Tíminn - 11.01.1955, Blaðsíða 4

Tíminn - 11.01.1955, Blaðsíða 4
TÍMINN, þrigjudaginn 11. janúar 1955. 7. blað, a Fjárhagsáætlun Reykjavíkur Fjárhagsáætlun Reykjavík- ur fyrir árið 1955 var sam- þykkt á næturfundi bæjar- stjórnarinnar 16.—17. f. m. Áður hafði hún verið rædd á einum fundi. Frumvarp að fjárhagsáætluninni var prent aö. Nokkrar smávægilegar breytingar voru samþykktar, hækkun útsvara o. fl. Enn hefir áætlunin ekki verið prentuð með áorðnum breyt- íngum. Hér á eftir verður því stuðzt við tölur í frumv., enda var um mjög litlar breytingar að ræða. Fjárhagsáætlunin er fyrir Reykjavík svipað og fjárlögin eru fyrir landið. Með sam- þykkt hennar eru þungir skattar lagðir á íbúana og tekjunum er ráðstafað til reksturs bæjarins og fram- kvæmda, að vilja naums meiri nluta bæjarfulltrúa, sem þó hafa aðeins minnihluta kjós enda á bak við sig. Ástæða þykir til að rekja méginþætti áætlunarinnar, og er vel, ef það mætti varpa ljósi á það mikla vald, sem hinrii fámennu bæjarstjórn Reykjavíkur er gefið yfir fjár munum borgaranna, og hve mikil ábyrgð fellur í skaut kjósendanna einu sinni á hverjum fjórum árum. Tekjur. Tekjur bgejarins árið 1955 eru áætlaðar skv. frumv. rúm lega 117 millj. króna. Aðaltekjuliðurinn eru út- svörin, kr. 103.4. Og auk þess eru beinir skattar: 7 millj. fasteigna og tæpar 3 millj. arður af rafmagnsveitu, vatns veitu og hitaveitu. Samtals eru þessar fjárhæðir 113.4 millj. Afgangurinn, 3,7 miljj. er aflað á annan hátt, m. a. rúmlega 1 millj. í leigu eftir eignir, 0,8 millj. í vexti, 0,5 millj. tekjur af kvikmynda- sýningum og skemmtanaleyfi. íbúar Reykjavíkur eru um 30 þúsund og þurfa þeir að gjalda til bæjarins nær 2 millj. á hvert eitt þúsund ibúa. Auk þessa er þeim gert að greiða vegna annarrar þjón- jstu bæjarfélagsins samkv. crumvarpinu: í vatnsskatt 2,6 millj., sem á næturfund- inum var með einfaldri sam pykkt og án þess, að heyrzt hefði minnzt á, hækkað um helming. í hitaveitugjöld 17,5 millj., fargjöld með strætis- vögnum 12,5 millj. Til gas- stöðvarinnar 0,6 millj., og til rafmagnsveitunnar 44,5 millj. Samtals gerir þessi þjón- usta, sem bæjarstjórnin hefir corgöngu um og selur ýmist jllum eða hluta af bæjarbú- jm, alls um 80 millj. Eru því rúmar 3 millj af iiverjum 1000 íbúum, sem bæj drfélagið innheimtir og ráff- stafar til greiffslu Effa m. ö. o. cull 15 þús., sem hver 5 manna cjölskylda verður aff greiffa til oæjarins í skatta og þjónustu. iGjöId. Gjöldin eru jafnhá tekjun- <m og skiptast í stórum drátt :m þannig: . Stjórn kaupstaðarins og bæjarskrifst. 8.0 millj Löggæzla (nær allt laun) 5.8 — ; i. Brunamál (nær ailt laun) 2.8 — ■ . Fræðslumál 10.6 — í'). Listir, íþróttir og útivera 4.9 — 1. Hreinlætis og L ..jeilbrigðismál 11.4 — 7. Félagsrnál 35.8 ■— 8. Gatnagerð og umferð 20.3 — 9. Fasteignir 3.0 — 10. Vextir og óviss útgjöld 1.3 — í talin ógoldin útsv.) 11. Tekjuafgangur (þar í talin ógoldin útsvör) 13.3 — Hver liður gjaldanna er sundurliðaður í marga smærri. Er þar margt fróðlegt til athugunar, en rúm og tími leyfa ekki langt mál. Stjórn kaupstaðarins og bæjarskrifstofurnar er eins og að líkum lætur mest allt laun. Sama er um löggæzluna. Þar er að vísu talinn óveruleg ur kostnaður við fangahús, eða 0.2 millj., en liðurinn allur 5.8 millj. En kunnugir telja þó brýna þörf á endurbótum í fanga- húsmálunum og núverandi ástand höfuðborginni lítt til sóma. Þriðji liðurinn er sömu leiðis mest allt laun vegna brunavarna. Eru brunavarnir bæjarins taldar í allgóðu lagi og þvi eðlilegt, að þær kosti nokkuö. Til fræðslumála er affeins variff 10.6 millj. Eru þar þó stórir liðir, svo sem ræsting 1,2 millj. húsnæði og húsbúnaður (leiguhús) 1.6 — og vinnuskólinn 1.0 — Þá eru eftir tæpar 7 millj. og má það teljast varfærni, að verja aðeins 6 til 9% af útgjöldum bæjarins til fræðslumála. Til lista, íþrótta og útiveru eru ætlaðar tæpar 5 milljónir, þar af til lista 330 þúsund og þar af til Sinfóníuhljómsveit arinnar 200 þús. En afgangur inn 20 þús. til minnismerkja, 60 þús. til tveggja lúðrasveita og 50 þús. til Leikfélags Reykjavíkur. Hins vegar fær Þjóðleikhúsið engan styrk. Til íþrótta er varið 2.361 þús. og til útiveru 2.165 þús., þar af til skemmtigarða 800 þús. Er það myndarleg upp- hæð. Akureyri ver 35 þús. á ári til umhirðu og reksturs Lysti garðinum og Hafnarfjörður einnig 35 þús. árlega til Hellis gerðis. Er vissulega ástæða fyrir stjórnendur Reykjavíkur að kynna sér þessa skemmti- garða og þann myndarbrag og hagsýni, sem þeir bera íbúum Akureyrar og Hafnarfjarðar vitni um. Heilbrigðis- og hreinlætis- mál taka rúmar 11 millj. og eru þar tveir liðir, gatna ög sorphreinsun langsamlega hæstir, eða tæpar 7 millj. Undrar það engan, sem skilur óhjákvæmilegar afleiðingar af útþenslu bæjarins. Félagsmál er lang hæsti gjaldaliðurinn, eða tæpar 36 milj., en þar gætir mest, til al- mannatrygginga tæpar 16 milj. og til framfærslu tæpar 12 milj. Undir liðnum almannatrygg ingar, eru aðalupphæðirnar 11 milj. framlag bg iðgjald til al mannatrygginga og 4,5 milj. framlag til Sjúkrasamlags Reykjavíkur. Éf til vill er ekki öllum'ljóst, að auk hinnar háu sjúkrasamlagsiðgjalda, verða Reykvíkingar, að greiða 4,5 milj. árlega í útsvörum til sjúkrasamlagsins, jafnhliða því sem stofnunin dregur stór- lega úr greiðslum til meðala- kaupa. Framfærslumálin eru um 1,4 milj. hærri en kostnaður við fræðslumálin. Eru þar margir stórir liðir og einn efni legur unglingur, sem nefnist framfærslulán og er 0,8 milj. Mun þar vera aðallega um lánastarfsemi framfærslu- nefndar til íbúðarhúsabygg- inga. Hefir sú starfsemi farið hráðvaxandi á síðustu misser- um, að nefndin láni bæjarfé til þeirra hluta, og ekki alltaf illa stæðan mismun. Er þakkar vert, að bærinn ræki þetta hlutverk, ef fylsta hlutleysis er gætt og hægt er að veita öllum svipaðan rétt. I»á er komiff að öðrum stærsta gjaldalið áætlunar- innar, gatnagerð og umferff, og er hann rúmar 20 milj. eða tæplega einn fimmti hluti allra útsvaranna. Til nýrra gatna er ætlaðar 12 milj. og í viðhald 6 milj. Hér birtist svipmynd af hag sýni ráðamanna bæjarins og óhjákvæmilegar afleiðingar útþenslu borgarinnar. Um sinn virðist að mestu stöðvuð varanleg gatnagerð, en stór- um fjárfúlgum varið til skúrðá-, holræsa- og lélegra gatnagerðar, á víðáttumiklum landsvæðum. Kostnaður við fasteignir er tæpar 3 milj., sem er mest við- hald á fasteignum og kaup og enn er þar liður, 600 þús. til matjurtagarða. Er ekki vel ljóst hvort þetta er halli á þessum lið í bæjarrekstrinum. Mismunur, eða tekjuafgang ur er talinn siðast, og er rúm- ar 13 milj. og virðist eiga að verja þeirri fjárhæð aö mestu til heilsuverndarstöðvarinnar og sjúkrahússins við Baronsr stig (6,8 milj.), ibúðarhúsa (4,5 milj.) og skólabygginga (2,7 milj.). Enn er heimild til borgar- stjóra, að taka allt að 10 milj. kr. lán til íbúffabygginga og holræsagerffar umfram þær fjárhæðir, sem veittar eru á fjárhagsáætluninni. Er þetta lofsverff staðfesting meirihlut ans á aff hvoru tveggja sé í neyffarástandi og ekki' hægt lengur aff sitja undir ádeilum minnihlutans, og hafast ekk- ert aff. Ekki vinnst tími til að ræða um fjárhagsáætlun einstakra stofnana bæjarins, og er þar þó margt umhugsunarvert. Af tekjum hitaveitunnar, sem eru áætlaðar 17,5 milj. eru af- gangs til fyrningu og rekstiíir hagnaðar tæpar 9 milj. Er á- ætlað, að lána vatnsveitunni af þessu 1 milj. og til afborg- ana 1 milj., en til aukningar tæpar 7 milj. En hver verður aukningin? Tekjur rafmagnsveitunnar eru áætlaðar 44,5 milj. af sölu rafmagns. En rekstrarafgang ur er talinn 15,7 milj. Virðist það allrífleg fjárfúlga. En auð velt er að koma henni í lóg. 9,2 milj. fara í afborganir og 7,5 milj .til aukningar. Þar er stærsti liðurinn: veitukerfin 4,4 milj. En þar er einnig stór liður, 1,5 milj. til eldnéytis. Er ekki vel skiljanlegt hvers- konar aukning það er. En hinsvegar er ekkert eldsneyti talið á kostnaðarliðnum við toppstöðina. Fargjöld strætisvagna eru á ætluð 12,5 milj., sem er óefað of lágt. Tekjurnar hljóta að verða mun meiri, ef vögnun- um verður fjölgað eins og ráð- gert er. En næturfundurinn samþykkti, að hækka strætis- vagnagjöldin á helgum dögum (Framhald á 6. síðuJ. Skagfirzkur bóndi hefir sent eftir- farandi pistil: „Hinn 23. nóv. s. I. skrifar einhver, sem nefnir sig Kolbít, um niður- skurð þann, er framkvæmdur var á þrem bæjum í Hjaltadal s. 1. haust. Þar gagnrýnir hann gáfur og starfs hæfni þeirra manna, er sæti eiga í sauðfjársjúkdómanefnd og telur framkvæmdir þeirra í þessu máli bera órækan vott um „hálfkák og handahófsstefnu". „G. Þ.“ svarar grein Kolbíts mjög hógværlega, þar sem hann gerir lítilsháttar grein fyrir störfum sauðfjársjúkdóma- nefndar í þessu máli. f En það eni fleiri en G. Þ„ sem finna hvöt hjá sér til að svara grein Kolbíts. „Húsfreyja í Hjaltadal" hefur upp orðið og „lýsir öðru sjón armiði gagnvart niðurskurðinum og dæmir hann eftir sinni eigin dóm greind", eins og hún orðar það. Hennar sjónarmið er nú raunar ekki stórt. Það er Hrafnhóll og aft ur Hrafnhóll og dómgreindin nær ekki út fyrir stærra svæði. Hún hneykslast á leiðbeiningum Kolbíts um staðhætti í Hjaltadal, en veit þó ekki sjálf, hvoru megin við Hjaltadal Viðvíkursveitin er. Um Hrafnhólskindurnar skrifa ég ekki í þetta skipti, þær eru vísar á „eyri við Hjaltadalsá, sem rennur í gegn um dalinn“, eins og þar stendur. Ég held, að „húsfreyjan" sé ofur- lítið æst og áttavillt í þessu máli, og þó að ég búist ekki við, að hún breyti um stefnu fyrir annarra orð. vil ég benda henni á þá leið, sem ég og fleiri álítum að rétt sé að fara í þessu máli, en sú leið er: Meiri niðurskurður. Það tjón, sem íslenzkir bændur hafa hlotið af völdum sauðfjárpest anna, er óútreiknanlegt, og rikissjóð hafa þær kostað marga tugi milljóna. Þegar mæðiveikin kom upp í Hlíðarfénu, vissu því allir, sem komnir eru til vits og ára, að hér var alvarlegt mál á ferð, og þörf skjótra og róttækra ráðstaf- anna. Þær ráðstafanir gátu aldrei orðið nema á þann veg, að skera allar lcindur, sem mögulegt var að hefðu getað smitazt af Hlíðarfénu, og hægt var að ná til. Þetta veit sauðfjársjúkdómanefnd og lætur framkvæma niðurskurð á 2 næstu bæjum utan við Hlíð. En hvers vegna bara á tveimur bæjum? spyrja margir. Jú, nú vitum við það. í svargrein til Kolbíts segir G. Þ„ að nefndin hafi farið eftir upplýs- ingum kunnugra manna, þar á með al oddvita Hólahrepps og líklegb finnst mér, að „húsfreyja" hafi lagt þar orð í belg, því að hún segir, að Guðm. Gíslason hafi fengið beztu upplýsingar. En eru það góðar upp* lýsingar, sem verða til þess að veikja öryggi bænda gegn mæðiveikinni? Mér finnst, að skera hefði átt féð á fleiri bæjum en þegar hefir verið gert. Til dæmis á Nautabúi, Hrafn hóli, Hvammi, Reykjum, Hofi og Hólum. Þó að sauðfjársjúkdómanefnd léti framkvæma niðurskurð á öllu fó í Hólahreppi og greiddi eigendum þess að fullu eigna og afurðatjón, væri sú upphæð lítilfjörleg miðað við þann kostnað, sem allsherjar nið urskurður hefir í för með sér. G. Þ. segir í svargrein sinni til Kolbíts, að bændur þeir, sem urðu að skera fé sitt s. 1. haust, hafi kóm ið suður og samið um bætur og hafi þær verið ákveðnar með það fyrir augum, að þeir fengju tjón sitt bætt að fullu. Ég hefi enga ástæðu til að efast um að þetta sé rétt, en það sýnir, að nefndln hefir bæði vald og vilja til að bæta til fulls tjón vegna niðurskurðar, en þrátt fyrir það virðist hún nú kin- oka sér við að framkvæma litils- háttar niðurskurð. En það er hægara um að tala en í að komast. Sauðfjársjúkdómanefnd hefir erf iðu hlutskipti að gegna, þar sem skilningsleysi og andúð ýmissa manna er, sem Þrándur 1 þeirrl Götu, sem hún helzt getur genglð, og líklegust er til að leiða þettá vandasama mál til farsælla lykta, og ég vil skora á alla bændur að líta víðsýnum augum á þessi mál og láta ekki smæstu atriðin verða að stærstu hindruninni. Að láta ekki eigin tilfinningar gagnvart sauð- fénu ráða afstöðu sinni tll niður- skurðar. Að lokum vil ég senda „húsfreyju í Hjaltadal" kveðju mína og ósk um að hún megi ávallt búa við heilbrigðan og afurðamlkinn fjárstofn. Hún segir sjálf í grein sinni, að Hrafnhólsbænur hafi skorið allt rritt fé ári áður en allsherjar niðurskurð ur er framkvæmdur á fjárskipta- svæði þvi, er þeir tilheyrðu. Á þvl atriði getur hún bezt séð, hversu gott er að búa við þann vágest, sem nefndur er mæðiveikl", Skagfirzkur bóndi hefir iokið máli sínu. Starkaður. TILKYNNING til myndlistarmanna íslenzkum myndlistarmönnum er hér með bent á að verkum, sem fara eiga á listsýninguna „Arte Nord- :ca Contemporanea", sem öpnuð verður í Róm 2. april næstkomandi, verður veitt móttaka í Listamanna- skálanum við Kirkjustræti, mánudaginn 17. þ.m. kl. 14—22. í sýningarnefndinni eru: Áimundur Sveinsson, Gunnlaugur Scheving, Svavar Guðnason, Þorvaldur Skúlason. Heimilt er að senda 5—10 verk í hverri grein: oliu- liti, vatnsliti, svartlist, collage. Af höggmyndum: 7 myndir, litlar. FéIag ísle?izkra myndlistarmanna. Esssssssssssssssssssssssýssaaýssssssssssassssssýsssssssýsýssssssssssssss

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.