Tíminn - 08.01.1955, Blaðsíða 2
2
TÍMINN, laugadaginn 8. janúar 1955,
5. blað.
= iuiiii in iiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiuiiiimiiiiiiiiiiiiii ii iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniimii iii n-
! Aðeins fytit konnt |
Nú eru peysurnar
hentugur búningur
6. Þessi peysa, sem hæfir vel ung
um stúlkum, er með hákarlstanna-
kraga í fögrum andstæðum lit við
hinn hluta peysunnar, og gerir þetta
aö verkum, að hið háa hálsmál
peysunnar verður mjög áberandi.
Ermarnar ná rétt niður fyrir oln-
boga og falla þett að.
7. Nýtízku peysa með hinu klass-
íska sloppasniði. Kragann, scm er
með örfínum röndum, má hafa á
margvíslegan hátt. Peysan er dökk-
grá að lit.
8. Létt pey&a prjónuð með vinstra
prjóni með breiðu stroffi á ermum
og sérkennilegu kragastykki. Mislit-
ar rendur á ermum og hnapparöð
í háismáli gefa peysunni fagra
áferð.
9. Hárfín, snjóhvít kvöldpeysa
með svörtum vírþráðum ofnum í
flegið hálsmál. Ermarnar eru af
fullri lengd og aðsniðnar.
Göngubúningur
- . . .-—«4
Þetta er mjög viðfelldinn göngubún
ingur. Pilsið er í sama lit og blúss-
an. Þessu fylgir stutt kápa lögð
loðskinni um ermarnar. Takið eftir
breiðu slaufunni framan 4. Hún er
úr sama efni og i sama lit og pilsið.
Kragi blússunnar er i dekkri lit
cg einnig borðinn neðst á blússunni,
þar sem slaufan er.
Utvarpíð
Útvarpið í dag:
Fastir liðir eins og venjulega.
18,00 Útvarpssaga barnanna.
18.30 Tómstundaþáttur.
18,50 Úr hljómleikasalnum (plötur).
20.30 Kórsöngur: Hollenzki karla-
kórinn „Maastrechter Staar"
syngur bandarísk lög; Martin
Koelkelkoeren stjórnar (pl.).
20,45 Einar Sveinn Frímannsson,
— austfizkt skáld: Nokkur orð
um höfundinn og smásögur,
kvæði og lausavísur eftir
hann. — Flytjendur: Bjarni
Þórðarson og Jón Lundi Bald
ursson (Hljóðritað 1 Neskaup-
stað s. 1. vor).
21.30 „Suður um höfin“ — Hljóm-
sveit undir stjórn Þorvalds
Steingrímssonar leikur suð-
ræn lög.
22,00 Fréttir og veðurfregnir.
22,10 Danslög (plötur).
24,00 Dagskxárlok.
Árnað hellla
Trúlofun.
Á gamlársdag opinberuðu trúlof-
un sina ungfrú Guðriður Hafliða-
dóttir frá Ögri og Jens Pétursson,
nemi, frá Hjöllum, Ögursveit.
S.K.T. Gömlu dansarnir
í G.T.-húsinu , kvöld klukkan 9.
SIGURÐUR ÓLAFSSON
syngur með hljómsveitinni. — Aðgöngumiðasala frá
ki. 8. — Skemmtið ykkur án áfen&is.
Gleypti gaffalmn Sextánda barnið
Fyrir nokkru var sextán ára
stúlka lögð inn í sjúkrahús í
Michigan í Bandaríkjunum. Á mynd
inni sést hún brosa við gaffli, sem
olli henni nokkrum vandræðum.
Henni varð það nefnilega á að
gleypa hann, en læknum tókst að
ná honum. Stúlkan heitir Vilma
Herman og hefir hún heitið því að
umgangast gaffla með meiri varúð
í íramtíðinni.
Vetrarkápa
Mynd þessi er tekin i Bandaríkjun-
um, en þar fæddist frú Gertrude
Krey sextánda barn sitt nú nýverið.
Maður hennar er prestur og bæði
eru þau hjónin þj'zkrar ættar. Þrjú
af börnum þeirra eru fædd í stríð
inu, er hjónin voru i Þýzkalandi og
þar lézt eitt þeirra úr vannæringu,
aðeins fjögurra mánaða gamalt.
Hjónin eru nú búsett í Bandarlkj-
unum.
Hérna sést smekkleg vetrarkápa,
sem er úr þykku efni og hneppt
upp í háls. Henni fylgir samlitur
hattur með felldum kolli og skyggni.
Róðrar
(Fran'.hald af 1. síðu).
Grindavík.
Frá Grindavík var aðeins
einn bátur á sjó í gær, en
bátar þar eru sem óðast að
búast tíl sjósóknar.
Keflavík.
Frá Keflavík reru 14 bátar
í fyrrinótt. Fóru þeir heldur
grunnt með línur sínar, en
öfluðu þó sæmilega, en þó
var aflinn misjafn, 4—7 lest
ir _á bát í róðrinum.
í gærkvöldi munu nokkr-
ir bátar hafa bætzt við, með
al þeirra hinn nýsmíðaði bát
ur, Guðfinnur, sem byggður
var fyrir Keflvíkinga á Akra
nesi.
NÝKOMIÐ
hjúkrunarkvennaskór
• iS j .. v e } : z VI ‘i.J i
með iiwileggi, hvítir, svartir og brunir.
FINNSKU
kvenkuldastígvélin
koma í búðirnar í dag.
Kvenskórnlr
margeftirspurðu með gúmmílsólimúm komnir
aftwr, fleirz gerðir.
KVENSKÓR (mokkasiiír), nýkomnar.
Skóverzlun
Péturs Andréssonar
Laugavegi 17 og Framnesvegi 2.
Tilkynning
um bótagreiðslnr
almannatrygginganna í Reykjavík
Bótagreiðslum almannatrygginganna í Reykjavík
verður í jan. og framvegis hagað sem hér segir:
Greiðslur fara fram frá og með 10. hvers mánaðar.
Þær hefjast þannig eftir bótaflokkum:
Ellilífeyrisgreiðslur hefjast 10. hvers mánaðar.
Örorkulifeyris- og örorkustyrksgreiðslur hefjast 12.
hvers mánaðar.
Barnalífeyrisgreiðslur hefjast 13. hvers mánaðar.
Fjölskyldubótagreiðslur fyrir 4 börn eða fleiri í fjöl-
skyldu hefjast 15. hvers mánaðar. Bætur fyrir 2 og 3
börn í fjölskyldu eru úrskurðaðar til greiðslu ársfjórð-
ungslega eftirá.
Falli inn í ofanskráðan tíma helgidagar eða aðrir
þeir dagar að stofnunin sé lokuð, flyzt greiðslutíminn
sem því svarar.
Frá og með 17. hvers mánaðar verða greiddar þær
bætur, sem ekki hefir verið vitjað á þeim tíma, sem að
framan segir, einnig aðrar tegundir bóta, er ekki hafa
verið taldar áður.
Uppbætur á ellilífeyri og örorkulífeyri fyrir árið 1954
verða greiddar með janúarlífeyri.
Bæturnar verða greiddar frá kl. 9,30—3 (opið milli 12
og 1), nema laugardaga 9,30—12 í húsnæði Trygginga-
stofnunar ríkisins að Laugavegi 114.
Iðgjaldaskyldir bótaþegar skulu sýna iðgjaldakvitt-
anir fyrir árið 1954, er þeir vitja bótanna.
Tryiigintiastofnun ríhistns.
Útborganir kl. 9,30—3. Opið milli 12—1.
SSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSÍSSS
FYRIRLIGGJA.,
olíusoðin masonet, miðstöðvarofnar 18 og 39 tomma
þakpappi og þak-aluminium.
Samband íslcnzkra by^ingafélaga
Símar 7992, 6069.