Tíminn - 08.01.1955, Blaðsíða 5

Tíminn - 08.01.1955, Blaðsíða 5
5. blað. ;í!wí,.,, TÍMINN, laugadaginn 8. janúar 1955. S Lmiyard. 8. jun. Simdrung vinstri aflanna Áramótagrein Hermanns Jónassonar hefir vakiö mikla athygli. Sennilega hefir aldrei verið dregin upp gleggri mynd af því, hve sundrung vinstri aflanna hefir óheppileg áhrif á íslenzk stjórnmál og hve miklu væri unnt að breyta til bóta, ef samstarf tækist milli þessara aðila. Það akal greinilega tekið fram, að þegar hér er rætt um vinstri öfl, er ekki átt við kommúnista. Þeir eru svört ustu afturhaldsmenn nútím ans. Vegna ýmiss konar mis- skilnings, hafa hins vegar all magir frjálslyndir menn biekkzt til að styðja flokk þeirra í kosningum, en full á- stæða er til að ætla, að slíkt yrði miklu sjaldgæfara, ef vinstri öflin næðu að sam einast eða samfylkja. í framhaldi af þessnm hug leiðingum er vissulega rétt- mætt að gera sér ljóst, hvern ig auðveldast er að skapa þing meirihluta, án Sjálfstæðis- manna og kommúnista. Úr slit seinustu þingkosninga eru heimild, sem vel má byggja á í þeim efnum. í þingkosningunum 1953 fengu Framsóknarmenn 16 þingmenn, Alþýðuflokkurinn 6 þingmenn og Þjóðvarnar- flokkurinn 2. Þessir flokkar fengu því samanlagt 24 þing menn, en 27 þingmenn þarf til að mynda þingmeirihluta Ef Framsóknarflokkurinn hefði unnið Vestur-Skafta- fellssýslu, Barðastrandar- sýslu og bæði sætin í Eyja- fjarðaysýslu, hefði þessu marki verið náð, Til þess að vinna Vestur-Skaftafells- sýslu þurfti flokkurinn að bæta við sig 30 atkv., en til þess að vinna Barðastrand- arsýslu þurfti hann 50 atkv. meira. f Eyjafirði þurfti liann 274 atkv. meira til að vinna bæði þingsætin þar. M. ö. o. flokkurinn þurfti ekki að bæta við sig ncma 354 atkv. í þessum þremur sýslum til þess að tryggja þingmeirihluta, án Sjálf- stæðisflokksins og kommún- ista, og raunar ekki nema 177 atkv., ef þau hefðu öll verið unnin frá Sjálfstæðis flokknum. Það vantaði því ekki neraa herzlumuninn til þess að tryggja þennan meirihluta. Dagur í lífi páfans Hver einasta kfnkkustEiaul, frá 'iví a«S páfinn rss úr rekkjju, |*ar til liann tekur á sig nálSsr, er fyrirfrant skipulögð. Mikið hefir verið rætt og1 ritað um Píus páfa XII. að undanförnu, aðallega í sam bandi við veikindi þau, er þjáð liafa hann í seinni tíð. Var liann fyrir skömmu álit inn hætt kominn, en náði sér aftur, og voru talsverð há- tíðahöld í londum kaþólskra í tilefni þess. Hér á eftir fer grein, er lýsir einum degi í lífi páfans, störfum hans og skyldum. Greinin er þýdd úr tímaritinu American Mer- cury og er eftir Kees van Hoek. ... . i Þegar maður stendur á hinu geysi mikla torgi, sem kennt er við heil- agan Pétur, gnæfir á hægri hönd turn einn mikill. Turn þessi er einn hluti hinnar stóru hallar, sem er dvalarstaður páfans og fylgdar- liðs hans, en höllin á sér merki- lega sögu, því að fyrir eina tíð var þar leikhús Nerós keisara og sagan segir okkur að á öðrum tíma hafi þar verið aftökustaður kristinna píslarvotta. Úr gluggum Vatíkan-hallarinnar sést yfir Tíberrfljótið, og þaðan gefur eining að líta veginn heim í páfagarð, sem nefndur hefir verið „Vegur sáttanna", til minningar um friðarsamning páfa og konungs sem gerður var árið 1929. Einhvers staðar djúpt í iðrum jarðar undir vegi þessum var áður fyrr bústað- ur heilags Péturs, en undir höil- inni hvíla bein hans. Einkaíbúö Píusar XII. er á ann- arri hæð hallarinnar, og úr glugg- um hennar sér yfir áðurnefnt torg. í íbúðinni er svefnherbergi páfa, baðherbergi, kapella, borðsalur og skrifstofa. Deila útvegsmanna og ríkisstjórn- armnar Píus páfi XII. Annað, sem ekki er síður athyglisvert, má líka læra af kosningaúrslitunum 1953. Ef Framsóknarflokkurinn hefði fengið 107 atkv. meira í Rvík eða ekki nema 54 atkv. frá Þjóðvarnarflokknum, hefði hann haldið þingsæti sínu þar. Uppbótarsætið, sem Þjóð varnarflokkurinn fékk, hefði þá gengið til Alþýðuflokksins. Ef Framsóknarflokkurinn hefði svo jafnframt unnið áð urnefnd þingsæti í Vestur- Skaftafellssýslu, Barðastrand arsýslu og Eyjafjarðarsýslu hefðu hann og Alþýðuflokkur inn fengið samanlagt meiri- hluta á Alþingi. Þessar tölur sýna það vissu lega og sanna, að auöveldasta og öruggasta leiðin til að skapa þingmeirihluta, án Sjálfstæðisfiokksins og komm únista, er að efla Framsókn Fábreytt húsgögn — fyrnin öll af rakvélum. Svefnherbergi páfans getur ekki talizt ríkulega búið húsgögnum, þótt þar sé teppi á gólfi, gamal- dags rúm, sem var eign fyrirrenn- ara hans, skrifborð og lítill speg- ill á veggnum, sem vel að vnerkja er eini spegillinn í íbúðinni, en auk hans skreytir vegginn mynd af Maríu mey. Á náttborðinu stendur lítil sviss nesk vekjaraklukka, en sagt hefir verið að páfinn vakni ávallt nokkr- um mínútum áður en klukkan á að hringja. Páfinn fær sér kalt bað bæði vetur og sumar, og rakar sig að þvi búnu með rafmagnsrakvél, sem hann hefir notað 1 fjöldamörg ár, því hann heyrir ekki til þess bðps manna, sem viða að sér þess konar hlutum. En þar sem skeytinga leysi hans gagnvart rakvélum er alþekkt, berast honum tíðum rak- vélar að gjöf víðs vegar að. Þess- ar gjafir færir hann ávallt prest- um sínum og trúboðum. íþróttir á yngri árum. Án yngri árum var páfinn mik- ill hestamaður, ágætur sundmað- ur og stundaði mjög langar göngu- ferðir. Þegar hann var kosinn til páfa, lét hann setja upp róðrar- vél í íbúð sína, og ávallt gerir hann líkamsæfingar í fjórðung stundar á morgnana, en hann er venjulega alklæddur skömmu fyrir klukkan sjö á hverjum morgni, og þá fyrst kemur einkaþjónn hans, sem verið hefir í þjónustu Píusar XII. frá því að hann var kardínáli. Einka- þjónninn þjónar páfa viö messuna, sem hefst klukkan hálf átta. Leggst þá páfi á bæn' fyrir framan altarið í kapellu sinni, sem ávallt er prýtt nýjum blómum, og biður þar í 20 mínútur fyrir messuna og aðrar 20 mínútur að henni lokinni. Sex þýzkar nunnur hafa þann starfa á hendi að hreinsa til í ibúð páfans og matreiða fyrir hann, en þær sér hann aldrei. í íbúðinni er gestaherbergi, sem aðeins hefir verið notað einu sinni á vorum tímum, þegar pólskur prest ur kom í heimsókn í páfagarð og páfinn vildi endilega að hann dveldi yfir nótt. Áheyrnir í fimm klukku- stundir. Þegar klukkan er tuttugu mínút- ur yfir níu er nmrgunverður til- reiddur. Yfir morgunverðinum lít- ur páfinn í dagblöðin, en heldur að honum loknum í lyftu niður á næstu hæð og fer inn i bókasafn páfagarðs. Á mínútunni níu hefst þar móttaka kardínála og embætt- ismanna Vatíkansins. Mússólíni heit inn var ailtaf hálf öfundsjúkur út í bókasafn páfa og þótti vænt um, þegar menn, sem heimsóttu hann í hið geysimikia bókasafn hans iétu þess getið, að þeim fyndist það ekki lakara en páfans. í bókasafni páfa stendur stórt skrifborð ná- iægt inngöngudyrunum, og við það situr páfi í stól með háu baki, en fyrir framan boröið er komið fyrir sex rauðum armstólum. Á borðinu er ávallt þrifalegt um að litast, því að Píus XII. er snyrtimenni. Auk skjala stendur á borðinu marmara líkneski af Kristi. Oft hefi ég spurt menn, hver áhrif áheyrn hjá páfa hafi haft á þá, og allir hafa þeir framar öðru hælt rökfestu og skyn- semi páfa. En við páfa hafa margir rætt í bókasafninu, og má þar nefna kvikmyndahetjuna Tyrone Power, sem viðurkenndi á eftir að hann hefði farið hjá sér, er hann var spurður hvað hann starfaði. Fiðlu- leikarinn Yehudi Menuhin var aft- ur á móti stórhrifinn yfir hve páfi ræddi við. hann um fiöluleik af mik iili þekkingu. En mín eigin áheyrn hjá páfa einkenndist af hinum i | glögglega hugsuðu spurningum ' hans, sem vöktu hjá mér undrun yfir þekkingu hans. Þegar páfinn hefir tekið á móti nokkrum gestum i bókasafninu, heldur hann inn í hliðarherbergi, þar sem fara fram einkaviðtöl, en í herbergjum þessum gefur að líta fjöldann allan af fögrum gjöfum, sem páfanum hafa borizt frá fræg- um mönnum, konungum og keisur- um. Skriftamál bóndans. Að ioknum einkaviðtölum fara fram fjöldaáheyrnir, sem standa til klukkan tvö. Áheyrnir þessar reyna mjög á þol páfa, enda þótt hann sé í þeirn öllu frjálslegri en fyrirrennari hans. Frjálslyndi hans í þessum efnum stafar af því, að honum finnst ósæmilegt að vera þurrlegur og kaldur við hina mörgu, sem komnir eru langan veg til að fá áheyrn hjá honum. Við eina slíka áheyrn óskaði gamall bóndi eftir að fá að skrifta fyrir honum og enda þótt viðstaddir kirkjunnar menn væru stórhneykslaðir á þessu atferli bóndans, tók páfi hann af síðis og hlýddi á skriftamál hans. Páfinn er mikill barnavinur, og í félagsskap barnanna bregður fyrir blíðu brosi á andliti hans, auk þess sem hann oft leggur hönd sína á kollinn á þeim eða tekur utan um axlir þeirra. Þegar áheyrnir páfans eru búnar gengur hann til einkaíbúðar sinn- ar og neytir aðalmáltiðar dagsins, en réttirnir eru súpa, kjöt eða fisk ur ásamt miklu grænmeti, og á- vextir í ábæti. Hann drekkur glas af víni með máltíðinni og bolla af sterku, svörtu kaffi á eftir, en hann hefir ekki neytt tóbaks síðan hann komst að raun um það fyrir nokkr- um árum að það hefði slæm áhrif á háls hans. Páfinn hefir þá reglu að snæða í einrúmi, og undantekn ignar frá þeirri reglu eru sjald- gæfar. Eftir máltíðina hvílist páf- inn í nákvæmlega eina klukkustund, en síðan er honum ekið í einkabif- reiðinni út í hina fögru garða Vatf kansins. Nokkur átök hafa verið und anfarið milli ríkisstjórnarinn- ar og útvegsmanna um báta- gjaldeyrisfyrirkomulagíð svo- nefnda. í tilefni af því stöðv- uðu útgerðarmenn í nokkrum verstöðvum bátana í nokkra daga eftir áramótin, en sáu svo við nánari athugun að slíkt var ekki hyggilegt. Róðr- ar hófust því almennt í gær- morgun. Deiluatriðí ríkisstjórnarinn ar og útgerðarmanna hefir aðallega verið þetta: Undanfarið hafa útvegs- menn fengið að leggja svokall að bátagjaldeyrirálag á 50% af andvirði útflutningsihs. Ríkisstjórnin hefir ákveðið að lækka þetta um 10%, þ,e. út- vegsmenn fá hér eftir að leggja bátagjaldeyrisáiag á 45% af andvirði útflutnings. Undanþeginn þessari lækkun verður þó sá fiskur, sem er veiddur á tímabílinu 15. maí til 31. september. Er sú und- anþága byggð á því, að afli er þá jafnan minni og fiskurinn minni og því mun dýrari í verkun. Útgerðarmenn mótmæltu þessari lækkun og stöðvuðu bátaflotann í mótmælaskyni. Frá þeirrí stöðvun hafa þcir nú horfið. Lækkun þá, sem hér um ræðir, byggir stjórnin á því, að fiskverð erlendis hafi undan- farið hækkað meira en svarar auknum útgerðarkostnaði og geti útgerðin því vel þolað þessa lækkun bátagjaldeyris, þar sem húii orsakar ekki lækkun á fiskverðinu. Þrátt fyrir þessa lækkun verður ekki fækkað innflutn- ingsvörum á svonefndum báta gjaldeyrislista, heldur verða á honum sömu vörur og áður. Hefðu litvegsmenn hinsvegar fengið að leggja bátagjald- eyrísálag á 50% af andvirði útflutningsins, eins og áður, myndi liafa orðið að bæta við nýjum vörum á bátagjaldeyr- islistanum, þar sem allur báta gjaldeyririnn hafði ekki selst að öðrum kosti. Með þessari ákvörðun ríkis- stjórnarinnar vinnst þannig það tvennt, að ekki þarf að fjölga vörum á bátagjaldeyr- islistanum og aukinn skatt- laus gjaldeyrir fæst til frjálsr ar ráðstöfunar. arflokkinn. Hann einn hefir augljósa möguleika til ' að vinna þingsæti af Sjálfstæðis flokknum i næstu kosningum. Þessar tölur sýna það jafn- framt og sanna, að það þarf miklu minna átak en menn almennt halda til þess að tryggja meirihluta á Alþingi, án Sjálfsíæðisflokksins og kommúnista. Þetta er sérstakt íhugunar- efni fyrir þá, sem eru óánægð ir með núv. stjórnarsamstarf og vilja koma á samstarfi í- haldsandstæðinga annarra en kommúnista. Eins og kosn- ingafyrirkomulagi og flokka- skipun nú er háttað, er ekki um aðra leið að ræða að því marki en eflingu Framsóknar flokksins. Það sanna alveg ótvírætt þær staðreyndir, sem raktar eru hér að framan. Drenghnokkinn og páfinn. Bannað er að stíga fæti inn 1 garöana meðan páfinn gengur um þá, og enda þótt hann sjálfur sjái ekki varðmennina, líta þeir ekki af honum auga. Á gönguferðum sínum ber páfinn rauðan hatt og er í hvítum frakka, en að vetrar- lagi í þykkum, rauðum möttli. Hann hefir ávallt bók í hönd og ies með- an hann gengur sér til hressingar. Við uppáhaldstjörnina sína undir kýprustrjánum nemur hann stað- ar. Það bar við eitt sinn að hann mætti þar drenghnokka, sem slopp ið hafði framhjá varðmönnunum. „Hvernig í ósköpunum fórst þú að því að verða svona skltugur", var hið fyrsta, sem kom fram á varir páfa. Seinna trúði páfi einkaritara sínum fyrir því, hverju drengur- inn heföi svarað: „Ef þú hefðir verið að leika þér eins mikið og ég í hvíta frakkanum þínum, værir þú áreiðanlega miklu skítugri.“ (Framhald á 7. siðu). Bátagjaldeyrisálagið hefur veríð fordæmt af mörgum, enda er það neyðarráðstöfun. Þessir sömu menn ættu nú vissulega að fagna þeirri breytingu, að það leggst fram vegis á minni hluta gjaldeyris en áður. Vonandi er, að hag- ur útvegsins geti batnað svo, að síðar geti meira þokað í þessa átt. Stjórnarandstæðingar hafa hagað sér næsta skríngilega í þessit máli. -Þeir hafa. látist vera mjög andvígir bátagjald- eyrisfyrirkomulaginu. Nú verð ur hinsvegar ekki annað séð en að þeir hafi tekið undi’r kröf ur útvegsmanna um að báta- gjaldeyririnn leggist áfram á 50% af andvirði útflutnings- ins í stað 45%, eins og stjórn- in hefir ákv., og tilsvarandi minni skattlaus gjaldeyrir fengist til frjálsrar ráðstöfun- ar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.