna útboð- ið á brunatryggingum i Rvik síðastl. ár. Samvinnutrygg- ingar buðu 47% lægra en tryggingarnar höfðu kostað áður og voru með lægsta boð. Hver einasti heiðarlegur sam keppnJsfJokkur hefði ta’.ið þetía ráða úrslitum. Trygg- ingar hafa ekki einu sinni venð þjoðnýttar, eða gerðar að bæjairekstri, þar sem jafnaðarmenn hafa meiri- hlu'.a. Fn Sjálfstæðisflokkut inn var ekki að hika við að nota eíkvæði stjórnarar.d- stöðunnar — þá voru komm- ún.staatkvæði góð — til þess að einoka tryggingarnav íyr iv flokldnn. JhníJutningsverzlunin er að komast á fárra hendur, því ræður meirihluti banka- stjórna í tveimur bönkum. Það er ósköp leiðinlegt að þurfa að draga fram svo aug ljósa hluti og þá, sem nú var lýst. En þetta sést þó flestum yfir. Og ef menn vilja á ann- að borð hugsa um stjórnmál, sem er skylda hvers manns, þá verða kjósendur að reyna að sjá hiutina og skilja eins og þeir eru. Hvers vegna? Sjálfstæðisflokkurinn tel- ur sig vegna sundrungar vinstri aflanna í landinu ör- uggan í því að ráða miklu um stjórn landsins og Rvík- ur. Þess vegna telur hann miklu öruggara að hafa gegn um stjórn landsins umráð yf ir hálfgerðum og algerðum einokunarstofnunum, heldur en taka þátt í samkeppni, þar sem flokksmenn hans hafa oftast orðið undir, sam anber síðast tilboðin í bruna tryggingarrar. Það er því í samræmi við staöreyndir, sem eru hverj- um manni augljósar, ef hann vill nota sjón og hyggjuvit, að á þennan hátt vinnur Sjálfstæðisflokkurinn í dag, að hagsmunum þeirra, er flokknum stjórna, eða leggja honum til það stórfé, sem þarf til þess að halda uppi hinum rnargháttaða áróðri. Stefna flokksins og starf er fyrst og fremst í andstöðu við írelsi 1 verzlun, sam- keppni og framtak. Meginrökin sem íhalds- menn allra landa nota fyrir réttmæti íhalds- og sam- keppnisstefnunnar, þau að sá dugmesti eigi að ráða og bera sem mest úr býtum, eru því horfin með öllu. í stað þess er komið fjármagn til að halda uppi þrotlausum á- róðri, sem tryggir pólitískt fylgi og þar með völdin til að ná og haltía sérhagsmuna aðstöðu í verzlun, viðskipt- um og óteljandi umboðs- og milliliðastarfsemi, er veitir fámennri stétt aðstöðu til að skammta sér af þjóðartekj- um svo að segja að vild. Flokkurinn er rekinn sem fyriitæki. Það verður ekki komizt hjá því að segja þetta. Að skilja þessi atric.i er undirstaðan. Hér er sú sýking á þjóðfélag inu, sem margur óttast að reynst geti banvæn. Það er að minnsta kosti víst, að án lækningar sjúkdómsins verð ur þjóðfélagið ekki heilbrigt. lifssko'ðim sam- viimumanna f framhaldi af þessu verð ég að benda á eina mein- loku í kolli sumra manna: Að Framsóknarflokkurinn megi ekki deila á Sjálfstæð- isflnkkinn, vegna þess að flolikarnir séu í stjómarsam slarfi. í stjórnarsamstarfinu reyn ir Framsóknarflokkurinn að sjá hag þjóðarinnar borgið og láta ekki troða á þeim, sem trúðu honum fyrir um- boði. En flokknum er líka Ijóst, að stjórnarstefnan hlýt ur að mengast af þeim sjón- avmiðum Sjálfstæðisflolcks- ins, sem að framan er lýst. Með öðru móti gæfi sá flokk- ur ekki kost á samstarfi. — Samvinnumenn eru-jafn and vigir sérhagsmunastefnunni, þótt þeir verði að vinna með Sjalístæðismönnum. Sam- vinnustefnan reis í uppliafi gegn o.rðráni og sérhyggju. Þessar tvær stefnur, sér- hyggja o" félags- og sam- vinnu,'tefna, eru andstæðar hvor annarri, geta aldrei sam rýmzt eða sameinazt. — Sam vinnustefnan lítur svo á, að hver maður eigi að njóta verka sinna og ev þar engin untíantekning kaupmaður, or rekur heiðarlega verslun. Surakeppni milli kaupfélaga og kaupmanna getur vecið r.auðsyn. En slík samkeppni á ekkert skylt við þá firru, að sérhyggjumaður (sjálfstæð- ismaður) geti verið sam- vlnnumaður. Andstæður verða ekki sameinaðar í eitt. Hugsum okkur alþingis- mann (kjósandi hans er í sömu sök), sem er Sjálfstæð- ismaður og telur sig um leið samvinnumann. Á Alþingi hjálpar þessi maður til þess með a^kvæði sínu að ná meiji hlutavaltíi í tveimur aðal- fcönkum landsins, vitandi það, að þessi meirihluti dreg ur taum stórkaupmanna í út lánum, en sveltur samvinnu- félögin að veltufé, svo að þau geta nú ekki keypt inn næg*- legar vörur. — Er þetta sam vinnumaður? Við segjum nci. S.imi þingmaður notar valtí sdt ti’ að styðja að þvl, að vaidir voru á sínum tíma m.-nn í innflutningsnefnd. sem vcru á valdi heildsaki, en andstæðir samvinnuíélðg u íum j hverju máli. Er þetta f.au.iv’innumaður, er þanng star.hu ? Nei. Sairvinnustefn au er I.ugsjón. Þeir, sem eru í pðiitiskum sérhags nuna- Hokki, eiga ekki að vmna í trúnaöarstöðu íyrir þes.a b.ugsjón, sem þeir eru andvig ir. Það er líka ntannskemm- aiidi Þ rir þá sjálfa. Og þrir geta þctta ekki frekar en drykkjumaður get.ir unn:3 fy;i’. bindindi, eða heiðingi boðað kristna trú. Viðhorf stéttanna Bændur, samvinnumenn, allir þeir, sem fylgja Fram- sóknarflokknum að málum, haía vegna tilvistar Fvam- sóknarmanna í ríkisstjórn- inni trú á því, að þeir verði ekki rangindum beitth. Veila var frá upphafi í þe.-su stjórnarsamstarfi og hefir ágeizt Stjórnina skoic ir ciugg cengsl við verkalýðs- samtökin og tiltrú hjá þeim. En er hægt að stjórna fjár- málum og atvinnumálum þjóðfélagsins án þess? Þú getur, lesandi góður, tekið þér hnattlíkan í hönd. Ég hygg, að þú sjáir fljótt, að í öllum lýðfrjálsum löndum, þar sem vel er stjórnað og jafnvægi er í fjármálum og framleiðslu, þar er sterkur lýðræðissinnaður verka- mannaflokkur, er mestu ræð ur í samtökum verkamanna og fer oft — sums staðar oft ast — með ríkisstjórn. Þú munt sjá, að þar sem komm- únistar eru sterkir í verka- mannasamtökunum, þar eru samtökin sundruð, — fram- ieiðsla, fjármál og atvinnu- mál öll á barmi glundroðans. í fáum lýðræðislöndum er ástandið í þessum efnum verra en hér, sem kæmi fyrst alvarlega í ljós, ef við fengj- um ekki dollara-vitamín- sprautur frá Keflavíkurflug- velli. — í nálægum þjóðlöndum, þar sem stjórn er örugg, er hin- um sterku verkalýðssamtok- um gefinn kostur á að láta sér fræðinga sína fylgjast ná- kvæmlega með rekstri at- vinnulífsins og afkomu. Ef at vinnugrein getur án tjóns og samdráttar veitt betri lífs— kjör, er þess krafizt og þving að íram með verkfalli, ef þarf, Ef verkföll eru gerð af einstök um félögum án þess að til þeirra liggi eðlileg rök, eiga þau á hættu, að samtök verka lýðsins styðji ekki verkfalliö. — Það er vegna þess að kaup hækkun, sem atvinnugrein getur ekki borgað af rekstrar gróða, raskar jafnvægi fjár- málanna og er til óhags fyrir alla, þar á meðal verkalýð- inn. Við sjáum og, að þessa starfsreglu láta verkalýðssam tökin gilda, hvort sem stjórn málaflokkur þeirra er í ríkis- stjórn eða stjórnarandstöðu. Þessir flokkar vita, að næsta dag kunna þeir að taka við stjórnartaumunum og verða þá að standa við þaö, sem þeir sögðu í stjórnarandstöðu, Þetta skapar festu, ábyrga stjórnarhætti, sem hér skort ir. Vegna synda, sem drýgðar voru i stj órnarháttum, eink- um fyrstu árin eftir styrjöld, er nú svo komið, að öll fram leiðslan er komin á meðgjöf. Hvað hefði sá maður verið kallaður, sem hefði spáð þvi á þeim tíma, er gullskýja- draumar manna voru glæst- astir og haldið fastast að þjóðinni, að árið 1954 yrði að gefa með hverjum nýsköpun artogara 600 þúsundir króna ársmeðgjöf og þó hætta á stöðvun? — Við erum hálf- gliðsa á svellbunkanum, renn um niður án þess að taka eft ir því. Eini atvinnureksturinn, sem blómgast, er milliliða- starfsemi, ákaflega marg- breytileg, enda fer mikið af gjaldeyri þjóðarinnar án taf- ar gegnum þessa gullkvörn. Vinnandi fólk horfir á þetta allt með tortryggni. Hin sundruðu verkalýðssamtök hafa eina sameiginlega skoð un — sannfæringu. Það er, að gegnum verzlun, alls konar milliliðastarfsemi, umboðs- laun o. s. frv. séu teknar óhóf legar fjárhæðir af sameignar tekjum þjóðarinnar ár hvert. Óábyrg vimssjlirögð Sú þróun, sem lýst er hér að framan, og sú sannfæring, sem þessi þróun hefir skapað í hugum vinnandi fólks, hefir valdið alveg óábyrgum vinnu brögðum í kaupgjaldsmálum. Út frá gróða framleiðslunnar getur verkalýðurinn naumast gert verkföll, því að gróðinn er töp og ríkismeðlög. Kaup kröfur og verkföll eru hér gerð alveg út í bláinn, þ. e. án tillits trl afkomu framleiðsl- unnar, en með stefnu á milli- liðagróðann aftur og aftur. Vinnandi fólk hér á landi er því ekki í verkfalli gegn fram leiðendum, það er allt 1 verk falli gegn bannsettum brask gróðanum. Atvinnurekendur, sem í hverju landi stöðva hækkanir, ef þær eru framleiðslunni og um leið fjárhag sjálfra þeirra um megn, eru ekki til sem kjölfesta í hinni íslenzku þjóð arskútu; hér er komið alveg upp úr á atvinnurekendum; þeir hækka þegar kauplð og heimta svo enn hærri rikis- meðgjöf. Svona er stefnt að óbeinu og síðan beinu krónu falli og upplausn. En hinum stórskuldugu er vel vært, því að hver lækkun á kaupmætti krónunnar færir þeim nettó- gróða fyrirhafnarlaust. Hjá' heildsalanum hækka vöru- birgðir í krónutali. Hver stend ur gegn? Hver hefir áhuga fyrir því, að ekki fari allt þessa leið? Áreiðanlega ekki kommúnistar — þetta er for- dyrið að þeirra paradís. Og hinn lýðræðissinnaði verka- lýður afsakar sig með því, að hann hafi ekki aðra vörn en kauphækkun og verkföll. Hann ráði ekki verðlaginu og viðskiptaokrinu, segja þessir menn. Þess vegna sjá þessir menn engin ráð önnur en rífa niður máttarviði þess húss, sem þeir búa í og nota sem eldsneyti, þótt fyrirsjáanlegt sé, að húsið hrynur yfir okk ur öll. Er ekki einnig til það ráð, að þeir sem í húsinu búa, taki að sér stjórn hússins? Frumh. á 9. slðu. ™

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.