Tíminn - 31.12.1954, Blaðsíða 10

Tíminn - 31.12.1954, Blaðsíða 10
10 TIMINN, föstudaginn 31. desember 1954. 296. biaff. Nokkur orð um Svartárdalsveg Eítir Gtiðmimd Ilall- dórsson Bcrgsslöðum Fyrir. tœpum tveimur árum þurfti þingmaður Á.Húnvetn inga, Jón Pálmason, að bregða sér einhverra erinda fram Svartárdal, sem ekki er í frásögur færandi, nema fyr ir spaugilegt atvik, er henti hann og ferðafélaga hans mið svæðis í dalnum. Þar hagaði svo til, að sú skopstæling af akvegi, er þeir höfðu farið eftir utan dalinn, gerðist all torkennileg og ekki annað sýnna en komið væri á vegar enda þar i miðjum dal. Með nokkurri aðgæzlu mátti þó sjá tvo ógreinilega troðninga svo sem eftir hestaíætur í gamla daga, — lá annar til hægri út i straumþunga kvísl, er rann þar úr Svartá en hinn til vinstri upp á tún bóndans og þaðan suður á uppruddan vegarkafla ófæran öðrum en trukkbílum eftir einn rigning ardag. Við þessi cárennilegu vega mót staðnæmdist bifreið þing mannsins og hann sást stíga út ásamt fylgdarliði sínu, — vörpulegur maður og vel á sig kominn um alla hluti. Varð þarna nokkur viðdvöl og ráða gerðir um framhald ferðar- innar. Mun þingmanninum ekki hafa.þótt gott ef það spyrðist út, að hann hefði orðið að hætta við hálfnað'a ferð í miðri" byggð sakir vegleysis í kjördæmi sínu. Til þess kom þó ekki, en brjóta varð hann odd af stór lttti sinu og fara þann troðni* iðginn sem lá til vinstri upp á tún bóndans — til að bjarga með því þingmannsheiðri sín um. Þessi ófullkomna mynd er hér hefir verið brugðið upp af einum ríkisveginum í kjör dæmi Jóns P. er ekki máluð sterkum litum. Hún getur ekki talizt táknræn fyrir það ástand, er Svartdælingar eiga nú við að búa í samgöngu- málum og hafa gert um lang an aldur, — öðrum fremur — án þess að sjá hylla undir framkvæmdir af hálfu hins opinbera. Það er ekki hægt að draga upp af þessu svo dökka mynd, að hún verði annað en svip- leiftur af raunveruleikanum. Bændur í góðsveitum þekkja ekki samgönguerfiðleika nema af afspurn. En vel að merkja, hefir ekki mörg lítt byggileg sveit komizt í tölu góðsveita eftir að hún hafði komizt í tryggt samband við lífæðir þessa lands, er tví- mælalaust liggja eftir vel upp byggðum vegum. Ég drap á það hér að fram an, að vegurinn eftir Svartár dal væri skopstæling af þjóð vegum þeim, sem keyrt er eft ir fyrir utan takmörk þessa dals. Á löngum köflum — sums staðar heilar bæjarlsiðir — er enginn vegur til í þess orðs venjulegu merkingu, heldur óruddar slóðir eftir eyruin meðfram Svartá, er skerast niður og loka umferðinni, sé þess ekki gætt af vegfarend um að breyta jafnoft um slóð ir eins og þeir eiga leið um. Þannig eru sumar eyrarnar allar sundurskornar eftir far artækin allt frá brekkurótum og niður að Svartá. Varla þarf að taka fram og sízt fyr- ir þá, er gerst þekkja, að Svartá hefir rutt sig að vetr ggsggsssggggsgssggsgggsggssgggaggssggsggsgsggggssgsggaggssgsgssggsssssggsggsgsgsssssgsssggsssgggsggsgsgssggssssgsssasgsa;) Sveinborgar eldavélar og þvottapottar „SCANDIA“ kolaeldavélarnar frá firmanu L. Lange & Co., Sveinborg, Danmörku, hafa þegar öðlast miklar vinsældir hér á landi. Þær eru fram- leiddar í ýmsum stærðúm, með eldhólfi hægra og vinstra megin, reykrör tengt í topp- eða bakplötu og hægt er að fá sérstaka viðaukaplötu,sem hylur reykrörið, þegar það er tengt aftan í vélina. Flestar stærðir eru með innbyggðum vatnshitara. Bökunarofninn er mjög góður. Vélarnar eru sparneytnar og gefa mikinn hita. Frá sama firma er þvottapotturinn hér til hægri Hami ér jrúmgóður, fæst í ýmsum stærðum, sem geta tekið frá 60—110 lítra. Hann er með loki og er granít-emaleraður. Hægt er að fá sér- stakan frárennsliskrana á þvottapottinn. Mjög mikið hefir verið keypt af þessari tegund þvotta potta og" hafa þeir líkað ágætlega. ! Vinsamiegast hafið samba?id viff næsta kaupfélag sem getur gefið ýtarlegri upplýsingar um þessi vinsælzt tæki. SAMBAND ISL. SAMVINNUFELAGA Innflutningsdeild — Byggingavörwr ;wsssssssgsassssssgasasggsgsssssssssgs5asssss5ssísssssssss8sssssssat Heillaríkt komandi ár Þökk fyrir liðna árið H.f. Ölgerðin Egiil Skallagrímsson Gleðilegt nýtt ár! Þökk fyrir gamla árið. jgUUaUÖML ÍSSSÍSSSSSÍSSÍSSSSSSSÍSÍSSSSSSSSÍSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSÍSSa Iðgjaldahœkkun Hinn 1. janúar n. k. hækka iðgjöld til Sjúkrasam- lags Reykjavikur úr kr. 27,oo í kr. 30,oo á mánuði. Sjjúkrasamlag Reykjavíknr

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.