Tíminn - 08.01.1955, Blaðsíða 6

Tíminn - 08.01.1955, Blaðsíða 6
6 TÍMINN, laugadaginn 8. janúar 1955. 5. blað. PIÓDIEIKHÖSID | Þeir hotna í haust eftir: Agnar I*órðarson. jLeikstjóri: Haraldur Björnsson. Frumsýning í kvöld kl. 20. Frumsýningarverð. ÓPERURNAR Pagliacci Og Cavalería Rusticana Sýningar sunnudag kl. 20 og þriðjudag kl. 20. Aðgöngumiðasalan opin frá 1. 13,15—20.00. Tekið á móti pönt- unum. Sími: 8-2345, tvær línur. Pantanir sækist daginn fyrir sýningardag, annars seldar öðr- um. Valentino Geysi íburðarmikil og eillandi ný amerísk stórmynd 1 eðlileg- um litum. Um ævi hins fræga ieikara, heimsins dáðasta kvennagulls, sem heillaði millj- ónir kvenna í öllum heimsálí- um á frægðarárum sínum. i Bönnuð innan 12 ára. Sýnd kl. 7 og 9. Maðurinn frá Texas Afburða skemmtileg mynd í eðli legum litum með gamanleikar- anum. Gabby. Sýnd kl. 5. NÝJA BÍÓ — 1544 — Vivtt Zapata Amerísk stórmynd byggð á sönn um heimildum um ævi og örlög mexíkanska byltingarmannsins og forsetans EMILIANO ZAPATA. Kvikmyndahandritið samdi skáldið JOHN STEIN- BECK. — MAHLON RANDO, sem fer með hlutverk Zapata, er talinn einn fremstu ,karakter‘ leikurum, sem nú eru uppi. Jean Peters, Anthony Quinn, AUan Reed. Bönnuð börnum innan 14 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. 8ÆJARBI0 — HAFNARFIRÐI - Vunþahhlátt hjarta Itölsk úrvalsmynd ef fcir sam j nefndri skáldsögu, sem komið j hefur út á íslenzku. Carla del Poggio hin fræga nýja ítalska kvik- myndastjarna. Frank Latimore Myndin hefur ekki verið? sýnd áður hér á landi. Danskur skýringartexti. Sýnd kl. 7 og 9. Sími 9184. HAFNARFjARÐARBIO Einvígið í sólinni Ný, amerísk stórmynd í .itum. Ein með stórfenglegustu .ynd- um, sem tekin hefir verið. Aðalhlutverk: Jennifer Jones, Gregory Peck, Lionel Barrymore. Danskur texti. Sýnd kl. 7 og 9,15. Sími 9249. ilEDCFÉIAG ^REYKJAVfKUR1 Fræuka Charleys Gamanleikurinn góökunni. Sýning annað kvöld kl. 8. 60. sinn. Aðgöngumiðar seldir í dag kl. 4—7 og eftir kl. 2 á morgun. Sími 3191. AUSTURBÆJARBIO Heimsfræg kvikmynd, sem hlaut j 5 Óskarsverðiaun. A girndarleiðum (A Streetcar Named Desire) Afburða vel gerð og snilldarlega leikin, ný, amerísk stórmynd, gerð eftir samnefndu leikriti eftir Tennessee Williams, en fyr itzer-bókmenntaverðlaunin. Sýnd kl. 5, 7 og 9. ■♦♦♦♦♦♦♦ GAMLA BÍÓ Sími 1475. Ævintgrasháldið H. C. Andersen Hin heimsfræga litskreytta ballett- og söngvamynd gerð af Samuel Goldwyn. Aðalhlutverk leika: Danny Kaye, Farley Granger, og franska ballettmærin Jeanmaire. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Næst síðasta stnn. TRIPOLI-BÍÓ Sími 118k MELBA Stórfengleg, ný, amerísk | söngvamynd í litum, byggð á ævi hinnar heimsfrægu, ástr- ölsku sópransöngkonu, Nellie Melbu, se mtalin hefur verið ! bezta „Coloratura", er nokkru I sinni hefur komið fram. í myndinni eru sungnir [ þættir úr mörgum vinsælum (óperum. Aðalhlutverk: Patrice Munsel, frá Metro- politanóperunni í New York. Sýnd kl. 7 og 9. Næst síðasta sinn. Bamho Sýnd kl. 5. HAFNARBÍÓ Simi 6444 Eldur í œðum (Mississippi Gamler) Glæsileg og spennandi ný amerísk stórmynd í litum, um Mark Fallon, æfintýramann- inn og glæsimennið, sem kon- urnar elskuðu en karlmenn óttuðust. Aðalhlutverk: Tyrone Power, Piper Laurie, Julia Adams. Sýnd kl. 5, 7 og 9. TJARNARBÍÓ Óskars verðlaunamyndin Gleðidagur I Róm PRINSESSAN SKEMMTIR SÉR (Roman Holiday) Frábærlega skemmtileg og vel leikin mynd, sem alls staðar hef- ir hlotið gífurlegar vinsældir. Aðalhlutverk: Audrey Hepburn, Gregory Peck. Sýnd kl. 6, 7 og 9. Kaupgjaldsmálin . . (Framhald af 4. síðui. verulegum hagsmunum þeirra? Hér kemur aftur það, sem minnzt var á í upphafi þessara skrifa. Ekki er allt sem sýnist. í launþegasamtökunum geisar linnulítil styrjöld um völdin yfir þeim. Eðli hinnar einkennllegu kauprjjaldsbar áttu, sem hér hefur verið rædd, verður bezt skýrð með henni. Hvernig á að ná und- ir sig forystu frá keppinaut- unum, nema einhver sé bar- áttan? Hvernig á annars að safna liði og fylgi, velja að- stoðarforingja og svo framv. Hvernig á að skapa sér fylgi- lið og flokk í samtökunum án einhverrar baráttu, sem fær fólkið til að skipta sér, sem skilur hafrana frá sauð unum? Frá þessu sjónarmiði verður stefnan í kaupgjalds málunum skilin og skynsam leg. Þessi tegund kaupgjalds baráttu hættir því ekki fyrr en hin pólitíska valdabar- átta innan verkalýðsfélag- anna hættir. En það verður ekki fyrr en launþegar þeir, sem vilja að launþegasam- tökin séu hagsmunasamtök þeirra sjálfra, fá yfirhönd- ina innan þeirra. Samræming um land allt. Mér virðist rétt að skilja ekki við þetta mál án þess að minnast á aðra hlig á stefnu Alþýðusambandsins í kaupgj/aldamálunum, sem minna er gaumur gefinn, en það er sú stefna að koma á sama_ kaupgjaldi um land allt. Ég tel að þessi stefna sé ein af höfuðorsökum til þess að fólkið hefur streymt til Reykjavíkur. Aðsitaða til atvinnurekst- urs er óvíða jafn hagstæð og í Reykjavík. Höfnin, iðnað- urinn, verzlunin og greiðar samgöngur, allt er þetta mest og bezt í Reykjavík. Þó er ýmislegt úti á landi, sem gerir að atvinnurekendur vilja stundum eins vera þar með fyrirtæki sín, einkum útgerðárfyrirtæki. Lægra kaupgjald hefur verið eitt af þessu. Lauþegarnir hafa sætt sig við þetta. Búseta í þorpi úti á landi er á ýmsan hátt ódýrari en í Reykjavík, t.d. hin daglegu ferðalög, klæðnaður, einkum barna, o. s.frv. Og stundum hafa dag- launamann úti á landi smá- vegis tekjur af sjálfstæðri framleiðslu eða . starfsemi, sem ekki verður komið við í Reykjavík. Þeir geta haft kýr og kindur, kálgarða og stundað sjósókn. Þetta, á- samt því að menn una sér oft bezt í því byggðarlagi, þar sem þeir slíta barnsskónum, nægir oftast til þess að menn sitji um kyrrt. En þegar kaupgjaldið er engu hærra í Reykjavík en annars staðar, þá er annað tveggja fyrir hendi fyrir atvinnurekand- ann: að flytja fyrirtækið til Reykjavíkur eða legsrja það niður, því borið saman við atvinnurekendur þar hefur aðstaða hans versnað. Fólk- ið hrekst síöan brott á eftir. Enda er svo komið að úti á landi hafast ekki við hin ^tæirri útgerðarfyrirtæki. Þau, sem þar eru, eru flest í eigu sveitarfélaganna, sem sett hafa þau á laggirnar til þess að „skapa atvinnu". Hvort svo embættismenn eru hæfari til þess að stjórna atvinnufýfiirtækjunum en menn, sem eiga sjálfir afkomu og eignir undir rekstrinum, er svo annað mál. Peor/ S. Buck: 29. HJÓNABAND Faðir hans hrökk við og reis upp til hálfs en settist síðafl aftur áður en hann svaraði. — Nei, komdu sæll. Þarna ertu þá kominn, sagði hann. — Já, pabbi, sagði William glaðlega. Faðir hans var þreytu legur á svipinn, hugsaði hann. Svo mundi hann eftir því, að hann var jafnan þreytulegur á þessum tíma árs, rétt áður en hann fór til Bar Harbor. — Ertu ekki vel frískur. — Jú, það er ég, sagði faðir hans. — En mamma? 1 — Við erum bæði stálhraust, sagði faðir hans ljúflega. Hann horfði fast á son sinn. — Og þú virðist líka vera vel hraustur, sagði hann. — William brosti. — Já, ég kenni mér einskis meins. Faðir hans kinkaði kolli og leit á myndina, sem hann hafði verið að horfa á. — Er þetta konan þín? — Já, pabbi. Hann gekk alveg til föður síns og staðnæmd ist við hlið hans. Þeir horfðu báðir á fallegt andlit Rutar. Hann hafði dregið þessa mynd af henni án þess hún vissi af, er hún sat hugsandi í ljóma morgungeislanna. — Hún virðist vera mjög ung, sagði faðir hans. — Já, hún er aðeins tvítug. Og af því að hann þóttisfi sjá mildari drætti um munn föður síns, bætti hann við: — Mér væri það mikið gleðiefni, ef þú vildir koma heim með mér. — Heim? Faðir hans varð ráðvilltur. — Já, ég á við heim til okkar. — Já, þú átt við það. En ég hefi mjög nauman tíma. — Gerðu það, pabbi. Það er ekki langt þangað, og það yrði okkur hjónunum mikil gleði. Þetta endaði eftir nokkurt þóf með því, að faðir hans léfi til le;5ast. Það var liðið að hádegi, og Rut var að matreiða hídegisverðinn við litlu gasvélina. Hún kom þegar til dýra, er þeir gerðu vart við sig, en staðnæmdist þögul, er hún sá ókunnan mann í fylgd með William. — Rut, þetta er faðir minn. Hann sá þegár breytinguna, sem varð á svip hennar. Augun lýstu. Hún rétti fram báð- ar hendurnar. — Það var gaman, að þú skyldir koma, sagði hún iágt. Faðir hans hafði falið litla hönd hennar í lófa sínum. William reyndi að létta þessi fyrstu kynni. — Komdu nú inn og fáðu þér sæti, pabbi. Þú borðar með okkur hádegis- \erð. Ég er viss um að Rut hefir eitthvað gott á boðstólum núna. Hún er snjöll matreiðslukona. . Hann ýtti föður sínum inn í stofuna og lézt ekki heyra athugasemd Rutar um það, að lítið væri á borðum. Faðir hans tók þó eftir henni og flýtti sér að segja: — Ég mál ckkert stanza, William. Móðir þín og Louise biða eftir mér. Monty ætlar víst að koma með einhvern viðskiptavin sinn úr WaH Sreet Járnbrautarreksturinn gengur .alls ekki eins vel og áður. . . I — Það er illt til þess að vita, sagði William. 1 — Já, það eru bílarnir, sagði faðir hans. Svo settist hann og reyndi að spjalla glaðlega við Rut. — William verður að koma með þig einhvern tíma heim til okkar, góða mín. Það væri til dæmis ágætt í haust, þegar við komum aftur til borgarinnar. . _ , . ■ Rut gat engu svarað. Hún leit vandræðalega til Williams. — Já, væri það ekki gaman, vina mín? sagði hann, og hún kinkaði kolli. Faðir hans bjóst til ferðar eftir nokkrar'lnínútur: Tpessl heimsókn hafði verið gagnslítil, þegar öllu var á botninn hvolft: William var ekki viss um, að hún hefði gert nokk- urt gagn. Faðir hans hafði ekki kastað af sér hamnum, og Rut hafði lítið getað sagt. — Hvers vegna reyndir þú ekki að tala svo lítið við hann? spurði hann, þegar dyrnar höfðu lokazt á eftir föður hans. — Ó, William, ég gat það ekki. Óttinn var enn í augum hennr.r og roði í vöngum. — Hvers vegna ekki, góða mín? — Ég hefi aldrei áður talað við neinn mann líkan honum. — En hann er faðir minn, Rut. Þú hefðir átt að reyna. Hún fann óánægju hans, og tárin komu fram í augu hennnr. ~ — Mér datt ekkert í hug til að segia við hann, William. Ég reyndi eins og ég gat að muna eftir einhverju. — Jæja, vertu ekki að gráta. Hvað fáum við að borða 1 dag? f — Lambasteik. — Þá skulum við reyna að gera okkur gott af henni. ~ Þau snæddu þegjandi, og það liðu nokkrir dagar þar til hann hafði sætt sig að fullu við það, sem orðið var. Júní- dagarnir voru óskaplega heitir. Hún sat við opinn gluggann en horfði þó ekki út. Hún virtist verða fölari og daprari með hverium deginum sem leið. Hann fylltist meðaumkun, er hann horfði á hvítt andlit hennar. — Elskan min, við þurfum að gera okkur einhvern daga- mun. Ég ætla að fara með þig út á Coney Island. — Hvar er það? - — ÍTti við sjóinn. Þar fáum við að minnsta kosti svo- Htinn svala. Honum var þó þvert um geð að fara, því að hann var með hugann allan við málverkið, sem hann var að vinna að. En hann fleygði frá sér penslunum, og þaa lögðu af stað, þótt hún virtist ekki hafa mikla gleði af þvl. Hún hafði ýmugust á öllu þessu fólki. 1

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.