Tíminn - 05.01.1955, Blaðsíða 4
u
TÍMINN, miðvikudaginn 5. janúar 1955.
2. blað.
Benjamín Slgvaldason:
Nokkur orð til Guðm.
Guðmundur Þorsteinsson,
skáld, sem kennir sig við
Lund í Lundareykjadal ,gjör-
:ist nokkuð fyrirferðarmikill
i síðasta Jólablaði Timans.
Er það að vonum, því maður-
:nn er „skáld gott“ og penna
:fær í betra lagi. Þarna birtir
iiann eftir sig kvæði, sem
tekur yfir mikinn hluta af
ninni stóru síðu blaðsins, Og
svo skrifar hann sögu, er
hann nefnir „Þegar Sveinki
iitli strauk,“ og verður hún
hér gerð að umræðuefni.
Höfundurinn tekur það fram
i undirfyrirsögn, að saga
þessi sé sönn, svo að hér er
ekki um að villast.
Nú ber svo við að ég hefi
skrifað þátt um þennan sama
atburð, en hvergi birt. Hins
vegar var hann lesinn upp í
Útvarpið. — Þegar Guðmund
ur hefir lokið umræddri frá
sögn sinni um atburðinn,
skrifar hann ofurlítinn eftir-
mála, þar sem hann skirpir
hressilega úr klauf og sendir
mér skítkastið, sem mér
finnst varla viðeiganda í
Jólablaði. Tilefnið er það, að
honum finnst ég ekki hafa
,sagt nægilega rétt frá atburð
inum í fyrrnefndu útvarps-
erindi, og ber mér á brýn,
að ég fari rangt með stað-
reyndir, sem þýðir það sama
og að ég fari með lýgi og
þvætting. — Þar sem ég hefi
það fyrir fasta reglu, að
segja jafnan það, er ég veit
sannast og réttast í hverju
máli, kann ég því illa að vera
borinn slíkum sökum — og
það að litlu tilefni. Þess vegna
hefi ég nú borið nákvæmlega
saman handrit mitt og sögu
Guðmundar, og þá kemur í
Ijós, að tilefnið til árásarinn-
ar á mig er harla lítið. Hið
sanna er, að okkur ber sam-
an í öllum meginatriðum. En
pað litla sem skilur á milli,
■er svo smávægilegt, að á-
stæðulaust var að gjöra það
að tUefni til svo freklegrar
árásar, sem sett er fram af
miklu yfirlæti. — Hins vegar
eru sögur okkar Guðmundar
mjög ólíkar, svo sem jafnan
v.-ll verða, þegar tveir segja
frá sama atburði. En þetta
þarf alls ekki að þýða það, að
árrar segi rétt frá en hinn
rangiega. Báðir geta sagt rétt
írá í höfuðdráttum, því að
annsr getur lagt aðaláherzlu
á það, sem hinn gengnr að
mestu framhjá. Þetta sannast
•;ei á sögum okkar Guðmund-
ar.
Guðmundur byrjar sögu
s|na á því, að segja nokkuð
:írá uppvexti drengsins fram
að þeim tíma, er hann fer að
Eyvindarstöðum. En framhjá
þessu gekk ég að mestu, þar
sem takmarka þurfti efni
sögunnar, en vildi segja
neira frá ferðinni sjálfri, er
.nér fannst mestu máli
ikipta. Þar næst kemur lýs-
:.ng á heimilinu á Eyvindar-
stöðum og er frásögn okkar
þar alveg samhljóða, nema
hvað hann gjörir hlut ráðs-
conunnar langtum verri en
;g gjöri. Guðmundur segir að
íún hafi látið drenginn sofa
. eínhverju fleti í framhýsi,
par sem hann hafði ekkert
lQ sér nema fatatuskur,
rennblauta, þegar blautt
/ar úti), en smalahundinn
ét hann sofa til fóta í flet-
nu, til að njóta hlýjunnar,
t naa var þetta eina hlýjan,
er hann naut á þessu heimili.
Ex frásögn þessi öll svo
hryllileg, að ég hefði ekki
treyst mér til að segj a þannig
frá þessu í minni sögu, enda
þótt ég efi ekki að þetta sé
sannleikanum samkvæmt hjá
Guðmundi. Það kemur því úr
hörðustu átt, þegar höfund-
urinn er að bera mér á brýn,
að ég beri ráðskonuna röng-
um sökum, þar sem lýsing
hans er mörgum sinnurn ljót
ari en mín, og ærið sóðaleg.
Mín sök err hér engin önnur
en sú, að ég fer mun vægari
orðum um aðbúð drengsins
en efni stóðu til, samkvæmt
frásögn Guömundar. En slíkt
getur ekki talizt ámælisvert.
Þá lýsum við húsbóndanum
á scmu lund báðir, og báðir
segjum við frá því, þegar
drengurinn sma.’ar saman án
um, áður on hann fer af stað
og visar þeim heim á leið svo
að þær týnist ekki í heiðinni.
Og meira að segja er lýsing
in á veðrinu nákvæmlega
eins hjá okkur báðum. — En
svo kemur sjálf ferðasagan.
Þar er frásögn mín miklu
fyllri, enda var það tilgang-
ur minn, að hún skyWi vera
meginofni þáttarins. Eg nefni
örnefni og lýsi heiðinni allri
sem nákvæmast, þar sem mér
fannst þetta skipta mestu
máli. En framhjá þes.su geng
ur Guðmundur að mestu og
var hann vitanlega sjálfráð-
ur að því. — Það eina sem
ber á milli og nokkru máli
skiptir er það, að Guðmundur
segir að tírengurinn hafi far
íð aðra leið eftir að hann kom
inn á svonefndar „Hellur“.
Þótt Guðmundur nefni ong-
in örnefni, er bersýnilegt að
drengurinn hefír farið suður
í Árnahvamm og síðan niður
allan Geldingadal. enda iigg
ur sú le'ð beirna við, cg er
mun styttri til bæja. Þarna
hefir Guðmundur vafalaust
rétt að .ínæla, svo og það, að
ég segi að það hafi verið karl
maður, en Guðmundur að það
hafi verið kona. sem líknaði
drengnvm, er hann loks kom
til byggða, efti ■ hina löngu
og hæMulegu f'.rð. Þótt Guð-
mundur hafi þair>a rétt fyr-
!r sór, er þett.t. alls ekkert
rneginat -'ði, úr bví að hann
nefnir ot-ki nafn konunnar.
Það mætti nú ætla, að þar
sem höfundurinn reiðir hirt
ingarvöndinn svo hátt og af
miklu yfirlæti, þá muni hann
ekki láta sig henda bað, að
segja rangt frá staðreynrl-
um í frásögn sinni. En sú
er þó raunin á. og mun ég
nú sanna mál mitt með öríá
um orðum.
í upphafi sögu sinnar seg-
ir Guðmundur frá því, að
drengurinn ‘hafi verið árs-
gamall, er hann missti föður
sinn, og þá hafi honum verið
komið fyrir hjá rosknwm
hjónum, er bjuggu í Heiðar-
bót. Þar virðist hann hafa
verið þijú ár. Svo liða rúm-
lega sjö ár. Þá kemur dreng
urinn aftur að Heiðarbót illa
til reika úr hinni ævintýra-
legu en hættulegu heiðarferð
sinni. Þá tekur á móti hon-
um ung kona, sem líknar
honum eftir beztu getu. Hvað
skyldi nú herra Guðmundi
finnast um þá sagnfræði, ef
þetta skyldi nú vera sama
konan og sú, er fóstraði dreng
inn fyrrum á þessum sama
bæ? Fyrir sjö árum var hún
Orðið er frjálst
frá Lundi
roskin, cn nú er hún orðin
ung. Við skulum athuga mál
ið ofurlítið nánar.
Þessi mikla gæðakona hét
Þuriður Hólmfríður Jónsdótt
ir, fædd að Gautlöndum i Mý
vatnssvfcit 25. febrúar árið
1847 og var af hinum góðu
ættum Mývatnssveitar. Árið
1872 giftist hún Siguröi Jóns
syni, frá Þverá í Laxárdal.
Hann átti hálfa jörðina
Heiðarbót, og þar fóru þau
að búa sama ár og bjuggu
óslitið til 1890. En það ár
andaðist Sigurður á bezta
aldri. Þau áttu nokkur börn
(að minpsta kosti 4 dætur).
Það hljóta að hafa verið
þessi hjón, sem tóku dreng-
inn Svein í fóstur, er hann
var eins árs. Um önnur hjón
er ekki að ræða hafi hann
verið í Heiðarbót. Þegar hann
kemur þangað er húsfreyj-
an 39 ára að aldri, en hús-
bóndinn 36 ára. Engum dett
ur i hug að kalla þetta rosk-
in hjón nema Guðmundi.
Og nú á dögum mundi hver
húsfreyja móðgast stórlega,
ef hún væri talin roskin á
meðan hún hefir ekki náð
fertug.saldri. Þessi góða hús-
freyja, sem hér um ræðir á
líka annað skilið en að hún
sé lítilsvirt svo stórlega í gröf
sinni. Eftir að Þuríður hús-
freyja var orðin ekkja, hélt
hún áfram búskapnum á eig
in spýtur um tveggja ára bil.
En arið 1892 giftist hún í
annað sinn og gekk að eiga
mann úr Aðaldal, Sveinbjörn
Jónavansson að nafni. Þau
bjuggu vitanlega áfram á
jörðinni og er Sveinbjörn
nefndur óðalsbóndi í einni
heimild. Þau eru enn þá bú-
andi i Heiðarbót áriö 1901,
en lengra hefir þetta ekki
verið rakið. — Af þessu má
ljóst vera, að þau Sveinbjörn
og Þuríður búa enn í Heið-
avbót, þegar drengurinn kem
ur ofan af heiðinni, sem fyrr
er sagt. „Unga konan', sem
tekur svo undursamlega vel
á móti honum, getur engin
önnur hafa verið en gamla
fóstra hans, sem hefir vit-
anlega kannast við snáðann
og viljað allt fyrir hann
gjöra, er hennar valdi stóð.
— Verður þetta svo ekki
meira rætt.
Að lokum vil ég minnast
á eitt atriði enn i sögu Guð-
mundar. — Þegar skrifað er
um börn, er nauðsynlegt að
greina rétt frá aldri þeirra,
því að þau þroskast með
hverju árinu sem líður, svo
að sagan verður ekki sönn,
nema þessa sé vandlega gætt.
— Guðmundur segir að dreng
urinn Sveinn muni hafa ver-
ið á tíunda ári, þegar hann
lagði í hina hættulegu ferð,
sem að framan er greint. En
nú vJJl svo vel til að örugg-
ar heimildir er-u fyrir því,
hvað hann var gamall um-
rætt sumar. — Samkvæmt
prestsþj ónustubók Garðssókn
ar, var ráðskonan, er um get
ur í sögunni, aðeins eitt ár
hjá Flóvent á Eyvindarstöð-
um, en það var fardagaárið
1896—7, svo að sagan hefir
alls ekki getað gerst í annan
tíma en sumarið 1896. Þá er
Sveinn líka kominn á tólfta
ár, enda skilst þá betur en
ella, að hann skyldi hafa
þrek til að komast yfir heið
ina. Er þessi villa hjá Guð
(Framhald á, 6. Blðu.)
Enska knattspyrnan
Urslit s. 1. laugardag:
1. dei’d.
Arsenal—West Bromwich 2—2
Aston Villa—Sheff. Wed. 0—0
Bolton—Chelsea 2—5
Burnley—Manch. City 2—0
Huddersf.—Charlton 0—0
Leicester—Cardiff 2—1
Manch. Utd.—Blackpool 4—1
Preston—Everton 0—0
Sheff. Utd.—Newcastle 6—2
Sunderland—Tottenham 1—1
Wolves—Portsmouth 2—2
2. deild.
Bristol Rov.—Doncaster 1—0
Fulham—Bury 0—0
Hull City—Nottm. Forest 2—3
Lincoln City—Leeds Utd. 2—0
Liverpool Derby County 2—0
Luton Town—Ipswich 3—2
Notts County—West Ham 5—1
Plymouth—Port Vale 0—0
Rotherham—Birmingham 0—2
Stoke City—Middlesbro 1—2
Swansea Town—Blackburn 2—3
Eftir jóla- og nýársleikina
hefir staðan í 1. deild ekki
breytzt mikið og stafar það
e:nkum af því, að flest efstu
liðin náðu lélegum árangri í
þessum leikjum. Úlfarnir
hafa aðeins náð tveimur jafn
teflum í síðustu fjórum leikj-
um, en halda þó en öðru
sæti. Um jólin tapaði liðið
tvivegis fyrir Evcrton. Sund-
erland er efst með stigi
rieira, hefir gert jafntefli 1
öllum síðustu leikjunum.
Manch. Utd. tapaði tvivegis
fvrir Aston Villa, en vann
Blackpool á laugardaginn.
Lundúnaliðin Charlton og
Chelsea hafa hækkað tals-
vert á töflunni að undan-
förnu. Þó náði Chelsea aðeins
einu stigi gegn Arsenal í
jólaleikjunum og í síðari
leiknum, sem lauk með jafn
tefli, skoraði Bentley ekki úr
vítaspyrnu og er það fimmta
vítaspyrnan í röð, sem Chel-
soa skorar ekki úr. Hefðu
þær verið nýttar á réttan
hátt væri Chelsea nú vel
efsta lið í deildinni.
Útlitið er orðið slæmt fyr-
ir tvö neðstu liðin í deild-
irni. Leicester hefir þó ekki
gefið upp alla von, og ný-
legu var Andy Graver frá
Lincoln City keyptur fy.rir 30
Þús. pund, en hann leikur
iriðherja og hetir skorað
nukið af mörkum fyrir Lin-
coln.
í 2. deild hefir Blackpool
og Luton gengið vel að und-
anförnu, og hafa nokkur stig
umfram næstu lið. Róðurinn
verður þó mun erfiðavi fvrir
I uton í næstu leikjum. Biack
burn hefir þegar skorað 80
mörk, og. er útlit fyrir,' að
liðið hnekkti markameti í
deildinni, sem er 122 mörk
yfir keppnistímabil. Mann-
ion, hinn þekkti snillmgur
frá Middlesbro, sem lagði
skóna á hilluna í haust, hef
ir ekki staðizt þá freistingu
að heíja að leika á ný. Byrj-
aði liann með Hull Ciíy iun
jólin, þrátt fyrir ítrekaðar
t’.lraunir framkvæmdastjóra
Middlestio til að fá hann
til að leika áfram hjá þvi
liði.
Þess má að lokum geta, fyr
:r þá, sem taka þátt í geí-
ruununum, að nokkur lið
hafa veikzt að ’undanförnu
vegna meiðsla á mönnum.
Þannig eru þrír landsliðs-
menn hjá Úlfunum frá, þ<--lr
Wright, Slater og Mullen.
Einnig eiga Blackpool, Boi-
ton og Preston í erfiðleik-
um. Sheífield-liðin hafa hins
vcgar endurheimt nokkra
góða leikm;i'n.
Staðan er nú þannig:
Sunderland
Wolves
Charlton
Chelsea
Manch. Utd.
Portsmouth
Everton
Manch. City
W. Bromw.
Burnley
Preston
Newcastle
Cardiff
Sheff. Utd.
Bolton
Tottenham
Aston Villa
Arsenal
Blackpool
Leicester
Blackburn
Luton Towr
Rotherham
Stoke City
Fulham
West Ham
Bristól Rov
Bury
Swansea
Middlesbro
Liverpool
Hull City
1. deild. '
25 9 : 13 3 42-32 31
25 n 8 6 56-39 30
25 13 4 8 54-39 30
26 11 8 7 61-39 30
25 13 4 8 55-44 30
25 11 7 7 48?35 29
25 10 9 ð 43-36 29
25 12 5 8 40-36 29.
25 11 5 9 44-47 27
25 10 6 9 ,40-52 26.
25 10 6 9 31-35 26
24 10 5 9 66-55 2?
25 10 4 11 67-56 24
25 1 9 6 10 42-48 24
26 10 3 13 43-58 23
24 7 8 0 36-40 22
25 8 6 11 40-49 22
25 8 6 11 36-50 22
25 7 6 12 42-46 20
25 7 6 12 35-44 20
25 5 7 13 42-59 17
25 4 6 10 37-62
-4 !
2. deild.
25 16 2 7 80-46 34
25 15 3 7 58-36 33
25 14 3 8 58-42 31
25 12 6 7 30-28 30
25 12 6 7 54-48 30
25 13 4 8 44-38 30
25 13 4 8 42-39 30
24 11 5 8 48-26 27
25 10 7 8 46-48 27
25 11 4 10 50-43 26
25 9 8 8 49-45 26
25 10 6 9 53-50 26
25 11 3 11 38-48 25
25 10 4 11 53-57 24
25 8 7 10 29-34 23
’ 25 9 4 12 43-51 22
25 9 3 13 32-38 21
25 6 8 11 28-44 20
23 8 2 13 33-57 18
t 25 5 6 14 35-52 16
25 4 7 14 35-53 15
26 6 2 18 40-64 14
Port Vale
Doncaster
Derby Cou
Plymouth
Ipswich
Á laugardaginn fer 3. um-.
ferð í bikarkeppninni fram,
en þá hefja stóru llðin úr 1.
og 2. deild þátttöku í henni.
Deildakeppnin hverfur þá
nokkuð í skugga bikarsins.
Eins og stendur eru Úlfarnir
taldir hafa mestar llkur til að
sigra í bikarkeppninni. Á laug
ardaginn mætast þessl lið:
Fulham—Preston
Bury—Stoke ’ ~ "
Chelsea—Walsall
Gateshead/Barnsley—Tottenham
Ipswich—Bishop Auckland
West Ham—Port Vale
(Framhald & 7. Bf5u).
ÞAKJÁRN
fyrirliggjandi
S I N D R I
«SS!»$$SSS«SSSSÍ$$SSÍS5ÍSSSS$S$ÍSS$$SSÍ$$S$SSSSS$S$S$$ÍSÍS$$SÍ$$: