Tíminn - 31.12.1954, Blaðsíða 15

Tíminn - 31.12.1954, Blaðsíða 15
896. blaS. TÍMINN, föstudaginn 31. desember 1954. 15 Hvar eru. skipin Sambandsskip. Hvassafell er í Næstved. Arnar- fell er á Akureyri. Jökulfeli átti að íara frá Rostock í gær áleiðis til íslands. Dísarfell er í Hamborg. Litlafell er i olíuflutningum í Faxa- flóa. Helgafell er á Akureyri. Elin S. fór frá Ríga 25. þ. m. áleiðis til Hornafjarðar. Caltex Liege er í Hvaifirði. Ríkisskip. Hekla fer frá Reykjavík kl. 22 annað kvöld vestur um land til Ak- ureyrar. Esja fer frá Reykjavík kl. 22 annað kvöld austur um land til Akureyrar. Herðubreið er á leið frá Austfjörðum til Reykjavíkur. Skjald breið er í Reykjavík. Þyrill kom til Reykjavíkur í nótt frá Vestfjörð- um. Frosti fór frá Reykjavík í gær- kvöldi til Vestmannaeyja. Eimskip. Brúarfoss fór frá Antwerpen 30. 12. til Hull og Reykjavíkur. Detti- foss kom til Esbjerg í morgun 30. 12. Fer þaðan 31.12. til Gautaborg- ar, Ventspils og Kotka. Fjallfoss kom til Reykjavíkur 25.12. frá Hull. Goðafoss fer frá Siglufirði um há- degi í dag 30.12. til Dalvíkur, Akur eyrar og Húsavíkur. Gullfoss fór frá Reykjavík 27.12. til Kaupmanna- hafnar. Lagarfoss fór frá Wismar 29.12. til Rotterdam og Reykjavík- ur. Reykjafoss íer frá Vestmanna- eyjum í kvöld 30.12. til Rotterdam og Reykjavíkur. Reykjafoss fer frá Vestmannaeyjum í kvöld 30.12. til Rotterdam og Hamborgar. Selfoss fór írá Bergen 29.12. til Köbmans- kær, Falkenberg og Kaupmanna- hafnar. Tröllafoss fór frá Reykja- vík 19.12. til New York. Tungufoss fór frá Reykjavík 27.12. til New York. Katla kom til Reykjavíkur 25.12. frá Hamborg. Ur ymsum áttum Tan American. flugvél er væntanleg til New York f fyrramálið kl. 6,30 og heldur á- íram til Prestvíkur, Osló, Stokk- hólms og Helsinki eftir skamma Viðdvöl. Á annan i nýári er flug- Vél væntanleg til Keflavíkur frá Helsinki, Osló, Stokkhólmi og Prest vík kl. 21.15 og heldur áfram til New York. Kvenfélag Háteigssóknar heldur fund þriðjudaginn 4. jan. í Sjómannaskólanum kl. 8,30 síðd. Jólatréð á Anstur- velli brotnaði í hvassviðrinu, sem gerði í Reykjavík og nágrenni í íyrrinótt brotnaði j ólatré það hið mikla og fagra, sem Osló gaf Reykjavík og reist hafði verið á Austurvelli. — Féll það til jarðar. Var unn- ið að því í gær að reisa það Slys urðu með lang- fæsta móti á þessu ári Árið 1954, sem nú er að kveðja, hefir verið óvenjufar- sælt á margan hátt og slys orðið með minnsta móti, borið saman við það, sem oft hefir áður verið. Þó hefir 51 íslend- ingur látist af slysförum á áriuu. í fyrra létust 78 íslend- ingar af slysförum og árið þar áður 63. Sjóslys og drukkn- anir eru lang tilfinnanlegust eins og alltaf hefir verið, af þeim orsökum hafa farizt 20 manris á árinu, þar af hafa flestir eða 75% látist við skyldustörf sín á sjónum. Dauðaslys af ýmsum orsök um í landi hafa orðið 19, af því er um fjórðungur eða 25% atvinnuslys. Þá hafa orðið 12 banaslys af umferð. Helm- ingur þeirra er látist hafa af bifreiðaslysum eru börn flest innan við 10 ára aldur. Af þessum 12 bifreiðaslysum hafa 3 orðið í Reykjavík, þar sem bifreiðarnar eru flestar og um ferðin mest. 42. bjargað. Á árinu hefur verið bjargað svo kunnugt sé 42 manneskj- um, innlendum og erlendum úr bráðri hættu, aðallega á sjó, og hefir Slysavarnafélag íslands átt beinan þátt í helm ingnum af þeim björgunum. Er þá ekki meðtalin sú mikla og víðtæka aðstoð, sem björg- unarskipin og varðskipin að jafnaði veita sjófarendum hér við land, en sú skýrsla verður flutt síðar í árbók félagsins. Sjúkraflugið. Þá er ekki talið með björg- unum hjálp sú, er sjúkra- flugvélarnar hafa veitt á ár- inu og er þó í sumum tilfell- um um beina björgun manns- lífa að ræða. Hin nýja og fullkomna sjúkijaflugvél félagsins og Björns Pálssonar fór í fyrsta reynsluflug sitt 13. marz s.l. og hefir Björn sótt og flutt í henni 74 sjúklinga, án þess að Ein slór brenna nnni í blíð á ísafirði Frá fréttaritara Tímans á ísafirði. Síðustu árin hefir það ver- ið veuja að hafa nokkrar brennur í hlíðinni hér fyrir ofan bæinn, en í þetta sinn verður út af því brugðið og mun lögreglan efna til einn ar mikillar brennu í hlíðinni hér fyrir ofan bæinn, og verða ekki leyfðar fleiri brennur. Hefir henni verið ákveðinn staður ofan við Króksbæina, en þaðan sést hún vel um allan bæinn. GS. nein óhöpp eða skemmdir hafa orðið á vélinni á tímabilinu til áramóta og öllum sjúkling- um hefur verið komið skjótt á leiðarenda í einum áfanga. Er þessi hjáiparþjónusta hin mikilvægasta í alla staði. Frá því að sjúkraflugið hófst fyrir 5 árum hefir Björn sam- tals flogið með 275 sjúklinga, þar af 201 í eldri flugvélinni. Slysavarnafélag íslands ósk ar öllum farsæls komandi árs og þakkar veittan stuöning á liðna árinu. (Frá Slysavarnafél. íslands) að nýju og kveikja á því fyr ir hátiðina. Dedjier og Djilas yfirheyrðir Belgrad, 30. des. — Þeir Dedijer og Djilas, júgóslaf- nesku stjórnmálamennirnir, sem ákærðir hafa verið fyrir samsæri gegn stjórn landsins voru yfirheyrðir í dag. Yfir- heyrslunni var ekki lokið, er seinast fréttist. Hafði hún þá staðið í 4^2 klst. Alger óvissa ríkir um hvort þeir verða sett ir í fangelsi að henni lok- inni eða fá að ganga frjáls- ir eins og hingað til. Parísarsamningar (Framhald aí 1. bI5u>. er honum bárust tíðindin að þau myndu gleðja alla þá, sem innan samtaka A-bandalags- ins vinna að aukinni einingu og bættu samstarfi meðal frjálsra þjóða heims. Aden- auer, kanslari, fagnaði einnig úrslitunum. Kvað þau mikil- vægt skref að lokamarki. Um- ræðurnar í franska þinginu hefðu þó leitt í ljós, að enn væri eftir að sigrast á mikl- um erfiðleikum í samvinnu þjóða V-Evrópu. Ollenhauer sama sinnis. Ollenhauer, foringi þýzkra jafnaðarmanna, ,sagðist enn vera þeirrar skoðunar að samningarnir myndu hindra sameiningu Þýzkalands. Þing- forsetar nokkurra A-Evrópu- ríkja, sem setið hafa á ráð- stefnu í Prag undanfarið, sendu franska þinginu í morg- un áskorun um að samþykkja ekki samningana. Ef það yrði gert myndi hefjast vígbúnað- arkapphlaup í álfunni, í stað þess að leysa deilumál með samningum. Staðfestingu verður hraðað. Þrjú ríki hafa nú stað- fest Parísarsamningana. Þau eru: Frakkland, Ítalía og ís- land. Staðfestingu í hinum ríkjunum, sem að þeim standa verður nú hraðað sem mest. JJfcRARÍmtJbHSSCH LOGGILTUR SK.1ALAÞYÐANDI • OG D&MT0LK.UR i ENSK.U • KIRKJUKVOLI — sim: 81655 Isaak Stern heldur tón- leika hér eftir nýár Eftir áramót kemur hingað til lands einn fremsti fiðlu- leikari, sem nú er uppi, Isaac Stern. Kemur hann hingað á vegum Tónlistarfélagsins og Sinfóníuhljómsveitarinnar, og mun lial'ja hér tónleika hinn 5. og 6. janúar fyrir styrkt- armeðlimi Tónlistarfélagsins, en hinn 9. jan. Ieikur Stern fiðlukonsert Mendelsohns með Sinfóníuhljómsveitznni á tónleikum hennar í Þjóðleikhúsinu. Enda þótt Stern sé ekki nema 34 ára gamall, er hann heimskunnur listamaður og víðförull. Hefir hann á und- anförnum sex árum verið á stöðugum ferðalögum til tón- leikahalds víðsvegar um heim. Árið 1947 ferðaðist hann um þvera og endilanga Ástralíu, og næsta sumar á eftir fór hann í fyrsta sinn til Evrópu til þess aö halda tónleika, og lék þá samtals í níu löndum, en síðan hefir hann farið til Evrópu á hverju ári. Þá kom hann til íslands árið 1944 og hélt hér tónleika á vegum Bandaríkjahers. í fylgd með fiðluleikaranum hingað til lands að þessu sinni er kona hans, Vera Stern, og undir- leikari hans, Alexander Zakin. ttbrei&ið TIMANN iR- ftö WMt VTÐ BJÓÐUM TÐUR ÞAÐ BEZTA iHítifélagið h.f, öLMI 81609 s Vondaðir trúlohmorhríngir JónDalmannsson puölbmioW's SKÓLÁV.ORÐ'JSTÍG 21 - S!MI 34'♦ Örugg og ánægð með tryééingurta hjá oss SKIPAUTGCRÐ RIKISINS „Heröubreiö“ austur um land til Bakka- fjarðar hiríri 5. janúar n. k. Tekið á móti flutningi til Hornafjarðar, Djúpavogs, Breiðdalsvíkur, Stöðvarfjarð- ar, Fáskrúðsfjaröar, Borgar- fjarðar, Vopnafjarðar og Bakkafjarðar árdegis í dag og á mánudag. Farseðlar seldir á þriðjudag. I : F.U.F. ,1 > << o i > 'o i " < < I < < < << I < i < < < '< < < < i! <» < < <> I: F. U. F. F. I. F. EFNIR TIL NÝÁRSFAGNAÐAR í Tjarnarhaffi priðjudaginn 4. jjan. 1955 hl. 9 e.h. Skemmtiatríði: 1. Áramótaávarii, Hermann Jónasson. 3. Gamaiivísur eftirhermur. Hjálmar Gíslason. 2. Spuruingaþáttur, stjórnandi: Rannveig Þorsteinsd. 4. Dans. Aðgöngumiðar verða seldir á skrifstofu Framsóknarfélaganna í Edduhúsinu og á mánudag og hriðjudag í anddyri Tjarnarkaffis kl. 5—7 báða dagana. Verð aðgöngumiða kr. 20,oo. Húsinu lokað kl. 11,30 Skemmtmefud F.IJ.F.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.