Tíminn - 11.01.1955, Blaðsíða 2
TÍMINN, þriðjudaginn 11. janúar 1955,
_7. blað,
Þegar ókennilegt geimfar gerðist
áleitið við fiugvél yfir Labrador
Enn er fyrirbrigðið fljúg-
andi diskar á dagskrá. Ber
ast öðru hverju fréttir af
þessum fyrirbærum í lofti
og stundum telja menn sig
geta gefið nokkra lýsingu
á diskunum. Þannig var
það seint f júní í sumar
leið, að flugstjóri farþega-
vélar frá B.O.A.C. á leið frá
New York til London um
NorðurAtlantshafið sá eitt
þessara loftfyrirbæra.
Gafst honum tími til að
teikna það upp og er ein
teikning hans birt hér.
Flugstjórinn, James Howard, lýs-
ir þessu þannig, að diskurinn hafi
stöðugt verið að breyta um lögun..
í einn tíma hafi mátt segja, að
diskurinn líktist ör og útlitsbreyt-
ingunum hafi mátt líkja við það,
þegar marglitta hreyfir sig. Kann
þó að vera, segir flugstjórinn, að
þessar breytingar hafi stafað af
því, að þeir 1 flugvélinni sáu disk-
inn frá mismunandi hliðum, er
hann var á hreyfingu í fimm
mílna fjarlægð frá þeim. Flugstjór
inn segir síðan orðrétt í skýrslu
sinni: Hvað sem þetta var, risa-
vængur, marglitta eða diskur, þá
er ég sannfærður um að þetta var
ekki Ijóshverfing eða fmyndun.
Þetta var ekki raffræðilegt, magne-
tískt eða náttúrlegt fyrirbæri. Þetta
var eitthvað raunverulegt og flaug
samsíða vélinni áttatíu mílna vega
lengd og hvarf ekki fyrr en orrustu
vél hafði verið kvödd á vettvang
írá Gæsaflóa. Þetta gerðist 29. júní
skömmu fyrir sólsetur er við vorum
á flugi yfir Labrador. Himinninn
var skafheiður.
Sumir farþeganna sváfu.
Þeir höfðu lagt af stað frá Idle-‘
■wild flugvelli um klukkan fimm.
Vanalega er þessi leið farin án við-
komu, en í þetta sinn var lítill
meðvindur og vélin mikið hlaðin.
Fimmtíu og einn farþegi var í vél-
inni og auk þess varningur. Þetta
þýddi það, að vélin varð að lenda
einhvers staðar á leiðinni til að
taka benzín. Til greina komu Gand
U tvarpíð
ÚtvarpiS í dag.
Fastir liðir eins og venjulega.
19.15 Tónleikar: Þjóðlög frá ýmsum
löndum (plötur).
20.30 Erindi: Dreyfus-málið (Hend-
rik Ottósson fréttamaður).
21.00 Tónlistarfræðsla; IV. — Páll
ísólfsson talar um miðaldatón-
list Niðurlanda og leikur jafn
framt á orgel.
21.35Lestur fornrita: Sverris saga;
X. (Lárus H. Blöndal bókav.).
22.10 Upplestur: „Ólund“, smásaga
eftir Sigurð Hoel, í þýðingu
Árna Hallgrímssonar (Þorst.
Ö. Stephensen leikari).
22.30 Daglegt mál (Árni Böðvarsson
cand. mag.).
22.35 Léttir tónar. — Jónas Jónas-
son sér um þáttinn.
23.15 Dagskrárlok.
Árnab heiLla
Trúlofanir.
Á aðfangadag jóla opinberuðu
trúlofun sína ungfrú Þóranna Brynj
ólfsdóttir, Skeiðavogi 20, og Gisli
Brynjólfsson, bifreiðarstjóri, frá
Þykkvabæjarklaustri.
Ennfremur
ungfrú Vilborg R. Brynjólfsdótt-
Ir, Skeiðavogi 20, og Stefán S. Stef-
ánsson, stýrimaður, Gerði, Vest-
mannaeyjum.
Sjötugur
er í dag Sigurður Einarsson bóndi
t Vogi á Mýrum.
er á Nýfundnaiandi og Goose Bay
á Labrador. Þoku var yfir Gander,
svo völlurinn þar var úr sögunni,
en bjart var yfir Goose Bay. Vél-
inin var því stefnt þangað. Klukku-
stundu áður en diskurinn sást
höfðu farþegarnir snætt kvöldverð.
Sumir farþeganna höfðu hallað
sér á eyrað og voru því sofandi.
19.000 feta hæð.
Þeir flugu yfir St. Lawrancefljót
og Sjöundareyjar. Fyrir neðan vél-
ina, í fimm þúsund feta hæð var
ský, en vélin var í nítján þúsund
feta hæð og þar uppi var himinn-
inn skafheiður. Vélin fór með 270
mílna hraða á klukkustund. Sólin
var um það bil að setjast. Eftir
Labradortima þá var klukkan fimm
mínútur yfir níu og þeir voru stadd
ir um tuttugu mínútna flug vest-
Flugstjórinn. _________
ur af Sjöundareyjum, þegar ílug-
stjórinn sá diskinn. í fyrstu sýnd-
ist honum þetta vera eins og lítill
dökkur punktur. i fjarlægð með
nokkrum smærri punktum, sem
dönsuðu í krinr. í fyrstu leit þetta
út eins og hnoðri frá skoti úr loft-
varnarbyssu, nema 'stáersti hnoðr-
inn var miklu stærri en það, að
hann gæti verið sambærilegur við
skothnoðra. Flugstjórinn segir, að
það næsta sem hann geti komizt í
lýsingu á þessu, sé, að hnoðrinn
hafi verið eins og pera í lögun. Flug
stjórinn var þeim megin, sem íeri
að hinum aðvífandi diski eða peru.
Aðstoðarflugmaðurinn tók nú einn-
ig eftir þessu.
Móðurskip.
Flugstjórinn segir, að eftir þvi
sem hann komst næst, þá hafi þyrp
ingin veriö í fimm mílna fjarlægð
frá flugvélinni. Stærsti hluturinn
var í miðju, en þeir minni voru
bæði aftan og framan við, eins og
tundurspillar á siglingu með orr-
ustuskipi. Sem þeir horfðu á þetta,
fór stærsti hlutinn að breyta um
lögun, eða máske hafði hann snú-
ið sér. Þetta flaug samsíða vélinni
öi af sýninni í leiðarbókina.
í átján mínútur og breytti stöð-
ugt um lcgun meðan minni hlut-
irnir skiptu stöðuít um stöðu um-
hverfis móðurskipið. Minni hlut-
irnir voru alltaf sex. Stundum voru
þrír á undan og þrír á eftir og
stundum fimm á undan óg einn
á eftir. Flugstjórinn segist hafa haft
það á tilfinningunni, að á meðan
hann var að te'ja, en hann taldi
minni hlutina aftur og aftur, hafi
þeir verið fleiri, og kemur það heim
við þá hugmynd, að þeir flygju inn
í stóra hlutinn og út úr honum
aftur eins og flugvélum væri flog-
ið að og frá móðurskipi.
Engin önnur vél á lofti
á svæðinu.
Þeim í stjórnklefanum kom sam-
an um að kalla upp Goose Bay til
að vita, hvqrt þetta gætu verið
orustuflugvélar, þótt það væri mjög
ólikt þeim. Þetta var gert, en Goose
Bay svaraði því, að engin umferð
væri á þessu svæði. Það varð síð-
an að samkomulagi, að orrustuflug
vél var send á vettvang. Stóri hiut
urinn var nú að breytast úr peru-
löguninni í stóra ör, sem virtist
stefna á vélina. Það sýndist stækka
óðfluga og varð eins og risavæng-
ur. Þótt þeim sýndist það koma
nálægt, var það enn í töluverðri
fjarlægð. Skyndilega sýndist risa-
vængurinn breytast yfir í það, sem
virtist einna líkast heyrnartæki á
síma. Smærri hlutirnir voru alltaf
á ferðinni í kring. Flugstjórinn
þreif nú blað og blýant og byrj-
aði að draga þessa aðskotahluti
upp á pappír, eins og hann sá þá
þarna, þar sem hann treysti því
ekki að hann gæti lýst þeim nógu
náið síðarmeir. Áhöfn vélarinnar
vissi nú hvað var á seiði og virti
þessa hluti einnig fyrir sér. Einnig
munu einir fjórtán af farþegun-
um hafa séð hlutina.
Orrustuflugvélin kemur til
sögunnar.
Flugmaðurinn í orrustuvélinni
írá Goose Bay hafði nú talsamband
við þá í farþegavélinni og spurði,
hvort hlutirnir væru enn sjáan-
legir. Honum var sagt að svo væri.
Hann sagðist vera í tuttugu milna
íjarlægð og stefna til þeirra í dá-
lítið meiri hæð. Fiugstjórinn horfði
á hlutina, sem enn voru þarna.
Fiugmaður hinnar vélarinnar
spurði nú hvernig þetta liti út og
jafnframt því að flugstjórinn svar
aði fyrirspurninni hafði hann á til-
finningunni, að hlutirnir væru ekki
lengur þarna fyrir utan, að eitt-
hvað af þeim væri horfið. Hann
spurði aðstoðarflugmanninn hvað
(Framhald á 7. síðu).
T-
Allt á sama stað
Ný gerö af WILLYS jeppa
Hann er breiöari og lengri — rúm fyrir fleiri farþega,
stærri og betri fjaðrir. — Margar fleiri nýjungar. —
Útvegum ódýr jeppastálhús frá Bandarikjunum
og ýmis gagnleg tæki fyrir jeppann.
Allar upplýsingar fúslega veittar á skrifstofu vorri.
Varahlutabirgöir ávallt fyrirliggjandi
verð rnjög hagkvæmt.
Sendum gegn póstkröfu hvert á land sem er.
H.f. Egili Vilhjáimsson
Síiui 3 18 12 — Laugavetii 118.
Gleraugnaverzlunin
O P T I K
er flutt úr Lækiargötu 8 í Hafnarstræti 18
(beint á móti Helea Mae;nússvni & Co.)
Ungling
vantar til blaðburðar á
. Langholtsveg.
Afgreiðsla Tímans
Sími 2323.
Þakkarávarp.
Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð við andlát og
jarðarför föður okkar
KRISTMUNDAR GUÐBRANDSSONAR
frá Kaldbak.
Guð blessi ykkur öll.
Börn og tengdabörn.