Tíminn - 11.01.1955, Blaðsíða 6
6
"'l
TÍMINN, þriðjudaginn 11. janúar 1955,
7. blað.
WÓDLEIKHÚSID
ÓPERURNAB
Paglittcci
Og
Cttvalería
Rasticuna
Sýning í kvöld kl. 20.00.
Næsta sýning þriðjudag kl. 0.00. j
Aðgöngumiðasalan opin frá kl. j
11.00 — 20.00. Tekið á móti pönt- j
unum. Sími: 8-2345, tvær nur.
Pantanir sækist daginn fyrir sýn I
ingardag, annars seldar öðrum.j
1. aprsl árið 2000
Afburða skmemtileg, ý, aust-
Íurrísk stórmynd, sem látin •.(
egia sér stað árið 2000. Mynd
þessi, sem er talin vera einhver
snjallasta „satíra", sem kvik-
mynduð hefir verið, er ívafin
mörgum hinna fegurstu Vínar-
stórverka. Myndin hefir alls
staðar vakið geysiathygli. Til
dæmis segir Aftonblaðið í Stokk
hólmi: „Maður verður að standa
skil á því fyrir sjálfum sér hvort
maður sleppir af skemmtileg-
ustu og frumlegustu mynd árs-
| ins“. Og hafa ummæli annarra 2
Norðurlandablaða verið á sömu"
lund. í myndinni leika ílestir
snjöllustu leikarar usturríkis:
Hans Mose, Hilde Krahl,
Josef Meinrad.
Danskur skýringartexti.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
NÝJA BÍÓ
— 1544 —
Xivu Zapata
Amerísk stórmynd byggð á sönn
um heimildum um ævi og örlög
mexíkanska byltingarmannsins
Jog forsetans EMILIANO
ZAPATA. Kvikmyndahandritið
samdi skáldið . JOHN STEIN-
BECK. — MARLON RANDO,
sem fer með hlutverk Zapata, er
í talinn einn fremstu ,karakter‘
'leikurum, sem nú eru uppi.
Jean Peters,
Anthony Quinn,
AUan Reed.
Bönnuð börnum innan 14 ára.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
BÆJARBIO
— HAFNARFIRÐI -
Xanpahhlátt
hjarta
Itölsk úrvalsmynd eífcir sam
nefndri skáldsögu, sem komið
hefur út á íslenzku.
Carla del Poggio
hin fræga nýja ítalska kvik-
myndastjarna.
Frank Latimore
Danskur skýringartexti.
Sýnd kl. 7 og 9.
Sími 9184.
HAFWjARÐARBIO
Einvígið í
sólinni
Ný, amerisk stórmynd í átum.
Ein með stórfenglegustu .ynd-
um, sem tekin hefir verið.
Aðalhlutverk:
Jennifer Jones,
Gregory Peck,
Lionel Barrymore.
Danskur texti.
Sýnd kl. 7 og 9,15.
Síðasta sinn.
Simi 9249.
TJARNARBIO
Óskars verðlaunamyndin
Glcðidagtir í Róm
PRINSESSAN SKEMMTIR SÉR
(Roman Holiday)
Frábærlega skemmtileg og vel
leikin mynd, sem alls staðar hef-
ir hlotið gífurlegar vinsældir.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
1»*« »o«—»o ■■ L 111« ri — 14
LEIKFÉÍA6
REYKJAVÍKUR
Frumsýning
NÓI
ÍSjónleikur í 5 sýningum tirj
I André Obey í þýðingu Tómasarj
! Guðmundssonar.
30 ára Ieikafmæli
Brynjólfs Jóhannessonar
Sýning annað kvöld kl. 8.
Aðgöngumiðasala kl. 4—7 í dag j
og eftir kl. 2 á morgun.
Sími 3191.
Þeir homa í haust\
Sýning miövikudag kl. 20.00.
Bannað börnum innan 14 ára.
Aðgöngumiðasalan opin frá kl.
13.15—20.00. Tekið á móti önt-J
unum. Sími: 8-2345, tvær línur
Pantanir sækist daginn fyrir sýn j
ingardag, annars seldar öðrum.j
AUSTURBÆIARBIO
Rhapsody in blue
j Hinbr bráðskemmtilega g ’jör-
juga ameríska dans- og öngva-J
| mynd um ævi hins vinsæla n- j
I skálds George Gershwin. Þetta j
jer síðasta tækifærið til að sjáj
í þessa afbragðsmynd, þar sem j
jhún verður send af landi burtj
! eftir nokkra daga.
Aðalhlutverk:
Robert Alda,
Joan Leslie,
Alexis Smith,
Oscar Levant.
Ennfremur koma fram:
Al Jolson,
Paul Whiteman,
Hazel Scott o. m. fl.
Sýnd kl. 5 og 9.
Sala hefst kl. 2 e. h.
GAMLA BÍÓ
Síml 1475.
Astin sigraa*
(The Liglit Touch)
Skemmtileg og spennandi ný
jbandarísk kvikmynd, tekin í
! löndunum við Miðjarðarhafið.
Aðalhlutverk:
Stewart Granger,
hin fagra ítalska leikkona
Pier Angeli og
George Sanders.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Bönnuð innan 12 ára.
Sala hefst kl. 2 e. h.
TRIPOLI-BÍO
Sími 1182
Barbarossa,
koitungur sjó-
ræniugjanna
(Raiders of the Seven Seas)
Æsispennandi, ný, amerísk
[mynd í litum, er fjallar um ævin
jtýri Barbarossa, óprúttnasta sjó
[ræningja allra tíma.
Aðalhiutverk:
John Payne,
Donna Reed,
Gerald Mohr,
Lon Clianey.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Bönnuð börnum.
HAFNARBÍÓ
Slmi 6444
Eldur í œðum
(Mississippi Gamler)
Sýnd kl. 5, 7 og 9._
.Glcns og gaman.
j Bráðskemmtileg og fjörug, ný, j
jamerísk músík og gamanmynd.
| Aukamyndir:
PPimm nýjar teiknimyndir umj
[ævintýri hins sprellfjöruga
ViIIa Spætu.
Sýnd kl. 3.
Þjóðleikhúsið
(Pramhald af 5. síðu).
góðu um hæfileika, sem eiga
eftir að þjálfast og temjast.
Arndís Björnsdóttir leikur
Arnbjörgu ráðskonu höfðingj
ans. Hlutverkið er trútt en
ekki miklu ráðandi um gang
sögunnar og hefir oft reynt
meira á mikla hæfileika Arn
dísar.
Gestur Pálsson leikur Her-
móð bónda og Róbert Arn-
finnsson Þórgný bónda. Hlut-
verkin eru ekki stór en bæði
vel af hendi leyst.
Klemenz Jónsson leikur
Gunnbjörn félaga Kolbeins,
sem er pyntaður til sagna um
skipti þeirra félaga við Skræl
ingja. Leysir hann hlutverkið
vel af hendi.
Baldvin Halldórsson leikur
Koðrán kapelán, skoplegt lítil
menni og ferst það vel úr
hendi. Önnur hlutverk eru
enn minni svo sem Bessa
Bjarnasonar, sem leikur
Glaum þjón og böðul, Hildar
Kalman, sem leikur Önnu
vinnukonu, Þorgríms Einars-
sonar, sem leikur séra Sigvarð
og Ólafs Jónssonar, sem leikur
varðmann.
Lárus Ingólfsson hefir að
vanda séð um leiktjöld og bún
inga. — Skáli Eiríks höfð-
ingja-með Maríulíkneski, dýra
feldum, vopnum og verkfær-
um og hin hrörlega biskups-
stofa að Görðum er hvort
tveggja sennileg tilgáta um
húsakynni og húsbúnað á þess
um stöðum í kaþólskum sið.
Útisviðið með grænkandi tún
skæklum innan um stórgrýtis
urð en fiörð og lágvaxnar lyng
hæðir í taaksýn mun einnig
vera sönn mynd af græn-
lenzku fjarðalandslagi. Gervi
persónanna eru yfirleitt mjög
góð og munu búningar að ein
hverju bera svip fornmanna-
búninga, sem fundizt hafa í
gröfum hinnar grænlenzku
fornþjóðar, sem leið undir lok
fyrir 450 árum.
Leikritið, leiksýningin og
aðþúnaður Þjóðleikhússins er
allt til samans vel þess vert
að hljóta mikla aðsókn leik-
húsgesta.
10. jan. 1955.
Jónas Þorbergsson.
F.|árhagsáætlun
(Pramhald af 4. síðu).
um helming. Er heldur hvim-
leitt að þurfa að gera þetta við
þá sem engan þílinn eiga, þótt
þeir kjósi að þregða sér eitt-
hvað á sunnudögum. Auk þess
minnir það óþægilega mikið á
gömlu söguna um útlendu kon
una, sem sagði að prísinn hjá
sér væri ein króna á rúmhelg-
um dögum, en tvær krónur
um helgar. B. G.
1111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111
| DANSSKÓLI I
I Rigmor Hanson f
í Samkvæmisdanskennsla 1
Í fyrir fwllorðna hefst á e
Í laugardaginn kemur. Sér- é
| flokkur fyrir byrjendur og \
í sérfl. fyrir framhald. Upp- |
1 lýsingar og innritun í síma i
| 3150. Skírteini verða af-1
i greidd á föstud. kemur kl. i
i 5—7 í Góðtemplarahúsinu. i
iiiiliiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiu
Pearl S. Buck:
31.
HJÓNABAND
og a5 ekkert yrði að herini. Hann hafði reynt að hafa hana
með sér, hvert sem hann fór á mannamót, en svo komsfc
hann að því, hve mikil ömun henrii var að því að umgangast
ókunnugt fólk. Hann fór með henni í tízkubúðir og keypti
handa henni kjóla, hatta og kápur til þess að nota í sam-.
kvæmislífinu.
— Nú verður þér þetta auðvelaara, sagði hann við hana,
þegar hún var komin í skrúðann. — Nú þarftu ekki annað
en segja við sjálfa þig: Ég er fallegasta og bezt búna konan
í borginni. William segir það. 1
En það varð henni engin hjálp, og ekki heldur hattar eða
kjólar. Og þegar hann hafði horft á hana um stund, vand-.
ræðalega og rjóða í vöngum, hafði hann skilið hana eftic
heima og farið einn. En hann þoldi ekki við í samkvæmun-.
um án hennar, gat ekki hugsað sér hana einmana heima,
fann að hann var ekki hamingjusamur nema hann væri
hiá henni og vissi, að hún væri glöð.
En hér heima hjá henni sjálfri gat hann skilið hana
eina eftir, því að hann vissi, að hún var aldrei einmana þar.
Hér far hún einráð og vissi, hvað hún átti að gera, hafði nóg
að starfa, og hún var ekki lengur hjálparvana eins og í borg-.
inni. Hún sinnti fuglum sínum, mjólkaði kýrnar og vanil
önnur heimilisstörf með gleði og þrótti. Ef til vill hefði hann'
orðið afbrýðisamur vegna þess, hve hún fjarlægðist hann
í störfum sínum og varð óháðari honum, ef hún hefði ekki
veitt honum ást sina af heilli hug en nokkru sinni fyrr. Hinn
aukni lífsþróttur hennar og lífsgleði örvaði einnig ást hennar.
Þrátt fyrir annirnar allar, og hjúkrun móður sinnar ofan ál
heimilisstörfin var hún aldrei of þreytt til að veita honum
ást sína. I
Hann var frjálsari en hann hafði verið nokkru sinni fyrr
og í þwí jafnvægi hugans og tilfinningunni um það, að hann
gæti íarið og komið að vild sinni, ákvað hann að fara og
heimsækja foreldra sína.
— Er þér nokkuð á móti skapi, að ég fari að heimsækja
föður minn og móður?
Hann bar þessa spurningu upp hispurslaust um leið og
hann kom inn í eldhúsið. Og hún svaraði honum þegar af
fullri einlægni að hann hugði.
— Nei, auðvitað ekki, William. Hún leit upp frá brauð->
deiginu, sem hún var að hnoða.
— Ef þér þætti það miður, mundi ég ekki vilja fara.
— Ég get ekki séð, hvers vegna mér ætti að þykja það
miður. Þú þarft að fara eitthvað til að létta þér upp, og það
er ágætt veður í dag. Verður þú ekki lcominn heim um kvöld-
mat?
— Jú, ja, ég býst nú við, að foreldrar mínir vilji að ég
borði hjá þeim.
— Jæja, það er sama, þú kemur að minnsta kosti heim
í kvöld, Mér þykir leiðinlegt að hugsa til þess að við sofum
ekki saman í nótt eins og venjulega.
— Jú, það ætla ég að gera. Hann gekk til hennar og
kyssti létt á háls hennar. Fyrir vit honum lagði hinn sér-
kenmlega rósailm hennar. 1
— Mér væri næst skapi að halda, að þú nærðist aðeins á!
rósablöðum, ef ég vissi ekki, að þú þarfnast staðbetri fæðu,
sagði hann.
Ilún hrosti aðeins eins og iafnan, þegar hann sagði falleg
orð við hana. Hún var farin að hnoða aftur, og sterklegar
hendur hennar gerðu brauðdeigið lifandi. Svo gekk hann
frá henni.
Hann fór með næstu lest og gekk inn í hús foreldra sinna
jafn hispurslaust og hann hefði aðeins verið nokkra daga
að heiman. Gamli þjónninn bauð hann velkominn. — Þér
kominn, herra William?
— Já, sæll Martin, eru nokkrir aðrir en þú heima?
— Hjónin fóru til háskólans, en ég býst við þeim á hverri
stundu. Ég hefi þegar framreitt te í bókastofunni.
— Jæja, þá ætla ég að bíða eftir þeim þar.
En hann gerði það ekki, sneri heldur til málverkasafns
föður síns og gekk frá einu málverkinu til annars. Þarna
voru tvö hundruð myndir, vissi hann, aldrei færri og aldrei
fleiri. Þegar faðir hans fann góða mynd, sem hann keypti
og taldi þess verðnga að skipa málverkasafn hans, varð önnur
cldri að víkja. Eftir dauða hans áttu allar þessar myndir
að fara til málverkasafnsins, sem hann hafði stofnað í
borginni og byggt yfir.
Willíam fór sér hægt, skoðaöi eina myndina af annarri og
nam staðar við sumar þeirra. Hann sá enga nýja enn. Hann
hugleiddi það, hvað faðir hans gæti hafa gert af litlu mynd-
inni eftir hann, sem hann keypti í listaverkabúðinni í New
York um vorið. Þegar hann hafði litið yfir safnið og sá, að
myndiri var þar ekki, fann hann til vonbrigða, og þó varð
hann að viðurkenna, að hann hafði ekki búizt við því, að
hún væri þarna. Samt var hann særður og hugleiddi það,
hvort hann mundi nokkru sinni ná því marki að mynd eftir
hann hengi á þessum veggjum.
Hann gekk út úr málverkasafninu og inn í bókaherbergið,
beiskur á svipinn og háreistur. Þar biðu foreldrar hans eftir
honum.
— Þarna ertu kominn, sagði móðir hans. Hún rétti hon-
um höndina og beindi kinninni að honum. Hann laut að
henni og kyssti hana og fann þegar hinn gamalkunna farða
ilm, sem hann mundi svo vel, leggja að vitum.